Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Side 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Side 37
rúmlega 88 milljónir snjallsíma á öðrum fjórðungi þessa árs, samanborið við um 32 milljónir í Banda- ríkjunum. Þrátt fyrir að hér sé um ódýrari útgáfu af iPhone að ræða, mun hann samt sem áður kosta skilding- inn. Síminn verður fáanlegur í Bandaríkjunum á 99 dollara með tveggja ára áskriftarsamningi við síma- fyrirtæki. Án áskriftar mun síminn hins vegar kosta 549$, sem er einungis 100 dollurum minna en iP- hone 5S. Það má því búast við að hér á landi verði einungis um 30 þúsund króna verðmunur á þessum símum, en reiknað er með að verðið hérlendis verði svipað og fyrir núverandi síma. Apple kynnti nýtt stýrikerfi, iOS7, fyrir nokkru, en nú er ljóst að allir eigendur nýrri snjalltækja frá Apple munu geta sótt það endurgjaldslaust frá og með 18. september. Nýja stýrikerfið mun brydda upp á þó nokkrum nýjungum, betri myndavéla- stuðningi, og nýrri hönnun sem er talsvert frá- brugðin iOS6 svo eitthvað sé nefnt. Tim Cook hjá Apple kynnti tvo nýja snjallsíma í vikunni. Margir áttu von á því að Apple hefði fleira uppi í erminni. Einhverjir vonuðust eftir nýjungum fyrir Apple TV eða uppfærslum á á fartölvum fyrirtækisins. AFP * „Með því að bjóða upp áódýrari útgáfu af iPhoneer Apple að leita leiða til að sækja á nýja markaði og auka hlutdeild sína til að reyna að halda í við útbreiðslu Samsung og annarra Android-síma.“ 15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Smáralind | Sími 512 1330 Laugavegi 182 | Sími 512 1300 Lækkuð verð iPhone iPhone 5 Verð frá: 109.990.- iPhone 4/4S Verð frá: 64.990.- 1.000 kr. símnotkun á mán. í 6 mán. fylgir iPhone 4 hjá NOVA 1.000 kr. símnotkun á mán. í 12 mán. fylgir iPhone 4S hjá NOVA Þrátt fyrir að Apple hafi kynnt til sögunnar tvær nýj- ar gerðir af iPhone-snjallsímum, áttu margir von á að fyrirtækið hefði eitthvað annað uppi í erminni. Lengi hefur verið beðið eftir því að iPad-spjaldtölv- urnar fengju yfirhalningu, en nær öruggt er talið að stærri gerðin verði færð í heldur minni umgjörð, í líkingu við þá sem iPad mini hefur og A7-örgjörvann sem prýðir nýja símann. Þá er talið nær öruggt að næsta útgáfa iPad mini muni skarta svokölluðum Retina háupplausnarskjá. Eins eru margir sem bíða þess enn að Apple kynni snjallúrið iWatch sem hef- ur verið í þróun um skeið ef marka má orðróm. Samsung kynnti slíkt úr til sögunnar ekki alls fyrir löngu, en Apple er ekki þekkt fyrir að láta önnur fyrirtæki skjóta sér ref fyrir rass þegar kemur að því að kynna nýja tækni á markað. Þá bólaði ekkert á nýjungum fyrir Apple TV, en framleiðendur bíða spenntir eftir því að næsta upp- færsla á því vinsæla tæki verði kynnt, en flestir telja að tími sé til kominn að Apple opni fyrir mögu- leikann fyrir þriðja aðila til að framleiða forrit fyrir tólið. Eins voru engar fréttir af uppfærslum á hinum vinsælu Macbook-vélum, hvorki Pro- eða Air- línunni, en vitað er að uppfærslur á þeim vélum eru handan við hornið. Sama má segja um borðtölv- urnar öflugu, iMac, og nýja uppfærslu stýrikerfisins OS X, en næsta útgáfa þess, Macerick, er langt á veg komin. Fyrir vikið þótti þessi vörukynning Apple frekar fábreytileg. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu fyrstu klukkustundirnar eftir kynninguna, sem er nokkuð traust merki þess að markaðnum hafi þótt lítið til koma. Við nánari athugun er þó ljóst að nýjar uppfærslur iPhone-símans eru talsverð breyting frá fyrri síma, og allar líkur á að þessar nýju gerðir eigi eftir að njóta vinsælda, enda breytingar núna meiri en síðast þegar nýr sími var kynntur. Og eins og sjá má að of- an, þá er þess varla langt að bíða að Apple blási aft- ur til vörukynningar. KYNNING APPLE ÞÓTTI FÁBREYTILEG Hvað var ekki kynnt? Hlutabréf í Apple lækkuðu fyrstu klukkustundirnar eftir kynningu á nýjum iPhone símum í vikunni. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.