Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 25
25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013
Reykjavíkurtjörn Veðráttan hefur leikið við Reykvíkinga undanfarið og vel hefur viðrað til útivistar. Þegar nær dregur helgi kólnar í veðri og getur náð allt að tuttugu stiga frosti á hálendinu.
Eggert
Brjóstakrabbamein
eru algengustu
krabbameinin hjá
konum og eru rétt
tæplega 30% allra
krabbameina hjá kon-
um á Íslandi. Fjöldi
nýrra tilfella hefur
aukist jafnt og þétt á
síðustu áratugum.
Rúmlega 200 konur
greinast að meðaltali
með brjóstakrabbamein á hverju
ári og að meðaltali deyja um 40
konur úr brjóstakrabbameini.
Meðalaldur við greiningu er 61 ár
og í lok árs 2011 voru rúmlega
2.700 konur á lífi sem höfðu
greinst með brjóstakrabbamein.
Í lok árs 1987 hófst skipulögð
leit að brjóstakrabbameinum með
brjóstaröntgenmyndatöku hér á
landi. Þrátt fyrir aukningu í ný-
gengi hefur dánartíðni brjósta-
krabbameina breyst lítið síðustu
hálfa öld. Það er m.a. talið byggj-
ast á betri meðferð og fyrri grein-
ingu þessara meina.
Tilgangur brjóstakrabbameins-
leitar er að finna brjósta-
krabbamein á frumstigi og mark-
miðið er að lækka dánartíðni af
völdum þess. Öllum konum á aldr-
inum 40-69 ára er boðið til brjósta-
krabbameinsleitar á tveggja ára
fresti. Því miður er það svo að
konur fá brjóstakrabbamein þótt
þær mæti reglulega í leit og á því
geta verið ýmsar skýringar. Til
dæmis getur meinið verið svo lítið
að það greinist ekki við myndatök-
una eða að brjóstin geta verið þétt
og erfitt að meta myndirnar þess
vegna. Einnig getur meinið verið
svo hratt vaxandi og illkynja að
það greinist á milli reglulegra
skoðana.
Eins og svo margt annað er
brjóstakrabbameinsleit ekki hafin
yfir gagnrýni. Réttilega hefur ver-
ið bent á að einhver þeirra meina
sem greinast verða aldrei að ill-
kynja sjúkdómi sem draga konuna
til dauða. Vandamálið er að ekki
er hægt að segja til um hvaða
mein þetta eru og
þannig hugsanlega
forða konunni frá of-
greiningu eða oflækn-
ingu. Um 4,5% af
einkennalausum kon-
um sem mæta til
krabbameinsleitar hér
á landi þurfa að koma
í nánari rannsóknir en
aðeins um 0,5% grein-
ast með krabbamein.
Ávinningur brjósta-
krabbameinsleitar er
talinn meiri en annmarkarnir. Nið-
urstöður nýlegrar íslenskrar rann-
sóknar sýndu að eftir að skipulögð
leit að brjóstakrabbameini hófst
hefur dánartíðni lækkað töluvert.
Dánartíðnin var 54% lægri hjá
þeim konum sem mætt höfðu
reglulega í brjóstakrabbameinsleit
en konum sem aldrei höfðu mætt
til skoðunar. Er það í samræmi við
það sem aðrar alþjóðlegar rann-
sóknir hafa sýnt.
Ávinningur brjóstakrabbameins-
leitar getur orðið enn meiri ef
konur mæta reglulega því að þá
eykst greiningarmöguleikinn
vegna þess að hægt er að bera
saman eldri myndir og nýju mynd-
irnar. Regluleg mæting í brjósta-
krabbameinsleit er nú tæplega
70%. Æskileg mæting er talin vera
80% en ásættanleg mæting sam-
kvæmt evrópskum leiðbeiningum
er talin vera 75%. Það er ljóst að
slök mæting leiðir til verri árang-
urs í baráttunni við þennan vágest
sem brjóstakrabbamein er. Leit-
arstöð Krabbameinsfélagsins býð-
ur allar konur á aldrinum 40-69
ára velkomnar í brjóstakrabba-
meinsleit.
Eftir Kristján
Oddsson
» Í lok árs 1987 hófst
skipulögð leit að
brjóstakrabbameinum
með brjóstaröntgen-
myndatöku hér á landi.
Kristján Oddsson
Höfundur er yfirlæknir Leitarstöðvar
Krabbameinsfélags Íslands.
Leit að brjósta-
krabbameini
Enginn sanngjarn
maður getur haldið því
fram að jafnræði og heil-
brigð samkeppni ríki á
fjölmiðlamarkaði. Sum-
um finnst að þannig eigi
það að vera og að nauð-
synlegt sé að tryggja rík-
inu forskot í samkeppni
við einkaaðila.
Í hugum þeirra sem
leggja áherslu á ríkisfjöl-
miðlun er nauðsynlegt að öflug skjald-
borg sé um Ríkisútvarpið til að verja
það sem best gegn samkeppni frá
einkaaðilum. Rökin fyrir ríkisrekstr-
inum hafa verið mismunandi, en þau
eru flest orðin haldlítil. Reynslan sýnir
að einkareknir ljósvaka- og netmiðlar
sinna öryggishlutverki betur en rík-
ismiðillinn. Á síðustu árum hafa einka-
reknar sjónvarps- og útvarpsstöðvar
sýnt meiri metnað, frumkvæði og
frumleika í innlendri dagskrárgerð en
ríkisfyrirtækið sem þó er ætlað að
„leggja rækt við íslenska tungu, sögu
þjóðarinnar og menningararfleifð“.
Þrátt fyrir ójafna stöðu hafa einka-
aðilar þannig siglt fram úr ríkismiðl-
inum, sem nýtur þvingaðrar forgjafar
frá skattgreiðendum og ótakmarkaðra
möguleika á auglýsingamarkaði. Sú
spurning er áleitin hvort innlend fjöl-
miðlun og þá ekki síst innlend dag-
skrárgerð væri enn meiri og fjöl-
breyttari ef einkareknar útvarps- og
sjónvarpsstöðvar stæðu jafnfætis rík-
inu í samkeppninni. Með öðrum orð-
um: Forréttindi Ríkisútvarpsins
– skjaldborgin um ríkisrekinn fjöl-
miðil – hefur leitt til þess að íslensk
dagskrárgerð er fátækari en ella.
Hvaða hagsmunum er verið að þjóna?
Ekki hagsmunum almennings sem
greiðir milljarða á hverju ári til rík-
ismiðilsins.
Engin hagræðingarkrafa
Þegar fjárlagafrumvarp fyrir kom-
andi ár var lagt fram fullyrtu for-
ráðamenn Ríkisútvarpsins að gerð
væri 7% hagræðingarkrafa til fyr-
irtækisins. Þá var vitnað til þess að
ákvæði nýrra laga um ríkismiðilinn
skerði möguleika hans til sölu auglýs-
inga. Í bréfi sem út-
varpsstjóri skrifaði til
starfsmanna var því
haldið fram að fjár-
lagafrumvarpið og ný
lög rýrðu tekjur fyr-
irtækisins um 260
milljónir króna, þrátt
fyrir 319 milljóna
króna aukin framlög
úr ríkissjóði sam-
kvæmt frumvarpinu.
Gefið var í skyn að
auglýsingatekjur Rík-
isútvarpsins myndu
lækka um 579 milljónir króna á milli
ára vegna ákvæðis nýrra laga. Miðað
við upplýsingar úr síðustu ársskýrslu
Ríkisútvarpsins, sem hefur verið birt
(2011-2012), er þetta nær þriðjungs-
samdráttur. Forvitnilegt væri að sjá
sundurliðaða útreikninga á þessari
niðurstöðu.
Fullyrðingin um að gerð sé 7%
hagræðingarkrafa gagnvart rík-
ismiðlinum er í besta falli umdeild. Í
fylgiriti með fjárlagafrumvarpi 2014
segir í kafla um langtímaáætlun í rík-
isfjármálum:
„Engu að síður er í fjárlaga-
frumvarpinu gert ráð fyrir að fram-
lag til Ríkisútvarpsins hækki um ná-
lægt 320 m.kr. á árinu 2014 og að
engin hagræðingarkrafa verði gerð á
félagið eins og flestar aðrar rík-
isstofnanir.“
Réttu skilaboðin?
Illugi Gunnarsson menntamálaráð-
herra tilkynnti síðastliðinn sunnudag
að hann ætlaði að leggja til að hætt
yrði við hækkun á ríkisframlagi (fyrir
utan 104 milljónir króna vegna verð-
lagshækkana). Á móti yrði fallið frá
takmörkun á auglýsingum.
Fallist Alþingi á tillögu mennta-
málaráðherra er ljóst að fáar ef
nokkrar ríkisstofnanir eða ríkisfyr-
irtæki fá betri meðferð hjá fjárveit-
ingarvaldinu en Ríkisútvarpið. Þann-
ig fær ríkismiðillinn óbreytt framlag
úr ríkissjóði, verðbætt og heldur öll-
um möguleikum til að afla auglýs-
ingatekna í samkeppni við einka-
rekna fjölmiðla. Hér verður það látið
liggja á milli hluta hvort það teljist
réttu skilaboðin í Efstaleiti eða til al-
mennings sem hefur meiri áhyggjur
Eftir Óla Björn
Kárason » Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur einstakt
tækifæri til þess að leið-
rétta það óréttlæti sem
ríkir á fjölmiðlamarkaði.
Óli Björn Kárason
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Hvaða hagsmunum
er verið að þjóna?
af heilbrigðiskerfinu en meintri hag-
ræðingarkröfu til ríkismiðils.
Einstakt tækifæri
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ein-
stakt tækifæri til þess að leiðrétta
það óréttlæti sem ríkir á fjölmiðla-
markaði. Menntamálaráðherra hefur
baklandið frá landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins sem haldinn var í febrúar
síðastliðnum. Í ályktun fundarins um
menntamál er bent á hið augljósa:
Fjölmiðlar eru snar þáttur í daglegu
lífi fólks. Mikilvægt sé að endurskoða
lög um fjölmiðla og „dregið úr af-
skiptum hins opinbera af frjálsum
fjölmiðlum“. Eftir að lagt er til að
fjölmiðlanefnd verði lögð niður segir í
ályktuninni:
„Rekstur ríkisins á fjölmiðlum má
ekki hamla frjálsri samkeppni og
raska rekstrargrundvelli annarra
fjölmiðla. Landsfundur leggur til að
þörf samfélagsins fyrir ríkisfjölmiðil
verði endurskilgreind og Rík-
isútvarpið ohf. verði lagt niður í nú-
verandi mynd ef ástæða þykir til.
Skilgreina þarf hvaða menningar-
fræðslu og dagskrárgerð á að styrkja
opinberlega og tryggja fjármagn til
þeirra verkefna.“
Ekki er ástæða til annars en ætla
að þegar sé hafin vinna við þessa
stefnumörkun innan mennta-
málaráðuneytisins.
Verkefnið er að jafna samkeppn-
isstöðu fjölmiðla – skapa skilyrði fyrir
heilbrigða og jafna samkeppni, aukna
fjölbreytni og efla grósku í innlendri
dagskrárgerð. Þetta er verkefni sem
er hluti af enn stærra verki; að fella
skjaldborgina sem vinstri stjórnin
reisti um stórfyrirtækin eftir hrun
viðskiptabankanna, styrkja stöðu lít-
illa og meðalstórra fyrirtækja og
hefja þar með sjálfstæða atvinnurek-
andann aftur upp á stall.