Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
✝ RögnvaldurSteinsson
fæddist á Hrauni á
Skaga 3. október
1918. Hann and-
aðist á Heilbrigð-
isstofnuninni á
Sauðárkróki 16.
október 2013.
Foreldrar hans
voru hjónin Steinn
Leó Sveinsson út-
vegsbóndi á
Hrauni, f. 17. janúar 1886, d.
27. nóvember 1957, og Guðrún
Sigríður Kristmundsdóttir hús-
freyja, f. 12. október 1892, d.
24. október 1978. Systkini
Rögnvaldar eru Gunnsteinn
Sigurður, f. 10. janúar 1915, d.
19. desember 2000. Guðrún, f.
4. september 1916, d. 7. mars
1999. Svava, f. 17 nóvember
1919, d. 8. desember 2001. Guð-
björg Jónína, f. 30. janúar 1921.
Tryggvina Ingibjörg, f. 7. apríl
1922. Kristmundur, f. 5. janúar
1924, d. 5. apríl 2006. Svan-
fríður, f. 18. október 1926,
Sveinn, f. 8. september 1929,
Ásta, f. 27. nóvember 1930, d.
24. október 2012, Hafsteinn, f.
4) Gunnar, f. 1967, var giftur
Laufeyju Jakobsdóttur, f. 1967.
Þau slitu samvistum. Börn
þeirra eru Jakob Logi, f. 1991,
Sigvaldi Helgi, f. 1995, og
Dagný Erla, f. 2004.
Rögnvaldur ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Hrauni en þar
var stundaður jöfnum höndum
landbúnaður og sjósókn á upp-
vaxtarárum hans, en á Hrauni
átti hann heimili sitt allt til ævi-
loka. Ungur hóf hann að vinna
að búi foreldra sinna og varð
búskapur hans starfsvettvangur
að stærstum hluta utan vet-
urinn 1949 er hann var til sjós
á báti frá Reykjavík. Einnig
stundaði hann grásleppuveiðar
í allmörg ár ásamt öðrum, en
sjómennska og veiðiskapur áttu
ávallt sterk ítök í honum sam-
fara búskaparáhuga. Árið 1958
tóku Rögnvaldur og Guðlaug
við búi á Hrauni sem og veð-
urathugun og vitavörslu allt til
1991 er synir þeirra og tengda-
dóttir tóku að mestu við hefð-
bundnum búskap. Snéri hann
sér þá alfarið að umhirðu æð-
arvarps og dúntekju á jörðinni
og sinnti því af alúð til hinstu
stundar.
Húskveðja verður heima á
Hrauni og hefst hún kl. 12. Út-
för Rögnvaldar fer fram frá
Ketukirkju á Skaga í dag, 30.
október 2013, og hefst athöfnin
kl. 14.
7. maí 1933,
Hrefna, f. 11. maí
1935, d. 19. ágúst
1935.
Rögnvaldur gift-
ist 25. desember
1956 Guðlaugu Jó-
hannsdóttur frá
Sólheimum í Sæ-
mundarhlíð, f. 29.
apríl 1936. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jóhann Ingi-
berg Jóhannesson, bóndi í Sól-
heimum, f. 9. september 1903,
d. 27. maí 1992, og Helga Lilja
Gottskálksdóttir, f. 18. mars
1908, d. 22. júní 1989. Synir
Rögnvaldar og Guðlaugar eru
1) Steinn Leó, f. 1957, giftur
Merete Rabølle, f. 1967. Börn
þeirra eru Herdís Guðlaug, f.
1993, Karen Helga, f. 1995, og
Rögnvaldur Tómas, f. 1997. 2)
Jón, f. 1959, í sambúð með Jó-
fríði Jónsdóttur, f. 1967. Börn
þeirra eru Helga Björg, f. 2002,
og Jón Árni, f. 2005. 3) Jóhann
Eymundur, f. 1962, var giftur
Sigrúnu Mörtu Gunnarsdóttur,
f. 1963. Þau skildu. Er í sambúð
með Þórunni Lindberg, f. 1966.
Vinnudegi er lokið, ég er í
kvöldgöngu þegar síminn hring-
ir. Í símanum er Gunni bróðir.
Hann er staddur á sjúkrahúsinu
á Sauðárkróki. Hann segir mér
að pabbi okkar hafi andast fyrir
skammri stundu. Þó að margt
benti til að hverju stefndi hjá
pabba er eins og maður sé aldrei
fyllilega búinn undir það að fá
svona fréttir.
Pabbi var svo stór hluti af lífi
mínu um áratuga skeið að mér
fannst að þannig yrði það um ald-
ur og ævi og að án hans væri ég
ekki til. Ég hraða mér heim og ek
af stað til Sauðárkróks til fundar
við mömmu og bræður mína sem
bíða við dánarbeð pabba. Á leið-
inni læt ég hugann reika. Merki-
legt hvernig viðhorf mín til pabba
breyttust eftir því sem ég varð
eldri. Barnsárin algjört traust,
pabbi er sterkastur, veit allt og
getur allt, unglingsárin stigvax-
andi efasemdir um fullkomleika
pabba, fullorðinsárin, lærði að
meta hann eins og hann er.
Pabbi er kominn hátt á fer-
tugsaldur þegar hann kynnist
mömmu, stóra vinningnum í lífi
sínu. Saman náðu þau að skapa
einstakt andrúmsloft á heimilinu
og gestir sem bar að garði fengu
að finna að þeir væru svo innilega
velkomnir.
Það sögðu mér veiðimenn sem
komu árum saman til silungs-
veiða að veiðin væri yfirskin, að
erindið væri að njóta samveru-
stundanna og spjallsins við pabba
og mömmu. Ef ég þurfti hér áður
fyrr að segja fólki deili á mér og
sagðist vera sonur Valda og Gillu
á Hrauni þá skynjaði ég oftast
mikla velþóknun. Þess vegna
finnst mér að okkur bræðrum
hafi oft verið leyft að skreyta
okkur með fjöðrum foreldranna á
meðan okkar eigin voru að vaxa.
Pabbi fæddist inn í fastmótaða
hlutverkaskipan kynjanna. Kon-
an sá um börnin og inniverk en
karlar um útiverk og aðdrætti.
Þannig var það að mestu í búskap
pabba. Ég man einu sinni eftir
því að pabbi hrærði handa okkur
skyr. Við bræður brutum þessa
veikburða tilraun hans til mat-
seldar á bak aftur með því að
neita að borða góðgætið.
Það kom hins vegar í hlut
pabba að kenna mér ýmis verk,
eins kenndi hann mér að meta
mörg hin gömlu gildi, svo sem
það að grasið væri ekkert endi-
lega grænna hinum megin við
girðinguna, að orð ættu að standa
og að ekki skyldi eyða meiru en
aflað væri.
Þegar við Fríða sambýliskona
mín vorum að koma okkur upp
þaki yfir höfuðið vantaði okkur
peninga og leituðum á náðir
pabba með lán til að brúa bilið
fram að húsnæðisláni, var það
sjálfsagt mál, þegar fór að nálg-
ast það að við gætum borgað til
baka kom pabbi til mín og sagði.
Nonni minn, við mamma þín höf-
um orðið sammála um það að þið
eigið ekki að borga til baka það
sem við lánuðum ykkur, þú hefur
svo sjaldan leitað til okkar. Pabbi
var alltaf reiðubúinn að styðja við
bakið á okkur þegar á þurfti að
halda.
Ég gæti skrifað mikið meira
um pabba en einhvers staðar
verður að setja punkt. Ef ég væri
spurður að því hvernig maður
pabbi hefði verið yrði svarið eitt-
hvað á þessa leið. Hann var af-
skaplega farsæll maður. Hann
var heiðarlegur, traustur og góð-
ur maður. Hann var Skagamað-
ur, en fyrst og síðast þá var hann
pabbi minn gegnheill Íslending-
ur.
Jón Rögnvaldsson.
„Ertu bara kominn, góði
minn?“ Þannig heilsaði hlýleg
röddin hans pabba í hvert sinn er
ég kom í Hraun eftir að ég
hleypti heimdraganum, örlítið
eins og það kæmi honum
skemmtilega á óvart að ég væri í
rauninni kominn í heimsókn. Já,
hann pabbi kunni leiðir til þess að
láta mann finna svolítið til sín.
Skaginn er í huga margra
heldur óspennandi sveit. Þeir
eiga það líka flestir sameiginlegt
að þekkja hvorki til lands né lýðs.
Hafa aldrei farið um heiðina á
stilltum haustdegi, siglt með
Ketubjörgum á Jónsmessunni
eða vakað vornótt á Hrauni.
Þetta var umhverfið hans pabba
hvar hann fæddist og ól öll sín
níutíu og fimm ár. Hann hvorki
þurfti annað né vildi. Auðvitað
barði og braut hafrótið, útsynn-
ingurinn nauðaði og tófan lámað-
ist, en það gekk hjá. Og þarna
tímgaðist fólk, gott fólk. Ellefu
systkini á Hrauni komust upp og
voru annáluð fyrir dugnað, heið-
arleika og traust. Þetta orð
traust, að rísa undir trausti eru
einhver þau verðmætustu um-
mæli sem nokkur maður fær. Og
það voru einkunnarorð pabba. Að
standa við gefin loforð, vera
traustsins verður. Og ég er ekki
frá því þetta orðspor hafi afkom-
endurnir fengið sem einskonar
vandmeðfarna forgjöf frá for-
eldrum okkar þegar lagt var út í
lífið. Pabbi tók við búi af foreldr-
um sínum á Hrauni meira af
skyldurækni en löngun. Ég ætl-
aði alltaf að verða sjómaður,
sagði hann. Vissulega var hann
ágætur bóndi, en útvegur og
veiðiskapur voru lífsfyllingin
ásamt æðarkollunum. Því upp-
lifði hann drauma sína að hluta til
í gegnum bræður mína á Hrauni
sem halda úti bát, eru útvegs-
bændur eins og Steinn faðir hans.
Mesta gæfan í lífi föður míns
var þegar ung kona framan úr
Skagafirði játaðist honum og
flutti út í Hraun. Aldursmunur-
inn vissulega nokkur og búsetu-
skilyrði gjörólík, en hátt í sextíu
ára hjónaband varð til. Mamma
er enda engin venjuleg mann-
eskja. Gagnkvæm virðing og
væntumþykja einkenndi þeirra
samvistir og skapaði andrúmsloft
sem svo margir þekkja úr gamla
eldhúsinu á Hrauni. Öll þau börn
skyld og óskyld sem bundust
tryggðaböndum eftir sumardval-
ir, veiðimenn og vegfarendur.
Foreldrar mínir voru holdgerv-
ingar hinnar íslensku gestrisni,
jarðbundin og nægjusöm. Það er
á hinn bóginn ekkert launungar-
mál að síðustu árin dró í sundur
þegar aldursmunurinn sagði til
sín og pabbi varð háður mömmu
um daglegt bjargræði. Og þá
kom enn og aftur í ljós æðruleysi
hennar og fórnfýsi.
Í uppvexti mínum átti ég aldr-
ei pabba sem fór í leiki, fótbolta
eða hvað annað sem fyrirmynd-
arfeður gera samkvæmt bókinni.
Hann tengdi mig hinsvegar við
fortíðina af alúð og orðréttum
sögum af körlum, kerlingum, ís-
björnum og óværum. Hefði ég
viljað skipta? Nei og einmitt þess
vegna er ég svo óendanlega glað-
ur að börnin mín skuli muna hann
og ná í skottið á því sama og ég
ólst upp við. Samt var ég uppá-
tektasami sonurinn á tímabili.
Fór ungur til útlanda í skóla, en
fyrir honum var þangað fátt að
sækja og allt vaðandi í glæpa-
mönnum! Og steininn tók úr er
ég fór þvert á vilja hans til blá-
manna í Kenía að halda jól! Þrátt
fyrir tímabundinn skoðanamun
skrifaði enginn mér fallegri bréf
en pabbi og ég ætla að kveðja
með hans eigin orðum þegar
hann í jólabréfinu 1988 sá að úr-
tölur um Keníaferðina hrinu ekki
á strákinn: „Ég óska þér svo
góðrar ferðar og bið Guð að
geyma þig ávallt og alla tíð.“
Þinn
Gunnar (Gunni).
Elsku afi minn. Nú er hlut-
verki þínu hér lokið. Ég er afar
þakklát fyrir allar þær góðu
minningar sem ég á um þig. Þú
hefur ætíð verið skammt undan.
Ef mig vantaði að stríða einhverj-
um var ekki lengi gert að hlaupa
yfir mýrina til ykkar ömmu. Allt-
af var stutt í glottið hjá þér og
maður kom ekki við án þess að þú
skytir einhverju á mann, og hlát-
urinn og flissið fylgdi fast á eftir.
Þau voru ófá skiptin síðustu árin,
að við sátum uppi í stofu og rædd-
um bústörfin og gang lífsins. Þú
fylgdist ávallt með öllu og varst
þess fullviss að þú ættir allar fal-
legustu ærnar sem gengu fram
hjá glugganum þínum. Á vorin
gastu alltaf bent okkur á hitt og
þetta lamb sem hafði villst undan,
var halt eða eitthvað amaði að.
Það var ekki til sá hlutur sem fór
framhjá þér. Þú sagðir líka marg-
ar og skemmtilegar sögur, raul-
aðir oft lög fyrir munni þér og
fórst með vísur fyrir okkur. Ég
man þegar mér var sögð sagan af
því þegar þú hljópst tófuna uppi,
þá slyddaði upp í nefið á mér, eins
og pabbi segir oft. Kollurnar voru
alltaf ofarlega í huga þér og alltaf
varstu brasandi eitthvað kring-
um þær, að smíða hreiðurskjól,
fána, hræður og svo mætti lengi
telja. Ég man þegar ég var lítil og
við systkinin fórum og lögðum
silunganet með þér. Þegar kom
að því að vitja um, þurftum við að
beita öllum okkar sjálfsaga til að
virðast eins róleg og yfirveguð og
þú. Á afmælum stakkstu að okk-
ur peningum og brýndir fyrir
okkur að nota þá ekki í nammi og
vitleysu því það færi bara inn um
annan endann og út um hinn án
þess að gera neinum gott. Já,
elsku afi, nú eru það þessa minn-
ingar sem sitja eftir til að reyna
að fylla gatið sem þú skilur eftir.
Þín verður sárt saknað hér, en
við huggum okkur við að þú sért
nú á góðum stað og fylgist með
okkur öllum þaðan. Þú munt allt-
af búa í hjörtum okkar.
Karen Helga Steinsdóttir,
Hrauni.
Rögnvaldur Steinsson Hrauni
á Skaga er fallinn frá. Rögnvald-
ur eða Valdi eins og hann var
kallaður var nýorðinn 95 ára þeg-
ar hann lést. Valdi var þriðji elst-
ur ellefu systkina sem komust á
legg.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast Hraunsfólkinu
vel, þeim Valda og Gillu , ásamt
strákunum þeirra fjórum að
ógleymdri Guðrúnu ömmu sem
þá naut við. Fimm ára gamall fór
ég fyrst part úr sumri í sveit til
Valda og Gillu en það fór nú svo
að sumrin urðu 9 sem ég dvaldi á
Hrauni. Ég lít á það sem forrétt-
indi að hafa kynnst þessum heið-
urshjónum og upplifað sveitalífið
og sveitastörfin eins og þau voru
unnin á þeim tíma. Þar lærði ég
að elska og virða dýrin og náttúr-
una og upplifa frelsið sem sveita-
lífinu fylgir. Mér verður stundum
hugsað til þess að það hafi ekki
alltaf verið auðvelt að hemja
þennan hóp gríslinga bæði þeirra
eigin börn og annarra sem voru á
Hrauni yfir sumartímann með til-
heyrandi látum og uppátækjum
en þeim hjónum fór það vel úr
hendi.
Alltaf var mjög gestkvæmt á
Hrauni og þegar gesti bar að
garði var ævinlega boðið upp á
kaffi og kökur og það jafnvel blá-
ókunnugu fólki. Valdi hafði af-
skaplega gaman af því að spjalla
við fólk, var forvitinn og spurull
og þess vegna vel að sér í flestum
málum. Hann hafði mjög
ákveðnar skoðanir á hlutunum og
lét stjórnmálaskoðanir sem og
aðrar skoðanir hispurslaust í ljós,
hvort sem mönnum líkaði betur
eða verr. Alltaf var stutt í grínið
hjá Valda og stríðinn var hann
eins og mörg systkina hans.
Þrátt fyrir annríkið hjá
Hraunsbóndanum gaf hann sér
tíma til að sinna okkur krökkun-
um. Er mér minnisstætt að hann
smíðaði fyrir mig forláta riffil úr
harðviði. Hann var þannig gerður
að rauf var fræst eftir endilöngu
hlaupinu en við enda raufarinnar
fyrir ofan gikkinn var ör úr viði
komið fyrir og teygja strengd aft-
ur fyrir örina og þegar tekið var í
gikkinn lyftist nagli upp sem
hleypti örinni af stað, þetta appa-
rat veitti mér ófáar ánægju-
stundir.
Fyrir nokkrum árum lét Valdi
okkur systkinin hafa smálands-
pildu uppi við Hraunvatn þar sem
við byggðum sumarbústað. Höf-
um við systkinin átt þar yndisleg-
ar stundir og ómissandi þáttur
var að fara niður í Hraun og
spjalla við Valda og Gillu. Sökn-
uður fylgir fráfalli þessa mæta
manns og votta ég Gillu, Steina,
Nonna, Jóa og Gunna ásamt eft-
irlifandi systkinum Valda mína
dýpstu samúð.
Sævar Kristmundsson.
Hann Valdi frændi minn og
vinur hefur kvatt þennan heim.
Eftir sitja margar góðar minn-
ingar enda skipaði Valdi fastan
sess í lífi mínu og fjölskyldu
minnar alla tíð.
Samskiptin við Valda voru
margvísleg; hann gisti jafnan á
heimili foreldra minna er hann
var staddur í borginni, systkini
mín voru í sveit á Hrauni fjöl-
mörg sumur og við hin fórum ár-
lega með foreldrum okkar í heim-
sókn til Valda og fjölskyldu.
Mjög gestkvæmt var ávallt á
Hrauni og oft margt fólk þar
statt yfir sumartímann. Valdi gaf
sér þó ávallt tíma til að spjalla við
yngri gestina en margt framandi
fangaði athygli borgarbarns á
Hrauni og því margs að spyrja.
Sveitasíminn, ljósavélin, vitinn,
fjaran og rekinn, veðurstöðin,
æðarvarpið og gamli bærinn, svo
eitthvað sé nefnt. Ekki má
gleyma veiðivötnunum sem Valdi
leyfði okkur að veiða í og kveikti í
raun áhuga minn á veiði, sem enn
er til staðar.
Minnisstæður er morguninn,
er ég var á Hrauni, og Valdi vakti
mig og tjáði mér að við pabbi
værum á leið upp í Aravatn í
veiði, en þangað hafði ég ekki
fyrr komið. Það þurfti bara að
ræsa einu sinni því áhuginn var
mikill. Einnig man ég vel, er ég
var á unglingsaldri og við Valdi
lögðum saman net í sjóinn. Ekki
stóð á árangrinum – fjölmargar
bleikjur og einn lax í bónus.
Er maður fullorðnaðist héld-
ust árlegar ferðir norður á
Skaga. Segja má að samskiptin
við Valda og fjölskyldu hafi náð
nýjum hæðum haustið 2002 er við
stórfjölskyldan fórum þess á leit
við hann að fá skika undir lítið
sumarhús í landi Hrauns. Valdi
tók því vel og hafði strax í huga
ákjósanlegan stað fyrir húsið. Þá
um haustið fórum við Sævar
bróðir ásamt Valda og Jóa að
skoða staðinn sem var við Hraun-
vatn. Húsið, Kiddahús, var reist
vorið eftir og urðu norðurferðir
nú enn tíðari og vinaböndin
treystust enn frekar. Valdi fylgd-
Rögnvaldur
Steinsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 29,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 28. október.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
miðvikudaginn 6. nóvember kl. 13.00.
Ástfríður M. Sigurðardóttir, Jón Gíslason,
Hulda Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
EMIL HJARTARSON
húsgagnasmiður,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
sunnudaginn 27. október.
Sigríður Emilsdóttir, Ragnar Harðarson,
Erla Emilsdóttir,
Guðrún Emilsdóttir, Gunnar Bjarnason,
Bryndís Emilsdóttir, Hjalti Ástbjartsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir og fóstur-
móðir,
JIAN WANG
Glaðheimum 6,
Reykjavík,
lést af slysförum sunnudaginn 20. október.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 1. nóvember kl. 13.00.
Jónas Weicheng Huang,
Alexander Huang,
Soffía Yujing Lin.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
KENNETH JACK LISTER,
Sólheimum 23,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum föstudaginn
27. september síðastliðinn.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Kristín Lister.