Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.09.2013, Blaðsíða 57
15.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Bardaginn á Örlygsstöðum er ný barnabók eftir Önnu Dóru Antonsdóttur. Aðalpersónan er Doddi sem var drengur þeg- ar Örlygsstaðabardagi var háð- ur í Skagafirði árið 1238. Þótt allnokkuð hafi verið skrifað af skáldskap um Sturlungaöld hef- ur ekki verið mikið skrifað um þá tíma út frá sjónarhóli barna. Í þessari barnabók er Sturl- ungaöldin séð með augum barns sem ásamt vinum sínum verður vitni að örlagaríkum og dapurlegum átökum. Þetta er bók þar sem ungir lesendur kynnast fornum tíma og tilfinn- ingum barna á miklum ólgu- og ófriðartímum. Silla Skaftad McClure sér um myndskreyt- ingar. Barnabók um bardaga Burial Rites, skáldsaga hinnar 28 ára gömlu áströlsku Hönnu Kent um Agnesi Magn- úsdóttur, hefur fengið afar góða dóma. Agnes var síðasta konan á Íslandi sem var tekin af lífi ár- ið 1830 fyrir morðið á Natani Ketilssyni. Bókin fær mikið lof í Sunday Times og er andrúms- lofti hennar líkt við andrúms- loftið í fyrstu kvikmyndum Ing- mars Bergman. Meðal þeirra sem hafa borið lof á verkið er Madeline Mill- er, höfundur Söngva Akkíl- lesar, en Miller tekur þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hún segir þessa fyrstu skáldsögu Hönnu Kent vera framúrskar- andi, hún sé bæði grípandi og fallega skrifuð. Burial Rites mun koma út í tæplega tuttugu löndum. Enn er óvíst um útgáfu hér á landi, en miðað við viðtökur erlendis má ætla að ein- hverjir íslenskir útgefendur fyllist áhuga á að gefa bókina út. Erlenda útgáfan er hins vegar komin í íslenskar bókaverslanir. Hannah Kent fær sérlega góða dóma fyrir skáldsögu um Agnesi Magnúsdóttur. Morgunblaðið/Styrmir Kári SKÁLDSAGA UM AGNESI FÆR LOF Aðdáendur Kurts Wallander fá sitt hvað fyrir sinn snúð í vænt- anlegri bók, Hendinni, sem kemur út um mánaðamótin. Höndin er saga sem gerist á undan Óró- lega mann- inum sem kom út á íslensku 2011 og er að sögn sú allra síðasta sem Henning Mankell mun skrifa um þessa ofurvinsælu söguhetju sína. Í þessari kveðjubók Kurts verður einnig eftirmáli um Wallander og áhrif hans og erindi við heiminn og grein eftir Mankell um hvernig Wallander varð til. Wallender á fjölda aðdáenda hér á landi, sem bíða eflaust spenntir eftir þessari lokabók. SÍÐASTA BÓKIN UM WALLANDER Höndin, síðasta bók Hennings Mankell um Kurt Wallander er væntanleg á íslensku innan tíðar . Madeline Miller er í hópi þeirra höfunda sem taka þátt í Bók- menntahátíð. Hún hlaut árið 2012 bresku Orange- verðlaunin fyrir Söng Akkílles- ar, en þau eru veitt fyrir fram- úrskarandi skáldsögur kvenna. Bókin, sem er fyrsta skáldsaga Miller, er nú komin út í ís- lenskri þýðingu hjá Sölku. Skáldsagan byggist á Ilíons- kviðu Hómers og segir frá ást- arsambandi Akkíllesar og Pat- róklusar en þeir voru í herliði Grikkja í Trójustríðinu. Verðlauna- skáldsaga um Akkílles Gamlar sögur og sagnir í nýj- um búningi NÝJAR BÆKUR SAGAN AF KAPPANUM AKKILLESI ER SÖGÐ Í SKÁLDSÖGU EFTIR MADELINE MILLER OG SAGAN AF ÖRLYGSSTAÐABARDAGA ER RAKIN Í NÝRRI BARNABÓK. AFAR VÖNDUÐ OG FALLEG BÓK UM VÍN OG VÍNGERÐ ER KOMIN ÚT OG SÖMULEIÐIS FYRSTA BÓKIN Í NÝJUM GLÆPASAGNAÞRÍLEIK. Krákustelpan er fyrsta bókin í þrí- leik eftir Erik Axl Sund sem er höf- undarnafn félaganna Jerker Eriksson og Håkan Axlander Sundquist. Hér er á ferð sálfræðikrimmi þar sem meðal annars er fjallað um grimmd- arverk gegn börnum. Þríleikurinn nefnist Victoriu Bergman- þríleikurinn eftir einni aðalpersón- unni. Bækurnar hafa vakið mikla at- hygli þar sem þær hafa komið út. Fyrsta bókin í krimmaþríleik Vín - frá þrúgu í glas er bók eftir Steingrím Sig- urgeirsson en hann er einn helsti vínsérfræðingur okkar Íslendinga. Hér lýsir hann vínrækt og víngerð og gefur góð ráð um vínsmökkun og val og geymslu á vínum. Bókin er í afar skemmtilegu broti, ríkulega myndskreytt og einstaklega smekklega gerð í alla staði. Bók fyrir áhugamenn um vín og víngerð, skrif- uð af sönnum smekkmanni. Fróðleg bók um vín og víngerð * Ekkert er skelfilegra enframtakssöm fáviska.Johann Wolfgang von Goethe BÓKSALA 26. ágúst.-8. september Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Nýir heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 2 María : heklbókTinna Þórudóttir Þorvaldar 3 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 4 Fórnargjöf MóloksGunnar Már Sigfússon 5 Maður sem heitir OveFredrik Backman 6 InfernoDan Brown 7 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 8 Ísland ehf.Magnús Halldórsson & Þórður Snær Júlíusson 9 Stóra orðabókin mín 10 Fjörugur dagur- bók með 4 fjörugum hljóðum Kiljur 1 Fórnargjöf MóloksÅsa Larsson 2 Maður sem heitir OveFredrik Backman 3 InfernoDan Brown 4 L.e.y.n.d.L. Marie Adeline 5 LeðurblakanJo Nesbø 6 Krónprinsessan : skáldsagaHanne-Vibeke Holst 7 ÚlfshjartaStefán Máni 8 Áður en ég sofnaS.J.Watson 9 Týnda dóttirinShilpi Somaya Gowda 10 Sjóræninginn : skálduð ævisagaJón Gnarr MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Hugurinn ber mann hálfa leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.