Morgunblaðið - 30.10.2013, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Mikil og vanstillt viðbrögðstjórnenda 365 miðla við
áformum Illuga Gunnarssonar
menntamálaráðherra um að fjölga
auglýsingamínútum Ríkisútvarpsins
gegn því að lækka
ríkisframlag til
stofnunarinnar hafa
vakið athygli.
Ari Edwald, for-stjóri fyrirtæk-
isins, heldur því
fram að með þessu
sé menntamála-
ráðherra að „reisa
sér þann minnis-
varða í stjórnmálum
að slá skjaldborg um
sukkið á Ríkis-
útvarpinu“. Hann
heldur því fram að
með því að fjölga auglýsinga-
mínútum sé verið að gera Ríkis-
útvarpinu kleift að auka tekjur sínar
með aukinni auglýsingasölu.
Fyrir rétt rúmu ári skilaði Ari at-hugasemdum við frumvarp til
laga um Ríkisútvarpið, en með frum-
varpinu var ætlunin að fækka aug-
lýsingamínútum stofnunarinnar.
Í athugasemdunum gaf Ari lítiðfyrir fullyrðingar um að Ríkis-
útvarpið myndi missa tekjur við að
auglýsingamínútum fækkaði enda
hefði það fram til þess tíma verið
fjarri áformuðum takmörkunum.
Hann sagði engin rök fyrir því aðRíkisútvarpið yrði fyrir veru-
legri tekjuskerðingu við fækkun
auglýsingamínútna „og því um
hæpna fullyrðingu að ræða sem ef-
laust hefur þann tilgang að slá ryki í
augu fólks um að verið sé að skerða
veru RÚV á auglýsingamarkaði“.
Getur verið að Ragnar Reykás séfarinn að hafa of mikil áhrif
innan 365 miðla?
Ari Edwald
Andmælir sjálfum
sér ári síðar
STAKSTEINAR
Illugi
Gunnarsson
Veður víða um heim 29.10., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík 0 skýjað
Akureyri -1 skýjað
Nuuk -2 skýjað
Þórshöfn 6 skýjað
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 skýjað
Stokkhólmur 10 léttskýjað
Helsinki 8 skýjað
Lúxemborg 10 léttskýjað
Brussel 10 léttskýjað
Dublin 9 léttskýjað
Glasgow 8 skýjað
London 12 léttskýjað
París 10 skýjað
Amsterdam 12 skúrir
Hamborg 10 skúrir
Berlín 12 heiðskírt
Vín 12 alskýjað
Moskva 13 skýjað
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 15 léttskýjað
Barcelona 15 léttskýjað
Mallorca 16 þrumuveður
Róm 22 heiðskírt
Aþena 22 heiðskírt
Winnipeg -7 skýjað
Montreal 0 skýjað
New York 10 heiðskírt
Chicago 8 alskýjað
Orlando 26 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 9:06 17:18
ÍSAFJÖRÐUR 9:23 17:11
SIGLUFJÖRÐUR 9:06 16:53
DJÚPIVOGUR 8:38 16:44
Þjónustuver 9:30-15:30rsk@rsk.is
442 1000
Nánari upplýsingar á rsk.is
Álagningopinberragjalda
á lögaðilaárið2013
Álagningu tekjuskatts er lokið á lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla,
sbr. og 4. mgr. 71. gr., sem og álagningu annarra opinberra gjalda lögaðila sem lögð
skulu á vegna tekjuársins 2012 skv. VIII.-XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt.
Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra
á rsk.is og skattur.is.
Álagningarskrár, sem sýna álagða skatta á lögaðila í viðkomandi sveitarfélagi,
liggja frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum
dagana 30. október til 13. nóvember 2013 að báðum dögummeðtöldum.
Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til,
lýkur mánudaginn 2. desember 2013.
Auglýsing þessi er birt, sbr. 98. gr. framangreindra laga.
Vegglistamenn
munu skreyta
Hljómalindarreit-
inn um leið og
veður leyfir. Er
það afrakstur
samstarfsverk-
efnis bygging-
arfyrirtækisins
Þingvangs, sem
sér um verkið,
Icelandair-hótela, Reykjavík-
urborgar og viðkomandi lista-
manna. Verkið er afar stórt og
spannar 85 metra alls á þremur
stöðum umhverfis reitinn. Eru það
50 metrar á Hverfisgötu, 30 metrar
á Smiðjustíg og fimm metrar á
Laugavegi 21.
Vegglistamaðurinn Örn Tönsberg
fer fyrir listamönnunum sem standa
að verkinu en Reykjavíkurborg
mun hafa umsjón með því.
Þema verkefnisins er myndir af
Hljómalindarreitnum sem end-
urspegla þær breytingar sem hann
hefur tekið í gegnum árin, allt frá
árinu 1912. Slíkt verður þemað
Hverfisgötu- og Smiðjustígsmegin
en við Hljómalindina verður gerð
mynd af torginu sem til stendur að
leggja. vidar@mbl.is
Vegglist Hér má sjá skissu listamannsins Arnar Tönsberg og hvernig hann sér fyrir þema myndanna. Um er að ræða Hljómalindarreitinn árið 1999, árið
2012 og svo árið 2015 þar sem svæðið er autt eins og sjá má. Verkefnið er afrakstur samstarfsverkefnis byggingarfyrirtækisins Þingvangs, sem hefur um-
sjón með uppbyggingu á svæðinu, Icelandair-hótela, Reykjavíkurborgar og listamanna.
Fá vegg-
listamenn til
að skreyta
Vegglistaverk
spanni 85 metra
Hljómalindarreitur