Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 22

Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 22
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fimmtíu ár eru síðan Norðmaðurinn og Hólmvíkingurinn Einar Hansen dró á land dauða sæskjaldböku sem hann rakst á í Steingrímsfirði 1. október árið 1963. Eðlilega vakti fundurinn athygli hér á landi enda dvelja sæskjaldbökur yfirleitt í hlýrri sjó á suðræðnum slóðum. Finna má fjölmargar blaða- greinar sem ritaðar voru um þennan óvænta gest en Jón Eðvald Al- freðsson, fyrrverandi kaupfélags- stjóri, er einn þeirra þorpsbúa sem muna vel eftir því þegar fyrirbærinu var stillt upp við höfnina. „Skjald- bakan var nýlega dauð og alveg óúldin,“ segir Jón. Hann segir að bæjarbúar hafi flykkst niður á höfn til að berja fyrirbærið augum. ,,Ein- ar var mikið náttúrubarn, veiðimað- ur og mikil skytta. Hann var á firð- inum í október við veiðar og sá eitthvað í sjónum. Hann keyrði trill- una að því og fann þessa sæskjald- böku úr suðurhöfum. Karlinn setti skjaldbökuna á segldúk á tré- bryggju sem þar var og nær allir í bænum komu að til þess að skoða fyrirbærið,“ segir Jón. Engin hefði trúað honum Hann segir að Einar hafi um- svifalaust fengið virðingarsess með- al bæjarbúa. ,,Menn trúðu ekki alltaf öllu því sem hann sagði blessaður karlinn. Ekki svo löngu áður sagðist hann hafa skotið rostung sem sökk í sæ. Mjög margir drógu það í efa og ég er ekki viss um að nokkur maður hefði trúað honum ef hann hefði ekki komið skjaldbökunni í land,“ segir Jón Eðvald. Á vef Strandamanna er frásögn af „happafengnum“. ,,Einar Hansen hafði nokkrum árum áður skotið á rostung úti á firðinum í kafalds- muggu, en fáir trúað frásögn hans af því. Í þetta skipti skyldu sveitung- arnir ekki eiga annars úrkostar en að trúa honum. Fljótlega komust þeir feðgar að raun um að skrímslið mikla var risaskjaldbaka, enda hafði Einar séð sæskjaldbökur þegar hann var formaður á yngri árum – við Grænhöfðaeyjar vestur af Afr- íku. Þeir náðu að koma hákarlakrók í kjaft skjaldbökunnar og festa hana við síðuna á trillunni og sigldu síðan glaðir í bragði til hafnar – venjulega tók þessi spölur þá ekki nema 25 mínútur, en með ferlíkið við báts- hliðina var þetta klukkutíma stím.“ Strandamenn forvitnir Á Þróunarsetrinu á Hólmavík var í sumar opnuð sýning þar sem saga skjalbökunnar er í forgrunni. Hófst sýningin á bæjarhátíðinni Hamingjudögum í byrjun júlí. Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vest- fjarða, stendur að baki sýningunni og hefur safnað saman blaðagreinum og myndum af skjaldbökunni. ,,Sýn- ingin hefur verið vel sótt og brott- fluttir hafa sérstaklega gaman af því að koma og rifja upp þessa sögu,“ segir Jón sem segir að atburðurinn skapi sérstakan sess í huga Stranda- manna. Hann lumar á nánari frá- sögnum af skjaldbökunni. „Þegar bú- ið var að draga skepnuna að landi kom það upp að Andri Ólafsson prestur átti bók um skjaldbökur. Úr varð að öll hersingin fór heim til hans og beið á meðan hann fletti því upp hvaða kvikindi þetta væri. Í ljós kom að þetta var stærsta sæskjaldböku- Morgunblaðið/Golli Í fullri stærð Til stóð að stoppa skjaldbökuna upp. Það tókst hins vegar ekki og því var búin til þessi afsteypa. Ekki trúðu allir því sem karlinn sagði  Fimmtíu ár frá því sæskjaldbaka fannst í Steingrímsfirði  Í ár fór fram 10. hrútaþuklskeppnin á Hólmavík. Fimmtíu þátttakendur tóku þátt í ár og hafa þeir aldrei verið fleiri. Sigurvegari varð Kristján Albertsson, bóndi á Melum í Árnessýslu. Kristján virðist öðrum fremri í þessum fræðum því hann hefur þrívegis áður hampað sigri í þuklinu, 2006, 2007 og 2012. Keppnin fer þannig fram að sauðfjárráðunautar meta fjóra hrúta fyrir keppni með vísindalegum aðferðum og raða þeim í röð eftir gæðum. Keppendur eiga svo sjálfir að reyna að finna út röðina með hendurnar einar að vopni og reyna að komast sem næst niðurstöðum dómnefndarinnar. vidar@mbl.is Ljósmynd/Jón Jónsson Hrútviss Kristján Albertsson hefur fjórum sinnum sigrað í hrútaþuklskeppni. Vann hrútaþuklið í fjórða sinn  Á Hólmavík er næga atvinnu að fá og óvenjufjölbreytt starfsemi sem þrífst í bæ sem einungis er með 380 íbúa. Ásamt ferðaþjónustufyr- irtæki, eru þar kaffihús, menning- arsetur, rækjuvinnsla, útgerðir, kaupfélag og byggingarfyrirtæki, rafverktakar svo dæmi sé nefnt. Eft- irspurn eftir húsnæði er meiri en framboðið. Fyrir vikið réðst fast- eignafélag heimamanna, Horn- steinar, í byggingu á raðhúsalengju. Hún samanstendur af þremur íbúð- um sem eru 70-105 fermetrar að stærð. Trésmiðjan Höfði reisti bygg- inguna en hún hefur aðsetur á Hólmavík og hjá henni starfa fjórir menn. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Raðhús Haraldur Vignir Jónsson smiður segir verkið á lokametrunum. Raðhús rís á Hólmavík Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Hin tvítuga Dagrún Ósk Jónsdóttir hefur unnið að heldur óvenjulegu verkefni í sumar þar sem hún hefur safnað sögum og myndum af álagablettum á Strönd- um. Þeirri vinnu er lokið og nýlega var opnuð sýning á Sauðfjársetrinu á Hólmavík þar sem sjá má ljós- myndir af blettunum ásamt sögum af þeim sem Dag- rún hefur safnað saman. ,,Álagablettir eru svæði sem ríkir bannhelgi yfir. Til að mynda má ekki slá grasið á þeim eða raska náttúrunni á annan hátt. Slíkt hefur iðulega eitthvað slæmt í för með sér. Skepnan þín deyr, eða það verður slys á fólki,“ segir Dagrún. Hún fann 60-70 álagabletti á Ströndum. Í fyrstu hafi ekki verið útlit fyrir að þeir væru svo margir en þegar hún fór að kanna einstaka bletti nánar frétti hún gjarnan af einum til tveimur blettum í viðbótar í gegnum fólk sem hún var í samskiptum við á svæðinu. „Þetta geng- ur í munnmælum fólks á milli. Fólki er gjarnan annt um sinn álagablett og passar vel upp á hann,“ segir Dagrún. Galdrafár á Ströndum Galdrar eru samofnir sögu Strandamanna og skýr ummerki þess má sjá á Hólmavík. Þar er galdra- safn þar sem sjá má galdrasýningu og kaffihúsið Kaffi Galdur er þar starfrækt, auk þess sem gefnar hafa verið út bækur um galdrafárið á Ströndum. Eiga þær sagnir rætur sínar að rekja til ársins 1654 þegar þrír menn voru brenndir fyrir galdur í Trékyllisvík á Ströndum. Þær brennur mörkuðu upphaf galdra- fársins á Íslandi sem nefnt hefur verið „brennuöld“. Í kjölfar brennanna í Trékyllisvík voru sextán menn og Gróf upp sögur og kortlagði 60-70 álagabletti á Ströndum  Tvítug mær opnar sýningu í Sauðfjársetrinu Álagablettir Dagrún Ósk Jónsdóttir hefur safnað myndum og sögum af álaga- blettum á Ströndum. VESTFIRÐIR DAGA HRINGFERÐ HÓLMAVÍK Grunnkort/Loftmyndir ehf. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.