Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Page 57
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Bardaginn á Örlygsstöðum er
ný barnabók eftir Önnu Dóru
Antonsdóttur. Aðalpersónan
er Doddi sem var drengur þeg-
ar Örlygsstaðabardagi var háð-
ur í Skagafirði árið 1238. Þótt
allnokkuð hafi verið skrifað af
skáldskap um Sturlungaöld hef-
ur ekki verið mikið skrifað um
þá tíma út frá sjónarhóli barna.
Í þessari barnabók er Sturl-
ungaöldin séð með augum
barns sem ásamt vinum sínum
verður vitni að örlagaríkum og
dapurlegum átökum. Þetta er
bók þar sem ungir lesendur
kynnast fornum tíma og tilfinn-
ingum barna á miklum ólgu- og
ófriðartímum. Silla Skaftad
McClure sér um myndskreyt-
ingar.
Barnabók um
bardaga
Burial Rites, skáldsaga hinnar 28 ára gömlu
áströlsku Hönnu Kent um Agnesi Magn-
úsdóttur, hefur fengið afar góða dóma. Agnes
var síðasta konan á Íslandi sem var tekin af lífi ár-
ið 1830 fyrir morðið á Natani
Ketilssyni. Bókin fær mikið lof í
Sunday Times og er andrúms-
lofti hennar líkt við andrúms-
loftið í fyrstu kvikmyndum Ing-
mars Bergman.
Meðal þeirra sem hafa borið
lof á verkið er Madeline Mill-
er, höfundur Söngva Akkíl-
lesar, en Miller tekur þátt í
Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hún segir þessa
fyrstu skáldsögu Hönnu Kent vera framúrskar-
andi, hún sé bæði grípandi og fallega skrifuð.
Burial Rites mun koma út í tæplega tuttugu
löndum. Enn er óvíst um útgáfu hér á landi, en
miðað við viðtökur erlendis má ætla að ein-
hverjir íslenskir útgefendur fyllist áhuga á að gefa
bókina út. Erlenda útgáfan er hins vegar komin í
íslenskar bókaverslanir.
Hannah Kent fær sérlega góða dóma fyrir
skáldsögu um Agnesi Magnúsdóttur.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
SKÁLDSAGA UM
AGNESI FÆR LOF
Aðdáendur Kurts Wallander fá
sitt hvað fyrir sinn snúð í vænt-
anlegri bók, Hendinni, sem
kemur út um mánaðamótin.
Höndin er
saga sem gerist
á undan Óró-
lega mann-
inum sem kom
út á íslensku
2011 og er að
sögn sú allra
síðasta sem
Henning
Mankell mun skrifa um þessa
ofurvinsælu söguhetju sína. Í
þessari kveðjubók Kurts verður
einnig eftirmáli um Wallander og
áhrif hans og erindi við heiminn
og grein eftir Mankell um hvernig
Wallander varð til. Wallender á
fjölda aðdáenda hér á landi, sem
bíða eflaust spenntir eftir þessari
lokabók.
SÍÐASTA BÓKIN UM WALLANDER
Höndin, síðasta bók Hennings Mankell um Kurt Wallander
er væntanleg á íslensku innan tíðar
.
Madeline Miller er í hópi þeirra
höfunda sem taka þátt í Bók-
menntahátíð. Hún hlaut árið
2012 bresku Orange-
verðlaunin fyrir Söng Akkílles-
ar, en þau eru veitt fyrir fram-
úrskarandi skáldsögur kvenna.
Bókin, sem er fyrsta skáldsaga
Miller, er nú komin út í ís-
lenskri þýðingu hjá Sölku.
Skáldsagan byggist á Ilíons-
kviðu Hómers og segir frá ást-
arsambandi Akkíllesar og Pat-
róklusar en þeir voru í herliði
Grikkja í Trójustríðinu.
Verðlauna-
skáldsaga um
Akkílles
Gamlar sögur
og sagnir í nýj-
um búningi
NÝJAR BÆKUR
SAGAN AF KAPPANUM AKKILLESI ER SÖGÐ
Í SKÁLDSÖGU EFTIR MADELINE MILLER OG
SAGAN AF ÖRLYGSSTAÐABARDAGA ER RAKIN
Í NÝRRI BARNABÓK. AFAR VÖNDUÐ OG
FALLEG BÓK UM VÍN OG VÍNGERÐ ER KOMIN ÚT
OG SÖMULEIÐIS FYRSTA BÓKIN Í NÝJUM
GLÆPASAGNAÞRÍLEIK.
Krákustelpan er fyrsta bókin í þrí-
leik eftir Erik Axl Sund sem er höf-
undarnafn félaganna Jerker Eriksson
og Håkan Axlander Sundquist. Hér
er á ferð sálfræðikrimmi þar sem
meðal annars er fjallað um grimmd-
arverk gegn börnum. Þríleikurinn
nefnist Victoriu Bergman-
þríleikurinn eftir einni aðalpersón-
unni. Bækurnar hafa vakið mikla at-
hygli þar sem þær hafa komið út.
Fyrsta bókin í
krimmaþríleik
Vín - frá þrúgu í glas er bók eftir Steingrím Sig-
urgeirsson en hann er einn helsti vínsérfræðingur
okkar Íslendinga. Hér lýsir hann vínrækt og víngerð
og gefur góð ráð um vínsmökkun og val og geymslu
á vínum. Bókin er í afar skemmtilegu broti, ríkulega
myndskreytt og einstaklega smekklega gerð í alla
staði. Bók fyrir áhugamenn um vín og víngerð, skrif-
uð af sönnum smekkmanni.
Fróðleg bók um
vín og víngerð
* Ekkert er skelfilegra enframtakssöm fáviska.Johann Wolfgang von Goethe BÓKSALA 26. ágúst.-8. september
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Nýir heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir
2 María : heklbókTinna Þórudóttir Þorvaldar
3 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon
4 Fórnargjöf MóloksGunnar Már Sigfússon
5 Maður sem heitir OveFredrik Backman
6 InfernoDan Brown
7 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson
8 Ísland ehf.Magnús Halldórsson & Þórður Snær
Júlíusson
9 Stóra orðabókin mín
10 Fjörugur dagur- bók með 4 fjörugum hljóðum
Kiljur
1 Fórnargjöf MóloksÅsa Larsson
2 Maður sem heitir OveFredrik Backman
3 InfernoDan Brown
4 L.e.y.n.d.L. Marie Adeline
5 LeðurblakanJo Nesbø
6 Krónprinsessan : skáldsagaHanne-Vibeke Holst
7 ÚlfshjartaStefán Máni
8 Áður en ég sofnaS.J.Watson
9 Týnda dóttirinShilpi Somaya Gowda
10 Sjóræninginn : skálduð ævisagaJón Gnarr
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Hugurinn ber mann hálfa leið.