Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 löndin þegar kæmi að möguleikum á því að vera án einkabíla. „Við getum helst borið okkur saman við Færeyjar. Við erum einfald- lega of fá og veður of vont til að hægt sé að lifa án bíls. Samgöngur og veðurfar gera það eiginlega ómögulegt.“ Hann sagði að langmest sala FRÉTTASKÝRING Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Borið hefur á því að erfitt er að finna ódýra bíla á sölu. Björgvin Harðarson, eigandi Bílasölu Ís- lands, sagði þetta þekkt vandamál. „Eyðslugrannir bílar í verð- flokknum 300 til 600 þúsund og jafnvel undir milljóninni seljast oft samdægurs.“ Fargað í góðærinu Hann sagði þetta meðal annars stafa af því að í góðærinu var mörgum bílum fargað sem vel hefði verið hægt að halda á göt- unum, því auðvelt var á þeim tíma að fjármagna bílakaup. „Svo hefur það mikið að segja að það var gríðarmikill útflutningur á eldri bílum úr landi fyrir svona tveim- ur, þremur árum. Markaðurinn var næstum hreinsaður.“ Hann bendir á að viðgerð á ódýrum bíl sem bilar kunni að vera svo dýr að ekki borgi sig að gera við hann. „Tími á verkstæði er náttúrlega ekki gefins í dag og allir varahlutir hafa hækka. Þeir sem hafa því ekki þekkingu til að leita að varahlutum á partasölum og slíkt sjá það fyrir sér að það borgi sig ekki að gera við bílinn.“ Björgvin sagði óraunhæft að bera Ísland saman við Norður- væri í minni bílum um þessar mundir. „Við seljum fyrir bíla- leigurnar og það er langmesta hreyfingin á þessum litlu bílum og fín sala á bílum sem kosta í kringum tvær milljónir, en þá eru það orðnir frekar nýlegir bílar.“ Björgvin sagði þessa milljón til 1.200 þúsund sem upp á vanti fyr- ir fólk sem sé að kaupa sinn fyrsta bíl geta skipt sköpum um gæði bílsins, en erfitt geti verið að safna slíkum fjárhæðum. Stórir árgangar að eldast Hann sagðist ekki eiga von á að ástandið batnaði á næsta ári, en útlit sé hins vegar fyrir að á næstu árum bætist stórir ár- gangar af bílum sem í dag teljast nýlegir inn á markaðinn. „Það er talsvert til af 2009, 2010 og 2011 bílum, minnst af 2009 samt. Með hverju árinu lækka þessir bílar hins vegar í verði, það er helst að ástandið lagist með því.“ Bílar seljast á örfáum klukkutímum  Bílasali segir gríðarlega eftirspurn eftir mjög ódýrum bílum  Bílar sem kosta á bilinu 300 til 500 þúsund seljast á klukkustundum  Mörgum bílum fargað í góðærinu  Litlir bílar seljast mest Morgunblaðið/RAX Gamlir og lúnir Margir vildu gjarnan geta komist í gegnum daginn án þess að stíga nokkurn tíma upp í bíl. Bílafloti landsmanna er kominn nokkuð til ára sinna eins og sjá má af þessari mynd frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Eamonn Butler, framkvæmdastjóri hugveitunnar Adam Smith Insti- tute, segir það hafa verið siðferði- lega rangt af breskum stjórnvöld- um, í valdatíð Verkamannaflokksins, að setja hryðjuverkalög á Ísland, eina bestu vinaþjóð Bretlands. Í samtali við Morgunblaðið segir Butler að hryðjuverkalögunum, sem sett voru eftir hryðjuverka- árásirnar á Bandaríkin í sept- embermánuði 2001, hafi aldrei ver- ið ætlað að skaða orðspor og efnahag vinaþjóða. Hins vegar hafi Verkamannaflokkurinn misbeitt valdi sínu. Butler er staddur hér á landi en hann mun flytja erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um bankahrunið í dag. Rannsóknarsetur um nýsköpun og hagvöxt stendur fyrir ráðstefnunni í samstarfi við AECR, Evrópu- samtök íhaldsmanna og umbóta- sinna. Butler, sem hefur lokið háskóla- prófum í heimspeki, hagfræði og sálfræði og doktorsprófi frá Há- skólanum í St. Andrews í Skotlandi, mun flytja erindi um orsakir hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu. Of ódýrt lánsfé Hann segir að þrátt fyrir að margir kenni bankamönnum og kapítalismanum um hrunið beri stjórnmálamenn og seðlabanka- yfirvöld mestu sökina. Hann segir að stjórnvöld – sér í lagi í Banda- ríkjunum og Bretlandi – hafi boðið upp á alltof ódýrt lánsfé. Seðla- bankar hafi aukið peningamagn í umferð með verulegum hætti og að það hafi leitt til lægri vaxta sem gáfu fyrirtækjum til kynna að auka framleiðslu. „Ef þú ert í spilavíti þar sem stjórnvöld afhenda öllum ókeypis spilapeninga, þá er ljóst að fólk mun taka heimskulegar ákvarðanir.“ Hann bendir meðal annars á stýrivaxtastefnu Seðlabanka Bandaríkjanna. „Eftir hryðjuverka- árásirnar í Bandaríkjunum 11. september lækkaði seðlabankinn vexti úr 6,25% niður í 1%. Það þýddi einfaldlega að lán urðu miklu mun ódýrari. Fjölskyldur fóru að taka lán fyrir húsnæðiskaupum og hús- næðisverð snarhækkaði í kjölfarið. Það hélt áfram að hækka og hækka en það gat auðvitað ekki hækkað endalaust.“ Butler er gagnrýninn á kenn- ingar breska hagfræðingsins Johns Maynards Keynes sem segja að samdráttur eigi sér stað vegna þess að eftirspurn eftir vörum og þjón- ustu í hagkerfinu sé ekki nægileg, og að stjórnvöld geti ráðið bót á því með því að örva eftirspurnina. But- ler segir aftur á móti að vandinn stafi af afskiptum stjórnvalda af vöxtum og peningamagni í umferð. Þess vegna sé ekki ráðlagt að leysa vandann með því að beita sömu að- gerðum og komu okkur í vandann upphaflega. „Timbraður maður á ekki að drekka meira áfengi.“ Eins og áður sagði er Butler framkvæmdastjóri Adam Smith- stofnunarinnar í London en hann segir stofnunina berjast fyrir auknu frelsi á öllum sviðum. „Við trúum á frjálsan markað og heil- brigða samkeppni.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að stjórnvöld dragi úr reglum og einfaldi regluverk fyrir bæði banka og fjármálamarkaði. „Stjórnvöld eiga einnig að kappkosta að draga úr þeim kostnaði sem felst í því að setja á stofn og starfrækja fyr- irtæki.“ Bætir hann því við að Ís- land ætti ekki að ganga í Evrópu- sambandið, meðal annars vegna þess aukna regluverks sem myndi lenda með fullum þunga á Íslend- ingum. Morgunblaðið/Ómar Afkastamikill Butler hefur skrifað fjölda bóka um meðal annars austurrísku hagfræðingana Hayek og Mises. Siðferðilega rangt að setja hryðjuverkalög á góða vinaþjóð  Eamonn Butler segir að ekki sé hægt að skella skuldinni á kapítalismann Björgvin segir lítið koma inn af bílum í góðu ástandi sem séu verðlagðir í kringum hálfa milljón. „Það er yfirleitt klukkutímaspursmál hvað þeir eru fljótir að seljast. „Ódýrir“ bílar seljast dýrt. Svona bílar seljast á því sem okkur finnst vera óraunhæft verð, en eft- irspurnin er gríðarleg.“ Hann segir það mjög oft spurningu um heppni þegar fólk kaupir bíl fyrir 200 til 300 þúsund krónur og að himinn og haf sé oft á milli í gæðum á slíkum bílum og bíl- um sem kosti 400 til 600 þúsund. „Ódýrir“ bílar seljast dýrt NOTAÐIR BÍLAR „Við höfum ekki komist að því. Það er enn þá ráðgáta. Það var allt sett á fullt um helgina og öll ferskvara athuguð. Það fannst ekki neitt þar. Það var svo sem ólíklegt enda þrífst hann í hita þessi snákur,“ segir Kristinn Skúlason, framkvæmda- stjóri Krónunnar, um rannsóknina á því hvernig kornsnákur komst í verslun keðjunnar í Vallakór. „Við skoðuðum alla ávaxta- og grænmetisgáma hjá okkur og hjá birgjum og það fannst ekki neitt þar. Við eru farin að hallast að því að snáknum hafi verið komið fyrir í versluninni, að hann hafi jafnvel dottið úr vasanum hjá einhverjum. Við vitum það ekki. Við höfum eiginlega enga skýringu á því hvað olli þessu,“ segir Kristinn. Ráðgáta Kornsnákurinn umtalaði. Telja að snák hafi verið komið fyrir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum aðfara- nótt sunnudags. Þannig var tæp- lega tvítugur piltur handtekinn við Seðlabankann um þrjúleytið en hann hafði úðað á veggi bankans með úðabrúsa. Hann var áberandi ölvaður að sögn lögreglu og fékk að gista fangaklefa. Félagi piltsins sem var með honum komst hins vegar undan lögreglu. Í Hafnarfirði var kona um þrí- tugt handtekin á skemmtistað en hún hafði kýlt dyravörð. Hún var mjög æst að sögn lögreglu og var vistuð í fangaklefa. Dyravörðurinn var með áverka á vanga eftir högg konunnar. Ekki er vitað hvað henni gekk til. Skemmdarverk á Seðlabankanum og dyravörður kýldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.