Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út- hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vilt þú létta á líkamanum? Weleda Birkisafinn hjálpar! Tvöhundruð titlar eru á bókauppboði Antikvariat sem hafið er á vefnum Upp- bod.is í samvinnu við Gallerí Fold. Er þetta viðamesta uppboð sem þessir sam- starfsaðilar hafa staðið að en því lýkur 24. nóvember næstkomandi. Elsta og fágætasta bókin kom út árið 1695 og er skrifuð af Árna Magnússyni handritasafnara, Incerti Auctoris. Chro- nica Danorum, & præcipuè Sialandiæ … Ber bókin bókmerki Eyvinds Finsens en hún er metin á 350.000 kr. Meðal annarra bóka má nefna gott úr- val rímna sem sjaldan rekur á fjörur bókamanna; hina sjaldgæfu Kvæði I „ept- ir Benedict Gröndal“; Nokkrir smákveð- língar eftir Sigurð Breiðfjörð, og Kvæði, fyrstu ljóðabók Snorra Hjartarsonar. Þá má einnig nefna Blóð og vín eftir Vilhjálm frá Skáholti. Fágæti Árna Magnússonar boðið upp Titilsíða bók Árna Magn- ússonar frá árinu 1695. Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, er á flugskeiði um þessar mundir; á kvikmyndahátíðinni í Lübeck nú í vikulokin verður hún bæði opn- unarmynd og tekur þátt í aðalkeppni hátíðarinnar. Þetta er eina kvikmyndahátíðin sem helguð er kvikmyndum frá Norðurlöndum, Eystrasalts- löndum og Þýskalandi. Aðrar íslenskar myndir sem verða sýndar eru Málmhaus eftir Ragnar Bragason, Falskur fugl eftir Þór Ómar Jónsson og stutt- myndin Hvalfjörður, barnamyndin Heilabrotinn, og heimildarmyndirnar Hrafnhildur, Aska og Hvellur. Kvikmyndahátíðin í Lübeck hefur verið haldin frá árinu 1956 og er með langlífustu hátíðum sinnar tegundar. Auk hinna hefðbundnu keppnismynda er sérstök dagskrá helguð myndum fyrir börn og ungmenni og einnig er rýnt í framlag valinna persóna í kvikmyndasög- unni. Meðal leikstjóra sem hafa fyrst vakið athygli í Lübeck má nefna Bille August, Lasse Hallström, Aki Kaurismäki og Friðrik Þór Friðriksson. Íslenskar kvikmyndir keppa í Lübeck Keppir Hross í oss er víða sýnd á hátíðum. Sýning á ljósmyndum eftir Jóhann Ágúst Han- sen opnar á Mokka kaffi við Skólavörðustíg í dag, miðvikudag, kl. 17. Þar gefur að líta röð af myndum sem teknar voru á tónleikum Syk- urmolanna á Hótel Íslandi í mars 1988. Tónleikana kölluðu Sykurmolarnir „Dýrðin kvödd“ og vísaði heitið til þess að skemmti- krafturinn og klæðskiptinginn sem þekktur var sem Divine hafði látist tveimur vikum fyrr. Tónleikarnir hófust á dragsýningu þar sem framkoma Sigtryggs Baldurssonar vakti athygli. Auk Sykurmolanna komu Bleiku bastarnir og Sogblettir fram. Myndröð Jóhanns af Sykurmolunum Björk Ein myndanna sem Jó- hann Á. Hansen tók árið 1988. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Hann nefnist ný nóvella eftir Börk Gunnarsson sem Bókafélagið sendir frá sér um miðjan næsta mánuð. Bókin fjallar um „fjölskylduföður sem þrælar frá morgni til miðnættis en finnst hann ekki vera í nógu góð- um tilfinningalegum tengslum við konu sína og dóttur. Eiginkonan er full kappsöm við framhjáhaldið og dóttirin lítur frekar á hann sem stórt seðlaveski. Hann ákveður að bæta úr þessu með það að mark- miði að fjölskyldan geti verið sam- einuð og hamingjusöm. En þau skref sem hann tekur hafa óvæntar afleiðingar.“ Nætur(b)rölt nefnist fyrsta bók Sigrúnar Guðmundsdóttur. Bókin samanstendur af örsögum og hug- renningum sem saman mynda eina sögu. Lesendur fylgja „sögupersón- unni á flakki um borgina og á milli hugarheima ólíkra persóna sem á ákveðinn hátt tengjast. Sagan á sér stað yfir eina nótt en tíminn er þó afstæður,“ segir m.a. í tilkynningu frá bókaútgáfunni. Stuðbók Sveppa nefnist ný bók eftir Sverri Þór Sverrisson. „Hér eru uppáhaldsleikir Sveppa, hug- myndir að alls kyns tómstundum og dægradvöl. Frjótt hugmyndaflug Sveppa nýtur sín til fulls í þessari bók.“ Rússnesk örlög hjá Ayan Rand Af öðrum skáldverkum sem væntanleg eru fyrir jólin frá Bóka- félaginu má nefna Kíra Argúnova eftir Ayn Rand. „Kíra Argúnova er saga um örlög á umrótstímum þar sem lífið sjálft er að veði. Raunsönn lýsing á rússneskum örlögum. Ayn Rand er einn vinsælasti skáld- sagnahöfundur allra tíma, en alls hafa selst 30 milljónir eintaka af bókum hennar um heim allan. Þessi saga kemst að sögn Rands næst því allra verka hennar að vera sjálfs- ævisöguleg,“ segir í tilkynningu, en þar kemur fram að Ásgeir Jóhann- esson, heimspekingur og lögfræð- ingur, skrifar eftirmála um Rand, ævi hennar og verk. Hann er væntanlegur Sverrir Þór Sverrisson Börkur Gunnarsson  Ný bók frá Sveppa á útgáfu- lista Bókafélagsins Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Verkið er fyndið í sjálfu sér, en við erum ekkert að reyna að gera út á það. Þarna er bæði grín og alvara,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Hún leikur annað tveggja hlutverka í leikritinu Pollock? eftir Stephen Sachs í leikstjórn Hilmis Snæs Guðnasonar sem frumsýnt verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Ólafía Hrönn fer með hlutverk Maude Gutman. „Þetta er fimmtug kona sem hefur búið í hjólhýsi í 33 ár. Hún hefur átt frekar leiðinlegt líf, þó hún sé alveg brött. Hún er mjög hrein og bein – og með munn- inn fyrir neðan nefið,“ segir Ólafía Hrönn, en þegar leikritið hefst hef- ur Maude keypt risastórt málverk til að stríða vinkonu sinni, en sú vill ekkert hafa með það að gera. Þegar grunur vaknar um að verkið geti verið eftir sjálfan Jackson Pollock birtist Lionel Percy, leikinn af Pálma Gestssyni, í hjólhýsinu til að meta hvort verkið sé ekta. Í fram- haldinu spinnast miklar umræður um listina, lífið, hvað sé ekta og hvað svikið. Að sögn Ólafíu Hrannar byggir leikritið á sannsögulegum atburð- um, sem m.a. er fjallað um í heimildarmyndinni Who the #$&% is Jackson Pollock? frá árinu 2006. Spurð hvort Teri Horton, sem Maude í leikritinu byggir á, hafi ver- ið sér fyrirmynd svarar Ólafía Hrönn því neitandi, „Við horfðum á myndina mjög snemma á æf- ingaferlinu, en síðan hef ég bless- unarlega gleymt mestu um hana og nálgast hlutverkið á mínum eigin forsendum.“ Málar sjálf í frístundum Spurð um samstarfið við leikstjór- ann ber hún Hilmi Snæ vel söguna. „Við höfum þekkst lengi, en hann leikstýrði mér fyrst í fyrra í djass- prógrammi sem ég var með í Þjóð- leikhúskjallaranum sem hét Ástin. Það er afskaplega ljúft að vinna með honum. Hann er skynsamur og ró- legur leikstjóri,“ segir Ólafía Hrönn og tekur fram að Hilmir Snær tali leikaramál enda sjálfur leik- aramenntaður. „Hann talar t.d. um orku og hvers konar blæbrigði eigi að vera á leiknum. Einnig spáir hann mikið í það hversu nálægt við leikararnir tökum persónur okkar.“ Aðspurð segist Ólafía Hrönn sjálf hafa mikinn áhuga á myndlist og hefur frá unglingsaldri málað í frí- stundum. „Hefði ég ekki orðið leik- kona var draumurinn að verða myndlistarmaður, gullsmiður eða sálfræðingur,“ segir Ólafía Hrönn sem sýndi málverk sín seinast á samsýningu í Biskupstungum í fyrra. „Undanfarið hef ég verið að mála fiskikonu, þ.e. fisk sem er kona,“ segir Ólafía Hrönn og bendir á að myndir hennar séu yfirleitt mannhæðarháar og jafnvel hærri. Spurð hvort hún heillist af mál- verkum Pollock svarar Ólafía Hrönn því játandi. „Mér finnst verkin hans alveg meiri háttar. Hann var nátt- úrlega rosalega spes málari og skrautlegur karakter, sem eykur eðlilega áhuga almennings.“ Ljósmynd/Eddi Rökræður Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Pálmi Gestsson fara með hlutverk málverkaeigandans og listfræðingsins. „Hún er með munninn fyrir neðan nefið“  Þjóðleikhúsið frumsýnir Pollock? í Kassanum í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.