Morgunblaðið - 07.10.2013, Qupperneq 2
SVIÐSLJÓS
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
„Þegar við fáum útkallið erum við þarna
rétt hjá sem betur fer. Þegar við komum á
staðinn voru sjúkraflutningamennirnir
búnir að koma henni út í bíl og voru tilbúnir
að flytja hana inn á spítala. Ég sé strax að
þessi stelpa er svo veik að hún mun ekki lifa
af flutninginn á spítalann, og sú spá var
rétt. Það hefði verið kannski 10-15 mín-
útna flutningur. Hún hefði ekki lifað það
af,“ segir Viðar Magnússon læknir, sem
framkvæmdi ótrúlega skurðaðgerð á fimm
ára stúlku sem hafði orðið fyrir skotárás í
London árið 2011. Þá starfaði hann í sem
læknir í slysateymi ásamt sérþjálfuðum
bráðatæknum á vegum sjúkraþyrlunnar í
London. Nú, tveimur árum síðar, flaug
hann til Bretlandseyja til þess að hitta
stúlkuna og fjölskyldu hennar sem þakkaði
honum björgunina.
Fékk byssukúlu í gegnum lungað
Stúlkan, Thusha Kamaleswaran, varð
fyrir byssuskoti í brjóstið þegar hún var
stödd með föður sínum í verslun frænda
þeirra í suðurhluta London, en í versluninni
hófst skothríð á milli tveggja glæpagengja.
„Hún varð fyrir kúlu sem fór í gegnum
brjóstið á henni og inn í hægra lungað þar
sem hún splundraðist inni í líkamanum.
Kúlan fór út að aftan að hluta til en brot úr
henni fóru líka inn í mænuna á stúlkunni,“
segir Viðar og bætir við: „Við tókum hana
út úr bílnum og vorum að undirbúa að
svæfa hana vegna þess að hvað hún átti erf-
itt með öndun, þegar stúlkan fór skyndilega
í hjartastopp. Það var út af þrýstingi sem
hafði byggst upp í brjóstholi hennar. Ég
gerði því litla aðgerð sem fólst í því að opna
gat á milli rifja hjá henni og hleypa út lofti
sem var þarna undir þrýstingi.“ Eftir þessa
aðgerð hóf hjartað að slá á ný og Thusha
andaði á nýjan leik.
Fór aftur í hjartastopp á spítalanum
Aðgerð Viðars dugði þar til bráðateymið
kom stúlkunni á sjúkrahúsið. „Þar lenti hún
áfram í hremmingum og fór aftur í hjarta-
stopp. Þá þurfti hún að fara á skurðstofu
þar sem brjóstkassinn var opnaður til þess
að gera við skaðann sem hafði orðið,“ segir
Viðar.
Í dag er Thusha lömuð fyrir neðan mitti
en þó eru vonir um að einn daginn geti hún
gengið með stuðningi. Viðar segir það ótrú-
legt miðað við skaðann sem hún hefur orðið
fyrir. „Ef við hefðum ekki komið á staðinn
og gert það sem við gerðum hefði þessi
stúlka ekki lifað af. Hún er alveg skýr í koll-
num í dag sem betur fer,“ segir Viðar, sem
er sérmenntaður í svæfinga- og gjörgæslu-
lækningum. Hann hefur unnið við bráða-
lækningar utan sjúkrahúsa frá því fljótlega
eftir útskrift sem læknir, bæði á vegum
breska hersins og NATO í Bosníu, en hann
hefur einnig starfað við bráðalækningar og
svæfingar hér á landi. Hann segir starfið í
Englandi hafa verið mjög reynsluríkt.
„Starfið í Englandi var ótrúlegt að því leyti
að svona atvikum gat maður búist við að
þurfa að sinna dags daglega. Þessari
reynslu býr maður að til æviloka,“ segir
Viðar að lokum.
Framkvæmdi ótrúlega
skurðaðgerð úti á miðri götu
Viðar Magnússon
hitti unga stúlku sem
þakkar honum lífið
Endurfundir Viðar er hér ásamt Thushu og bráðatækninum Caroline Appleby. Thusha var
glöð að sjá Viðar og Caroline, en henni heilsast vel og er bjartsýn á að ganga á ný.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Réttað var í Víðidalstungurétt í Húnaþingi vestra um helgina,
en réttin er ein stærsta stóðrétt landsins. Á hverju ári koma
þangað um 6-700 hross úr Þorkelshólshreppi hinum forna,
það er Víðidal og Fitjárdal, og hefur réttin töluvert aðdráttar-
afl fyrir ferðamenn sem og heimamenn, en yfir hundrað
manns fylgdust með réttunum. Í réttinni mátti sjá fjöldann
allan af unghrossum og einnig fór fram uppboð á völdum
hrossum. Þá var auk þess haldið happdrætti þar sem í fyrsta
vinning var folald.
Margt um manninn og hundruð hrossa í Víðidalstungurétt um helgina
Morgunblaðið/Eggert
Ein stærsta stóðrétt landsins er í Húnaþingi vestra
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Ég held að hagvöxtur á næsta ári verði mjög
dræmur. Það er reyndar ákveðin hætta á því
að það verði samdráttur. Leiðandi hagvísir
Analytica bendir til þess að það sé að hægja á.
Framhaldið veltur á því hvort og hvernig verð-
ur brugðist við. Mér sýnist að hagvöxtur
næstu tvö árin gæti orðið 1% plús eða mínus
0,5%,“ segir Yngvi Harðarson, hagfræðingur
og framkvæmdastjóri Analytica, um
hagvaxtarhorfur á næsta ári.
Hann telur því að vöxturinn sé ofmetinn í
forsendum nýja fjárlagafrumvarpsins en þar
er því spáð að hagvöxtur verði 2,7% árið 2014,
2,8% árin 2015 og 2016 og 2,9% árið 2017.
Vöxturinn verði minni en spáð er
Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði við Há-
skóla Íslands, segist aðspurður óttast að hag-
vöxtur á næsta ári verði minni en fjárlögin
gera ráð fyrir. „Það er þó erfitt að sjá fyrir sér
samdrátt nema eitthvert áfall komi til. Þegar
litið er til næstu ára virðist sem ferðaþjónusta
og byggingariðnaður muni leiða vöxtinn enda
mikil áform um byggingu hótela og skortur á
húsnæði. Raunar hefur verið töluverð starfa-
sköpun á þessu ári og efnahagslífið virðist
stefna á fulla atvinnu en á lágum launum.
Margt ungt fólk er nú að koma inn á vinnu-
markaðinn og það hlýtur að skila sér í hag-
vexti,“ segir Ásgeir sem telur að ef ekki hefði
verið fyrir mikinn vöxt í ferðaþjónustu síðustu
misseri væri hagkerfið aftur komið í kreppu.
Hætta á
samdrætti
Hagfræðingar meta
hagvaxtarhorfurnar
Ásgeir JónssonYngvi Harðarson