Morgunblaðið - 30.10.2013, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Veður hafaminnt á aðvetur er
genginn í garð víð-
ar en hér og fóru
þau mikinn í Eng-
landi, Danmörku
og Svíþjóð um helgina með til-
heyrandi búsifjum fyrir þar-
lenda. Reynsla og líkur standa
til þess að við munum fá okkar
skammt, þótt tíminn sé óviss.
Ekki þó vegna þess að veður
séu smitandi og lúti lögmálum
pestanna. En hleranir virðast á
hinn bóginn vera það.
Hleranafárviðrið hefur skek-
ið meginland Evrópu síðustu
vikur og nú hefur það óvænt
náð norður á dauðhreinsuð
svæði Skandinavíu. Þannig var
upplýst á vef Mbl. í gær, að rík-
isútvarp þeirra í Noregi hefði
greint frá því „að samkvæmt
sænskum lögum geta þarlend
stjórnvöld haft eftirlit með
tölvupóstssamskiptum og net-
umferð í Noregi, en hún fer að
stórum hluta í gegnum Svíþjóð.
Erna Solberg, forsætisráð-
herra Noregs, hefur nú krafið
starfsbróður sinn í Svíþjóð,
Fredrik Reinfeldt, um skýr-
ingar.
„Við ræddum um þetta í gær,
og ég sagði að við vildum fá
nánari upplýsingar,“ segir Sol-
berg í samtali við NRK.
„Við höfum áhyggjur af því
að stór hluti netumferðarinnar
okkar fer í gegnum Svíþjóð. Þar
af leiðandi sagði ég við Rein-
feldt að við myndum fara með
málið lengra,“ sagði norski for-
sætisráðherrann aðspurður“.
Ekki var tekið fram hvert
norski forsætisráðherrann ætl-
aði með málið. Varla í suðurátt,
því þar ná menn ekki upp í nefið
á sér vegna hlerana og treysta
sér því varla til að vera með nef-
ið niðri í annarra manna hler-
unum, þótt þær séu jafnspenn-
andi og hleranir Svía á Norð-
mönnum hljóta að vera.
Ekki geta þeir farið með mál-
ið lengra í austur, því þá lenda
þeir í Svíþjóð og fari þeir enn
austar, á sléttur Rússlands, er
alls ekki víst að Pútín sé sömu
megin og Norðmenn, það er að
segja í hópi hinna hleruðu, en
ekki í hinum hópnum með tól á
eyrum.
Auðvitað gætu Norðmenn
reynt að halda með málið
lengra og þá í vesturátt. Þeir
hljóta að eiga hauk í horni þar
sem Obama er eftir friðar-
verðlaunin sem hann fékk fyrir
að vinna bandarískar kosn-
ingar. Obama mun hafa látið
segja sér þrem sinnum að þetta
væri ekki aprílgabb og hafi ekki
sannfærst að fullu fyrr en hann
var upplýstur um að hleranir á
norsku nóbelsnefndinni stað-
festu þessar fréttir. Verðlauna-
veitingin til Obama var að auki
jafnvel ekki eins fáránleg og
þegar gleðipinn-
arnir í Jagland-
nefndinni ákváðu
að veita æðstu-
strumpunum í
Brussel friðar-
verðlaun vegna
þeirrar birtu sem eldar og at-
vinnuleysi í Grikklandi og
Spáni brugðu á álfuna. En það
er þó ekki víst að Obama forseti
sé sérstaklega upplagður til að
gefa góð ráð til vina sinna í
hlerunarmálum einmitt núna,
þótt hann sé fús til að hlusta á
Norðmenn svo lítið beri á.
Og ef þetta er staðan þá er
augljóst að Norðmenn ná engri
annarri átt en að halda í norður,
ef Erna Solberg forsætisráð-
herra er ákveðin í að „fara með
málið lengra“.
Sem betur fer mun norski
forsætisráðherrann ekki koma
að tómum kofunum hjá frænd-
um sínum, kóngaskáldunum. Í
útvarpsfréttum í gær var þann-
ig alllangur pistill um að tals-
menn „hraunavina“ vildu að
lögreglan kannaði hvort hún
sjálf hefði verið að hlera
hraunavini. Talsmaðurinn tók
fram að hann vissi ekki til að
nokkur skapaður hlutur benti
til slíkra hlerana á símum
tveggja forystumanna hrauna-
vina en sjálfsagt væri að lög-
reglan stæði fyrir máli sínu.
Þetta var ekki verri nálgun á
hlerunarmáli en þegar ógnvæn-
legur stormur og manndráps-
veður urðu í tebollanum á
fréttastofu „RÚV“ vegna full-
yrðinga um að sími Jóns Bald-
vins Hannibalssonar hafi verið
hleraður fyrir einum 15 árum
eða svo af manni sem annar
maður hefði séð sitja á kolli í
Landssímahúsinu.
Árni Páll Árnason, sem verið
hafði pólitískur lærlingur í ut-
anríkisráðuneytinu á umrædd-
um tíma, sá þarna færi og
komst í viðtal á „RÚV“, sem
stofnunin virtist taka í fullri al-
vöru, um að lærlingssíminn
hans hefði líka verið hleraður á
sama tíma. Ekki var upplýst
hvort lærlingshlerarinn hefði
haft sérstakan koll fyrir sig.
Auðvitað var þetta mikil
hneisa fyrir þá tugi metnaðar-
fullra starfsmanna utanrík-
isráðuneytisins sem skipuðu
stöðurnar sem lágu á milli ráð-
herrans og lærlingsins og eng-
inn virtist nenna að hlera. En
það breytti ekki því, að 15 mín-
útna frægðin sem Árni Páll
Árnason fékk hjá „RÚV“ út á
hina meintu hlerun, sem hlýtur
þá að hafa verið gerð af manni
sem fór númeravillt, dugði hon-
um í yfirstandandi prófkjörs-
baráttu!
Á Íslandi er því kjörlendi fyr-
ir þá sem vilja kafa ofan í hler-
unarmál og vilji Solberg fara
með sitt hlerunarmál lengra
þarf hún ekki að leita annað.
Solberg gefur til
kynna að Reinfeldt
liggi á hleri og ætlar
með málið lengra}
Sko Svía
Þ
á er búið að slá af miðaldakirkjuna í
Skálholti. Þanng leyfi ég mér að
skilja nýjustu fréttir af þessum
umdeildu áformum. Og að bragði
vaknar þessi spurning: Er ekki
hægt að nota þennan milljarð sem búið var að
áætla í fyrirtækið í eitthvað annað uppbyggi-
legt í ferðaþjónustu og menningarstarfsemi?
Mér kemur fyrst í hug að verja peningunum
í nokkuð sem ekki er tilgáta heldur veruleiki:
handritin okkar í Árnastofnun. Það mætti kom-
ast langt með fyrsta áfanga byggingarinnar á
Melunum ef milljarðurinn lægi á lausu fyrir
áþreifanleg söguleg verðmæti. Ný og nútíma-
leg handritasýning ætti nú aldeilis að geta orð-
ið vinsæll viðkomustaður erlendra ferðamanna.
Og Íslendinga. Ekkert síður en tilgátukirkja í
Skálholti.
Svo er ég með aðra hugmynd sem kostar miklu minna.
Reisa Jörundi gamla hundadagakonungi minnismerki á
góðum stað í miðbæ Reykjavíkur, t.d. í grennd við virkið
sem hann lét hlaða hér um árið (þar sem nú er Seðlabank-
inn). Setja svo upp sýningu um hann þar í grennd, t.d. í
Þjóðmenningarhúsinu. Þetta ætti ekki síður að geta notið
vinsælda.
Allir Íslendingar hafa heyrt um Jörund sem „ríkti eitt
sumar á landinu bláa“ – margir muna eftir söngleiknum
góða um kappann sem Jónas Árnason samdi: Þið munið
hann Jörund. En undarlegt fálæti höfum við sýnt sögu
hans. Hundadagakonung nefndu Íslendingar Jörund af
nokkurri léttúð, þegar hann var horfinn á braut og þjóðlífið
fallið í sama horf og áður. En meðan hann var
„Alls Íslands Verndari, og Hæstráðandi til
Sjós og Lands“ frá því í júlí og fram í byrjun
ágúst 1809 vissu hvorki almenningur né emb-
ættismenn kóngsins hvernig við tiltæki hans
ætti að bregðast. Eða hvort framganga hans
hér væri einkaframtak eða herleiðangur með
vitund og vilja Bretastjórnar.
Heita má að valdataka Jörundar hafi ekki
mætt neinni andspyrnu. En ekki er heldur sjá-
anlegt að Íslendingar hafi lyfst í andanum þeg-
ar Jörundur, undir greinilegum áhrifum
frönsku stjórnarbyltingarinnar 1798, birti yf-
irlýsingar sínar um sjálfstæði landsins og
stofnun lýðveldis. „Allur danskur myndugleiki
er upphafinn á Íslandi,“ eða um „frið og full-
sælu“ þjóðarinnar sem nú átti að fá að kjósa
sér þing og kosningaréttur að verða rýmri en
þekktist í nokkru öðru landi.
Íslendingar voru með öðrum orðum hvorki tilbúnir að
verja konungsvaldið né taka þátt í að steypa því af stóli.
Ef hér hefði verið öflug innlend hreyfing fyrir auknu sjálf-
stæði eins og komin var til sögu um miðja 19. öld, þegar
Jón Sigurðsson og samherjar hans voru upp á sitt besta,
er aldrei að vita nema atburðarásin hefði getað tekið aðra
stefnu. Segja má að „rétta stundin“ hafi ekki verið runnin
upp.
Þetta finnst mér merkileg og áhugaverð saga sem
framtaksmenn í ferðaþjónustu og menningarstarfi ættu
að geta nýtt sér okkur öllum til ánægju og fróðleiks.
gudmundur@mbl.is
Guðmundur
Magnússon
Pistill
Þið munið hann Jörund
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Fyrirheit um að finnakennslu- og einkaflugi,svonefndu almannaflugi,nýjan stað í nágrenni höf-
uðborgarinnar voru endurnýjuð í
samkomulagi um innanlandsflug
sem Hanna Birna Kristjánsdóttir,
innanríkisráðherra, og Jón Gnarr,
borgarstjóri, skrifuðu undir á föstu-
dag.
Í því segir að innanríkisráðu-
neytið og Isavia hafi forgöngu um að
finna því nýjan stað og sé það í sam-
ræmi við fyrirheit sem gefin voru
fyrir síðustu aldamót. Stefnt er að
því að framkvæmdir hefjist eins
fljótt og verða má.
Baldvin Birgisson, skólastjóri
Flugskóla Íslands, segir að þó að
hann fagni því að samkomulag hafi
náðst um flugvöllinn í Vatnsmýri þá
telji hann það enga lausn að flytja al-
mannaflugið þaðan. Það myndi kalla
á þriðja flugvöllinn. Halda þyrfti úti
flugumferðarþjónustu, slökkviliði,
viðhaldi, snjóruðningstækjum og að-
flugstækjum á vellinum fyrir al-
mannaflugið, svo eitthvað sé nefnt.
„Kennslu- og einkaflug tak-
markar á engan hátt flugvöll að öðru
leyti og krefst heldur ekki frekari
kostnaðar við nýjan áætlunarflug-
völl. Ég sé ekki ástæðu til að vera
með það á þriðja staðnum. Því fylgdi
bara meiri kostnaður,“ segir hann.
Hólmsheiði gæti gengið
Skólastjórinn leggst þó ekki al-
farið gegn því að flytja flugkennslu
úr Vatnsmýrinni svo lengi sem ný
staðsetning verði að minnsta kosti
eins góð upp á flugöryggi og Vatns-
mýrin. Hólmsheiðin gæti gengið þó
að aðstæður þar ykju frátafir.
„Við viljum bara fá að taka þátt
í faglegri umræðu um þá kosti sem
verða skoðaðir,“ segir Baldvin.
Sjálfur telur hann Vatnsmýr-
ina, Löngusker eða Álftanesið væn-
legustu kostina fyrir flugvöllinn.
Til í að skoða flutning
Valur Stefánsson, formaður Fé-
lags íslenskra einkaflugmanna, segir
að ekkert sé því til fyrirstöðu að al-
mannaflug gæti færst annað, til
dæmis á Hólmsheiði.
„Ef ríkið myndi bjóða okkur að
setja upp annan völl þar sem við
fengjum að vera í friði þá myndum
við að sjálfsögðu skoða það með já-
kvæðum huga. Það eru það miklar
takmarkanir orðnar í Vatnsmýrinni
að við værum alveg til í að skoða
það,“ segir Valur.
Innanlandsflugið geti hins veg-
ar aðeins verið í Vatnsmýri eða í
Keflavík og aðeins í annarri mynd á
síðarnefnda staðnum. Þá efast hann
um að peningar séu til fyrir upp-
byggingu á nýjum flugvelli fyrir al-
mannaflugið.
Vilja fund með ráðherra
Valur er ósáttur við að ekki hafi
verið haft samráð við grasrótina um
að flytja starfsemi hennar.
„Það sem mér finnst um þennan
gjörning er að það sé verið að þagga
þetta mál niður fram yfir sveit-
arstjórnarkosningar. Þarna á að
henda okkur út úr Vatnsmýrinni og
það hefur ekkert verið rætt við okk-
ur um hvar við eigum að vera eða
neitt þess háttar,“ segir hann.
Næsta mál á dagskrá sé að fá
fund með innanríkisráðherra til að
ræða framtíðarstaðsetningu al-
mannaflugsins, segir Valur. Bald-
vin, skólastjóri Flugskólans, segist
að sama skapi gera ráð fyrir að
nefnd sem athuga á framtíð
flugvallar í Vatnsmýrinni
hafi samband við skólann
um sama málefni.
Almannaflugið gæti
verið annars staðar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lending Skrifað var undir samkomulag um flugvöllinn í Vatnsmýri á föstu-
dag. Stefnt hefur verið á flutning almannaflugs þaðan í rúman áratug.
Það var árið 1999 sem þáver-
andi samgönguráðherra, Sturla
Böðvarsson, og borgarstjóri,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
skrifuðu undir samning um end-
urbyggingu Reykjavíkur-
flugvallar sem fól m.a. í sér að
æfinga- og kennsluflugi yrði
fundinn nýr staður.
Sturla segir að samgöngu-
yfirvöld hafi gert samninginn í
góðri trú. Í flugmálaáætlun fyrir
2000-2003 hafi m.a. verið kveð-
ið á um fjármagn til byggingar
nýs æfingaflugvallar. Tvær grím-
ur hafi þó runnið á ráðuneytið
og Flugmálastjórn þegar
borgaryfirvöld gengu
gegn samningnum,
m.a. með kosningu um
flugvöllinn.
„Því hægði á verk-
efnum öðrum en
endurbygg-
ingu vall-
arins,“ segir
Sturla.
Hægði á öðr-
um verkum
SAMNINGUR FRÁ 1999
Sturla
Böðvarsson