Morgunblaðið - 13.09.2013, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Eðlilegast væri að rífa húsið, það
er handónýtt,“ segir Þóra Ein-
arsdóttir ábúandi á Kárastöðum á
Þingvöllum um gamalt íbúðarhús
sem Húsafriðunarnefnd hefur lagt
til að verði friðlýst.
Í áliti nefndarinnar kemur jafn-
framt fram að ekki megi draga
mikið lengur að hefja viðgerðir á
húsinu ef bjarga eigi því frá eyði-
leggingu.
Þóra, sem á hlut í húsinu, hafði
ekki vitneskju um að til stæði að
friðlýsa það. Húsið hefur staðið
autt í hátt í fjörutíu ár og er í nið-
urníðslu. Húsið er í eigu fjölskyldu,
afkomenda systkina og er hópurinn
orðinn nokkuð stór.
Að sögn Þóru var húsið dæmt
ónýtt á níunda áratug síðustu ald-
ar. Því á hún bágt með að skilja
hvers vegna óskað sé eftir að frið-
lýsa ónýtt hús.
Fyrir nokkrum árum var þjóð-
garðinum á Þingvöllum boðið húsið
að gjöf en það boð var ekki þegið á
þeirri forsendu, að ekki væru til
fjármunir til að endurreisa bæinn
eins og vert væri.
Húsafriðunarnefnd samþykkti í
lok ágúst að styðja tillögu Minja-
stofnunar Íslands um að friðlýsa
Kárastaðahúsið. Samkvæmt tillög-
unni á friðlýsing hússins að taka til
ytra borðs, sambyggðs hlaðins úti-
húss og upprunalegra innréttinga.
Forsætisráðuneyti á eftir að sam-
þykkja tillögur Húsafriðunarnefnd-
ar.
Fyrirmynd Þingvallabæjarins
Í rökstuðningi nefndarinnar segir
m.a. „Í grein sem birtist í Samvinn-
unni 1925 er fjallað um uppdrátt af
Kárastaðahúsinu og það nefnt sem
fyrirmynd framtíðarbygginga á
Þingvöllum í þjóðlegum anda, Þing-
vallabæjarins og Hótel Valhallar.“
Jafnframt stendur að ekki megi
draga mikið lengur að hefja við-
gerðir á húsinu ef því eigi að
bjarga frá eyðileggingu.
„Hús eru oft dæmd ónýt, til þess
að auðveldara sé að rífa þau. Það
er ekkert einkennilegt að vilja frið-
lýsa þetta hús,“ segir Magnús
Skúlason, formaður Húsafrið-
unarnefndar. Hann fullyrðir að vel
sé hægt að laga húsið þó það sé í
mikilli niðurníðslu.
Þá leggur Húsafriðunarnefnd
lagt til að Stóri-Núpur í Gnúpverja-
hreppi, íbúðarhús sr. Valdimars
Briem, sé friðlýst. Fram kemur að
Stóra-Núpshúsið sé mögulega eina
timburhús þessarar gerðar frá 19.
öld sem enn stendur í sunnlenskri
sveit. Þar af leiðandi sé full ástæða
til að leggja til friðlýsingu þess,
auk hins menningarsögulega gildis.
Þá kemur fram að aðkallandi sé að
ráðast í viðgerðir á húsinu.
Búið er í öðrum helmingi húss-
ins. Það er ekki í jafn mikilli nið-
urníðslu og Kárastaðir að sögn
Magnúsar, þar af leiðandi yrði til-
kostnaðurinn ekki eins mikill.
Nefndin leggur einnig til að frið-
lýsa sumarhús Einars Jónssonar,
myndhöggvara, sem var byggt í
fjóstóft gamla bæjarins á Galtafelli
í Hrunamannahreppi.
Í fundargerð Húsafriðunarnefnd-
ar segir m.a.: „Innan dyra sem ut-
an endurspeglar það hugarheim
listamannsins enda er húsið að
mestu leyti hans sköpunarverk, auk
þess að vera meðal elstu sum-
arhúsa landsins sem varðveist hafa.
Núverandi eigendur hússins kost-
uðu umfangsmikla viðgerð fyrir
nokkrum árum. Brýnt er að frið-
lýsa húsið svo betur megi styðja við
áframhaldandi viðhald þess.“
Nefndin studdi einnig tillögu
Minjastofnunar um að friðlýsa bíó-
sal Bæjarbíós í Hafnarfirði, innrétt-
ingar í anddyri og forsalinn í hús-
inu á grundvelli fágætis,
menningarsögu og listræns gildis.
Á næstunni mun nefndin taka út
elstu byggingar Landbúnaðarhá-
skóla Íslands á Hvanneyri og
kanna hvort tilefni væri til friðlýs-
ingar.
Morgunblaðið/Ómar
Kárastaðir í Þingvallasveit „Eðlilegast væri að rífa húsið, það er handónýtt,“ segir Þóra Einarsdóttir ábúandi á Kárastöðum um tillögu nefndarinnar.
Vill friðlýsa „handónýtt“ íbúðarhús
sem staðið hefur autt í marga áratugi
„Ekkert einkennilegt að vilja friðlýsa þetta hús,“ segir formaður Húsafriðunarnefndar
HÁDEGISMATUR
Í FYRIRTÆKI OG
STOFNANIR
VINSÆLT - HEILSUBAKKAR
Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði
Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Fjölbreyttur matseðill
og valréttir alla daga
Við sendum hádegismat
í bökkum og kantínum
til fyrirtækja og stofnana
alla daga ársins.
Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum:
Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka.
Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags.
Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is
Íslenska ríkið er eigandi flugskýlis 7
á Reykjavíkurflugvelli en ekki dán-
arbú Helga Jónssonar.
Helgi rak flugskóla á flugvellinum
frá 1969 og skólinn er raunar enn rek-
inn undir hans nafni á vellinum. Af
hálfu dánarbúsins var byggt á því að
þar sem hann hefði frá 1969 haft óslit-
ið eignarhald á flugskýlinu í meira en
20 ár hefði hann öðlast eignarrétt á
því vegna hefðar.
Reist á vellinum árið 1953
Íslenska ríkið höfðaði málið og
vann það í héraði en dánarbúið áfrýj-
aði því til Hæstaréttar.
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að árið 1953 hafi flugskýli sem stóð í
Vestmannaeyjum verið rifið og sett
upp á Reykjavíkurflugvelli. Að sögn
eins eiganda Flugskólans Þyts renndi
Þytur hýru auga til þess að fá aðstöðu
í skýlinu og aðstoðuðu eigendur flug-
skólans við uppsetningu þess. Flug-
málastjórn hefði síðan fengið flug-
skólanum endurgjaldlaus afnot af
skýlinu.
Árið 1969 seldi Þytur hf. Helga
Jónssyni „aðstöðu seljanda á Reykja-
víkurflugvelli, það er að segja hús-
næði flugskólans á Reykjavíkurflug-
velli, ásamt afnotum af flugskýli, sem
er í eigu Flugmálastjórnarinnar, svo
og rétt til afnota af benzíntanki í eigu
Olíufélagsins hf.“, eins og sagði í
kaupsamningi. Í afsali frá 1973 var
hliðstætt ákvæði um að með í kaup-
unum fylgdi aðstaða í flugskýli.
Í dómnum er einnig rakið að ís-
lenska ríkið eða stofnanir þess hafi
verið skráðir eigendur skýlisins í öll-
um opinberum gögnum um fasteigna-
skráningu sem lögð hafa verið fram í
málinu. Hið elsta var frá 1972.
Þá hafi Helgi Jónsson eða þeir sem
bærir voru til að skuldbinda hann að
lögum greitt leigu af skýlinu eða ósk-
að eftir kaupum á því á árunum 1992-
1997.
Var dánarbúið dæmt til að greiða
ríkissjóði 500.000 krónur í málskostn-
að. runarp@mbl.is
Staðfesta eign rík-
isins á flugskýli 7
Öðlaðist ekki eignarrétt vegna hefðar
Morgunblaðið/ÞÖK