Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
kaffivélar fyrir heimili og vinnustaði
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Starfsmaður borgarinnar hreinsaði Ráðhús
Reykjavíkur með þrýstidælu í gær. Á sama tíma
funduðu borgarfulltrúar um fjárhagsáætlun
borgarinnar og þær framkvæmdir eða aðrar að-
gerðir sem til stendur að fara í á næstu miss-
erum í Reykjavík. vidar@mbl.is
Hreinsar umhverfis ráðhúsið
Morgunblaðið/Kristinn
Björn Jóhann Björnsson
Björn Már Ólafsson
Auro Investments, félagið sem
keypti hótelreitinn við Hörpu af Sít-
usi í sumar, þarf að óska eftir breyt-
ingu á deiliskipulagi ef einnig á að
reisa íbúðir á reitnum. Í skipulag-
inu, sem og í útboði á reitnum á sín-
um tíma, kemur skýrt fram að ein-
göngu sé gert ráð fyrir hóteli á
þessum stað, eða reit 5 (sjá kort).
Mannvit er meðal eigenda Auro
Investments. Tryggvi Jónsson,
framkvæmdatjóri mannvirkja hjá
Mannviti, segir ákvarðanir ekki
liggja fyrir um hvort sótt verði um
breytt deiliskipulag eða ekki.
Tryggvi segir byggingarmagn á
reitnum 30 þúsund fermetra, hótelið
þurfi um 18 þúsund fermetra og því
séu um 12 þúsund fermetrar eftir
sem megi nýta sem skrifstofu- og
verslunarhúsnæði og mögulega
íbúðir. „Við munum einnig ræða við
borgaryfirvöld um hvað þau vilja að
þarna verði gert,“ segir Tryggvi.
Árni Geir Pálsson, verkefnisstjóri
hjá Sítusi, segir að reiturinn hafi
verið seldur í samræmi við gildandi
deiliskipulag. Það sé í verkahring
nýs lóðareiganda að óska eftir
breytingum á deiliskipulaginu.
Áform Auro Investments um bygg-
ingu 250 herbergja hótels uppfylli
þau skilyrði sem Sítus hafi sett í
samningi við Auro. Margir bjóðend-
ur hafi hins vegar komið auga á
þann möguleika að hægt væri að
koma fyrir fleiri byggingum en hót-
eli á þessum reit. „Menn verða að
eiga það við borgaryfirvöld, án okk-
ar aðildar. Aðalmálið hjá okkur var
að tryggja að þarna yrði hótel sem
myndi spila með Hörpu.“
Landsbankalóð í útboð
Lóð sem Landsbankinn hafði
augastað á við Hörpu fyrir nýjar
höfuðstöðvar bankans, svonefndur
reitur 6, verður boðin út í opnu út-
boði. Þetta kom fram í máli Árna
Geirs Pálssonar, verkefnastjóra Sít-
usar. Í sama útboði verður lóð á reit
númer 7, á milli Hörpu og hótelsins
sem áformað er að byggja, boðin til
sölu.
Breyta þyrfti skipulagi fyrir íbúðir
Reitur 5 við Hörpu í upphafi eingöngu hugsaður fyrir hótel
Áform um íbúðir kalla á breytingar Reitir 6 og 7 í útboð Austurhöfn - Hörpureitur
Loftmyndir ehf.
250 herbergja hótel
og fjölbýlishús fyrir
70-110 íbúðir
SELD
SELD
SELD
Harpa
Au
st
ur
ba
kk
i
Geirsgata
Miðbakki
Kalko
fnsve
gur
Arnarhóll
5
6
1
2
7
Fjölbýlishús
fyrir 68 íbúðir,
verslanir og
bílakjallari
Verslun, þjónusta
og bílakjallari
Læ
kj
ar
ga
ta
Reitir á leið
í útboð
Ákveðið hefur verið að byggja
við Hótel Borg á baklóð hótelsins
og bæta þannig við 43 hótelher-
bergjum.
Lárus L. Blöndal, hrl. og tals-
maður húseigenda, segir að
áhugi sé á því að hefja fram-
kvæmdir sem fyrst. „Hugmyndin
var að byrja í vetur en það á eft-
ir að koma í ljós hvort það
tekst,“ segir hann og vísar til
þess að Reykjavíkurborg hafi
samþykkt breytingarnar í liðinni
viku.
Hluti bakhússins verður rifinn
og í staðinn byggð fjögurra hæða
viðbygging auk kjallara.
Hótelið var tekið rækilega í
gegn 2005-2007, skipt um allar
lagnir, innréttingar, gólfefni og
fleira. Það er með 56 herbergjum
og segir Lárus að það sé of lítil
rekstrareining. Verklok verði
væntanlega annaðhvort vorið
2015 eða vorið 2016.
Hótel Borg stækkar á baklóð
Teikning/THG Arkitektar
Hótel Borg Viðbyggingin á miðri teikningunni í línu við næstu byggingu.
43 herbergi
í viðbyggingu
Fleiri lands-
menn eru and-
vígir lagningu
nýs Álftanesveg-
ar í gegnum
Garðahraun en
eru hlynntir
framkvæmd-
unum skv. könn-
un MMR.
Af þeim sem
tóku afstöðu
sögðust 42,4% vera andvíg lagn-
ingu vegarins, 32,6% sögðust
hvorki hlynnt né andvíg og
25,1% sagðist vera hlynnt lagn-
ingu vegarins í gegnum hraunið.
Hlutfallslega fleiri karlar en
konur eru hlynntir framkvæmd-
unum. »6
42,4% andvíg lagn-
ingu vegarins
Framkvæmdir í
Garðahrauni.
Lögreglan á Seyðisfirði stóð í stór-
ræðum í gær en fjórir bílar voru
stöðvaðir við eftirlit lögreglunnar
eftir að Norræna lagði að bryggju.
Tveir ökumenn eru grunaðir um
akstur undir áhrifum fíkniefna, hjá
öðrum ökumanninum fannst einnig
smáræði af kannabisefnum.
Þá var ökumaður stöðvaður án
réttinda, sá var einnig að koma úr
Norrænu, og annar sem hafði verið
sviptur ökuréttindum.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni voru ökumennirnir allir
erlendir. Þetta var síðasta farþega-
ferð Norrænu í ár.
Fjórir stöðvaðir í
síðustu ferðinni