Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.09.2013, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2013 Skemmtun Bókmenntahátíðin er áberandi þessa dagana og víða boðið upp á viðamikla dagskrá. Gestir hafa ekki látið sig vanta og til dæmis var vel fylgst með viðtali í Norræna húsinu. Golli Brýnt er að bæta húsakost Landspítala (LSH). Fyrir því liggja rök sem lúta að öryggi sjúklinga, gæðum með- ferðar, aðbúnaði starfsfólks, fólks- fjölgun og hækkandi meðalaldri auk hag- ræðingar í rekstri. Slæm aðstaða sjúk- linga og starfsfólks á þátt í þeim atgervisflótta lækna og annarra heilbrigðisstétta sem þegar er orðinn. Brýnt er að leita allra leiða til að snúa þeirri óheillaþróun og skiptir bygging nýs Landspítala þar miklu máli. Í kjölfar hrunsins var horfið frá áformum um að byggja nýtt sjúkra- hús frá grunni en valin ódýrari lausn þar sem eldri byggingar við Hring- braut yrðu notaðar eins og hægt er. Hönnun er lokið og deiliskipulag samþykkt en fjármögnun fram- kvæmdarinnar hefur ekki verið tryggð. Dýrast að byggja ekki Sameining allrar starfsemi LSH við Hringbraut er hagkvæm. Í skýrslu norsks ráðgjafafyrirtækis er áætlað að rekstrarlegur ávinningur verði um 2,6 milljarðar á ári. Sparn- aður fæst með betri nýtingu mannafla og lækkun kostnaðar vegna flutninga, leigu og viðhalds húsnæðis. Einnig var metin hag- ræðing til lengri tíma, ársins 2050, með s.k. nettó núvirði þar sem metinn er heildarábati umfram heildarkostnað að teknu tilliti til kostn- aðar við nýbyggingu, fjármögnunar (miðað við 3% vexti), reksturs húsnæðis og hagræðis í rekstri. Nið- urstaðan varð að nettó núvirði þess- arar fjárfestingar væri 2,3 milljarðar sem þýðir að hagræðing af byggingu gerir betur en að greiða upp bygg- ingarkostnaðinn. Nettó núvirði þess að reka LSH án nýbyggingar er hinsvegar verulega neikvætt. Sam- kvæmt nýrri áætlun er kostnaður við byggingu fyrsta áfanga 48 millj- arðar og kostnaður vegna tækja- kaupa, endurnýjunar eldra hús- næðis og fjármögnunar um 36 milljarðar. Reiknað er með að bygg- ingartími fyrsta áfanga verði 5 ár. Mögulegar fjármögnunarleiðir Í nóvember 2009 var hleypt nýju lífi í verkefni um byggingu nýs spít- ala með undirritun viljayfirlýsingar stjórnvalda og 25 lífeyrissjóða, um fjármögnun verksins. Stofnað var opinbert hlutafélag, Nýr Landspítali (NLSH) ohf. til að m.a. standa að deiliskipulagsgerð og forhönnun. Mikill þverpólitískur samhugur var innan Alþingis um að setja verkefnið af stað. Lífeyrissjóðirnir lýstu einnig vilja til að taka þátt í fjármögnun óháð því hvort um væri að ræða leiguleið eða beint eignarhald rík- isins, þó yrði það háð lögum hverju sinni. Fram komu efasemdir um að sérhæfð bygging sem sjúkrahús uppfyllti skilyrði sem þarf þegar leiguleið er farin og er þar einkum um að ræða færslu eignar í rík- isreikning til gjalda eða eignar eftir atvikum. Alþingi ákvað því, vorið 2013, að falla frá leiguleiðinni og var lögum nr 64/2010 breytt þannig að verkefnið tekur nú á sig hefðbundna mynd ríkisframkvæmdar. For- gangsröðun Alþingis er varðar fjár- heimildir í fjárlögum ræður því til um framkvæmdahraða verksins og nú er óvíst hvenær hægt verður að hefjast handa fyrir alvöru. Tryggja þarf því aðkomu lífeyrissjóðanna á nýjan leik. Fjárfestingaþörf – möguleikar lífeyrissjóða Fjárfestingaþörf lífeyrissjóða er áætluð um 150 milljarðar á ári og ljóst að fjárfestingatækifæri eru fá- breytt. Sjóðina skortir heimild til að fjárfesta í erlendum eignum og tryggir fjárfestingakostir eru fáir innanlands. Líklegt er að þátttaka í fjármögnun slíkrar framkvæmdar myndi tryggja ávöxtun sem væri í takt við þá áhættu sem þessari fjár- festingu er samfara. Þar að auki er þetta samfélagsleg fjárfesting og til hagsbóta fyrir umbjóðendur þeirra, lífeyrisþega. Endurskoðun laga um fjárreiður ríkisins Samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins nr. 88/1996 ber LSH og öðr- um ríkisstofnunum í A-hluta rík- isreiknings að gjaldfæra bygg- ingakostnað á framkvæmdatíma, þ.e. ekki má færa byggingu til eignar og afskrifa á notkunartíma. Þetta þýðir að nýbyggingar upp á 50 millj- arða þyrfti að fjármagna á bygg- ingatíma með framlögum úr rík- issjóði og ef ekki eru nægar tekjur til að standa undir framlögum, um 10 milljörðum á ári, myndast halli á rík- issjóði sem ekki er ásættanleg staða. Fyrir liggur endurskoðun fjár- reiðulaga og er rætt um að þeim verði breytt þannig að ríkisstofnanir í A-hluta færi fullt rekstrar- og eignabókhald. Ef fasteignir LSH yrðu settar í sérstakt fasteignafélag, t.d. NLSH ohf., þá gæti Landspít- alinn fengið bygginguna til afnota gegn leigugjaldi en byggingin yrði færð til eignar hjá fasteignafélaginu. Þá gæti t.d. NLSH ohf. tekjufært leigu frá Landspítalanum sem dygði til að greiða niður fjármagnskostn- aðinn á skilgreindum notkunartíma eignanna. Slíkar lagabreytingar myndu gera leiguleiðina mögulega. Allir vinna Með því að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fjármagn til byggingar Land- spítala verður ávinningur mikill: Landsmenn fá sjúkrahús sem hæfir nútíma heilbrigðisþjónustu, fjár- munir ríkisins sparast til lengri tíma litið og lífeyrissjóðirnir ná að ávaxta sitt pund. Ég hvet Alþingi og forystumenn fjármála og heilbrigðismála til að leysa úr tæknilegum atriðum um reikningshald og að óska eftir samn- ingaviðræðum við lífeyrissjóðina. Það þolir enga bið að bæta aðstöðu Landspítalans og það þýðir ekkert að gefast upp. Eftir Ölmu D. Möller »Ef lífeyrissjóðir lána fé til byggingar LSH fá þeir ávöxtun innanlands, ríkið sparar fé til lengri tíma og landsmenn fá nútíma sjúkrahús. Allir vinna. Alma D. Möller Höfundur er yfirlæknir gjörgæslu- deildar Landspítala við Hringbraut. Lífeyrissjóðir + Landspítali = Allir vinna Flugvélar þurfa flugbrautir til lendinga og flugtaka. Kröf- ur um nauðsynlega lengd þeirra eru tengdar fjölda tæknilegra þátta, m.a. eft- irfarandi, sem hér er raðað í stafrófsröð: gerð yfirborðs flugbrautar, hindranir í að- flugi og brottflugi, hitastig, loftþrýstingur, mæld heml- unarskilyrði, ókyrrð í lofti, vindátt og vindhraði. Teg- undir flugvéla gera síðan mis- munandi kröfur, og m.a. háð eftirfarandi þáttum: fjölda og gerð hreyfla, flapsakerfa, flugþunga, hemlunarbúnaðar, vængflatar, vænghleðslu og vængprófíls. Flugþunginn er hér lykilatriði, og samanstendur af fjór- um þáttum, tómaþunga flugvélar, eldsneyti um borð, farþegum og frakt. Síðastnefndu tveir þættirnir mynda svonefnda arð- hleðslu, sem flugfélag byggir afkomu sína á. Í skýrslu Samráðsnefndar samgöngu- ráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, „Reykjavíkurflugvöllur – Úttekt á framtíð- arstaðsetningu“ (apríl 2007), var lagt til að aðalflugbraut flugvallar höfuðborgarinnar, sem þjóni sem miðstöð innanlandsflugs á Íslandi, verði 1.800 m löng fyrir flugtak, en flugbraut númer tvö verði 1.379 m. Núver- andi flugbrautir Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri eru heldur styttri en þetta, sem veldur því að nú þegar þarf stundum að skerða arðhleðslu áætlunarflugvélanna. Það vekur því vægast sagt furðu að lesa innlegg Egils Helgasonar á vefsíðunni eyjan.is, dags. 10. september, þar sem hann telur að „lausn“ í ágreiningi um Reykjavík- urflugvöll í Vatnsmýri eigi að felast í stytt- ingu flugbrauta hans, eða hugsanlegri gerð slíks minni flugvallar á Álftanesi. Eitthvað hefur skolast til í heimildum höfundar, þar sem engar marktækar vísbendingar eru um að þær flugvélar, sem nú eru í fram- leiðslu, eða væntanlegar á næstu árum, muni komast af með styttri flugbrautir. Í skýrslu Isavia ohf. „Innanlandsflug, – um- ferð, rekstur og sviðsmyndir framtíðar“ (des. 2012) er í helstu niðurstöðum réttilega bent á eftirfarandi: „Flugtækni breytist ekki mikið til ársins 2025.“ Aðra nýlega furðuhugmynd er að finna í grein Álfheiðar Ingadóttur fyrrverandi al- þingismanns í Fréttablaðinu 7. september undir fyrirsögninni „Tillaga að sátt í flug- vallarmálinu“. Höfundurinn telur að „lausnin“ eigi að felast í því að Reykjavík- urflugvöllur verði með eina flugbraut, sem liggi frá austri til vesturs. Þau tölugildi um áætlað nýtingarhlutfall slíks flugvallar, sem birt eru í greininni, hljóta að byggjast á einhverjum misskilningi. Nokkrar skýrslur liggja fyrir um úttektir á nýting- arhlutfalli flugbrauta Reykja- víkurflugvallar í Vatnsmýri með hliðsjón af heimiluðum hliðarvindsmörkum. Sú, sem oftast er vitnað til, er frá febr- úar 2000, og er eftir Guðmund R. Jónsson og Pál Valdimarsson við Verk- fræðideild Háskóla Íslands. Skýrslan var unnin að beiðni Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt henni er núverandi nýting- arhlutfall flugvallarins með þremur flug- brautum 98,2%, sem samsvarar því að hann sé lokaður vegna of mikils hliðarvinds um sjö daga á ári. Miðað er við 13 hnúta hlið- arvindsgildi samkvæmt ákvæðum ICAO Annex 14, „Aerodromes“, enda ber að nota það hliðarvindsgildi fyrir þær flugvélateg- undir, sem Reykjavíkurflugvöllur þjónar. Verði NA/SV-flugbrautinni lokað, lækk- ar nýtingarhlutfallið í 93,8%, samsvarandi viðbótarlokun flugvallarins í 16 daga á ári. Verði flugvöllurinn með aðeins eina A/V- flugbraut, lækkar nýtingarhlutfallið í að- eins 82,4%, sem samsvarar því að flugvöll- urinn verði lokaður vegna of mikils hlið- arvinds í samtals 64 daga á ári. Talsmenn Flugmálastjórnar Íslands, Isavia ohf. og Flugfélags Íslands hafa ítrekað staðfest opinberlega, að Reykjavík- urflugvöllur með eina flugbraut væri með öllu óbrúklegur sem miðstöð innanlands- flugs Íslands, og þaðan af síður sem áfangastaður sjúkraflugsins. Hvernig get- ur Álfheiður sem fyrrverandi heilbrigð- isráðherra, sem ætti að hafa efst í huga þarfir og öryggi sjúkraflugs fyrir alla landsmenn, boðið upp á „lausn“, sem felur í sér að áfangastaður sjúkraflugsins sé lok- aður í 64 daga á ári? Um lengd og fjölda flugbrauta Eftir Leif Magnússon Leifur Magnússon » Verði flugvöllurinn með aðeins eina A/V-flug- braut lækkar nýtingarhlut- fallið í 82,4% samsvarandi lokun hans vegna hliðarvinds í samtals 64 daga á ári. Höfundur er verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.