Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Qupperneq 19
Bókin var kynnt á Bókamessunni í Frankfurt 2011. Áður hafði hún aðeins verið opin fólki í bók- menntageiranum. Þarna hugsaði Emil Þór með sér að það gæti ekki verið að mjög margir nenntu að mæta svona snemma. „En það var fullur salur og sumir þurftu að sitja á gólfinu,“ segir hann. Þremur mánuðum síðar fóru Arndís Halla og Emil Þór í sam- starfi við Icelandair til Oberursel í Þýskalandi til að kynna Ísland í máli og myndum, ásamt því að kynna nýju bókina. „Það sama gerðist þar, við sprengdum húsið utan af okkur,“ seg- ir Emil Þór. Eftir Bókamessuna í Frankfurt varð bókin sú söluhæsta á Amazon í Þýska- landi af liðlega 70 Íslandsbókum hátt í heilt ár. „Einhver markaður er þarna fyrir Ísland,“ segir Emil Þór og brosir. Eftir góðar viðtökur í Frankfurt kviknaði sú hugmynd hjá Emil Þór að setja upp „kúlt- úrkvöld“ með Arndísi Höllu fyrir ferðamenn á Íslandi. Emil Þór sá fyrir sér kvöld þar sem þau tvö kynntu Ísland í myndum og tón- list. Stuttu síðar hringdi Arndís Halla í hann og sagði: „Ég er tilbúin með þetta!“ Enda þaulvön sýningarbransanum. Hugmyndin var að gera þetta að léttri og skemmtilegri kvöld- stund, einskonar fræðsluskemmtun með tón- list og lifandi fróðleik. Þau byrjuðu í fyrra- haust að prufukeyra kúltúrkvöldin og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Mikið vatn hefur því runnið til sjávar síðan Emil Þór keypti disk Arndísar Höllu og fór að máta myndir sínar í huganum við tónlist hennar. „Við köstuðum einfaldlega á milli okkar hugmyndum og svo hefur Arndís Halla svo mikla reynslu af sviðsframkomu,“ segir Emil. Á kúltúrkvöldunum hefur hann komist að því að áhorfendur hafa einnig gaman af því að hitta ljósmyndarann, manninn á bak við myndavélina, og heyra hann lýsa sínu sjónarhorni á tilveruna. Ný bók í vinnslu? Þessa dagana er Emil Þór að vinna að nýrri bók í Iceland Original- bókaflokknum, sem mun bera titilinn „Iceland Exotic?“. Arndís Halla skrifar formálann í bókina. „Ég var aldrei viss um nafnið fyrr en ég setti spurn- ingarmerkið fyrir aftan það, en þá var ég bú- inn að varpa staðhæfingunni yfir á lesendur,“ segir Emil sem er í raun að spyrja hvort nokkuð sé eitthvað framandi við Ísland. Arndís Halla er hinsvegar að setja saman geisladisk með íslenskri tónlist sem kemur út síðar á árinu. Emil Þór líkir verkferlinu við nýjustu bókina við það þegar Arndís vinnur tónlistina sína. „Maður er stöðugt að leita að rétta hljómnum.“ Þessir fjölhæfu listamenn stefna á að halda samstarfinu áfram og hver veit nema önnur bók líti dagsins ljós von bráðar. Arndís Halla tekur lagið á ferðakaupstefnu í Berlín. Arndís Halla með bókina sem sló sölumet á Amazon í Þýskalandi. * Eftir góðar viðtökur í Frankfurt kviknaði súhugmynd hjá Emil Þór að setja upp „kúltúr-kvöld“ með Arndísi Höllu fyrir ferðamenn á Íslandi. 15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Langtímaleiga Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Vetrarleiga frá46.900 kr.á mánuði! 0 kr. útborgun Á R N A S Y N IR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.