Morgunblaðið - 30.10.2013, Side 6

Morgunblaðið - 30.10.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Gunnsteinn Ólafsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina, segir að á meðan dómsmál vegna nýs Álftanesvegar séu enn í gangi muni baráttan gegn framkvæmdum í Garðahrauni/ Gálgahrauni halda áfram. Aðspurður segir hann að vissulega sé hópurinn sem standi að mótmælunum orðinn lúinn. „En það er samt baráttuandi í hópnum,“ segir hann. „Við erum á staðnum og fylgjumst með því hvernig framkvæmdinni vindur fram. Við lofum því ekki að við stöndum bara hjá sem áhorfendur. Við eigum eftir að láta í okkur heyrast, þótt síðar verði.“ Gunnsteinn ítrekar að hópurinn hafi hvergi komið nálægt skemmdarverkum sem voru unnin á vinnuvélum ÍAV á staðn- um aðfaranótt mánudags. Skemmdarverkin séu þvert á móti til þess fallin að spilla fyrir málstað þeirra sem vilji verja hraunið. Gunnsteinn átelur Vegagerðina fyrir að hafa lýst því yfir í greinargerð frá því í maí sl. að Ófeigskirkja, sem er klettur í hrauninu, Grænhóll og garðar við Garðastekk muni ekki fara undir veginn. Nú stefni í að allir þessir staðir fari undir veginn. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni sleppa garðarnir við Garðastekk og Grænhóll, en hóllinn sé reyndar alveg upp við skeringu í veginum. Kletturinn sem nefndur sé Ófeigskirkja fari á hinn bóginn undir veginn. Í greinargerð Vegagerðarinnar og Garðabæjar frá því í maí 2013 segir á einum stað að Ófeigskirkja fari ekki undir veginn. Á öðrum stað er á hinn bóginn tekið fram að eftir því sem næst verði komist sé allsendis óvíst hvar Ófeigskirkju sé að finna. Heimildum beri ekki saman og fræðimenn hafi leitt að því líkur að hún hafi farið undir núverandi veg. „Ófeigskirkja verður því trauðla notuð sem rök eða vissa í málinu,“ segir þar. Reiknað er með að gerð nýs Álftanesvegar muni alls kosta 1,1 milljarð króna, þ.e. sá áfangi sem ÍAV vinnur nú að og þær framkvæmdir sem þegar er lokið, auk hönnunarvinnu. Í umhverfismati er gert ráð fyrir að vegurinn verði síðar tvö- faldaður á kafla, þ.e. frá Engidal að gatnamótum við fram- lengdan Vífilsstaðaveg en þau gatnamót yrðu nokkru ofar en vélarnar sem sjást á myndinni. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur reyndar vakið máls á því að hætt verði við framlenginguna. Morgunblaðið/RAX Byggingaland Hér sést veglínan sem jarðýta markaði í hraunið í síðustu viku. Hraunið sem er fyrir sunnan nýja Álftanesveginn er í aðalskipulagi Garðabæjar allt skilgreint sem íbúðasvæði. Enn er baráttuandi í hraunavinum  Íbúðasvæði sunnan við nýja veginn  Framkvæmdir við veginn nú kosta um 800 milljónir Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Alvöru IÐNAÐARRYKSUGUR Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Vestmannaeyjum frá Pullman Ermator Áratuga reynsla á Íslandi! Made inSweden Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, tók við embætti forseta þingmannanefndar EES á fundi nefndarinnar í Vaduz í Liecht- enstein í gær. Guðlaugur mun gegna embættinu fram í mars. Að frum- kvæði Guðlaugs Þórs var ákveðið að stefna að því að hafa beina útsend- ingu á netinu af fundum þingmanna- nefndarinnar í framtíðinni til að auka gagnsæi og aðgang almennings að upplýsingum um EES-mál. „Það skiptir máli að fólk sé meðvitað um samstarfið og hvað við erum að gera. Með þessu móti komast málefni nefndarinnar beint til almennings frá fyrstu hendi,“ segir Guðlaugur. Hann segir að meðal annarra hafi fulltrúi atvinnurekenda í Sviss kynnt sjónar- mið samtakanna varðandi ástandið í Evrópu og frí- verslun í heimin- um. „Þarna komu til að mynda fram miklar áhyggjur svissneskra at- vinnurekenda af stöðunni í Evr- ópu. Þeir hafa bent á að það þurfi að efla sam- keppnishæfni Evrópuþjóðanna og það sé áhyggju- efni hve mikið skrifræði hafi aukist í ESB og þar af leiðandi á EES-svæð- inu. Fyrir vikið horfa fyrirtæki í Sviss fyrst og fremst til annarra svæða en Evrópu þegar kemur að auknum út- flutningi,“ segir Guðlaugur. Þing- mannanefnd EES er skipuð þing- mönnum Evrópuþingsins og þjóð- þinga EES/EFTA-ríkjanna, sem eru Liechtenstein, Noregur og Ísland. Hlutverk nefndarinnar er að fylgjast með framkvæmd og þróun EES- samningsins. Á fundi nefndarinnar í gær var m.a. fjallað um málefni norðurslóða, borgararéttindi innan ESB og EES og loftslags- og orkumál. Guðlaugur segir að ESB-umsókn Íslendinga hafi ekki komið til umræðu í nefndinni. „Hins vegar var ég spurður af sjón- varpsstöð í Liechtenstein hver staða Íslands væri í umsóknarferlinu. Ég útskýrði stöðu íslenskra stjórnvalda í málinu og hún kom þeim nokkuð á óvart þar sem þeir höfðu fengið þær upplýsingar að Íslendingar væru við það að ganga í sambandið. Það er því augljóst að umræðan í EES-löndun- um, sem aðildarsinnar vilja koma á framfæri, er sú að viðkomandi þjóð eigi að ganga í ESB svo þjóðin verði ekki sú eina sem er eftir í EES,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur í forsæti í EES-þingmannanefnd  Staða Íslands í umsóknarferlinu kom sjónvarpsspyrlum á óvart Guðlaugur Þór Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.