Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Page 12
Viðtal 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013 E lma Stefanía Ágústsdóttir leikur aðal- hlutverkið í Harmsögu, nýju leikverki, sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu eftir viku. Það er að sjálfsögðu í frásögur færandi þegar leikkona með spánnýtt útskrift- arplagg fær samning hjá einu af stóru leikhúsunum og að það sé eiginmaður hennar, Mikael Torfason, aðalrit- stjóri 365, sem hafi skrifað verkið. Ótalmargt er óhefð- bundið í lífi Elmu. Á Þorláksmessu fyrir tveimur árum voru Elma Stef- anía og Mikael Torfason að undirbúa eigið brúðkaup sem halda átti á aðfangadag. Þessi Þorláksmessa var þó líka helguð því að eiginmaður hennar lagði lokahönd á Harmsögu. Hann hafði skrifað handritið allan tímann sem kvikmynd og með Elmu í huga. Svo farið sé hratt yfir sögu þá er eftirleikurinn sá að handritið þróaðist yfir í leikverk, sem frumflutt var í Útvarpsleikhúsinu á síðasta leikári og er nú komið yfir í enn aðra útgáfu, á svið Kassans í Þjóðleikhúsinu. Elma Stefanía var enn í námi þegar Mikael seldi Þjóðleikhúsinu sýningarréttinn að verkinu. „Ég nýt þess auðvitað að þekkja Harmsögu vel og hafa fylgst með tilurð verksins og persónu minnar frá upphafi en leikstjórinn þarf að sjálfsögðu að óska eftir því sjálfur að ákveðinn leikari sé fenginn í hlutverkið og þjóðleik- hússtjóri þarf að leggja blessun sína yfir það. Það var því ekki þannig að Mikael hefði krafist þess að ég fylgdi með í kaupunum,“ segir Elma Stefanía og hlær. „Uppfærslan frestaðist svo vegna annarra verka þannig að þetta hefði getað farið á hvaða veg sem var. En ég var að sjálfsögðu ákaflega glöð yfir því að það væri áhugi fyrir því hjá leikstjóranum, Unu Þorleifsdóttur, að ég léki Sigrúnu.“ Arkitektahjón buðu heimili og stuðning Elma mátaði sig við tvö hlutverk þegar hún fékk inn- göngu í leikaradeild Listaháskólans. Annars vegar leik- arann og hins vegar rullu sem margir myndu telja mikla áskorun samfara krefjandi námi; að vera einstæð móðir. „Ég var með ótrúlega góðu fólki í bekk sem ég er mjög þakklát fyrir og þau studdu vel við bakið á mér. Þau sýndu því skilning að ég kæmi ekki alltaf með þegar eitthvað var gert utan skóla. Þegar maður er á nýjum stað vill maður standa sig alls staðar, mæta í allt og gera allt – „ég get þetta líka“ en ég gat það auðvitað ekki.“ Aðstæður voru einnig frábrugðnar að því leyti að for- eldrar Elmu Stefaníu og meginþorri fjölskyldunnar bjó og býr á Hvolsvelli þar sem hún ólst upp. Það var því ekki hægt að skjótast heim til mömmu og pabba með stuttum fyrirvara til að fá pössun. „Baklandið mitt er sterkt og foreldrar mínir voru boðnir og búnir til að hjálpa mér en þetta hefði verið meiriháttar púsluspil ef ég hefði ekki verið svo lánsöm að frænka mín bauðst til að taka okkur Ísold að sér meðan ég var í náminu. Þetta var sérstakt því í raun þekktumst við Kristín Brynja frænka mín ekki svo mikið þegar hún bauð okkur þetta. Ég var í árlegu hangi- kjötsboði hjá henni og sagði henni sem var að ég væri að skilja og hún bauð mér þetta á staðnum. Þetta bjargaði okkur hreinlega. Hún og eiginmaður hennar, Steffan Iwersen, bjuggu og voru með vinnustofu sína í Glaðheimum en þau eru bæði arkitektar. Þau tóku okkur opnum örmum, sóttu Ísold fyrir mig á leikskólann og hjálpuðu mér þannig að ég fékk fleiri tækifæri til að vera með dóttur minni.“ Sagði engum frá prufunum Elma Stefanía var ekki ýkja lengi að sjá að til að geta sinnt þeim önnum sem þessum störfum fylgdu yrði hún að for- gangsraða rétt. Hún ákvað að leyfa áfengi ekki að fylgja sér í lífinu og sér ekki eftir því. Með því að djamma ekki skapaðist bæði tími til að sinna börnum og starfi, vakna snemma og fara snemma að sofa. „Mér fannst þetta einhvern veginn ekki passa. Ég hafði aldrei komist inn í þessa vín-með-matnum menningu. Þetta var meira bara djamm og mér fannst það ekki henta mér. Ég vildi vera besta útgáfan af sjálfri mér og fannst ég ekki vera það undir áhrifum og ég fór því að endurskoða lífið og til- veruna. Ég var 24 ára þegar ég tók þessa ákvörðun, rétt eftir að ég skildi. Já, ég finn mikinn mun. Þetta er bara svart og hvítt. Ég hef alltaf verið mjög nákvæm og mikill fullkomn- unarsinni sem gat kallað fram í mér ótta og kvíða sem mér fannst ágerast þegar ég drakk. Í dag finn ég ekki fyrir kvíða eða ótta en ef þessar tilfinningar koma upp þá er ég enga stund að átta mig og taka strax á því.“ ELMA STEFANÍA HEFUR VERIÐ SVEITASTELPA, EIN- STÆÐ MÓÐIR Í LEIKLISTARSKÓLANUM, KONA SEM ÁKVAÐ AÐ VERÐA BETRI ÚTGÁFA AF SJÁLFRI SÉR OG HÆTTA AÐ DREKKA, EIGINKONA MEÐ STÓRA FJÖL- SKYLDU OG ER NÚ MEÐ BURÐARHLUTVERK Í VERKI EFTIR EIGINMANN SINN Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Ákvað að taka óttann úr lífi mínu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.