Morgunblaðið - 30.10.2013, Page 12

Morgunblaðið - 30.10.2013, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fjármálaráðuneytið og Umhverf- isstofnun telja ekki að landeigendur við Geysi, aðrir en ríkið, geti ein- hliða ákveðið að taka gjald fyrir að- gang að svæðinu. Fjármálaráðu- neytið bendir á að aðgangur almennings, þ.m.t. nauðsyn- legur aðgangur að séreign rík- isins á Geysis- svæðinu hafi ver- ið venjuhelgaður og án gjaldtöku um margra ára- tuga skeið. „Ákvörðun um að sá aðgangur verði með ein- hverjum hætti takmarkaður, hvort sem er með gjaldtöku eða öðrum hætti, verður ekki að mati ríkisins tekin einhliða af öðrum landeig- endum á svæðinu,“ segir í skriflegu svari frá ráðuneytinu. Landeigendafélag Geysis ehf. til- kynnti á sunnudag að það hygðist hefja gjaldtöku við Geysi á næsta ári. Sú ákvörðun hefur verið harð- lega gagnrýnd af Samtökum ferða- þjónustunnar og ráðherra ferðamála er ekki ýkja hrifinn, eins og lesa má í viðtali við hana hér til hliðar. Eiga 25,3% af sameign Fjármálaráðuneytið fer með eign- arhlut ríkisins á svæðinu. Í svari frá ráðuneytinu kemur fram að ríkið eigi um 23 þúsund fermetra í „hjarta hverasvæðisins“ við Geysi. Þetta svæði sé að fullu og öllu í eigu ríkisins og sé ekki hluti af eignum Landeigendafélags Geysis. „Innan þessa svæðis eru flestar þær nátt- úruperlur sem gefa svæðinu gildi og aðdráttarafl eins og Geysir, Strokk- ur og Blesi,“ segir í svarinu. Svæðið umhverfis séreign rík- isins, sem markist af girðingu um- hverfis svæðið, sé hins vegar í sam- eign ríkisins og Landeigendafélags Geysis sem ríkið er ekki aðili að. Fyrir utan land ríkisins í séreign sé eignarhlutur ríkisins í sameign- arsvæði hverasvæðisins 25,3%. Sigrún Ágústsdóttir, lögfræð- ingur og sviðsstjóri hjá Umhverf- isstofnun, segir að gjaldtaka geti ekki hafist á svæðinu nema sam- staða sé um hana meðal landeig- enda. Við bætist að þótt Geysis- svæðið sé ekki friðlýst, hafi náttúruverndarráði á sínum tíma verið falin umsjón með svæðinu. Umhverfisstofnun hafi tekið við hlutverki náttúruverndarráðs og sé því rekstraraðili að Geysissvæðinu, í skilningi 32. greinar náttúrvernd- arlaga. Þar segir að Umhverfis- stofnun eða sá aðili sem falinn hafi verið rekstur náttúruverndarsvæðis geti ákveðið gjald fyrir veitta þjón- ustu. Hann geti ennfremur ákveðið gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafi orðið af völdum ferða- manna eða hætta sé á slíkum spjöll- um. Sigrún segir að í ljósi ágangs á Geysissvæðinu sé forsenda fyrir gjaldtöku, en hún geti ekki hafist án samkomulags á milli eigenda. Einnig verði að hafa í huga að ákvæði um frjálsa för almennings um landið séu rótgróin og að skýrar heimildir verði að vera fyrir tak- mörkunum á umferð um land. Ákveði einhver að fara inn á Geysis- svæðið, án þess að greiða gjald til Landeigendafélagsins, sé engin heimild til að refsa viðkomandi, s.s. með því að greiða sekt. Það væri með öðrum refislaust að neita að borga. „Við höfum ekki velt því fyrir okkur hvernig við munum bregðast við gjaldtöku. Það er miklu betra að aðilar tali saman og nái sam- komulagi,“ segir Sigrún. Náttúrupassa fylgja lög Landeigendur Kersins byrjuðu að taka gjald af gestum í sumar og landeigendur Reykjahlíðar hafa sagt að þeir ætli að hefja gjald- töku við Dettifoss á næsta ári. Sigrún segir að aðstæður á þessum stöðum sé nokkuð aðrar en við Geysi. Það helgist einkum af tvennu; annars veg- ar af því hvernig Geysissvæðið skiptist á milli ríkis og einkaaðila og hins veg- ar að því að nátt- úruverndarráði hafi verið falin umsjón með svæðinu. Gjaldtaka verði ekki ákveðin einhliða  Fjármálaráðuneytið bendir á að aðgangur að helstu perlum Geysissvæðisins sé venjuhelgaður og hafi verið án gjaldtöku um áratuga skeið  Ekki refsað fyrir að borga ekki  Hvatt til samkomulags Geysissvæðið í eigu ríkis og einkaaðila Loftmyndir ehf. Geysir Blesi Strokkur Land alfarið í eigu ríkissjóðs 23.046 m2 Sameign ríkis og einkaaðila 176.952 m2 Þjónustumiðstöð Hótel Geysir Vinsæll Ferðamenn við Strokk á páskadag 2013. Svæðið er sívinsælt. Talið er að efnið sem fimm manns, fjórir tollverðir og rannsóknarlög- reglumaður, komust í snertingu við á Keflavíkurflugvelli í gær hafi ver- ið amfetamínbasi. Efnið var í flösku sem erlendur ríkisborgari hafði í farangri sínum. Atvikið átti sér stað laust fyrir kl. 13 í gær þegar tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar voru að tollskoða erlendan karlmann sem var að koma til landsins og beindist grun- ur þeirra að áfengisflösku í fórum mannsins. Þegar færa átti viðkomandi í leit- arklefa greip hann flöskuna og grýtti henni í gólfið í leitarsalnum þannig að hún brotnaði. Jafnskjótt gaus upp mjög sterk lykt og fundu starfsmenn fyrir ertingu í öndunar- færum. Þess vegna voru þeir fluttir á bráðadeild Landspítala í Fossvogi með eitrunareinkenni, uppköst, höf- uðverk, svima og verki. Talið var líklegt að þeir fengju að fara heim í gær, þar sem flest benti til minniháttar einkenna. Maðurinn sem braut flöskuna var handtekinn og er nú í haldi lögregl- unnar á Suðurnesjum. Eiturefnadeild flugvallarþjónustu Keflavíkurflugvallar var kölluð til og var efnið hreinsað upp og svæð- inu lokað. Sýni var tekið úr innihaldi flösk- unnar og því komið til Rannsókn- arstofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði til efnagreiningar en niðurstaða þeirrar rannsóknar ligg- ur enn ekki fyrir. Úr fljótandi amfetamínbasa er hægt að búa til amfetamín en mikil sprengi- og eldhætta fylgir fram- leiðslu efnisins. Flugstöð Grunur tollvarða beindist að áfengisflösku í fórum mannsins. Grýtti flösku af am- fetamínbasa í gólfið  Voru fluttir á bráðadeild til skoðunar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, seg- ist vilja að Landeigendafélag Geysis ehf. falli frá gjaldtöku á svæðinu. „Ég leyfi mér að vona að við getum sest niður með þeim eins og með öðrum land- eigendum sem við ætlum að ræða við um náttúrupassa,“ seg- ir hún. Hún vonist til að sem flestir landeigendur, þ.m.t. þeir sem eiga land á Geysissvæðinu með ríkinu, komi að því að út- færa hugmyndir um náttúrupassa vegna þess að það sé þeirra hagur. Markmið ráðuneytisins sé að útfæra náttúrupass- ann þannig að hann henti öllum, landeigendum, sveitarfélögum og öðrum hagsmuna- aðilum, segir Ragn- heiður Elín. Hætti við gjald NÁI SAMKOMULAGI Ragnheiður Elín Árnadóttir raestivorur.is Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700 Við erum grænni og elskum að þjónusta Rétt magn af hreinlætisvörum sparar pening – láttu okkur sjá um það Hafðu samband og fáðu tilboð Morgunblaðið/Kristinn Sigrún Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.