Morgunblaðið - 30.10.2013, Page 1

Morgunblaðið - 30.10.2013, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 3 0. O K T Ó B E R 2 0 1 3 PERSÓNAN MEÐ MUNNINN FYRIR NEÐAN NEFIÐ HELDUR TÆPLEGA 300 LANDNÁMSHÆNUR MEÐLIMIRNIR ÝMIST KOMNIR TIL VITS EÐA ÁRA ÞYKKVIBÆR 18 VÉLHJÓLAFJELAGIÐ GAMLINGI 10POLLOCK? FRUMSÝNT 38 ÁRA STOFNAÐ 1913 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Landeigendafélag Geysis ehf. getur ekki ákveðið einhliða að hefja gjald- töku að Geysissvæðinu, að mati fjár- málaráðuneytisins og Umhverfis- stofnunar. Ráðuneytið bendir á að ríkið eigi „hjarta hverasvæðisins“ þar sem helstu perlur svæðisins sé að finna. Þetta sé einkaeign ríkisins en að auki eigi ríkið fjórðung í svæð- inu að öðru leyti. Landeigendafélag Geysis ehf. til- kynnti á sunnudag að það myndi hefja gjaldtöku á næsta ári. Fram hefur komið að aðgangseyrir yrði innan við þúsund krónur. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, er sama sinn- is og fjármálaráðuneytið. Hún bend- ir einnig á að ákvæði um frjálsa för fólks séu rótgróin í íslenskum rétti og skýrar heimildir verði að vera fyr- ir að takmarka hana. Ákveði einhver að fara inn á Geysissvæðið, án þess að greiða gjald til Landeigenda- félagsins, sé engin heimild til að refsa viðkomandi, s.s. með því að greiða sekt. Það væri með öðrum orðum refsilaust að neita að borga. Nái samkomulagi Sigrún segir að stofnunin hafi ekki ákveðið hvernig brygðist yrði við gjaldtöku á Geysissvæðinu. Best væri að aðilar töluðu saman og næðu samkomulagi, segir Sigrún. MGjaldtaka verði ekki … »12 Ekkert gjald án samþykkis  Landeigendafélagið getur ekki tekið einhliða ákvörðun Morgunblaðið/Kristinn Perla Geysir heillar marga. Verslanir eru nú í óðaönn að undirbúa jólavertíðina. Eins og vera ber er þegar byrjað að hengja upp jólaskreytingar. Þótt sumum þyki held- ur snemmt að minna á jólin eru aðrir sem telja undirbúning hátíðar ljóss og friðar tilvalinn til þess að lífga upp á skammdegið. Hér má sjá starfsmann í Kringlunni hengja upp jólaskraut og er um að gera að vanda til verks þar sem skrautið verður þar næstu mánuði. Nú eru 55 dagar til jóla og veturinn mun minna á sig í vikunni. Búist er við aust- anstormi á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu í dag og stormi bæði á Vestfjörðum og Austfjörðum síðdegis. Þá spáir Veðurstofan vaxandi frosti undir lok vikunnar og um helgina. Morgunblaðið/Júlíus Tími jólaskreytinga víða hafinn í verslunum Fimmtíu og fimm dagar til jóla og verslanir þegar farnar að undirbúa jólavertíð Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B-hluta borgarsjóðs verði jákvæð um 8,4 milljarða króna á næsta ári í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 sem lögð var fram í gær. Ár- ið 2013 var halli á rekstrarniður- stöðunni um 2,5 milljarðar og yrði því um 10,9 millj- arða króna um- skipti að ræða. Að sögn Sigurðar Björns Blöndal, aðstoðarmanns borgarstjóra, er markmið áætlunar- innar að halda uppi góðu þjónustustigi og greiða niður skuldir. Fjárhags- áætlunin gerir ráð fyrir að gjaldskrár borgarinnar hækki um á bilinu 3,4% til 5,7%. Þá hækka leikskólagjöld um 5,7% og fæð- isgjald í leik- og grunnskólum um 9,5%. Tíu milljarðar í mínus Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, það að áætlunin geri ráð fyrir 70 milljörðum í skatt- tekjur frá borgarbúum en 80 milljörðum sé eytt í málaflokka borgarinnar. Þannig sé verið að eyða um efni fram. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, gagnrýnir fyrirhug- aðar gjaldskrárhækkanir og bendir á að hækkanirnar á kjörtímabilinu séu orðnar mikil útgjaldaaukning fyrir fjölskyldur í Reykjavík. Hann segist einnig hafa efasemd- ir um að fjárhagsáætlunin gangi eftir. »4 Borgin stefnir á afgang  Deilt um trúverðug- leika áætlunarinnar Gjaldskrár hækka » Hækkun fæðisgjalds í leik- og grunn- skólum verður um 1.000 krónur á mánuði á barn. » Leikskóla- og frístundagjöld hækka um 5,7%.  „Af langri reynslu vissi ég að hvenær sem miðarnir á leik- inn yrðu seldir yrðu margir svekktir. Það hef- ur aldrei verið eins mikill áhugi á einum leik og ég er handviss um að við hefðum getað selt 25-30 þúsund miða,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Morgunblaðið en mikil reiði var á meðal knattspyrnuáhuga- manna í gær vegna miðasölu á leik Íslands og Króatíu. Miðarnir fóru í sölu um hánótt og uppselt var á leik- inn um klukkan hálfátta í gærmorg- un. / Íþróttir » Ég vissi að margir yrðu svekktir Geir Þorsteinsson  252. tölublað  101. árgangur   Spáð er litlum hagvexti og doða í efnahagslífinu í nýrri hagspá ASÍ. Spurður hvort spáin þýði að stéttarfélög þurfi að stilla vænt- ingum í hóf í komandi kjara- viðræðum telur Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, svo ekki vera. „Ríkisstjórnin velur m.a. að draga úr framkvæmdum í hag- kerfinu og hækka tryggingargjald á atvinnulíf. Slíkt hefur áhrif á umsvif hagkerfisins. Það er ekki þar með sagt að launafólk eigi að stilla vænt- ingum í hóf við gerð kjarasamninga. Eðlilegra er að stjórnvöld beiti sér fyrir meiri hagvexti.“ »16 Stjórnvöld beiti sér fyrir meiri hagvexti Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.