Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 303. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1.Fannst látinn á heimili sínu
2. Ekkert heyrt í eiginmanni …
3. Þórir biðst afsökunar
4. Kolbeinn og félagar út áður en …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Lokaviðburður Lestrarhátíðar í
Reykjavík, sem Bókmenntaborgin
Reykjavík hefur staðið fyrir í október
undir heitinu „Ljóð í leiðinni“, fer
fram annað kvöld í ljóðarútu sem
keyra mun um borgina. Í henni mun
einvalalið skálda flytja farþegum ljóð
og verður lagt af stað frá Hörpu kl.
20. Sigurlín Bjarney Gísladóttir, skáld
og leiðsögukona, fer með gesti um
borgina í kvöldmyrkrinu og munu
skáld stíga um borð og flytja gestum
ljóð sín, þar til þau hverfa aftur út í
næturmyrkrið, eins og því er lýst í til-
kynningu. Meðal skálda ljóðarút-
unnar eru Bjarki Karlsson, Bragi
Ólafsson, Gerður Kristný, Heiða Ei-
ríks, Kári Tulinius, Sindri Freysson,
Valgerður Þóroddsdóttir og Þórdís
Gísladóttir. Ferðinni lýkur við Hörpu
um kl. 21.30 og munu þá ljóðskáld frá
fyrri tíð stíga um borð og biðja gesti
um að nefna sig. Þeir sem hitta á rétt
nafn hljóta verðlaun. Sætafjöldi er
takmarkaður og má bóka sæti með
því að senda póst á bokmenntaborg-
in@reykjavik.is. Aðgangur er ókeypis.
Morgunblaðið/hag
Lestrarhátíð lýkur
með ljóðarútuferð
Kex hostel tekur þátt í tónlistarhá-
tíðinni Iceland Airwaves sem hefst í
dag og mun dreifingarfélagið Kongó
m.a. standa að tónlistarmarkaði
meðan á hátíðinni
stendur. 25 hljóm-
sveitir og tónlist-
armenn munu
leika þar á utan-
dagskrártónleikum
Airwaves, m.a. John
Grant, Ásgeir og
Emilíana Torrini.
25 hljómsveitir leika
á Kex hosteli
Á fimmtudag Austan og norðaustan 10-15 m/s, en 15-20 á Vest-
fjörðum og annesjum nyrst. Þurrt að kalla á Suðvesturlandi, ann-
ars rigning eða slydda, en snjókoma í innsveitum. Hiti 0 til 5 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða slydda fyrir sunnan en
snjókoma fyrir norðan. Dregur úr vindi og úrkomu syðst
seint í dag, en gengur þá í storm á Vestfjörðum. Hiti 1-6 stig.
VEÐUR
„Við í Haukum vorum stuðn-
ingsmenn 4+1 frá upphafi og
lögðum regluna til með
Njarðvík. Við teljum að ís-
lensku strákarnir séu tilbúnir
að taka næsta skref og að
nóg sé til af þeim þannig að
ekki þurfi að fylla deildina af
útlendingum,“ segir Ívar Ás-
grímsson, þjálfari Hauka,
en íslenskir leikmenn fá
mun stærri hlutverk í
Dominos-deildinni í vet-
ur. »2
Tilbúnir að taka
næsta skref
„Lífið hér er mun betra en heima,
sérstaklega ef maður horfir á at-
vinnuástandið. Auðvitað er erfitt að
vera fjarri fjölskyldunni en okkur
Mariju líður mjög vel,“ segir Giedrius
Morkunas, markvörður Hauka, sem
elti ástina til Íslands en reiknaði ekk-
ert frekar með að leika handbolta hér
á landi. Enda gekk illa að fá
leyfi til þess til að byrja
með. »4
Markvörður Hauka
elti ástina til Íslands
„Þegar ég fékk hiksta sem krakki
var mér sagt að nú væri einhver að
tala illa um mig. Þórir Hákonarson,
framkvæmdastjóri KSÍ, og Geir
Þorsteinsson formaður hafa lík-
lega fengið hiksta í gærmorgun,“
skrifar Víðir Sigurðsson meðal
annars í bakverði, nýjum efnislið
sem hefur göngu sína í íþrótta-
blaði Morgunblaðsins í dag. »4
Þórir og Geir hafa
líklega fengið hiksta
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Karlakór Reykjavíkur fagnar
ákveðnum tímamótum um þessar
mundir. Hann syngur í fyrsta sinn
með þungarokksbandi og 20 ár eru
síðan hann bauð fyrst upp á tónleika
með aðventu- og jólalögum í Hall-
grímskirkju. „„Jólin koma ekki fyrr
en ég hef farið á aðventutónleika
Karlakórs Reykjavíkur,“ segir fólk
við mig og það er mjög skemmtilegt
að finna það,“ segir Jón Hallsson,
sem hefur sungið í kórnum í 59 ár.
Friðrik S. Kristinsson hefur verið
stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur
síðan 1989. Hann segir að hefð hafi
verið fyrir því hjá karlakórum að
halda vortónleika þar til fyrir 20 ár-
um. „Þá brutum við blað með því að
bjóða upp á aðventutónleika í Hall-
grímskirkju,“ segir hann. Friðrik
bætir við að tónleikunum hafi verið
sérlega vel tekið. Margmenni hafi
verið í miðbænum og það hafi aukið
á stemninguna að geta farið á tón-
leika klukkan tíu að kvöldi. „Við vor-
um með ferna tónleika og alltaf full
kirkja og síðan hefur þetta verið
óslitið í 20 ár,“ segir hann. „Þetta er
fastur liður og mjög hátíðleg stund,
bæði fyrir okkur og áheyrendur.“
Gaman að gleðja fólkið
Jón Hallsson byrjaði að syngja í
barnaskóla og hefur haldið því
áfram. „Ég hef sungið með öllum
stjórnendum Karlakórs Reykjavík-
ur,“ segir hann og bætir við að það
sé alltaf jafngaman að syngja. „Það
er afskaplega gefandi að syngja á
svona tónleikum og finna hvað
fólkið er ánægt. Þetta er fastur
liður hjá fólki og það er mjög
skemmtilegt að finna það.
Ég er afskaplega ánægður
yfir því að geta glatt fólk.“
Karlakór Reykjavíkur hefur feng-
ið til liðs við sig ýmsa einsöngvara og
hljóðfæraleikara á aðventutónleik-
unum. Sérstakur gestur á tónleik-
unum 14. og 15. desember nk. verð-
ur tenórinn Kolbeinn Jón Ketilsson.
Einnig koma fram Lenka Mátéová
orgelleikari og trompetleikararnir
Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur
Örn Pálsson. Þau hafa spilað undir á
aðventutónleikum í mörg ár. Enn-
fremur pákuleikarinn Eggert Páls-
son, sem leikur með kórnum á þess-
um tónleikum fjórða árið í röð. Þá
syngur Benedikt Gylfason, ungur
drengjasópran, með kórnum.
Með Skálmöld
Síðustu helgina í nóvember syng-
ur Karlakór Reykjavíkur með
þungarokkssveitinni Skálmöld, Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, blönduðum
kór að norðan og barnakór Kárs-
nesskóla í Eldborg í Hörpu. Miðar
seldust upp og var þá bætt við þriðju
tónleikunum þegar. „Þetta er al-
gjörlega nýtt fyrir okkur, en þetta er
mjög skemmtileg músík og menn
eru mjög spenntir,“ segir Friðrik.
Jólin byrja með tónleikum kórsins
Karlakór Reykjavíkur braut blað
í Hallgrímskirkju fyrir um 20 árum
Karlakór Reykjavíkur Frá aðventutónleikum kórsins í Hallgrímskirkju í fyrra. Hann heldur uppteknum hætti um miðjan desember.
Jón Hallsson segir að þegar
hann hafi haft sem mest að
gera hafi hann sótt æfingar hjá
kórnum hvað mest og best.
„Það var afslöppun að fara á
söngæfingar. Það hefur verið
mjög gefandi að starfa í Karla-
kór Reykjavíkur og ég hef notið
margs góðs af honum.
Meira að segja fann
ég konuna mína í
Karlakór Reykja-
víkur. Það eru ekki
margir sem geta
státað af því að
finna kon-
una sína í
karlakór.“
Fann konuna
í karlakórnum
JÓN HALLSSON BASSI
Jón Hallsson