Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 19

Morgunblaðið - 07.10.2013, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. OKTÓBER 2013 Haustlitagleði Þegar haustsólin lætur sjá sig, eins og hún gerði um helgina, þá er gaman að fara út að leika og það gerðu þessir krakkar; létu ekki sitt eftir liggja, róluðu hátt upp í himininn. Ómar Einkennilegt var að fylgjast á myndbandi með fyrirlestri breska jafnaðarmannsins Davids Milibands í hátíðarsal Háskóla Íslands 26. september 2012. Allir brostu við honum, sumir fleðu- lega, og enginn spurði hann óþægilegra spurninga, enda hafði hann látið þau boð út ganga, að hann myndi engu svara um samskipti Breta og Ís- lendinga haustið 2008. Miliband var utanríkisráðherra í rík- isstjórn Verkamannaflokksins, sem setti hryðjuverkalög á íslenskar stofnanir og fyr- irtæki 8. október 2008 og gerði að engu alla möguleika á að bjarga einhverju úr rústum íslensku bankanna. Hafði Ísland þó verið tryggur bandamaður Breta í Kalda stríðinu og raunar veitt Bretum ómetanlega aðstöðu í seinni heimsstyrjöld, þegar þeir stóðu höllum fæti. Um hríð voru seðlabankinn íslenski og fjármálaráðuneytið ásamt Landsbankanum á lista breska fjármálaráðuneytisins um hryðju- verkasamtök ásamt Al-Kaída, talibönum og ríkisstjórnum Súdans og Norður-Kóreu. Hér var kominn maður, sem bar fulla ábyrgð á því, að lyfja- og matvælasendingar stöðvuðust um skeið til landsins og við Íslendingar settir við hlið samviskulausra fjöldamorðingja, og allir brostu sínu blíðasta. Ekki hefði Jóni Sig- urðssyni líkað þetta, en Háskólinn var stofn- aður á 100 ára afmæli hans 1911, og mætir Miliband og öðrum gestum brjóstmynd af Jóni í anddyrinu. Nú hefur Háskólinn hins vegar bætt um betur. Í dag klukkan fimm, mánudaginn 7. október 2013, flytur dr. Eamonn Butler, for- stöðumaður Adam Smith-stofnunarinnar í Lundúnum, erindi á ráðstefnu um „Íslenska bankahrunið fimm árum síðar“, en hún er haldin í stofu N-132 í Öskju. Butler er virtur og víðkunnur rithöfundur, sem hefur samið fjölda verka um hagfræði og stjórnmál, en í bók, sem kom út árið 2009, The Rotten State of Britain, Eitthvað er rotið í Bretaveldi, tók hann myndarlega til varnar Íslendingum. Hann lýsti því, þegar fjármálaheimurinn rið- aði til falls haustið 2008, þar á meðal Lands- bankinn, þar sem hann og margir aðrir Bret- ar áttu innstæður. Geir Haarde hefði fullvissað umheiminn um, að Íslendingar ynnu eftir megni að lausn vandans. „En þá fékk hann þrisvar framan í sig krepptan hnefa Gordons Browns. Breska ríkisstjórnin frysti eigur Íslendinga. Hún lét sér ekki nægja eigur Landsbankans, sem rak Icesave- reikningana, heldur líka Kaupþings, sem þá var ekki komið í greiðsluþrot. Afleiðingin var, að Kaupþing féll líka, svo að fjárhagslegir erf- iðleikar Íslendinga jukust enn. En þyngsta höggið var, að þessi ótrúlega fjandsamlega kúgunar- aðgerð gagnvart lítilli vinaþjóð var gerð í krafti laga gegn hryðjuverkasamtökum. Ekki var að furða, að Geir Haarde gæti vart leynt reiði sinni og von- brigðum.“ Verður drengskapur Butlers í garð Íslendinga lengi uppi. Auk Butlers flytur dr. Pythagoras Petra- tos, kennari í fjármálafræði í Said School of Business í Oxford-háskóla, erindi á ráðstefn- unni um, hvernig fjármálakreppan snart Grikkland og Kýpur, sem er eins og Ísland eyland í Evrópu, en ólíkt Íslandi í Evrópu- sambandinu og á evrusvæðinu. Er fróðlegt fyrir okkur Íslendinga að bera saman hlut- skipti okkar og Kýpurbúa. Þá mun dr. Ásgeir Jónsson, lektor í hagfræði, ræða um banka- hrunið og eftirleikinn, en bók hans, Why Ice- land?, er talin ein vandaðasta úttektin á bankahruninu. Sjálfur mun ég í erindi mínu fara yfir, hvers vegna ekki styðja næg gögn þrjár algengar kenningar um hrunið: að ís- lensku bankarnir hafi verið of stórir, að ís- lenskir bankamenn hafi verið meiri glannar en starfssystkini þeirra erlendis og að banka- hrunið megi rekja til misheppnaðrar frjáls- hyggjutilraunar á Íslandi. Ég mun lýsa tveimur tegundum kerfisáhættu á Íslandi, og gerði rannsóknarnefnd Alþingis á banka- hruninu annarri þeirri góð skil. Jafnframt mun ég spyrja þriggja spurninga, sem enn hafa ekki fengist svör við (og sumir virðast vilja banna umræður um): Hvers vegna neit- aði bandaríski seðlabankinn að gera gjaldeyr- isskiptasamning við hinn íslenska, en gerði slíka samninga við seðlabanka allra annarra vestrænna ríkja utan evrusvæðisins? Hvers vegna lokaði ríkisstjórn Davids Milibands og Gordons Browns bönkum í eigu Íslendinga í Bretlandi, sama dag og hún bjargaði öllum öðrum bönkum þar í landi? Hvers vegna setti ríkisstjórn Milibands og Browns hryðjuverka- lög á vinveitta og vopnlausa smáþjóð? Ráð- stefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson » Verður drengskapur Butlers í garð Íslendinga lengi uppi. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Höfundur er prófessor og sat í bankaráði Seðlabankans 2001-2009. Bankahrunið og Háskólinn Undanfarið hefur orðið mikil umræða um framtíð flugvall- arins í Vatnsmýrinni og tengsl hans við Landspítalann. Sumir, sem ekki hafa persónulega reynslu af meðferð bráðveikra sjúklinga, hafa gert lítið úr því að tiltölulega stutt töf í flutningi sjúklinga á spítalann geti skipt sköpum og skammur tími skilið milli lífs og dauða. Sjálfur vann ég í mörg ár á háskólasjúkra- húsum í Bandaríkjunum við nám og störf í skurðlækningum og rannsóknum. Sjúkrahús, sem ég starfaði við og sérhæfði sig í slysameðferð og öðrum bráðalækningum, var staðsett við hraðbraut og stutt frá flugvelli. Fórnarlömbum alvar- legra slysa og annarra áverka var ekið rak- leitt inn á stóra og sérútbúna skurðstofu þar sem unnt var að veita fyrstu hjálp, greina ástand, eðli og umfang áverka og hefja strax meðferð með bráðaaðgerðum til að bjarga lífi sjúklingsins. Ég minnist margra einstaklinga sem bjargað var frá bana vegna þess hve fljótt sjúklingarnir komust á spítalann þar sem sérhæft teymi brást hratt og rétt við ástandi þeirra og fáeinar mínútur skildu oft á milli feigs og ófeigs. Eftir heimkomu vann ég í mörg ár á kvennadeild Lsp. Einnig þaðan minnist ég þess að oft skipti tíminn sköpum um örlög sjúklinga. Við fylgjulos missir barn í móð- urkviði lífæð sína við móðurina. Barnið deyr innan nokkurra mínútna ef algert los verður. Sé um ófullkomið rof að ræða má oft bjarga barninu með keisaraskurði, komist konan á spítalann í tæka tíð. Þó er hætt við heilaskaða vegna súrefnisskorts, ef meðferð dregst þótt barnið lifi. Svipað gildir um ýmis önnur bráðaatvik, svo sem hjartaáföll og innvortis blæðingar. Í umræðunni um flutning sjúkra- flugs til Keflavíkur gleymist oft að þótt akst- urstími frá Keflavík til Reykjavíkur sé ekki mjög langur við bestu skilyrði getur bæst við hann veruleg töf vegna veðurs og slæmra akstursskilyrða og umferðaröngþveitis í ná- grenni Lsp. á álagstímum. Því hefur verið haldið fram að Vatnsmýrin sé svo dýrmætt byggingarland fyrir Rvk. að flugvöllurinn verði að víkja þótt vitað sé að jarðvegur mýrarinnar sé óheppilegur fyrir byggingar. Það vekur furðu mína sem gamals umhverfissinna að núverandi framverðir um- hverfisverndar virðast láta sig litlu skipta þótt lífríki og friðland fugla í mýrinni eyðist og vatnsbúskapur væntanlega breytast þann- ig að Tjörnin laskist eða hverfi og þar með það lífríki og augnayndi, sem henni fylgir. Meira virðist skipta að koma í veg fyrir lagningu háspennulínu um Sprengisand vegna sjón- mengunar þótt þar sé um að ræða afturkræfa framkvæmd sem fáir berja augum miðað við Tjörnina í Reykjavík. Ég hef áður talað fyrir því að í stað þess að tjasla við gamlar og úreltar byggingar á Landspít- alalóðinni og byggja dreift í lág- reistu plani, verði nýjum spítala fundinn staður þar sem yrði greiðari aðgangur og unnt að byggja færri en háreistari bygg- ingar en á núverandi stað. Slíkt mundi auð- velda öll samskipti starfsfólks og gera flutn- inga sjúklinga og vista í lyftum mögulega, í stað þess að aka þeim á vögnum eftir löngum göngum. Nauðsynlegt er að bráðaspítali hafi gott aðgengi og umferðartafir mega ekki hindra komu mikið veikra sjúklinga á spít- alann í tæka tíð. Ég tel því að nýr spítali yrði betur staðsettur annars staðar en á núverandi lóð, t.d. í Fossvogi, á Vífilsstöðum eða Keld- um. Sennilega yrði viðbygging við spítalann í Fossvogi raunhæfasti kosturinn til að leysa bráðavanda Landspítalans. Í stað þess að taka Vatnsmýrina undir byggingar og fórna þar með lífríki hennar og flugvellinum, mætti við flutning Landspítalans nýta það land sem losnaði og sumar byggingar, sem þar eru, fyr- ir aðra starfsemi tengda háskólunum og miðbæ Reykjavíkur, t.d. stúdentagarða og hótel. Þaðan gætu stúdentar gengið í skólann og aðrir sótt sér þjónustu í miðbæinn. Þótt Landspítalinn sé stór vinnustaður er fátítt að starfsfólk hans eigi erindi í miðbæinn. Ýmis önnur starfsemi styður betur við blómlegan miðbæ. Í mínum huga má líkja skipulagi og um- ferðaræðum borga við hjarta- og æðakerfi mannslíkamans. Ef æðar þrengjast eða lokast, koma fyrst kvalir og síðan drep í við- komandi líkamshluta. Ef hjartað stöðvast deyr allur líkaminn. Miðborgar, sem er án miðlægs samgöngukerfis og greiðra umferð- aræða, geta beðið svipuð örlög. Flugvöllur – Landspítali Auðólfur Gunnarsson Auðólfur Gunnarsson »Ég tel því að nýr spítali yrði betur staðsettur annars staðar en á núverandi lóð, t.d. í Fossvogi, á Vífilsstöðum eða Keldum. Höfundur er fyrrv. yfirlæknir á Lsp., fyrrv. form. Náttúruverndarfélags Suðvestur- lands. og fyrrv. formaður Stúdentaráðs HÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.