Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013 Ferðalög og flakk E f til vill er það styrkleiki bók- arinnar Fagurt er frelsið hversu ólíkir höfundarnir eru. Arndís Halla er lífleg manneskja vön sviðsframkomu á meðan Emil Þór er maðurinn á bak við myndavélina. Þau flétta saman listrænni reynslu sinni í bók, sem fylgir DVD diskur með myndasýningu og tónlist. Einnig fylgir tólf laga tónlistar- diskur með tónlist Arndísar Höllu. Hún kom fyrst út árið 2010 í Þýskalandi og hefur notið mikilla vinsælda þar í landi. Samvinnan varð að vináttu sem hefur leitt þau á nýjar brautir með Íslandskynningar og mögulega aðra bók. Hugmyndin að bókinni Í spjalli yfir rjúkandi tebolla segir Emil Þór skemmtilega sögu sem varð upphafið að sam- vinnu þeirra. ,,Eitt skiptið þegar ég vann í tölvunni verkefni fyrir Kárahnjúka, hlustaði ég á söng Arndísar Höllu. Ég hafði heyrt við- tal við hana í útvarpinu og keypt diskinn í kjölfarið. Einhvern veginn byrjuðu myndir að streyma fyrir framan mig og ég hugsaði með mér að þetta þyrfti ég að skoða betur. Það tók mig smátíma að sannfærast um að ég væri á réttri braut. Ég þekki pabba hennar, hringdi í hann og hann útvegaði mér síma- númerið hennar. Svo hringdi ég í Arndísi og þannig byrjaði þetta.“ Þetta var árið 2008. Emil Þór sendi henni ,,prufu slideshow“ að hugmyndinni en Arndís Halla var svolítið á báðum áttum fyrst. „Mér fannst sniðugt að blanda saman myndum og músík, þá verða hughrifin svo mikil, og hann sagði mér hvernig tónlistin mín og myndirnar hans hefðu allt í einu runnið saman. Og mér fannst prufan virkilega flott,“ segir hún. Upp frá þessu fóru þau að vinna að bókinni eða þangað til gosið í Eyjafjallajökli hófst og truflaði aðeins vinnuna. ,,Þrátt fyrir það hjálpaði það okkur ábyggilega á bókamess- unni í Frankfurt. Það var góð auglýsing fyrir Ísland, mikið fjör og mikil læti og landið komið rækilega á heimskortið,“ segir Emil Þór. Hann hefur gefið út vinsælar ljós- myndabækur, Iceland Original, byrjaði að mynda úr lofti árið 1983 og hefur stundað það í 30 ár. Mikið af því af virkjunarbyggingum og stíflugerðum. Meðfram þessu rak hann Ljósmyndastofu Reykjavíkur. Emil Þór hefur einnig unnið sem blaðaljósmyndari og sá al- veg um að mynda Kárahnjúkasvæðið úr lofti þegar framkvæmdir stóðu þar yfir. Samvinnan Vinnuferlið í kringum bókina tók tvö ár. Emil Þór og Arndís Halla sátu mikið við tölvuna og ræddu hlutina á milli sín í þaula og aldrei kom neitt upp á. Emil Þór kann skýringu á því: ,,Þegar Arndís Halla sagði: „Heyrðu Em- il, við höfum þetta svona,“ þá sagði ég bara: „Já.““ Eftir þessi ummæli hlæja þau innilega. Markmiðið var að vekja sem mest hughrif hjá lesendum og því eru ljóð sett inn á milli myndanna. „Verkið er á tilfinningalegum nót- um,“ segir Arndís Halla einbeitt á svip. Hún lærði óperusöng í Listaháskólanum í Berlín. Fyrstu árin eftir nám vann hún við óperusöng í Berlín og víða um heim. Hún er þekktust fyrir að vera díva hinnar heims- þekktu sýningar Apassionata. Það er þýsk fjölskyldusýning sem byggist upp á hestum hvaðanæva að úr heiminum, ekki beint hesta- sýning heldur leiksýning þar sem hestarnir taka beinan þátt. Hún samdi líka tónlist og texta fyrir sýninguna en hætti eftir að hafa ferðast með henni í níu ár. Hana langaði til að prófa eitthvað nýtt. Aftast í bókinni má finna landakort með nákvæmum leiðbeiningum um staðsetningu myndanna og útskýringar. Það var sett aftast til þess að myndirnar fengju að standa einar og sér. Það var gert vísvitandi til að trufla ekki heildarupplifunina, svo að fólk fengi myndirnar beint í æð. Þau vildu hafa verkið þannig að hver og einn gæti upplifað á sinn hátt náttúruna og tónlistina. Sjö þemu DVD-disksins Eins og fyrr segir eru náttúrumyndir, tónlist og ljóð í bókinni. Henni fylgir ekki aðeins DVD diskur með myndasýningu og tónlist í bland, heldur líka tónlistardiskur frá Arndísi Höllu, á DVD. Disknum er skipt í sjö þemu. „Þetta er eins og ferðalag – sjö mismunandi sjónarhorn á landið,“ segir Arndís Halla. Hver kafli er sjálfstæður og um þrjár mín- útur að lengd og eru þemun: Landið, vatns- heimar, hafið, gróandinn, ísheimar, fákar og hulduheimar. Allir byrja þeir á sögumanni sem les upp ljóð. Kaflinn „Landið“ byrjar á ljóðinu Ísland sem styður það þema:, „Landið er fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tind- ar…“. Þannig leiðir sögumaðurinn viðkom- andi inn í stemninguna og myndasýningin hefst með tónlistinni. Arndís valdi að hafa „vocalísur“ vegna þess að texti eða tal truflar fókusinn á myndirnar og upplifunina. „Vocal- ísur“ er tónlistarform þar sem röddin er not- uð til að færa fram tónlistarverkið án orða. Myndirnar voru valdar í samræmi við tón- listina, til dæmis er meiri þungi í tónlistinni sem spiluð er undir miklum vatnsföllum, en þegar tónlistin er ljúf og lygn er frekar valin mynd af fjallgarði sem speglast í vatni. Þegar Emil Þór og Arndís Halla höfðu myndirnar var þeim raðað þannig að upplifunin lyfti þeim sem á horfði á æðra plan. Bókamessan í Frankfurt Arndís Halla og Emil Þór voru á stóra svið- inu á Bókamessunni í Frankfurt á laug- ardagsmorgni klukkan tíu þann 15. október 2011 en þá var sýningin opnuð almenningi. Fagurt er Ísland ÍSLANDSBÓKIN, FAGURT ER FRELSIÐ, ER MENNINGARLEGT VERK ÞAR SEM KYNNAST MÁ ÍSLENSKRI NÁTTÚRU, TÓNLIST OG LJÓÐLIST. LAGT ER UPP MEÐ AÐ GEFA NÝJA SÝN Á ÍSLAND. ARNDÍS HALLA ÁSGEIRSDÓTTIR ÓPERUSÖNGKONA OG EMIL ÞÓR SIGURÐSSON NÁTTÚRULJÓSMYNDARI MÆTAST Í VERKINU OG ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON SÁ UM TEXTANN, EN BÓKIN VAR GEFIN ÚT Í ÞÝSKALANDI. María Lea Ævarsdóttir mae9@hi.is Arndís Halla og Emil Þór hafa í sameiningu unnið að því að kynna Ísland fyrir Þjóðverjum. Morgunblaðið/RAX Torfajökull og svæðið í kring. Flatey á Breiðafirði. Hreindýrahjörð á Kringilsárrana, norðan Vatnajökuls. Eyjafjallajökull í ham, mynd úr bókinni tekin undir miðnætti í miðju gosi í maí 2010. ÍSLAND ÚR LOFTI Í ferðabók Arndísar Höllu og Emils er að finna fjölda ljósmynda sem teknar eru úr lofti. Náttúran fær að njóta sín ekki síður en mannlífið og dýralífið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.