Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 -Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is tilbúnar í pottinn heima Fiskisúpur í Fylgifiskum Verð 1.790 kr/ltr Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afhenti fyrir skömmu nýjan Cleo- patra farþegabát til Grikklands. Fram kemur í tilkynningu frá Trefjum, að kaupandinn sé munka- klaustrið í Vatopedi, sem er á Aþos- fjalli á austurhluta Grikklands. Er þetta annar báturinn sem klaustrið kaupir af Trefjum en það keypti einnig fiskibát í fyrra. Nýi báturinn, sem hefur hlotið nafnið Pantanassa, er 11 brúttó- tonn. Hann er af gerðinni Cleo- patra 33 og er útbúinn fyrir 12 far- þega og tveggja manna áhöfn. Vistarverur eru loftkældar og er þar svefnpláss fyrir tvo auk eld- unaraðstöðu með eldavél, örbylgju- ofn og ísskáp. Báturinn mun sinna farþega- og vöruflutningum fyrir klaustrið. Pantanassa Báturinn sem seldur var til gríska klaustursins á Aþosfjalli. Trefjar seldu nýjan bát til Grikklands Jón Gnarr, borg- arstjóri, hlaut í gær húm- anistaviðurkenn- ingu Siðmenntar, sem var þá af- hent í níunda sinn. Fram kemur í tilkynningu að Jón Gnarr fái viðurkenninguna fyrir mikilvæg störf í þágu mann- réttinda og mannúðar á Íslandi. Einnig var afhent fræðslu- og vís- indaviðurkenning Siðmenntar. Hana hlaut Pétur Halldórsson fyrir útvarpsþátt sinn Tilraunaglasið, sem er á dagskrá á Rás 1. Jón Gnarr fékk húm- anistaviðurkenningu Siðmenntar Jón Gnarr Söfnuðirnir í Fella- og Hólakirkju ætla á sunnudag að efna til söfn- unar vegna átaks þjóðkirkjunnar til að safna fyrir kaupum á línuhraðli fyrir Landspítalann. Fram kemur í tilkynningu að selt verði vöfflukaffi í safnaðarsal kirkjunnar að lokinni guðsþjónustu kl. 11. Sóknarbörn leggja til hrá- efni og vinnu og öll innkoma fyrir vöfflusöluna rennur beint í söfnun þjóðkirkjunnar. Vöfflukaffi til styrktar línuhraðli STUTT Lágmarks-útbreiðsla hafíss á norð- urslóðum í sumarlok 2013 var heldur meiri en hún var árið 2012. Haustið 2012 var hún sú minnsta frá því mælingar hófust. Meiri útbreiðsla hafíss nú en í fyrra merkir ekki að hörfun hafíss á norðurskautssvæð- inu hafi stöðvast. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá 14. ársfundi International Ice Charting Working Group (IICWG) sem haldinn var í Reykjavík nýlega. IICWG er helsti alþjóðlegi samstarfsvettvangur haf- ísfræðinga. Meiri hafis nú en í fyrra sýnir þær miklu sveiflur sem geta orðið í út- breiðslu hafíss á milli ára. Þróunin til lengri tíma stefnir engu að síður í þá átt að hafísinn minnki og mun hún leiða til þess að Norður-Íshafið verði íslaust hluta úr árinu. IICWG bendir á að hörfun hafíss- ins undanfarna tvo áratugi hafi leitt til stóraukinnar umferðar og at- hafnasemi í Norður-Íshafinu. Aðild- arríki Norðurskautsráðsins hafi því gert alþjóðlega samninga um leit og björgun á norðurslóðum og eins samning um viðbrögð við mögulegri olíumengun. Á ársfundinum í Reykjavík ræddu meðlimir IICWG, sem safna og miðla upplýsingum um hafís og borgarís, hvernig þeir gætu sem best stutt við leit og björgun á báðum pólsvæðunum og meng- unarvarnir verði olíuslys. Hafísþekjan á norðurslóðum varð minnst 3,4 milljónir ferkílómetra í fyrra. Nú varð hún minnst 5,1 millj- ón ferkílómetra þann 13. september s.l., samkvæmt upplýsingum frá bandarísku snjó- og hafísmiðstöð- inni (U.S. National Snow and Ice Data Center). Það er umtalsvert meiri útbreiðsla hafíss en hún varð minnst í fyrra. Engu að síður var minnsta hafísþekjan á þessu ári um milljón ferkílómetrum minni en langtímameðaltal hafísþekjunnar. IICWG bendir á að þótt hafísinn hörfi merki það ekki að hættur sem hann skapar hverfi. Mikill munur á ástandi hafíssins á milli ára og á hin- um ýmsu svæðum skapi mikla hættu fyrir skipaferðir og aðra starfsemi á hafinu. Viðskipta- og atvinnulífið sýnir norðurskautssvæðinu sífellt meiri áhuga. Það lýsir sér m.a. í siglingum um svæðið. Þann 23. október s.l. hafði 31 skip, þar af eitt gámaflutn- ingaskip, siglt alla Norðurleiðina, milli Kyrrahafs og Atlantshafs, í fylgd ísbrjóta. Þá höfðu verið gefin út 601 leyfi til siglinga um einhverja hluta leiðarinnar. Um helmingur þeirra var í skipalestum sem nutu fylgdar. Nordic Orion var fyrsta búlkaskipið sem flutti kol frá vest- urströnd Kanada um Norðvest- urleiðina til Finnlands. Áform eru um frekari olíu- og gasvinnslu víðast hvar á Norðurslóðum. Þá segir í tilkynningunni að Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, hafi í ræðu sinni á ársfund- inum rætt um mikilvægi þess að vísindasamfélagið og forystumenn í stjórnmálum og viðskiptum ræði sín á milli um mótun framtíðarstefnu fyrir norðurskautssvæðið. Eins hafði hann lagt áherslu á að norð- urskautssvæðið kæmi nú öllum heiminum við og að leiðsögn vísinda- legrar þekkingar væri mikilvæg til að hindra óbætanleg mistök. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Golli Hafís Þegar hafísinn hörfar á Norður-Íshafinu opnast margir nýir möguleikar og nýjar siglingaleiðir. Hafísinn er ekki hættur að hörfa á norðurslóðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.