Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Fátækir Indverjar kaupa niðurgreidda lauka sem góðgerðafélag dreifði í borginni Kolkata (áður Kalkútta). Verð á laukum hefur hækkað mjög á Indlandi á síðustu mánuðum, sums staðar allt að fjórfaldast. Laukar eru mjög mikilvægir í indverskri matargerð en orðnir svo dýrir að fátækir Ind- verjar hafa ekki lengur efni á þeim. AFP Laukurinn orðinn lúxusvara Þúsundum Sýrlendinga var leyft að flýja frá bæ í nágrenni höfuð- borgarinnar Damaskus í gær eftir að hafa verið innikróaðir þar mán- uðum saman vegna umsáturs stjórnarhers Sýrlands. Mikill mat- vælaskortur er í bænum og óttast var að íbúarnir yrðu hungurmorða fengju þeir ekki að fara þaðan. Fréttaritari breska ríkis- útvarpsins, sem var á staðnum, sagði að svo virtist sem hermenn stjórnarinnar hefðu létt umsátr- inu. Íbúar bæjarins Muadhamiya höfðu verið innikróaðir frá því í mars eftir að uppreisnarmenn náðu honum á sitt vald. Hann er á meðal að minnsta kosti þriggja út- hverfa eða bæja í grennd við Da- maskus sem stjórnarherinn hefur setið um síðustu mánuði. „Borðuðum lauf og gras“ Áður en fólkinu var leyft að forða sér hafði stjórnarherinn sagt að umsátrinu yrði ekki aflétt nema uppreisnarmennirnir gæfust upp, jafnvel þótt það leiddi til hungurs- neyðar. Uppreisnarmenn hafa sak- að stjórnarherinn um að reyna að svelta íbúana til uppgjafar. Ástandið er orðið svo slæmt vegna umsátursins að klerkar múslíma gáfu fyrr í mánuðinum út trúarlegan úrskurð um að íbúarnir mættu neyta katta-, hunda- og asnakjöts til að lifa af. Samkvæmt íslömskum lögum mega múslímar ekki borða þessi dýr nema í neyð. Alþjóðleg hjálparsamtök höfðu mánuðum saman hvatt til þess að umsátrinu yrði aflétt til að hægt yrði að koma fólkinu til bjargar. „Við sáum ekki brauð í níu mán- uði. Við borðuðum lauf og gras,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir konu sem komst frá Muadhamiya í gær. „Við erum öll veik,“ sagði ung stúlka á meðal flóttafólksins. Að sögn fréttaritara BBC eru margir flóttamannanna mjög illa á sig komnir vegna umsátursins. Sveltandi íbúar losnuðu úr umsátri  Höfðu verið innikróaðir mánuðum saman vegna umsáturs Sýrlandshers AFP Flúðu umsátur Nunna og starfsmaður Rauða hálfmánans meðal flóttamanna frá Muadhamiya eftir að þeir fengu að forða sér frá bænum. Mikill matvælaskortur er í bænum vegna umsáturs stjórnarhers Sýrlands frá því í mars. Opið alla virka daga 08:00-17:00 Sendum um allt land -VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is Sérhæfum okkur í gleri og speglum Síðan 1969 Dansari við Bolsjoi-ballettinn í Moskvu segist saklaus af því að hafa staðið fyrir sýruárás á listrænan stjórnanda ballettsins, Sergei Filin. „Ég skil ekki kjarna ákærunnar. Ég játa ekki sekt mína að fullu,“ sagði dansarinn Pavel Dmitrisjenko í dómhúsinu í Moskvu í gær. Árásarmaður skvetti sýru á Filin fyrir utan heimili hans í janúar. Filin fékk alvarleg brunasár, m.a. í andliti og á augum. Lögreglan telur að Dmitrisjenko hafi staðið fyrir árás- inni á Filin. Málið hefur vakið mikla athygli um allan heim og dregið fram í dagsljósið þá miskunnarlausu samkeppni sem er meðal dansara Bolsjoi-ballettsins. Samkvæmt ákærunni bað Dmitr- isjenko atvinnulausan, fyrrverandi fanga, Yury Zarutsky, um að gera sýruárásina. Dansarinn segist þó að- eins hafa beðið Zarutsky að berja Filin. Lögmaður Dmitrisjenkos seg- ir hann því ekki játa árásina eins og hún er sett fram í ákærunni. Dansarinn var beðinn að fara í lyga- mælipróf en hafnaði því. „Ég vil ekki að örlög mín ráðist af niðurstöðu vél- ar,“ sagði hann. Bað um barsmíðar en ekki sýruárás AFP Fyrir rétti Rússneski ballettdansarinn Pavel Dmitrisjenko í dómhúsinu í Moskvu í gær þegar hann kvaðst saklaus af ákæru um sýruárás.  Dansari við Bolsjoi neitar sök Búlgörsk yfirvöld ætla að óska eftir því við Grikki að María, stúlkubarn- ið sem fannst í búðum sígauna í Grikklandi fyrr í mánuðinum, verði framseld til Búlgaríu en blóðfor- eldrar hennar eru búlgarskir. María, sem er fjögurra ára göm- ul, vakti heimsathygli fyrr í mán- uðinum þegar hún fannst á heimili sígaunahjóna í gríska þorpinu Far- sala. DNA-rannsókn leiddi í ljós að hún er ekki dóttir hjónanna eins og þau höfðu haldið fram. Önnur DNA-rannsókn staðfesti að önnur sígaunahjón eru blóðforeldrar stúlkunnar. Þau búa í Búlgaríu en barnið fæddist í Grikklandi þegar þau dvöldu þar um tíma. Móðir stúlkunnar segist hafa neyðst til að gefa hana vegna fátæktar. BÚLGARÍA Blóðforeldrarnir vilja fá Maríu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.