Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Það er mikilvægt
að tryggja áhrif sjálf-
stæðisstefnunnar á
stjórn borgarinnar. Í
prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík
16. nóvember næst-
komandi er mikilvæg-
ast að stillt sé upp
öflugum lista sem
hefur burði til vera í
meirihluta á næsta
kjörtímabili. Til að svo megi verða
þarf að nálgast borgarmálin á nýj-
an hátt og taka stöðuna út frá
þeim raunveruleika sem er í borg-
inni í dag. Staðreyndin er sú að í
Reykjavík er margt ágætlega vel
gert og skoðanakannanir sýna að
borgarbúum hugnast það. Á það
verður að hlusta. Það þarf að hafa
pólitískt hugrekki til að vera með
góðum málum og á móti vondum,
sama hvaðan þau koma. Einungis
með því að sýna slíkan heiðarleika
gagnvart borgarbúum er traust-
vekjandi að setja fram þá nauð-
synlegu og réttmætu gagnrýni að
það er vel hægt að stýra borginni
miklu betur.
Borgarstjórn verður
að axla ábyrgð
Gallinn við núverandi meirihluta
er að hann er stefnulaus, með
óskýr markmið og enga forgangs-
röðun. Stefnumótun er færð of
mikið yfir á embættismannakerfið
sem veldur því að reikningurinn
til að láta enda ná saman er alltof
oft sendur borg-
arbúum. Svo oft
reyndar að á kjör-
tímabilinu hafa skatt-
ar og gjöld á með-
alfjölskyldu í
Reykjavík hækkað um
sem nemur matarinn-
kaupum hennar í hálft
ár. Reykvíkingar eiga
þá kröfu að kerfið
hugsi inn á við, for-
gangsraði og minnki
við sig en brúi ekki
fjárhagsgatið með því
að taka af ráðstöfunartekjum
borgarbúa. Stjórnmálamenn eiga
að hafa skýra sýn og markmið, að-
eins þannig geta þeir borið ábyrgð
gagnvart kjósendum. Pólitísk
ábyrgð er það sem skilur stjórn-
málamennina frá embættiskerfinu.
Þessa ábyrgð kýs núverandi borg-
arstjórnarmeirihluti ekki að axla.
Þróun borgarinnar mikil-
vægt hagsmunamál
Þróun Reykjavíkur er gríð-
arlega mikilvægt hagsmunamál til
framtíðar. Það er skynsamlegra að
þétta byggðina en að þenja hana
út til austurs. Síðarnefndi kost-
urinn yrði ákaflega kostn-
aðarsamur fyrir skattgreiðendur
og fjölskyldurnar í borginni. Með
þéttingu byggðar er hægt að
byggja ódýrara húsnæði sem er
mikið hagsmunamál sérstaklega
fyrir ungt fólk. Það er til mikils að
vinna að borgin geti annars vegar
boðið upp á þéttan kjarna með
fjölbreyttari samgöngum fyrir þá
sem það vilja og haldið um leið
hlífiskildi yfir úthverfunum með
öllum sínum kostum fyrir þá sem
það vilja. Þannig verða til alvöru
valkostir um mismunandi búsetu-
form í borginni.
Valfrelsi fyrir borgarbúa
Reykvíkingar eru fjölbreyttir
hópar einstaklinga með ólíka
hagsmuni. Borgin á að hafa alla
burði til að bjóða borgarbúum upp
á valkosti samkvæmt óskum og
þörfum hvers og eins. Það er
nægt rými til að gefa einum svig-
rúm án þess að troða á öðrum,
það eina sem þarf er heildræn sýn
yfir tækifærin. Það er óskandi að
á næsta kjörtímabili verði for-
gangsatriði borgarstjórnar að
leyfa fólki að velja – frekar en að
þvinga það. Slík hugsun þarf að
vera allt frá heildarþróun í skipu-
lagi og mismunandi búsetu- og
samgönguformum yfir í að borg-
arbúar séu ekki þvingaðir til að
niðurgreiða tilgangslitla endur-
vinnslu á pappír og fái sjálfir að
velja hvar þeir setja börnin sín í
skóla og hvernig þeir kjósa að búa
í ellinni. Við eigum að kappkosta
að hugsa þróun borgarinnar með
þarfir og langanir allra borgarbúa
í huga, en ekki einungis afmark-
aðra hópa. Þannig búum við til
borg sem þjónar öllum.
Skýr sjálfstæðisstefna
nauðsynleg
Vandamálið við núverandi meiri-
hluta er ekki að hann er nýr;
vandamálið er að hann hefur ekki
stefnu. Á grunni skýrrar sjálfs-
stæðisstefnu og með nýjum nálg-
unum er allt að vinna í Reykjavík.
Ný nálgun – ný tækifæri
Eftir Hildi
Sverrisdóttur » Vandamál núverandi
meirihluta er að
hann hefur ekki stefnu.
Á grunni skýrrar sjálf-
stæðisstefnu og með
nýjum nálgunum er allt
að vinna í Reykjavík.
Hildur Sverrisdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og fram-
bjóðandi í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík.
Yfirstandandi kjör-
tímabil ætlar að reyn-
ast Reykvíkingum af-
ar dýrt.
Fjármálastjórn Besta
flokksins og Samfylk-
ingar er slök, svo
ekki sé dýpra í árinni
tekið. Þrátt fyrir það
hefur Besti flokk-
urinn sannfært stór-
an hluta borgarbúa
um að fjármál borg-
arinnar séu traust. Og hugsanlega
sjálfan sig í leiðinni. Þeir virðast
farnir að trúa eigin leikriti sé tekið
mið af tali Jóns Gnarr um að fjár-
málastjórn Besta „einkennist af
ábyrgð, aðhaldi og stefnufestu“.
Þessir frasar reynast hins vegar
innantómir þegar tölurnar eru
skoðaðar.
Sautján milljarðar. Sú er hækk-
unin á vaxtaberandi skuldum
Reykjavíkurborgar á fyrsta kjör-
tímabili Besta flokksins. Þegar
þeir tóku við skuldaði A-hluti
borgarinnar 5 milljarða. Áætlunin
sem var rædd í borgarstjórn í gær
gerir ráð fyrir að vaxtaberandi
skuldir borgarinnar í lok næsta árs
verði 22 milljarðar. Hér er átt við
vaxtaberandi skuldir að frádregnu
reiðufé borgarinnar. Viðbót-
arskuldir á kjörtímabilinu hljóða
upp á 350 þúsund krónur á hverja
einustu fjölskyldu í Reykjavík.
Þetta er útfært með því að ganga
stöðugt á reiðufé borgarinnar
ásamt því að bæta á skuldafjallið.
Mínus tíu milljarðar. Þetta er
áætlun meirihlutans í borginni um
rekstur grunnþjónustu borg-
arinnar á næsta ári. Það á að
sækja sjötíu milljarða í skatttekjur
frá borgarbúum og það á að eyða
áttatíu milljörðum til málaflokka
borgarinnar. Hér er eytt um efni
fram svo um munar. Reksturinn
hefur verið í ólagi frá hruni, en nú
er svo komið að þeim sem til
þekkja líst orðið ekkert á blikuna.
Aldrei í sögu Reykjavíkurborgar
hefur verið lögð fram áætlun með
þvílíku gapi milli skatttekna og út-
gjalda til grunnþjónustu. Hér hefði
þurft að setja í gang yfirgrips-
mikla vinnu til að stemma stigu við
þessari óheillaþróun.
Hagræðing er hins
vegar orð sem virðist
ekki eiga upp á pall-
borðið hjá Besta
flokknum og Samfylk-
ingu.
Stefna um stefnu-
leysi er grundvall-
arvandamál fjár-
málavanda
borgarinnar. Stefnu-
leysið felur í sér hirðu-
leysi í fjármálum sem
skilar sér í halla-
rekstri Aðalsjóðs og mikilli skulda-
aukningu. Samtímis óheillaþróun-
inni sem talin er upp hér að ofan
hafa skattar og álögur á borgarbúa
hækkað jafnt og þétt. Meðalfjöl-
skylda í Reykjavík mun á næsta
ári greiða rúmlega 440 þúsund
krónum meira í skatta og gjöld á
hverju ári til Reykjavíkurborgar
en hún gerði í upphafi yfirstand-
andi kjörtímabils. Útsvar er full-
nýtt og gjaldskrár hækka umfram
spár um verðlagshækkanir.
Árferðið sem við búum við í dag
er ekki auðvelt. Þetta vita allir
sem búa í Reykjavík. Fjár-
málastjórn Reykjavíkur er því ekki
auðvelt verkefni. Það fellur greini-
lega ekki vel að því að spranga um
í Star Wars búningi eða slíta vina-
sambandi við Moskvuborg. Verk-
efnið krefst einbeitingar og mik-
illar vinnu allra sem koma að
rekstri borgarinnar. Þetta vita
æðstu embættismenn borgarinnar.
Þeir vita þetta mæta vel. Það er
bara ekki þeirra verkefni að sjá
um að rekstur borgarinnar sé í
lagi. Það verkefni er í höndum
borgarstjóra og meirihluta borg-
arstjórnar.
Hirðuleysi í rekstri
Eftir Þorbjörgu
Helgu Vigfúsdóttur
» Aldrei í sögu Reykja-
víkurborgar hefur
verið lögð fram áætlun
með þvílíku gapi milli
skatttekna og útgjalda
til grunnþjónustu.
Höfundur er borgarfulltrúi og fram-
bjóðandi í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík.
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver
Lágkolvetnabrauð
Kolvetnasnautt & prótínríkt
Lágkolvetnabrauð er
sérlega bragðgott og
skemmtileg viðbót í
brauðaúrvalið okkar.
KOMDU OG
SMAKKAÐU
Í síðustu viku sótti
ég afar fróðlegt
fræðsluþing Vitund-
arvakningar í Hvols-
skóla á Hvolsvelli. Stór
hluti af minni vinnu
sem sveitarstjóri felst í
fundarsetu. Fundirnir
eru að vonum misjafn-
lega skilvirkir og fróð-
legir. Þetta þing var
dæmi um góða und-
antekningu og er eft-
irminnilegt fyrir þær sakir hversu
fróðlegt það var. Við veltum allt of
sjaldan fyrir okkur afleiðingum of-
beldis, skuggahliðum þess og áhrif-
um á einstaklingana allt lífið. Of-
beldið leiðir oft til þess að unga
fólkið flosnar upp úr námi, leggst í
neyslu fíkniefna og lendir í fé-
lagslegum vandræðum. Sem betur
fer eru þó til dæmi þess að hægt er
að hjálpa börnum sem upplifað hafa
hræðilega hluti í bernsku og þeim
tekst að lifa góðu lífi.
Verkefni Vitundarvakningar hófst
árið 2012. Hlutverk Vitundarvakn-
ingar er að: „kortleggja, samhæfa og
stuðla að umfangsmiklu forvarn-
arstarfi í málaflokknum í samstarfi
við viðkomandi aðila, huga að rann-
sóknum varðandi ofbeldi gegn börn-
um og stuðla að aukinni samfélags-
vitund um málaflokkinn. Fræðsla og
forvarnir beinast fyrst og fremst að
börnum, fólki sem vinnur með börn-
um, réttarvörslukerfinu sem og al-
menningi.“ Afar vel var staðið að
þessu fræðsluþingi og vert að hrósa
sérstaklega því fólki sem stóð að
þinginu og þeirri alvöru sem fólgin
var í fræðslunni. Það er til mikillar
fyrirmyndar að mennta- og menn-
ingarmálaráðherra,
lögreglustjórinn á höf-
uðborgarsvæðinu og yf-
irlögregluþjónninn á
Hvolsvelli skulu hafa
tekið þátt í þinginu.
Flutt voru framúrskar-
andi erindi verk-
efnastjóra verkefnisins,
sálfræðings Fangels-
ismálastjórnar, sál-
fræðings sérhæfðra
rannsókna barnahúss,
sérfræðings kynferð-
isbrota og annarra
brota gegn börnum. Einnig flutti
handritshöfundur stuttmyndarinnar
„Segðu já“ athyglisvert erindi, en
stuttmyndin hefur vakið mikla at-
hygli.
Við þurfum öll að vera vel á verði í
hörðum heimi. Eiturlyf og hvers
kyns ofbeldi á greiðan aðgang að
börnum og unglingum og getur á
svipstundu breytt lífi fólks og sundr-
að fjölskyldum. Orðið vitundarvakn-
ing kemur vel til greina sem fallegt
orð í íslenskri tungu. Forsvarsmenn
verkefnisins eiga skilið mikið hrós
fyrir að ferðast um landið til þess að
kynna þennan málaflokk fyrir fólki
og stuðla þannig að aukinni sam-
félagsvitund.
Vitundarvakning,
frábært framtak
Eftir Ísólf Gylfa
Pálmason
Ísólfur Gylfi
Pálmason
» Við veltum allt of
sjaldan fyrir okkur
afleiðingum ofbeldis,
skuggahliðum þess og
áhrifum á einstak-
lingana allt lífið.
Höfundur er sveitarstjóri
Rangárþings eystra.
Aukablað
alla þriðjudaga