Morgunblaðið - 30.10.2013, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
✝ Kristbjörgfæddist í
Hafnarfirði 4. apríl
1920. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Eir 18. októ-
ber 2013.
Faðir hennar var
Bjarni Erlendsson,
bóndi í Víðistöðum
í Hafnarfirði, f.
30.3. 1881 í Vogsós-
um í Selvogi. Hann
lést á Sólvangi í Hafnarfirði
4.12. 1972. Móðir Kristbjargar
var Margrét Magnúsdóttir, f. í
Hafnarfirði 22.5. 1889, d. í Víði-
stöðum 21.6. 1960. Systkini
Kristbjargar eru tvíburarnir
Guðjón Bjarnason, f. 9.8. 1926,
d. 13.10. 1965, og Sigríður Krist-
ín Bjarnadóttir, f. 9.8. 1926.
Eiginmaður Kristbjargar var
Guðmundur Sveinsson, f. 6.1.
sambýliskona Thelma Dögg
Haraldsdóttir, f. 4.4. 1989.
Kristbjörg ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Víðistöðum þar
sem hún gekk í öll sveitaverk,
auk þess sem hún breiddi salt-
fisk á fiskreiti við Víðistaði og
starfaði við lýsisbræðsluna á
staðnum. Að loknu námi í Flens-
borg í Hafnarfirði og starfi á St.
Jósefsspítala hóf hún nám í
hjúkrun á Landspítala Íslands
en varð frá að hverfa vegna
veikinda. Eftir ýmis þjón-
ustustörf, m.a. á Hressingar-
skála Hafnarfjarðar, hóf hún af-
greiðslu- og gjaldkerastörf hjá
Jóhannesi Jósepssyni á Hótel
Borg og starfaði þar um árabil.
Samhliða heimilisstörfum og
barnauppeldi vann Kristbjörg
ýmis sumarstörf og til margra
ára sá hún um þrif hjá Skýrslu-
vélum ríkisins og Reykjavík-
urborgar. Síðastliðin fimm ár
dvaldi Kristbjörg í góðri vist á
hjúkrunarheimilinu Eir.
Kristbjörgu verður sungin
sálumessa í Kristskirkju, Landa-
koti í dag, 30. október 2013, og
hefst athöfnin klukkan 15.
1907 í Vík í Mýrdal.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
12.5. 2001. Synir
þeirra eru: 1)
Bjarni, f. 20.8.
1951, börn hans og
Eddu Sigurð-
ardóttur, f. 6.6.
1951, eru Guð-
mundur Óskar, f.
30.9. 1979, og Guð-
rún María, f. 5.2. 1981. Barn
Bjarna og Kristínar Hákonar-
dóttur, f. 13.6. 1962, er Telma
Kristín, f. 15.4. 1990. 2) Magnús,
f. 21.11. 1952, maki Helga Jóns-
dóttir, f. 18.6. 1954. Synir þeirra
eru Jón Bjarni, f. 27.12. 1981,
sambýliskona Erla Sigríður
Hallgrímsdóttir, f. 8.4. 1975,
dóttir þeirra er Helga Júlíana, f.
10.9. 2013, og Árni, f. 4.4. 1985,
Kær tengdamóðir mín og vin-
kona er farin.
Hún tók mér afar vel á sínum
tíma. Ekki spillti fyrir að hún
þekkti móðurfólk mitt, sem var
úr Hafnarfirði eins og hún. Okk-
ar ágætu samskipti urðu svo
nánari með árunum, ekki síst
þegar við Magnús bjuggum í Ás-
garði um tveggja ára bil. Það
eina sem við vorum ósammála
um voru gardínur. Hún vildi
halda samræmi í götumyndinni
– ég vildi hafa bambusgardínur í
stað stórisa, enda ekki alin upp
við svoleiðis blúndur. Ég lét mig
ekki og með okkur urðu ágætar
sættir. Ég minnist þess ekki að
við höfum orðið ósammála um
fleiri atriði þau 40 ár sem við átt-
um samleið.
Kristbjörg var af þeirri kyn-
slóð sem þekkti vart annað en
vinnu frá morgni til kvölds frá
barnsaldri og sem stóð sína plikt
hvað sem tautaði og raulaði.
Hún ólst upp í Víðistöðum í
Hafnarfirði hjá foreldrum og
með tvíburasystkinum sem voru
sex árum yngri. Eðlilega þurfti
stóra systir að sinna ýmsum
verkum og ábyrgðarstörfum
gagnvart þeim, og sem elsta
barn að taka þátt í búverkum,
jafnt úti sem inni. Var aldrei
annað að heyra en að sjálfsagt
hefði verið að vinna þau verk
sem henni voru falin; hver sem
þau voru.
Hugur Kristbjargar stóð til
hjúkrunar. Hún vann á St. Jós-
efsspítala og hóf nám í hjúkrun á
Landspítala, en sakir heilsu-
brests varð hún frá að hverfa.
Hún gleymdi þó aldrei því sem
hún lærði á þessum tíma og sló
fram latneskum heitum á lík-
amspörtum, lyfjum og öðru
tengdu hvenær sem færi gafst.
Kristbjörg flutti úr foreldrahús-
um 1948. Hún vann lengi á Hótel
Borg og eignaðist þar marga
góða vini. Hún sagði oft
skemmtilegar sögur af fólki sem
þangað kom; af heimsfrægum
kvikmyndaleikurum, stjórn-
málamönnum sem þar bjuggu og
öðrum kynlegum kvistum.
Svo kom Guðmundur til sög-
unnar, talsvert eldri og með
öðruvísi lífsreynslu. Þau bundu
saman sína bagga og bjuggu
fyrst á Laugavegi 83 í sambýli
við Sigríði systur Guðmundar og
hennar fjölskyldu. Sögur hef ég
heyrt af ævintýrum sonanna við
höfnina, á Laugaveginum og
Barónsstígnum – sem stundum
enduðu á slysavarðstofunni. En
búskapurinn á Laugaveginum
var Kristbjörgu minnisstæður;
líf og fjör og stöðugar heimsókn-
ir vina og ættingja í hringiðu
höfuðborgarinnar.
Þau fluttu í Ásgarð um 1962
þar sem hún ræktaði sérlega fal-
legan garð. Þaðan lá leiðin í
Hvassaleiti, síðasta áfangastað
sjálfstæðrar búsetu. Kristbjörg
var aldrei heilsuhraust. Eftir að
heilsa Guðmundar tók að bresta
kom hjúkrunarferillinn loksins
að góðum notum. Hún gat sinnt
og hjúkrað sínum nánasta. Og
þá voru hennar eigin heilsu-
vandamál ekki í fyrirrúmi.
Gott var að eiga þau að, Krist-
björgu og Guðmund, hvenær
sem við þurftum á að halda. Þau
buðu sonum okkar gistingu eða
fluttu inn þegar við vorum að
heiman og voru boðin og búin að
liðsinna okkur um hvaðeina. Þau
voru hjá okkur á aðfangadag frá
árinu 1982 – og hún eftir að Guð-
mundur féll frá – og voru ómiss-
andi í jólahaldinu.
Hjartahlýja, væntumþykja og
traust eru mér efst í huga á
kveðjustund. Góð kona er geng-
in; hennar minning mun lifa.
Hafðu þökk fyrir allt, kæra
Kristbjörg.
Þín
Helga.
Kæra amma Kristbjörg, það
er kominn tími til að kveðja.
Það er sárt að kveðja þá sem
manni þykir vænt um, en það er
styrkur í sorginni að vita að
amma er komin í faðm afa og
himnaföðurins. Ég efast ekki um
að þar líður henni vel. Síðustu ár
voru ömmu erfið, og það tók oft
á. Ég veit að hún er hvíldinni
fegin, og það er jafnframt hugg-
un harmi gegn. Við áttum marg-
ar notalegar stundir saman og
það er styrkur í sorginni að rifja
þær upp, sérstaklega þegar ég
sat við orgelið hennar og hún
hvatti mig áfram. Hún hafði sér-
stakt dálæti á tveimur sálmum,
og ég linnti ekki látum fyrr en ég
hafði lært þá. Það tókst með
herkjum en ég fann aldrei mýkt-
ina hennar ömmu. Og svo skaut
hún jafnan hróðug inn í, þegar
ég glímdi við annan þeirra; þessi
var spilaður í útförinni hans Ein-
ars Ben.
Á menntaskólaárum mínum
var gott að eiga afdrep í Hvassa-
leitinu. Þangað kom ég nánast
daglega um tíma, og fór sjaldan
svangur. Maður var yfirleitt
ekki fyrr kominn inn úr dyrun-
um en amma spurði hvort maður
væri svangur. Og það þýddi ekki
að svara neitandi, því amma
spurði bara aftur þangað til að
maður fékk sér eitthvað í gogg-
inn. Þangað kom pabbi líka
stundum, ásamt Magnúsi bróður
sínum, og oft var kátt á hjalla.
Amma hafði einstaklega gott
hjartalag. Hún var trúuð og
lengi kirkjurækin. Naut ég góðs
af því og sótti kirkju með henni á
mínum yngri árum. Kunni ég illa
við bekkina í Landakotskirkju,
fannst messusöngurinn taka allt
of langan tíma, en amma var
æðrulaus, fannst sú þjáning lítil
miðað við fórn Jesú.
Ég fékk líka að kynnast
ömmu nokkuð náið því ég bjó hjá
henni um tíma. Sá tími var góður
og ég minnist hans með hlýju og
djúpu þakklæti. Hún flíkaði þó
aldrei tilfinningum sínum en
hafði sterkar skoðanir á mönn-
um og málefnum. Birtust þær
jafnan í fussi og sveiattan fyrir
framan sjónvarpið, eða miklum
hlátrasköllum sem maður botn-
aði stundum hvorki upp né niður
í. Hún hafði nefnilega mikinn
húmor, sem ég skildi ekki alltaf.
Takk fyrir þann tíma sem ég
fékk að njóta með þér, elsku
amma. Ég bið fyrir innilega
kveðju til afa.
Þitt þakkláta barnabarn,
Guðmundur Óskar
Bjarnason.
Begga okkar eins og hún var
kölluð af fjölskyldu okkar, er lát-
in 93 ára, að aldri.
Margar góðar minningar
koma í huga okkar systranna
eftir áralanga vináttu sem aldrei
bar skugga á.
Móðir okkar og hún voru
æskuvinkonur, þær voru einnig
fermingarsystur. Náði sú vin-
átta þeirra til okkar systranna
og fjölskyldna okkar.
Hún reyndist okkur sem önn-
ur móðir, og alla tíð var opið hús
hjá henni og eiginmani hennar,
fyrir fjölskyldur okkar. Hún bjó
seinustu árin á Eir og átti þar
gott ævikvöld. Það var gaman að
koma til hennar og sjá hvað hún
var ánægð og alltaf vel til höfð.
Begga var okkur sem önnur
móðir.
Þökkum við systurnar henni
fyrir að hafa átt hana að í lífinu.
Takk, Begga fyrir allt.
Samúðarkveðjur til Bjarna,
Magnúsar og fjölskyldna þeirra.
Hildigunnur og Ingibjörg.
Kristbjörg
Bjarnadóttir
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir og afi,
KRISTJÁN BENJAMÍNSSON,
Holtsgötu 12,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 23. október.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu-
daginn 31. október kl. 13.00.
Hulda Guðmundsdóttir,
Kristín Berglind Kristjánsdóttir, Páll Kristján Svansson,
Broddi Kristjánsson, Helga Þóra Þórarinsdóttir
og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KRISTÍN ANDRÉSDÓTTIR,
f. 11.5. 1924,
áður til heimilis að Æsufelli 4,
andaðist að Hrafnistu í Reykjavík
sunnudaginn 27. október.
Útför hennar fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva og verður
auglýst nánar síðar.
María Henley, Kristján Ólafsson,
Valgerður Björk Einarsdóttir,
Guðný Alda Einarsdóttir,
Þórdís Heiða Einarsdóttir,
Sturla Einarsson, Freyja Valgeirsdóttir,
Andrés Einar Einarsson, Halldóra B. Brynjarsdóttir,
Guðrún Björg Einarsdóttir, Helgi Guðjón Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hlíðarhúsum 3,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn
25. október.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 4. nóvember kl. 15.00.
Pétur Eiríksson,
Marta Pétursdóttir,
Ragnheiður Karítas Pétursdóttir,
Pétur Hörður Pétursson, Unnur Lea Pálsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SAGA HELGADÓTTIR,
Þorgautsstöðum,
Hvítársíðu,
lést á Dvalarheimilinu Brákarhlíð sunnu-
daginn 20. október.
Útför hennar verður gerð frá Reykholtskirkju 2. nóvember
kl. 14.00.
Anna Björg Ketilsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson,
Þuríður Ketilsdóttir, Árni Brynjar Bragason,
Þórður Ölver Njálsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
FJÓLA STEINDÓRA HILDIÞÓRSDÓTTIR,
Austurmýri 13,
Selfossi,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi
sunnudaginn 27. október.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 2. nóvember
kl. 15.00.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fossheima og Sjúkrahús
Suðurlands fyrir hlýtt viðmót og góða umönnun.
Sigurður Kristinn Sighvatsson,
Guðbjörg Sigurðardóttir, Kristinn Ólafsson,
Hilmar Sigurðsson, Hulda Guðmundsdóttir,
Hjalti Sigurðsson, Ragnheiður Jóna Högnadóttir,
Helgi Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og systir,
GUÐBJÖRG BÁRÐARDÓTTIR,
Hjallaseli 27,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
aðfaranótt mánudagsins 28. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Garðar Einarsson,
Einar Már Garðarsson, Eimee Damasin,
Garðar Már og Eythan Már,
Ágústa Bárðardóttir, Þorsteinn Þorsteinsson,
Elínborg Bárðardóttir, Ómar Sigfússon,
Sigurbjörn Bárðarson, Fríða Steinarsdóttir,
Bárður Bárðarson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI GUÐMANN SIGURÐSSON,
Berugötu 5,
Borgarnesi,
andaðist á heimili sínu laugardaginn
26. október.
Útför hans verður gerð frá Borgarneskirkju
mánudaginn 4. nóvember kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Borgarfjarðar.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Kristján Björn Bjarnason, Helen H. Ármannsdóttir,
Friðjón Bjarnason, Auður Aðalsteinsdóttir,
Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir
og afabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURÐUR INGÓLFSSON
frá Eyri við Ingólfsfjörð,
Háeyrarvöllum 34,
Eyrarbakka,
sem lést föstudaginn 25. október,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju
laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00.
Ingunn Hinriksdóttir, Sævar Sigurðsson,
Halldór Björnsson, Hafdís Edda Sigfúsdóttir,
Sigríður Guðlaug Björnsdóttir, Jón Birgir Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar