Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bernhöftstorfan er til sölu. Um er að
ræða húseignirnar Bankastræti 2,
Lækjargötu 3 og Amtmannsstíg 1.
Eignirnar verða seldar í einu lagi en
eigandi þeirra er Minjavernd.
„Þegar mest lét má segja að
Minjavernd hafi verið stærsti ein-
staki húsaeigandi í Kvosinni í
Reykjavík. Þegar við áttuðum okkur
á því þótti okkur það vera umhugs-
unarefni,“ segir Þorsteinn Bergsson,
framkvæmdastjóri Minjaverndar.
Hann segir það ekki vera markmið
Minjaverndar að eiga hús heldur að
vinna að húsvernd, varðveislu mann-
virkja og mannvistarleifa hvarvetna
á Íslandi. Engu að síður átti Minja-
vernd töluvert margar húseignir um
tíma.
„Þegar mest lét áttum við senni-
lega nokkurn meirihluta húsa í Að-
alstræti til dæmis,“ segir Þorsteinn.
„Við höfum látið flestar þær hús-
eignir frá okkur. Minjavernd átti
ítök í hótelinu á horni Aðalstrætis og
Túngötu. Ísafoldarhúsið end-
urbyggðum við og áttum um hríð.
Aðalstræti 12 áttum við og Að-
alstræti 10 er undir okkar hendi enn
í dag og við ætlum ekki að selja það
nú. Aðalstræti 2 endurbyggðum við
og áttum um árafjöld áður en við
seldum. Eftir að þeirri sölu lauk hef-
ur sá háttur verið á að við höfum selt
þær eignir sem við höfum end-
urbyggt, samanber Ziemsen-húsið,
Vesturgötu 2a, Sólfell við Ægisgarð,
Vaktarabæinn í Garðastræti og fleiri
húseignir í Grjótaþorpi.“
Sérstaða Bernhöftstorfunnar
Þorsteinn segir að Bernhöfts-
torfan hafi haft sérstöðu í eignasafni
Minjaverndar. Hún sé tengd upphafi
rekstrar félagsins og ekki verið
ákveðið að selja hana fyrr en nú.
„Menn voru lengi tvístígandi en
ákváðu að stíga skrefið til fulls. Með
þessum hætti töldum við að mark-
miðin næðust best,“ sagði Þorsteinn.
Húsin á Bernhöftstorfunni eru öll
í útleigu. Leigusamningarnir eru
mislangir. Þorsteinn segir að leigu-
samningar Minjaverndar hafi verið
til fjögurra til sex ára að hámarki.
Sala eignanna mun ekki hafa áhrif á
leigusamningana og húsin munu
áfram hafa sama yfirbragð.
Húsunum fylgt eftir
„Öll eldri húsin eru friðuð og þeim
verður ekki breytt. Nýju húsin eru
að sönnu ekki friðuð í sjálfu sér, ekki
nema þá hvað yfirbragð snertir í
þessari heildarmynd sem menn hafa
skapað þarna,“ segir Þorsteinn.
Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að
neinar breytingar verði á yfirbragði
húsanna og ekki heldur fyrirsjáan-
legar neinar breytingar á rekstri
sem nú er í þeim.
Þorsteinn vill ekki upplýsa hvaða
verð Minjavernd vill fá fyrir Bern-
höftstorfuna.
„Þetta er dálítið sérstæð eign og
hefur tekist að okkar mati að láta
hana renta sig svona þokkalega.
Hún er nokkuð sérstæð í borginni,“
segir Þorsteinn. Hann segir að
Minjavernd hafi samið um það við
sölu nokkurra húseigna, eins og t.d.
flestra húsanna í Aðalstræti, að
Minjavernd fylgist með húsunum
fyrstu árin eftir sölu. Félagið hefur
bæði sinnt viðhaldi og ráðlagt og lið-
sinnt nýjum eigendum við rekstur
húsanna til að tryggja varðveislu
þeirra. „Að sjálfsögðu ganga þessar
eignir eins og aðrar áfram. Það er
ekkert eilíft,“ segir Þorsteinn.
Hluti af sögu Reykjavíkur
Húsaröðin sem kölluð hefur verið
Bernhöftstorfa er merkur hluti af
sögu Reykjavíkur, segir á heimasíðu
Minjaverndar.
„Elstu húsin, hús bakarísins eða
Bankastræti 2 og hús landfógeta við
Amtmannsstíg 1, voru reist á þeim
tíma þegar Reykjavík var að taka við
hlutverki höfuðborgar á fyrri hluta
19. aldar. Húsunum hefur lítið verið
breytt frá seinni hluta þeirrar aldar.
Elstu húsin eru frá árinu 1832, Bern-
höftshús og Gamla bakaríið, og
Landlæknishús var upphaflega reist
1836. Tvær byggingar í röðinni eru
yngri, reistar árið 1905, það er við-
bygging sunnan við Amtmannsstíg 1
og steinhúsið Gimli, Lækjargötu 3.“
Minjavernd vill selja Bernhöftstorfuna
Húsin eru merkur hluti af sögu
Reykjavíkur og setja svip á bæinn
Morgunblaðið/Golli
Bernhöftstorfan Húsaröðin á Bernhöftstorfunni setur mikinn svip á mið-
borg Reykjavíkur. Nú er Bernhöftstorfan til sölu eins og hún leggur sig.
Söludeild Hringhellu 6 • 221 Hafnarfjörður • Sími 535 2510 • gamar@gamar.is • endurvinnslutunnan.is
m
ag
gi
@
12
og
3.
is
21
.8
51
/0
1.
13
m
ag
gi
@
12
og
3
is
21
85
1/
01
13
Flokkunarílát
til notkunar innan húss
FLOKKUNARBARIR
Eitt hólf 20 l. 2 x 11 l. 3 x 11 l. 1 x 8 l. karfaTvistur (á sleða) Þristur (á sleða)
Fáanlegir í mörgum litum. Mál: 38 x 39/93 cm.
2 x 40 l. á vagni 2 x 90 l. á vagni Ás (á sleða)2 x 60 l. á vagni
2 x 10 l. + karfa. Mál: 25 x 38/35 cm.Mál: 56 x 56/66 cm.Mál: 56 x 56/66 cm.Mál: 38 x 66/66 cm.
Allar upplýsingar
í síma 535 2510
Mál: 31 x 46/36 cm. Mál: 31 x 46/36 cm. Með snerti/pedalopnun. Mál: 26/59 cm. Mál: 25 x 31/44 cm. Mál: 25 x 47/44 cm. Fyrir lífræna söfnun. Mál: 18 x 22/22.
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
Full búð af nýjum vörum
á frábærum verðum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for-
sætisráðherra sat í gær þing Norð-
urlandaráðs og tók þátt í umræðu
um ungt fólk og
samkeppnishæfni
á Norðurlöndun-
um á þingi Norð-
urlandaráðs. Skv.
upplýsingum for-
sætisráðuneytis-
ins kynnti for-
sætisráðherra
formennskuáætl-
un Íslands í Nor-
rænu ráðherra-
nefndinni fyrir
árið 2014 sem ber yfirskriftina
„Gróska og lífskraftur“.
Í ræðu fjallaði Sigmundur um þau
verkefni sem Ísland hyggst setja á
oddinn í formennskutíð sinni, líkt og
norræna lífhagkerfið, norræna spil-
unarlistann og norrænu velferðar-
vaktina, auk þess að leggja aukna
rækt við vestnorrænt samstarf. Þá
mun á formennskuárinu fara fram
endurskoðun á norðurskautsáætlun
Norrænu ráðherranefndarinnar og
starfrækt verður sérstakt norrænt
landamæraráð sem ætlað er að vinna
áfram að afnámi stjórnsýsluhindr-
ana á Norðurlöndunum.
Sammála um að auka samráð
og samstarf um EES
Í gærkvöldi átti Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra, sem
einnig er staddur í Noregi í
tengslum við þingið, fund með Vidar
Helgesen, nýskipuðum ráðherra
Evrópumála og málefna Evrópska
efnahagssvæðisins, EES, í Noregi.
Ráðherrarnir ræddu almennt um
samstarfið innan EES og einstaka
málefni sem bíða úrlausnar. Þeir
voru sammála um að löndin ættu að
auka samráð og samstarf um EES.
EES-samningurinn fæli í sér tæki-
færi en til að nýta þau sem best og þá
möguleika sem ríkin hafa til að hafa
áhrif væri nauðsynlegt að styrkja
samstarf Íslands og Noregs.
Setja fjölmörg
mál á oddinn
Kynnti formennskuáætlun Íslands
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Viðræður Gunnar Bragi Sveinsson
og VidarHelgesen ræddu um EES.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson