Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Lyftu þér upp! • SÍ A • 11 18 96 Stofnanir Skólar Heimili Fyrirtæki Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Aðgengi fyrir alla. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Kannaðu vel verð og gæði áður en þú festir kaup á nýjum hlutum. Fólk mun meta hreinskilni þína ef hún er vel fram sett. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér finnst ábyrgð þín svo yfirþyrm- andi að það dregur úr sjálfstrausti þínu og framkvæmdagleði. Röng áhrif láta þig framkvæma hluti ólíka þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú verður sjálf/ur að tryggja ör- yggi þitt því það gerir enginn fyrir þig. Vertu fús til að vinna verkið upp á nýtt aftur og aftur þar til það er fullkomnað. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt aðrir séu ekki á sama máli og þú er ástæðulaust að fara í fýlu. Reyndu að finna flöt á samkomulagsleið og fá fólk til að ganga hana. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að láta til þín taka í vinnunni í dag. Notaðu tækifærið til að koma hugmyndum þínum á framfæri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Oft geta annarra orð valdið hug- arfarsbreytingu hjá manni sjálfum. Skoð- aðu hug þinn vandlega og gerðu svo það sem hann segir þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að eigingirnin nái ekki um of tökum á þér því það eru fleiri en þú sem eiga hrósið skilið. Líklegt er að þú munir ekki sjá eftir því. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þráir að ná yfirburðum. Stundum kemur í ljós að hlutirnir eru allt aðrir en á yfirborðinu. Vilji er allt sem þarf og því spurning hvað þú vilt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dagurinn hentar vel til að grafa upp gömul leyndarmál. Láttu aðra um að leysa sín mál og sinnt þú þínum eigin. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gerðu áætlanir tengdar heimili, vinnu eða heilsu í dag. Þú ert einstaklega sterk/ur þessa daga og tekst þar af leið- andi einmitt þetta. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Skipuleggðu tíma þinn svo að þú komir sem mestu í verk á sem skemmstum tíma. En gættu þess að ganga ekki of langt í tilburðum þínum til að vekja athygli annarra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fjárhagsaðstæður sem hafa dregið þig niður lagast umtalsvert. Reyndu að koma skipulagi á líf þitt og nýta tímann vel. Jón Guðjónsson, fyrrverandihreppstjóri sem fæddur er 1926, hafði samband við umsjón- armann vegna vísunnar þjóð- kunnu: Afi minn fór á honum Rauð eitthvað suðrá bæi sækja bæði sykur og brauð sitt af hvoru tagi. Hann rifjar upp að amma sín Ingibjörg Guðlaugsdóttir (f. 1855, d. 1936) sem hann man vel eftir hafi alltaf átt eitthvað fyrir sig að bjóða gestum, bæði kaffi og sykur. „Hún hafði orðtak yfir kaffi og kaffibætinn, sem þá var kallaður rót. Það var sitt af hvoru tagi. Ég hef alltaf skilið þessa vísu þannig að sitt af hvoru tagi hafi verið rótin og kaffið. Enda ef við hugsum vísuna, þá þurfti ekki að skýra að það væri sín sortin, sykurinn og brauðið.“ Hann rifjar upp að Exportið eða kaffibætirinn hafi verið í sí- valningum, nokkuð löngum bréf- um, en líka í löngum blikkboxum. Hann hafi verið settur út í til að fá meiri styrkleika og dekkri lit á kaffið. „Ég man að kaffibætirinn var kallaður rót og stundum var sagt að maður heyrði, að það þætti ekki gott kaffi, rótarkaffið. Ég held það fáist kaffibætir enn í búðum.“ Helgi Seljan sendi Vísnahorn- inu góða kveðju, eins og hans var von og vísa: „Sigurður Jónsson tannlæknir fór í kaffi með Sundhallarflokknum og á leiðinni kom þetta: Í kaffi vill Flokkurinn fá mig, fæ ég þar jafnvel að tjá mig. Stundum er fámennt, en fjandi er góðmennt, þegar ég sjálfur læt sjá mig. Svo var rætt um það að banna lóðin á Litla-Hrauni og þá datt mér þetta í hug: Hún Magga Frí er djörf sem dæmin sanna og dæmalaust er konan alltaf snjöll. Á Litla Hrauni lóðarí skal banna, því lóðaríið skapar vöðvatröll.“ Ester kom við sögu í Vísna- horninu í liðinni viku í limru Pét- urs Stefánssonar: Dreymir mig oftsinnis Ester, einkum er kvöldsólin sest er; að röltum við bæði í rúmið í næði og byrjum á því sem að best er. Björn Ingólfsson prjónar við það: Ég vorkenni aumingja Ester sem ástúðleg mjög við sinn gest er og daðrar við hann þennan dáðríka mann en veit ekki enn það sem verst er. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Ester og sitt af hvoru tagi Í klípu ANTON REYNDI AÐ HLUSTA Á SAMVISKU SÍNA - SEM HANN VAR MEÐ Á IPODNUM SÍNUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ÆTLA BARA AÐ SKJÓTAST ÚT Í SJOPPU AÐ KAUPA SÍGARETTUR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að segja skoðun sína, án þess að halda fyrirlestur. GRETTI FINNST GAMAN ÞEGAR ÞÚ KEMUR Í HEIMSÓKN, LÍSA. HVERNIG VEISTU? HANN ER VAKANDI! JÁ, VIÐ ÆTTUM AÐ REISA STYTTU, HENNI TIL HEIÐURS. HVAÐ ER AÐ, HAMLET? MÆJA ÓLAFS ER ENNÞÁ AÐ LEGGJA MIG Í EINELTI! NÚ? HÚN LÆTUR MIG HALDA Á BÓKUNUM SÍNUM Í SKÓLANN. ÞAÐ ER NÚ VARLA SVO SLÆMT? ÉG ÞARF AÐ HALDA Á HENNI LÍKA! Framleiðni í landinu mun hafa snar-fallið í gærmorgun og verið með minnsta móti fram eftir degi. Það sýndu allir helstu virknimælar efna- hagslífsins. Framleiðnihrapið var rakið til þess hvernig Knattspyrnu- samband Íslands stóð að sölu á mið- um á landsleik Íslands og Króatíu 15. nóvember. Ákvörðun KSÍ um að lauma miðunum í sölu um miðja nótt olli slíku uppnámi á vinnustöðum í landinu að um fátt annað var talað. Reyttu menn hár sitt – og skegg ef því var að skipta. Gáfu menn lítið fyr- ir þær skýringar að skipuleggjendur hefðu óttast álagið á söluvefinn yrði of mikið ef látið hefði verið vita hve- nær miðarnir færu í sölu. x x x Þeir sem ætluðu að kaupa sér miðaá völlinn voru ekki mönnum sinn- andi. Þegar reiðin byrjaði að renna af þeim og þeir gátu farið að snúa sér að vinnu var mælirinn fullur hjá þeim, sem engan áhuga höfðu á að fara á leikinn en höfðu þurft að sitja undir ergelsi og formælingum starfsfélaga, sem langaði á leikinn, en sváfu af sér miðasöluna. x x x Víkverji var einn af þeim, semsváfu. Hann las svo á mbl.is að miðarnir væru uppseldir. Hann hafði reyndar hugsað sér að ná í miða á þennan ágæta fótboltaleik, grunaði að margir yrðu um hituna og gerði sér grein fyrir að eftirspurnin yrði slík að ekki væri víst að hann myndi ná í gegn. Hann var tilbúinn að sætta sig við það, en grunaði ekki að hann myndi ekki einu sinni fá tækifæri til að reyna að kaupa miða vegna laumu- spils KSÍ. x x x Víkverji hefur áður lent í því að náekki í miða á landsleik. Þegar Ís- lendingar léku við Þjóðverja fyrir nokkrum árum – og náðu jafntefli – seldist upp áður en Víkverji rankaði við sér. Þá notfærði hann sér að hann átti kunningja í Þýskalandi og nældi sér í miða, sem frátekinn var fyrir stuðningsmenn þýska landsliðsins, og fékk þá senda í hraðpósti. Víkverji á hins vegar enga kunningja í Króatíu. víkverji@mbl.is Víkverji Það er andinn sem lífgar, maðurinn án hans megnar ekkert. Orðin sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf. (Jóhannesarguðspjall 6:63)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.