Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 18
SUÐURLAND
DAGA
HRINGFERÐ
ÞYKKVIBÆR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
„Trúir þú á álfasögur?“
Með þessum orðum endar ein-
hver eftirminnilegasta auglýsing síð-
ari ára, þar sem áhorfendur eru
leiddir í allan sannleika um hvernig
Þykkvabæjarnaslið er búið til. Leik-
skólabörn verða að sögn oft fyrir von-
brigðum þegar þau heimsækja verk-
smiðjuna og komast að því að þar eru
engir álfar.
„Þar lifa litlir grasálfar með langar
grænar húfur,
sem grafa þar upp gullin sín og gera
úr þeim skrúfur.“
Þannig hefst texti Hlaðgerðar
Laxdal, Höddu, sem Egill Ólafsson
söng síðan við tónlist Gunnars
Þórðarsonar.
Kartöfluhöfuðborg Íslands
Þykkvibær er einna þekktastur
fyrir kartöfluframleiðslu, en stór hluti
íslenskra kartaflna á þangað rætur að
rekja og mætti kalla hann kartöflu-
höfuðborg Ís-
lands. Fyrirtækið
Þykkvabæjar hef-
ur selt kartöflur í
ýmsum myndum
allt frá árinu 1981.
Þrátt fyrir að
Þykkvibær sé
ekki algengur við-
komustaður ferða-
manna þekkir
hver Íslendingur
álfaauglýsingu Þykkvabæjar.
Auglýsingin vakti á sínum tíma
mikla athygli, ekki síst fyrir þau
tækniundur sem áttu sér stað þegar
eyrun á Rúrik Haraldssyni stækkuðu
og minnkuðu og hefur staðist tímans
tönn, rétt eins og Þykkvabæjarverk-
smiðjan.
Stór nöfn í íslenskum kvik-
mynda- og auglýsingaheimi komu að
gerð auglýsingarinnar, sem vakti
mikla lukku og hlaut bronsverðlaun á
norrænu kvikmynda- og sjónvarps-
auglýsingahátíðinni Norfestival ’89.
Starfsfólk AUK hf., Auglýsingastofu
Kristínar, átti hugmyndina og hand-
ritið að auglýsingunni, en Saga Film
framleiddi hana. Auglýsingin var dýr,
og kostaði tækjabúnaðurinn sem
Saga Film hafði keypt til að vinna
verkefni af þessu tagi um 30 milljónir
króna á þeim tíma sem hún var gerð,
sem þá var stórfé. Nú væri hægt að
vinna verkefni af þessu tagi fyrir inn-
an við eina milljón.
„Hefði veðjað á þessa“
Kristín Þorkelsdóttir sagði að
fólkið á auglýsingastofunni AUK
hefði haft á tilfinningunni að þessi
auglýsing myndi vekja mikla lukku.
„Þetta var alveg súperfín auglýsing.
Hún var með allt. Hún var skemmti-
leg, hún kom á óvart og var bara frá-
bær. Maður veit aldrei meðan á því
stendur, en þetta er allt gert í þeirri
von að með þessu slái maður í gegn.
En hvað gerist veit maður ekki. Ég
hefði nú veðjað vel á hana þessa,“
sagði Kristín, sem meðal annars er
þekkt sem hönnunarstjóri allra ís-
lenskra peningaseðla frá árinu 1981,
en Stephen Fairbairn hefur verið
meðhönnuður hennar við seðlahönn-
Morgunblaðið/Golli
Fögur fjallasýn Útsýnið úr Þykkvabænum yfir fjöllin á Suðurlandinu er ótrúlega fallegt, en nokkuð sem fáir vita af.
Þykkvabæjarnaslið
stenst tímans tönn
25 ára verðlaunaauglýsing sýnd enn þann dag í dag
Kristín
Þorkelsdóttir
Halldóra Hafsteinsdóttir er með lítið gallerí í Þykkvabæ. Þar selur hún leir-
muni sem hún býr til í vinnustofu í kjallaranum heima hjá sér. „Ég byrjaði á
þessu 1996 og hef verið að þessu síðan,“ segir listakonan.
Verkin eru úr ýmiss konar leir, allt frá postulíni yfir í steinleir. Halldóra segir
að í Myndlistaskólanum í Reykjavík, þar sem hún lærði í tvö ár, hafi heimspeki
verið hluti af náminu sem skilaði sér í verkin hennar. „Verkin urðu til í takt við
hreyfinguna að heilsa. Ef þú litar þá hreyfingu, þá færðu út svona línur. Svo
þegar ég kom heim hélt ég áfram með þessa aðferð og bjó til bolla, glös, könn-
ur og ýmislegt.“
Morgunblaðið/Golli
Listgallerý Halldóra Hafsteinsdóttir rekur lítið leirverkagallerý. Svörtu
vasarnir eru verkin sem hún mótaði eftir hreyfingunni að heilsa.
Heimspekileirlistaverk
Víkartindur strandaði í fjörunni
rétt utan við Þykkvabæ 5. mars 1997.
Gríðarlegt óveður var þegar skipið
strandaði og sandrokið svo mikið að
lakkið á bílaleigubíl ljósmyndara
Morgunblaðsins molnaði af bílnum
við minnstu snertingu.
Strandið kostaði skipverja um borð
í varðskipinu Ægi lífið, en strandið
var eitt stærsta strand síðari tíma við
landið. Ári eftir strandið var vinnu við
að hreinsa til á strandstað ekki lokið.
Atvikið varð til þess að siglingalög
voru tekin til endurskoðunar og
möguleikar stjórnvalda á að hafa fyrr
afskipti af skipum í landhelgi skoð-
aðir.
gunnardofri@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Víkartindur á strandstað Myndin birtist í Morgunblaðinu 6. mars 1997.
Stórt strand við smábæ
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Júlíus Már Baldursson flutti í Þykkvabæinn í júní með stóran
hóp landnámshæna. Áður hélt hann landnámshænur og aðrar
skepnur á bænum Tjörn á Vatnsnesi við Hvammstanga, en
missti allt í bruna í mars 2010 – hænurnar, hundana, hesta,
kindur, allt innbú og búnað. Nú hefur hann komið sér upp nýj-
um stofni, sem telur um 250 hænur og 40 hana, en segist ætla
að stækka stofninn í 400 dýr.
Orðin hálfgerð gæludýr
„Hænurnar fara frjálsar inn og út eins og þeim sýnist,“
sagði Júlíus Már. „Þær fá hreint korn þannig að ég myndi
segja að eggin úr þeim væru í rauninni lífræn þó svo að þau
flokkist sem vistvæn.“
Aðalmálið segir hann vera að unga út og fjölga fuglum
sem hann selur vítt og breitt um landið.
„Ræktunin er aðal. Það er alltaf töluverð sala á hverju
78% af erfðaefni hennar telst hreint í dag og er í rauninni sér-
stofn. Hún er miklu líkari villtum fuglum heldur en ræktuðu
hænurnar. Það er minni arður af henni, þetta er minni og
nettari fugl, sem hefur varðveist hér, að því er talið er, frá því
að víkingar komu hingað.“ Júlíus segir fuglinn ekki hentugan
til eldis fyrir kjötið, en hann þyki mjög góður sem villibráð.
„Þetta er meira gæludýr og áhugamál þar sem fólk fær egg
fyrir heimilið. Fólk leitar líka í auknum mæli eftir vistvænum
mat, og bændamarkaðurinn frú Lauga selur egg héðan. Þetta
virðist vera það sem fólk vill.“
ári. Fólk er ýmist að koma sér upp sínum eigin stofni eða end-
urnýja þann sem það er með fyrir og tekur inn yngri fugla en
tímir ekki að láta þá eldri frá sér, þetta eru oft orðin hálfgerð
gæludýr með nöfn.“
Mikil vinna er samfara því að halda svona mörg hænsn,
því dýrin þarf að fóðra á hverjum degi, gefa þeim vatn, moka
undan þeim og hafa eftirlit með ungunum, sem er haldið að-
skildum frá fullorðnu fuglunum.
Þrisvar fengið athugasemdir og alltaf jákvæðar
„Ég hafði mestar áhyggjur af því fyrst hvað fólk segði
þegar ég hleypti út 40 hönum á hverjum morgni, ég gerði mér
enga grein fyrir hvað fólk býr hér þétt, því ég hafði eins og
svo margir aðrir aldrei komið í Þykkvabæinn. Fólk hefur
þrisvar komið að máli við mig um þetta, alltaf á jákvæðu nót-
unum. Finnst bara fínt að vakna við þetta, enda hleypi ég
þeim ekki út fyrr en svona um níuleytið.“
Landnámshænuna segir hann þykja sérstaka með tilliti
til erfðaefnis. „Hún er eitthvað blönduð en þykir einstök og
Rís aftur upp eftir bruna
Júlíus heldur tæplega 300 landnámshænur í Þykkvabænum
Hænsnabóndi Júlíus Már Baldursson á um 300 hænur.