Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Síða 19
Bókin var kynnt á Bókamessunni í Frankfurt 2011. Áður hafði hún aðeins verið opin fólki í bók- menntageiranum. Þarna hugsaði Emil Þór með sér að það gæti ekki verið að mjög margir nenntu að mæta svona snemma. „En það var fullur salur og sumir þurftu að sitja á gólfinu,“ segir hann. Þremur mánuðum síðar fóru Arndís Halla og Emil Þór í sam- starfi við Icelandair til Oberursel í Þýskalandi til að kynna Ísland í máli og myndum, ásamt því að kynna nýju bókina. „Það sama gerðist þar, við sprengdum húsið utan af okkur,“ seg- ir Emil Þór. Eftir Bókamessuna í Frankfurt varð bókin sú söluhæsta á Amazon í Þýska- landi af liðlega 70 Íslandsbókum hátt í heilt ár. „Einhver markaður er þarna fyrir Ísland,“ segir Emil Þór og brosir. Eftir góðar viðtökur í Frankfurt kviknaði sú hugmynd hjá Emil Þór að setja upp „kúlt- úrkvöld“ með Arndísi Höllu fyrir ferðamenn á Íslandi. Emil Þór sá fyrir sér kvöld þar sem þau tvö kynntu Ísland í myndum og tón- list. Stuttu síðar hringdi Arndís Halla í hann og sagði: „Ég er tilbúin með þetta!“ Enda þaulvön sýningarbransanum. Hugmyndin var að gera þetta að léttri og skemmtilegri kvöld- stund, einskonar fræðsluskemmtun með tón- list og lifandi fróðleik. Þau byrjuðu í fyrra- haust að prufukeyra kúltúrkvöldin og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar síðan Emil Þór keypti disk Arndísar Höllu og fór að máta myndir sínar í huganum við tónlist hennar. „Við köstuðum einfaldlega á milli okkar hugmyndum og svo hefur Arndís Halla svo mikla reynslu af sviðsframkomu,“ segir Emil. Á kúltúrkvöldunum hefur hann komist að því að áhorfendur hafa einnig gaman af því að hitta ljósmyndarann, manninn á bak við myndavélina, og heyra hann lýsa sínu sjónarhorni á tilveruna. Ný bók í vinnslu? Þessa dagana er Emil Þór að vinna að nýrri bók í Iceland Original- bókaflokknum, sem mun bera titilinn „Iceland Exotic?“. Arndís Halla skrifar formálann í bókina. „Ég var aldrei viss um nafnið fyrr en ég setti spurn- ingarmerkið fyrir aftan það, en þá var ég bú- inn að varpa staðhæfingunni yfir á lesendur,“ segir Emil sem er í raun að spyrja hvort nokkuð sé eitthvað framandi við Ísland. Arndís Halla er hinsvegar að setja saman geisladisk með íslenskri tónlist sem kemur út síðar á árinu. Emil Þór líkir verkferlinu við nýjustu bókina við það þegar Arndís vinnur tónlistina sína. „Maður er stöðugt að leita að rétta hljómnum.“ Þessir fjölhæfu listamenn stefna á að halda samstarfinu áfram og hver veit nema önnur bók líti dagsins ljós von bráðar. Arndís Halla tekur lagið á ferðakaupstefnu í Berlín. Arndís Halla með bókina sem sló sölumet á Amazon í Þýskalandi. * Eftir góðar viðtökur í Frankfurt kviknaði súhugmynd hjá Emil Þór að setja upp „kúltúr-kvöld“ með Arndísi Höllu fyrir ferðamenn á Íslandi. 15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Langtímaleiga Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Vetrarleiga frá46.900 kr.á mánuði! 0 kr. útborgun Á R N A S Y N IR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.