Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 11
Stolt Þau geta verið stolt af afrekum sínum í félaginu. Fjölmörg einstök hjól hafa verið gerð upp af meðlimum.
sem hefst kl. 21 annað kvöld að
Kleppsvegi 152. Hún stendur til
klukkan 16 á sunnudag og er að-
gangur ókeypis. Elsta gangfæra
hjólið á sýningunni er Harley Dav-
idson DL750 frá árinu 1931 og er
það í toppstandi. Sömuleiðis verður
á sýningunni annað Harley Dav-
idson sem verið er að gera upp en
það er frá árinu 1925. Segja má að
félagarnir hafi unnið mikið og gott
starf í að varðveita og í raun
bjarga gömlum hjólum frá
skemmdum. Sum hafa verið flutt
inn en mörg hafa fundist á hinum
ýmsu stöðum á landinu, eins og
Harley Davidson DL750 sem
fannst í Reykhólasveit og var veru-
lega farið að láta á sjá, grindin í
bútum en vél og gírkassi nothæf
ásamt framgaffli og fleiri hlutum.
Fjöldi merkra gripa verður á
sýningunni og eru þeir jafnvel þeir
einu sinnar tegundar á landinu.
Sum hjólin eru að sama skapi
fágæt á heimsvísu. Dæmi um
slíkt hjól er Suzuki RE5
sem er með Wankel vél og
var framleitt á árunum
1974-1976. Ítalski hönn-
uðurinn Giorgetto Giu-
giaro á heiðurinn af útliti
hjólsins. Það er afar fá-
gætt, aðeins til um 6000 slík hjól í
heiminum.
Sýningin sem opnuð verður
annað kvöld er frábrugðin því sem
Vélhjólafjelag gamlingja hefur áð-
ur gert til að sýna hjólin. Reynt
hefur verið að hafa hjólin til sýnis
á Árbæjarsafni einhvern dag sum-
ars. Eins og segir á vef Sniglanna
er Vélhjólafjelag gamlingja svo
gamaldags að það er ekki með sína
eigin vefsíðu og er vel hægt að af-
saka það.
Gamlingjar á ferðinni
Sem fyrr segir er þetta enginn
unglingaklúbbur og eiga fé-
lagsmenn það sammerkt að vera
með ólæknandi og óbilandi vél-
hjóladellu. Svo svæsna að þeir leita
út fyrir landsteinana til að finna
hjól sem uppfylla skilyrði alvöru
gamlingjahjóla. Því leggja félagar
sig fram við að ná í einstök eintök,
endursmíða eða gera þau upp. En
þeir láta ekki þar við sitja því hjól-
in eru notuð. Einkunnarorð Vélhjó-
lafjelags gamlingja eru „Gamling-
inn skoðar steininn“, því í þessu
félagi er hraðinn ekki aðalmálið
heldur er ekið hægt í ferðum um
landið til að hægt sé að skoða það
og njóta í leiðinni.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Ámorgun 31. október gefur Íslandspóstur út jólafrímerkin
2013 og frímerkjaröð tileinkaða íslenskri myndlist auk
frímerkis til að minnast 100 ára afmælis Morgunblaðsins.
Jólaprýði Póstsins 2013 er tileinkuð þremur kirkjum.
Myndefni jólafrímerkjanna er fengið úr steindum glugga
yfir dyrum Hallgrímskirkju eftir Leif Breiðfjörð. Svonefndur
AR-kóði er byggður inn í jólafrímerkin. Með því að hlaða
niður sepac stamps-appinu í snjallsíma eða spjaldtölvu
má skoða gluggann í heild sinni og Hallgrímskirkju frá
ýmsum sjónarhornum og jafnframt njóta orgelleiks
Harðar Áskelssonar.
Fyrstadagsumslög fást stimpluð á
pósthúsum um land allt. Einnig er
hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni.
Sími: 580 1050 Fax: 580 1059
Netfang: stamps@stamps.is
Heimasíða: www.stamps.is
Safnaðu litlum listaverkum
Ýmiss konar söfn eru til hér á
landi þar sem varðveitt eru
farartæki fyrri tíma. Ber þá
einna helst að nefna Sam-
gönguminjasafnið í Ystafelli í
Þingeyjarsveit. Þar eru hvers
konar farartæki varðveitt og
vandlega gerð upp. Hjónin Ing-
ólfur Lars Kristjánsson og
Kristbjörg Jónsdóttir opnuðu
safnið við heimili sitt árið
1998 og hefur Sverrir
Ingólfsson, sonur þeirra
rekið það síðastliðinn
áratug. Annað safn á
svipuðum slóðum er
Mótorhjólasafn Ís-
lands á Akureyri.
Það var stofnað til
minningar um vél-
hjólakappann Heið-
ar Þ. Jóhannsson
eða Heidda eins og
hann var kallaður.
Gull á hjólum
vel varðveitt
GÖMUL FARARTÆKI
Öllum börnum í leikskólum Reykja-
víkur fæddum árið 2008 er boðið í
Borgarleikhúsið í þessari viku þar
sem þeim er kynnt undraveröld leik-
hússins. Þau hafa fengið innsýn í
starfsemi leikhúss og fylgjast með
starfsmanninum Lalla, sem er upp-
tekinn við að leita að flugdreka fyrir
næstu sýningu á Mary Poppins, en
tekur þeim opnum örmum og veitir
þeim innsýn í störf leikhússins og
undirbúning leiksýningar. Þá skjóta
Skoppa og Skrítla upp kollinum auk
þess sem leikararnir Álfrún Helga
Örnólfsdóttir og Björn Stefánsson
kynna list leikarans fyrir börnunum,
bregða sér í ýmis gervi og fá börnin
til að aðstoða sig við að spinna leik-
rit. Börnin skoða hvað býr að tjalda-
baki og ýmsir galdrar leikhússins eru
afhjúpaðir, hvernig sviðið snýst,
hvernig snjóar, hvernig er flogið,
hvernig röddum er breytt og ótal
margt fleira. Í gær var mikið fjör.
Borgarleikhúsið býður leikskólabörnum til sín
Morgunblaðið/Golli
Spennandi Hún leyndi sér ekki gleði barnanna sem sátu agndofa í salnum.
Gaman að
heimsækja
leikhúsið
Leikur Álfrún Örnólfsdóttir og Björn
Stefánsson kynntu list leikarans.