Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Ég ætla bara að bjóða vinum mínum í óformlegan afmælismat.Svo verð ég nú bara í skólanum og að kenna spinning í WorldClass. Ég ætlaði að reyna að vera með eitthvert skemmtilegt góðgæti fyrir hópinn í lok tímans líka,“ segir Unnur Sverrisdóttir sem er 23 ára gömul í dag. Nemendur Unnar í líkamsræktinni þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því að góðgætið eyði árangrinum af erfiðinu í tímanum. „Þetta er svona hollustunammi, Það á ekkert að sukka, það er í lagi einn og einn biti á afmælisdaginn,“ segir Unnur og hlær. Þessi mánuður er annasamur en fimm stelpur úr vinkvennahópi Unnar eiga afmæli í þessari viku. Hún er ánægð með að eiga afmæli á þessum tíma árs. „Það er alltaf mikið partístand á þessum tíma. Þetta er svona mitt á milli sumarsins og jólanna. Mér finnst þetta mjög fínn afmælistími,“ segir hún. Unnur er á síðasta ári í lyfjafræði í Háskóla Íslands og lýkur hún BS-gráðu nú í vor. Hún stefnir á meistaranám í framhaldinu en að því loknu getur hún kallað sig lyfjafræðing. Þá standa ýmsir atvinnu- möguleikar opnir. „Það tengja þetta margir bara við að vinna í apó- teki en þetta er svo miklu meira en það. Þar er hægt að vinna hjá alls konar lyfjafyrirtækjum, snyrtivöruiðnaði eða líftækni. Mér finnst snyrtivöruiðnaðurinn svolítið heillandi núna en það breytist bara frá degi til dags,“ segir Unnur. kjartan@mbl.is Unnur Sverrisdóttir er 23 ára í dag Kaupæði Eftirminnilegustu afmælisgjöfina fékk Unnur frá foreldr- unum en það var verslunarferð með móður hennar til London. Fínt að eiga afmæli milli sumars og jóla Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópavogur Inga Fanney fæddist 22. ágúst kl. 11. Hún vó 2.998 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórunn Helga Jóhannsdóttir og Þorsteinn Pétur Hlífarsson. Nýir borgarar Akureyri Erik Árni fæddist 10. mars kl. 3.06. Hann vó 3.942 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Hildur Ýr Sigþórsdóttir og Elfar Halldórsson. A rthur Garðar fæddist á Héraðshælinu á Blönduósi 30.10. 1973 og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan í Stykk- ishólm þar sem hann átti heima þar til hann fór í framhaldsskóla í Reykjavík. Auk þess dvaldi hann flest sumur hjá góðu fólki á Gili í Svartárdal í Húnavatnssýslu frá átta ára aldri og fram yfir fermingu. Þar var stundaður fjárbúskapur auk þess sem þar var töluvert af hrossum. Í endurvinnslu á stáli Að loknu framhaldsskólanámi fór Arthur í Tækniskólann og lærði iðn- rekstrarfræði og síðan vörustjórn- unarfræði. Hann lauk svo síðar MA- námi í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands. Að loknu námi við Tækniskólann Arthur G. Guðmundsson, framkv.stj. GMR endurvinnslu ehf. – 40 ára Við Látrabjarg Arthur og Þuríður með börnunum, Valdísi Birnu, Sigrúnu Maríu og Vigni Snæ, sumarið 2012. Hestamaður af góð- kunnum Húsavíkuraðli Rómantík hestamannsins Arthur og Þuríður heppin með veður í sleppitúr. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu þvottinn hreinan og sléttan Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.