Morgunblaðið - 07.10.2013, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013
Viðskiptablaðið greindi frá því aðþingflokkur Vinstri grænna
beitti fyrir sig upplýsingalögum til
að fá afrit af fjölda gagna frá hag-
ræðingarhópi ríkisstjórnarinnar.
VG vill fá afrit af öllum gögnum
hagræðingarhópsins, fundar-
gerðum, erindisbréfi, tölvupóstum
til og frá hópnum ásamt lista yfir
gesti og viðmælendur.
VG villenn-
fremur fá
að sjá tillög-
urnar sem
hópurinn
hefur skilað
til ráðherranefndar um ríkisfjár-
mál.
Strax í sumar varð ljóst að stjórn-arandstaðan hygðist beita sér
af fullri hörku gegn stjórnarmeiri-
hlutanum og nú, þegar sárin hafa
verið sleikt í sumar eftir erfiðar
kosningar, eru hanskarnir teknir
af.
Viðbúið var að stjórnarandstaðavinstriflokkanna yrði hörð þó
að þeir kveinkuðu sér að ástæðu-
lausu undan stjórnarandstöðunni á
síðasta kjörtímabili. Þær kvartanir
voru hluti af pólitískri taktík og
sömu aðferðir til að halda niðri
gagnrýni hafa sést hjá meirihluta
vinstrimanna í Reykjavík og skila
ótrúlega miklum árangri.
En vitaskuld er engin ástæða tilað kvarta undan harðri og
gagnrýninni stjórnarandstöðu.
Hlutverk hennar er öðru fremur að
veita stjórnvöldum aðhald og gagn-
rýna þau.
Af þeirri ástæðu getur ríkis-stjórnin fagnað þeirri hörku
sem stjórnarandstaðan sýnir strax í
upphafi kjörtímabils. Borgarstjórn-
armeirihlutinn mætti einnig fagna
lýðræðislegri umræðu af þessu tagi.
Hörð andstaða
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 6.10., kl. 18.00
Reykjavík 4 heiðskírt
Bolungarvík 2 skýjað
Akureyri 1 skýjað
Nuuk 1 upplýsingar bárust ek
Þórshöfn 11 þoka
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 13 skýjað
Stokkhólmur 12 heiðskírt
Helsinki 12 heiðskírt
Lúxemborg 13 léttskýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 18 skýjað
Glasgow 16 léttskýjað
London 18 léttskýjað
París 17 alskýjað
Amsterdam 16 heiðskírt
Hamborg 15 skýjað
Berlín 15 skýjað
Vín 10 þoka
Moskva 8 heiðskírt
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 23 heiðskírt
Barcelona 22 léttskýjað
Mallorca 20 skúrir
Róm 22 léttskýjað
Aþena 15 skýjað
Winnipeg 7 skýjað
Montreal 12 skýjað
New York 20 alskýjað
Chicago 13 léttskýjað
Orlando 30 léttskýjað
lýsingar bárust ekki
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:56 18:37
ÍSAFJÖRÐUR 8:04 18:38
SIGLUFJÖRÐUR 7:47 18:20
DJÚPIVOGUR 7:26 18:05
Alþjóðleg ráðstefna um bankahrunið og smáríkin í Evrópu
í stofu N-132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands,
mánudaginn 7. október 2013 kl. 17–19
Dr. Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith-stofnunarinnar í Lundúnum:
Causes of the Financial Crisis
Dr. Pythagoras Petratos, kennari í fjármálafræði í Said School of Business í Oxford:
Cyprus — the other island
Prófessor Hannes H. Gissurarson, Háskóla Íslands:
Causes of the Icelandic Bank Collapse
Dr. Ásgeir Jónsson, hagfræðilektor í Háskóla Íslands:
What Happened after the Icelandic Bank Collapse?
Umsegjandi: Dr. Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði
Fundarstjóri: Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála
Ókeypis aðgangur
Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir
Að kvöldi sama dags verður Frelsiskvöldverður RNH,
þar sem Davíð Oddsson ritstjóri verður ræðumaður og
rifjar upp bankahrunið, og er uppselt í hann.
Nánari upplýsingar: www.rnh.is
Þegar rykið er sest:
BANKAHRUNIÐ AÐ FIMM ÁRUM LIÐNUM
Dýpri skilningur, ný sjónarhorn Lausamöl er talin orsök tveggja bíl-
veltna sem urðu annars vegar við
Vagnsstaði í Suðursveit og hins
vegar á Öxi. Fyrrnefnda slysið átti
sér stað á sjötta tímanum í gær og
urðu engin slys á fólki. Tilkynnt var
um hið síðarnefnda á fimmta tím-
anum. Að sögn lögreglunnar á Fá-
skrúðsfirði var nýbúið að hefla leið-
ina yfir Öxi og var vegurinn því
laus í sér. Ekki urðu alvarleg slys á
fólki í því slysi heldur.
Þriðji bíllinn valt á veginum á
milli Hellissands og Rifs snemma í
gærmorgun. Ökumaðurinn bar að
dýr hefði hlaupið fyrir bílinn og
hann þá misst stjórn á honum.
Hann fór sjálfur á heilsugæslustöð í
Ólafsvík en var ekki illa slasaður.
Bílveltur vegna
lausamalar og dýrs
sem hljóp fyrir bíl
Heimili og skóli og SAFT í sam-
starfi við Vímulausa æsku – For-
eldrahús eru að hefja fræðslu-
fundaherferð sem hefst í dag og
stendur til 11. október. Yfirskrift
ferðarinnar er „Foreldrar og for-
varnir“. Boðið verður upp á fjöl-
breytt fræðsluerindi fyrir foreldra
um gildi og ávinning farsæls for-
eldrasamstarfs, SAFT-fræðslu um
netöryggi, auk þess sem foreldrar
fá ráð sem styrkt geta sjálfstraust
og ábyrgð þeirra í vímuefna-
forvörnum. Fundirnir verða í Ný-
heimum á Höfn í Hornafirði í kvöld,
í Grunnskóla Reyðarfjarðar annað
kvöld, í Tjarnarborg á Ólafsfirði á
miðvikudag og Fjölbrautaskóla
Snæfellinga á fimmtudaginn. Fund-
irnir hefjast allir kl. 20.
Fræðsluherferð um
forvarnir hefst í dag
Leggja þarf áherslu á að hækka laun og persónu-
afslátt við endurnýjun kjarasamninga til að auka
kaupmátt sem kemur öllum launamönnum til
góða. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt
var á þingi Alþýðusambands Norðurlands sem
lauk á laugardag. Þar er lýst þungum áhyggjum af
stöðu efnahags-, kjara- og atvinnumála í landinu.
Þingið hvatti aðila vinnumarkaðarins til þess að
hraða vinnu við endurnýjun samninga en vegna
mikillar óvissu í efnahagsmálum telur það óráð-
legt að semja til lengri tíma en til hálfs eða eins
árs.
Jafnframt þurfi þó að hefja vinnu við lengri
samninga sem taki við af skammtímasamningi.
Krafa þingsins bæði í skemmri og lengri samn-
ingum er hækkun lægstu launa. Þá sé nauðsynlegt
að horfa til útflutningsgreina og ferðaþjónustu um
sérstaka leiðréttingu.
Þingið ályktaði einnig um húsnæðismál þar sem
það segir að ríki ófremdarástand. Eitt stærsta
kjaramálið væri að allir hefðu aðgang að húsnæði
á viðráðanlegu verði. Einn stærsti útgjaldaliður
heimilanna sé húsnæðiskostnaður og miklu skipti
fyrir lífskjör landsmanna að hann lækki.
Í ályktuninni segir að samstarf þurfi að vera á
milli aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins um
húsnæðis- og leigukerfi á félagslegum grunni.
Hækka lægstu laun og persónuafslátt