Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Side 16
*Bók og mynddiskur Arndísar Höllu og Emils um Ísland njóta vinsælda í Þýskalandi »18Ferðalög og flakk Mazar-e Sharif er stærsta borg Norður-Afganistans. Íbúafjöldinn hér er óþekktur, enginn veit í raun hversu margir búa í borginni. Þetta er stór iðnaðarborg, með þungri umferð og miklum ys og þys. Hér eru sumrin heit og rykug en hitinn fer upp í 45 gráður þegar mest er. Veturnir eru að sama skapi kaldir. Á vorin og haustin er um mánuður þar sem hitinn helst um 20 gráður. Þá sýnir landið sínar bestu hliðar, með grænum grundum og heiðskírt er til fjalla. Á þessum tíma flykkjast íbúarnir upp í fjöllin í lautarferðir, þar sem er tjaldað, teppi breidd út og lambakjöti (kebab) skellt á grillið. Líkt og á Íslandi sjá karlmennirnir um að grilla. Fólkið nýtur þess að vera úti í náttúrinni áður en hitabylgjan skellur á að nýju. Kveðja, Sigrún Andrésdóttir Sigrún og samstarfskona hennar hjá þýsku Þróunarsamvinnustofnuninni (www.giz.de), í lautarferð skrifstofunnar í afgönsku fjöllunum sl. vor. Þjóðaríþrótt Norður-Afganistan, Buzkashi, er ekki fyrir viðkvæma. Grill í afgönskum fjöllum Heimsins bestu melónur koma frá svæðinu. Hér eru þær fluttar. PÓSTKORT F RÁ MAZAR-E SHARIF S kánn hefur löngum laðað til sín fjölda Íslendinga. Ófáir hafa sótt til Lundar, Malmö og Helsingjaborgar í gegnum tíðina, ýmist til náms, starfa eða annars, og sumir ílenst. Líkt og fyrrnefndar borgir er bærinn Ystad auðsóttur heim yfir sundið frá Kaupmannahöfn, þótt hann liggi aðeins austar á þessum syðsta odda Svíþjóðar. Rétt ríf- lega klukkustund tekur að komast þangað með lest frá Kastrup-flugvelli, hvort sem farið er beint eða skipt í Malmö. Þegar komið er til Ystad er fátt sem bendir til að þar sé að meðaltali framið eitt morð viku- eða mánaðarlega, sé miðað við glæpatíðni svæðisins í sögum Henning Mankells. Það er þó orðum aukið eins og gefur að skilja. Þessi fallegi rólyndisbær býr yfir miklum sjarma, lítil torg er að finna hvarvetna, þar er líka fornt munkaklaustur frá 13. öld, sem gaman er að skoða og fallegar götur með gömlum litfögrum húsum, sem einkenna svæðið. Til að bregðast við ört vaxandi eftirspurn eftir persónu Mankells á heimsvísu, hófu ferðamálayfirvöld í Ystad fyrir nokkru að bjóða upp á ferðir um slóðir Wallanders, sem mælst hafa vel fyrir. Í dag er einnig orðið hægt að nálgast sérstakt smáforrit fyrir snjallsíma án endurgjalds (það ber einfaldlega heitið „Wallander“), sem auðveldar fólki á eigin vegum að kynna sér slóðir rannsókn- arlögreglumannsins. Að fræðast um sögusviðið er því hægur leikur nú til dags. Meira en bara Wallander Fleira er þó að sjá í Ystad og nálægum bæjarfélögum en bara slóðir glæpasagna. Svæðið hefur löngum verið einn vinsælasti sumardvalarstaður Svía. Hvítar strendurnar laða fólk í sumarhús og á tjaldsvæði ár hvert, enda umhverfið fagurt og veðursæld mikil. Gaman er sem dæmi að aka um sveitirnar og koma við í bæjum á borð við Löderup, Skillinge, epla- bænum Kivik og víðar. Í Kåseberga má finna Ale-steinanna kunnu en þeir eru nokkurs konar „Stonehenge“ Svíþjóðar og verðskulda heimsókn. Skútubærinn Simrishamn, við á austurströndina, býr yfir skemmtilegum miðbæjarkjarna út frá höfninni. Þaðan gengur ferja, líkt og frá Ystad, reglulega til dönsku eyjarinnar Borgund- arhólms. Á ferð um sveitirnar er oftar en ekki hægt að renna fram á skemmtilegar skransölur eða „loppis“ og hugguleg kaffihús. Verðlauna- kaffihúsið Olof Victors ber þar sérstaklega að nefna en það er skammt frá miðaldakastalanum í Glemminge. Hafi fólk hins vegar hug á að láta líða úr sér í heilsulind í huggulegu umhverfi er vert að minnast á Ystad Saltsjöbad, en þar er einnig að finna fyrirtaks veitingastað. Eitt er víst: það er ýmislegt fleira að finna í og við Ystad en einungis það sem tengist Wallander. SKÁNN SÓTTUR HEIM Á slóðum Wallanders RANNSÓKNARLÖGREGLUMAÐURINN KURT WALLANDER ER Í MIKLUM METUM HJÁ MÖRGUM. SÖGUSVIÐIÐ YSTAD ER NÆR EN MANN GRUNAR OG GAMAN AÐ SÆKJA SVÆÐIÐ HEIM. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Falleg torg, litrík hús og huggulegheit eru einkennandi fyrir Ystad. Ale-steinarnir í Kåseberga minna um margt á Stonehenge.Úr verðlaunabakaríi Olof Victors, en þar er líka fínt kaffihús. Þrjú andlit Wallanders f.v.: Krister Henriksson, Rolf Lass- gård og Kenneth Branagh. Götumynd frá Ystad. Fátt gefur til kynna jafn háa glæpatíðni og ætla mætti af sögum Mankells.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.