Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.9. 2013
Menning
V
ið Búlgarar erum meistarar
tregans,“ sagði rithöfundurinn
Georgi Gospodinov þegar hann
sat fyrir svörum á Bók-
menntahátíð á dögunum. Hann
bætti við að í heimalandi sínu væri djúp-
stæð menning þagnar þar sem fólk gleypti
hugsanir sínar og hleypti þeim ekki út.
Gospodinov sagði áheyrendum frá Nátt-
úrulegri skáldsögu, skáldsögu sinni sem Að-
alsteinn Ásberg Sigurðsson hefur þýtt og
var að koma út. Eins og segir í kynningu
er þetta óvenjuleg, margslungin og heillandi
frásögn sem fellur utan ramma hefðbund-
inna skáldsagna. En hún er líka stór-
skemmtileg; fyndin og harmræn í senn, full
af vísunum í dægurmenningu, klassískar
bókmenntir og heimspeki.
Sagan fjallar um sögupersónu sem er al-
nafni höfundarins, „og er ekki ég!“ stað-
hæfir Gospodinov. Og í sögunni er líka al-
nafni persónunnar, sá er ritstjóri dagblaðs
um bókmenntir. „Og ekki ég heldur!“ segir
Gospodinov.
Sögupersónan er að skilja eftir að eig-
inkona hans upplýsir að hún gangi með
barn sem er ekki hans, hann er einmana og
vansæll og leitar iðulega skjóls á salerninu
– lesandinn fær þar að kynnast innleggi að
„Sögu klósettsins“. Hann reynir að skrifa
skáldsögu sem byggist á upphafssíðum ann-
arra sagna því skáldsögur eru „venjulega
bara hamingjuríkar á fyrstu sautján blaðsíð-
unum“. Þetta er sem sagt brotakennd saga
en brotin raðast saman og hrífa lesandann.
Gospodinov er þekktur höfundur í heima-
landi sínu, með bakgrunn sem vinsælt ljóð-
skáld, og þessi saga hans hefur víða komið
út í þýðingum. Hann sagði nítjándu aldar
skáldsöguna hafa verið eins og spegil, sem
höfundar vildu spegla heiminn í á heild-
stæðan hátt, en það væri ekki lengur hægt.
Spegilmynd sagna yrði í dag að raða saman
úr brotum.
Einsemdin stærsta krísan
„Í nútímanum er spegillinn brotinn og sög-
ur einstaklinga eru einnig brotnar,“ segir
Gospodinov þegar við tökum tal saman.
„Það er líka harmsaga nútímamannsins, að
hann getur ekki litið aftur og upplifað líf
sitt sem heild, það er engin lógík í þeirri
frásögn. Við sjáum brot sem gerðust hér
og þar, eitthvað sem hófst og er löngu lið-
ið. Nú upplifum við einmanaleikann líka á
allt annan hátt en fólk áður fyrr. Ég held
að einsemdin verði stærsta krísa nútíma-
mannsins, hvernig hann geti þraukað einn í
heimi sem er barmafullur af skemmtun og
afþreyingu. Fullur af nýjum miðlum. Hér
áður var einsemdin viðráðanlegri, allir
þekktu að vera einir í nokkrar klukku-
stundir, jafnvel í einhverja daga, en hvað
gerist þegar það er orðið þetta auðvelt að
láta ná í sig? Þúsund manns geta verið
með símanúmerið mitt og aðrir þúsund ver-
ið svokallaðir vinir mínir á fésbókinni; hvað
gerist ef enginn hringir, enginn hefur sam-
band? Það er skelfileg einsemd sem því
fylgir. Næsta skáldsaga mín fjallar um
þetta …“
En Náttúruleg skáldsaga kom út árið
1999 og þar er maðurinn líka einn. „Þar
örlar svo sannarlega á nítjándu aldar
dramatík,“ segir hann og brosir. „Söguper-
sónan er að skilja því hann hafði ekkert
með óléttu eiginkonu sinnar að gera. Það
er vandamál. En hvernig á að skýra slíka
dramatík. Eins og höfundar nítjándu aldar
völdu að gera, með stíganda í framvindunni,
eða fella frásögnina inn í heimskulegan og
blákaldan veruleikann eins og við þekkjum
öll? Með flugum og klósettferðum? Það er
ákveðin aðferð til að segja sögu, til að
safna saman þessum brotum spegilsins.“
Gospodinov segist telja að slíkt sé eðli-
legri frásagnarháttur í dag, heldur en með
upphafi, röklegri framvindu og niðurlagi.
Hlegið og grátið
„Mér finnst mikilvægt að geta bæði hlegið
og grátið yfir sögum; að finna til sam-
kenndar,“ segir Gospodinov. „Skáldskapur
þroskar samkennd okkar, það efast ég ekki
um. Ég bjó árum saman hjá afa mínum og
ömmu og þótti afar vænt um þau. Þegar
afi minn hafði lesið bókina og ég spurði
hvað honum fyndist, þá sagðist hann ekki
skilja neitt í henni en hinsvegar hefði hann
grátið mikið. Ég gladdist yfir því, hann
hafði náð sögunni,“ segir hann og brosir.
Náttúruleg skáldsaga ber keim af bak-
grunni höfundarins í heimi ljóða, þar sem
áherslan er ekki á framvinduna heldur hug-
renningar sem kvikna út frá stökum setn-
ingum og málsgreinum. „Svo sannarlega.
Ég er ljóðskáld! Ég vildi skrifa skáldsögu
setta saman úr stuttum köflum þar sem
hver einasta setning skipti máli. Þar sem
ég get fengið lesandann á mitt band á
hverri einustu síðu. Í flestum nútímaskáld-
sögum eru höfundarnir ekki að hugsa um
setningarnar heldur hvernig sögurnar komi
best út í bíómyndinni sem verður gerð eftir
þeim. Ég er hinsvegar gamaldags höfundur
sem trúir á orðin og setningarnar. Þess
vegna eru flugurnar mikilvægar, og klósett-
in. Enginn skrifar skáldsögur um flugur og
klósett. Samt fer svo stór hluti lífs okkar í
það að reyna að drepa flugur og einhverjar
tregafyllstu stundir fólks eru þar sem það
er aleitt læst inni á baðherbergi. Maður
nær hvergi að vera jafn mikið einn og þar.“
Hægfara en máttugt afl
Gospodinov segir bókmenntalífið í Búlgaríu
ágætt að mörgu leyti.
„Vitaskuld breyttist allt á tíunda áratugn-
um,“ segir hann. „Áður ríkti hin stóra al-
ræðisskáldsaga en nú eru sögurnar almenn-
ari, ekki eins bundnar við okkar
nærumhverfi. Og bækurnar eru teknar að
dreifast – þetta er fyrsta búlgarska sagan á
íslensku!“
Talið berst að lokum að stjórnmála-
ástandinu í heimalandi hans. „Ungt fólk er
nú á götunum að mótmæla. Það mótmælir
stjórnvöldum, skiljanlega, en þar getur bók-
lestur komið til hjálpar. Ef fólk les bækur,
og skáldskap, þá öðlast það ríkari skilning
á heiminum. Margt það heimskulegasta í
stjórnmálunum og efnahagslífinu kemur frá
fólki sem les ekki bækur. Ég er sannfærður
um að ef fjármálaspekingar læsu skáldskap
væru vandamálin önnur og minni. Bók-
menntir eru tæki til að útskýra heiminn og
skapa merkingu. Bókmenntirnar eru hæg-
fara en máttugt afl.“
„Ég er sannfærður um að ef fjármálaspekingar læsu skáldskap væru vandamálin önnur og minni. Bókmenntir eru tæki til að útskýra heiminn og skapa merkingu,“ segir Georgi Gospodinov.
Morgunblaðið/Einar Falur
BÚLGARSKI RITHÖFUNDURINN GEORGI GOSPEDINOV ER GESTUR Á BÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
„Sögur einstaklinga eru brotnar“
„ENGINN SKRIFAR SKÁLDSÖGUR UM FLUGUR OG KLÓSETT. SAMT FER SVO STÓR HLUTI LÍFS OKKAR Í ÞAÐ AÐ REYNA AÐ DREPA FLUGUR OG
EINHVERJAR TREGAFYLLSTU STUNDIR FÓLKS ERU ÞAR SEM ÞAÐ ER ALEITT LÆST INNI Á BAÐHERBERGI,“ SEGIR GEORGI GOSPEDINOV.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is