Morgunblaðið - 13.09.2013, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.09.2013, Qupperneq 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Íbúi Zamboanga-borgar í Mindanao á Filippseyjum horfir á brennandi hús eftir hörð átök milli stjórnar- hermanna og íslamskra upppreisnarmanna. Stjórnar- herinn hóf nýja sókn gegn uppreisnarmönnum í borg- inni í gær eftir átök sem hafa geisað í fjóra daga. Uppreisnarmennirnir skutu sex menn til bana og tóku a.m.k. 20 manns í gíslingu í borginni og þorpum í grennd við hana á mánudaginn var. Þeir hófu skæru- hernað til að reyna að hindra friðarviðræður milli stjórnarinnar og Þjóðfrelsisfylkingar Moro (MNLF), en markmiðið með viðræðunum er að binda enda á 42 ára uppreisn sem hefur kostað 150.000 manns lífið. Upp- reisnarmennirnir eru í hreyfingu sem klauf sig út úr MNLF árið 1978 og berjast fyrir sjálfstæði Mindanao. AFP Reynt að hindra frið á Filippseyjum Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur fengið heim- ild til að taka kúrsa í stjórn- málafræði við Óslóarháskóla, þrátt fyrir að hann fái ekki að ljúka próf- gráðu. Hann fær lánaðar þær náms- bækur sem til þarf og verður ekki í beinu sambandi við kennara skólans. Ole Petter Ottersen, rektor Óslóarháskóla, segir að allir borg- arar hafi jafnan rétt á því að mennta sig. „Þetta undirstrikar einfaldlega hvað gildi okkar eru þveröfug við hans,“ segir Ottersen í samtali við BBC og bætir við að Breivik verði ekki undir nokkrum kringum- stæðum hleypt inn á lóð skólans. Umsókn Breivik var í upphafi hafnað þar sem skólayfirvöld sögðu hann ekki uppfylla skilyrði til náms- ins. Nú hefur honum verið heimilað að leggja stund á ákveðna kúrsa. Breivik var nýlega færður úr Ila- fangelsinu í útjaðri Ósló, þar sem hann hefur setið í einangrun, yfir í Telemark-öryggisfangelsið í bænum Skien. Norska ríkisútvarpið hefur eftir fangelsisstjóranum Karl Gust- av Knutsen að allir fangar í Tele- mark hafi rétt á því að mennta sig. „Þetta er engum vandkvæðum bundið. Það sama gildir um hann og aðra fanga, eini munurinn er sá að hann verður að læra inni í klefanum sínum. Það er að segja, hann verður að læra einn,“ segir Knutsen. una@mbl.is Breivik fær að taka kúrsa  Fær samt ekki að ljúka prófgráðu Fiskur með fræði- heitið Psych- rolutes marcidus (e. blob- fish) hefur verið valinn ljótasta dýr veraldar. Yfir 3.000 manns tóku þátt í valinu sem fór fram á netinu og fiskurinn fékk langflest atkvæði, eða 795. Niðurstaðan var tilkynnt á hátíð ungra vísindamanna í Bret- landi. Fiskurinn lifir á 900 metra dýpi í Kyrrahafinu. Það er engin furða að hann líti út fyrir að vera þungur á brún því hann er talinn vera í út- rýmingarhættu vegna aukinna djúpsjávarveiða við Ástralíu og Tasmaníu. BRETLAND Fiskur valinn ljót- asta dýr veraldar Kanadísk kona var handtekin í Kólumbíu með kókaín í til- búnum maga, sem hún var með framan á sér til að láta líta út fyrir að hún væri ófrísk. Þegar konan var á leið í gegn- um tollskoðun spurði lögreglukona hversu langt hún væri gengin með. Konan brást reið við þessari spurningu og það varð til þess að lögreglan ákvað að skoða hana betur. KÓLUMBÍA Faldi kókaín í „óléttumaga“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.