Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Almenningur var vakinn við ljúfan draum síðla árs 2008. Hér var uppgangur í öllu. Peningum var dreift eins og þeir væru að fara úr tísku. Listalífið blómstraði, fyrirtæki döfnuðu, rík- ið greiddi niður skuld- ir, allir áttu að geta orðið ríkir og hætt að vinna um fimmtugt. Ef maður vildi lán, þá var það nú ekki erfitt. Sparn- aður var óþekkt stærð. Svo hrundi allt. Þetta var allt blekking. Við vorum blekkt. Enginn kannaðist við viðvörunarmerkin sem hefðu átt að sjást við fall Lehmanns. Traustið fór, reiðin tók völd. Skilj- anlega. Krafan varð gagnsæi, lýð- ræði og heiðarleiki, við henni varð að bregðast. Kosin var ný ríkisstjórn, sér- stakur átti að rannsaka og draga til réttar þá sem ábyrgir voru fyrir þessum ósköpum. Dæma þá sem sekir voru. Bankarnir fóru í þrot en samt ekki. Skilanefndir, stundum nefndar ríki í ríkinu réðu allt í einu yfir örlögum fyrirtækja og fólks. Lánin voru skyndilega sum ólögleg, önnur ekki. Það kom í ljós að fæstir höfðu mikið pælt í neytendalögum eða smáa letrinu í lánasamningum. Sérfræðingar í verð- tryggingum risu upp og kröfðust leiðréttinga. Fólk missti heimili sín og fyrirtæki sum hver á vafasamann hátt. Enn sér ekki fyrir endann á þessum ósköpum varð- andi bankana, sem lík- lega ættu að fara í þrot eins og önnur gjald- þrota fyrirtæki. Þetta þekkjum við öll. Núna fimm árum síðar hefur vissulega ýmislegt breyst til hins betra. Hins vegar tel ég að breyt- ingar innra með okkur einstakling- unum á þessu dýrindis landi hafi ekki allar verið til góðs. Ég ólst upp í samfélagi þar sem ég tel að náungakærleikur ráði mestu. Við vorum nánast ein stór fjölskylda og fjölskyldur hjálpast að. Þær rífast og deila en að lokum ræð- ur samkenndin för. Ég el dætur mínar upp í sam- félagi þar sem það er nánast rétt- lætanlegt að tala illa um náungann, búa til sögur um hann sem ýktar eru upp í fjölmiðlum. Leiðréttingar koma í smáa letrinu daginn eftir. Samfélagi þar sem orðum virðist ekki fylgja nein ábyrgð. Fullorðið fólk missir sig í athugasemdakerfum netmiðla. Fólk skýtur og spyr svo í anda villta vestursins. Allt er þetta réttlætanlegt, af því að hér varð hrun og traustið var tekið frá okkur. Fólk er dæmt af götudómstólnum eftir því hvaða flokk það kaus. Við erum snillingar í að kljúfa okkur niður í hópa andstæðinga og leitum allra leiða til þess. Það fólk sem vill sækjast eftir áhrifum innan stjórn- mála eða fyrirtækja er iðulega dæmt sem fégráðugt og/eða valda- sjúkt. Ég hef alveg átt það til að „missa mig“ í athugasemdum og þarf að gæta að orðavali mínu nokkuð oft þegar mér misbýður. Ég er að aga mig til. Anda með nefinu, kanna málin fyrst og taka ekki undir alla vitleysuna sem ég heyri þó svo að hún sé krassandi. Af hverju? Vegna þess að traustið og virðingin kemur ekki af sjálfu sér aftur og ég hef áhyggjur af því hvernig fyrirmyndir við erum fyrir næstu kynslóð. Það þarf að gæta að því að börnin okkar verði ekki gegnsýrð af hatri og um- burðarleysi um ókomna tíð vegna þeirra fyrirmynda sem við erum orðin að. Ég lifi enn í þeirri von að við rétt- um við úr þessum ömurlega sam- félagslega anda sem er hér að drepa alla. Það hefst ekki á því að Alþingi eitt og sér afli sér trausts eða að at- hafnamenn biðjist afsökunar á að hafa platað alla upp úr skónum. Það hefst hjá okkur sjálfum, hverjum og einum sem ætlar að draga andann og lífið fram á Íslandi. Þeim sem vilja að næsta kynslóð læri af mis- tökum okkar og andvaraleysi en taki ekki við kefli niðurrifsins og um- burðarleysisins. Sú kynslóð hefur þá réttlátu kröfu á okkur að við höldum áfram að búa hér til siðað samfélag sem virðir lög og reglur og sam- þykkir ekki með reglubundnum hætti mannorðsmorð, uppþot og agaleysi. Samfélagspælingar Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins. » Skilanefndir, stund- um nefndar ríki í ríkinu réðu allt í einu yf- ir örlögum fyrirtækja og fólks. Lánin voru skyndilega sum ólögleg, önnur ekki. Skútuvogi 1h | 104 Reykjavík | Sími: 585 8900 | jarngler.is Rennihurða- brautir Mögluleiki á mjúklokun Sjálfvirkir hurðaopnarar fyrir húsfélög og fyrirtæki, ásamt uppsetningu og viðhaldi Hurðapumpur Möguleiki á léttopnun Fyrir hurðir og glugga Rafdrifnir glugga- opnarar Væntanlega mun það dragast enn um hríð að Háskóli Íslands verði talinn meðal hundrað leiðandi há- skóla heimsins meðan vinnubrögð þar eru með þeim hætti sem Facebook-síða dr. Gísla Gunnarssonar, professor emeritus, ber vitni um. Í ummælum Gísla (status) á síðu hans 25. október sl. er að finna sex rangfærslur í 6 línum og verður varla flokkað til vinnubragða sem verðskulda aðdáun nema keppi- keflið væri að þjappa saman eins mörgum rangfærslum og unnt væri í svo þröngan ramma. Texti Gísla hljóðar svo: „Ég mótmæli því harðlega að Kastljós skuli leyfa ofstækismann- inum Valdimar Jóhannessyni að kalla mig opinberlega landráðamann fyrir að styðja trúfrelsi í landinu af því að ég styð byggingu mosku í Reykjavík. Ég bendi á ákvæði stjórnaskrárinnar um bann við hatri á fólki vegna trúarbragða, kynþátta og kynhneigðar og skora á rík- issaksóknara að lögsækja þá sem slík brot fremja. Þeir sem reyna að skapa múgæsingu með því að sá hatri eins og þessi maður gerir eru tvímælalaust brotlegir við lög.“ Í fyrsta lagi er rangt að ég hafi kallað Gísla eða nokkurn annan landráðamann í þættinum. Í öðru lagi er rangt að ég sé á móti trúfrelsi eins og það er skilgreint í stjórnarskránni sem Gísli segir óbeint með því að ætla mér að hafa sett landráðastimpil á þá sem styðja trúfrelsið. Í þriðja lagi er rangt að í stjórn- arskránni sé bann við hatri á fólki af ýmsu tilefni. Stjórnarskráin tekur ekki til tilfinningalífs fólks. Í fjórða lagi er rangt að ég hafi með nokkrum hætti reynt að sá hatri í garð fólks og skapa múgæs- ingu með ummælum mínum. Í fimmta lagi er rangt að ég hafi gerst brotlegur við lög með ummæl- um í Kastljósi. Í sjötta lagi er rangt að segja mig ofstækismann þegar ég tek með hlutlægum hætti þátt í almennum umræðum. Gísli getur talið mig vera ofstæk- ismann og látið það mat sitt í ljós ef hann hefur smekk fyrir slíka orð- ræðu en svona merkimiðar eru fyrst og fremst notaðir til að þagga niður í þeim sem hafa andstæðar skoðanir og eru vart sæmandi háskólasamfé- laginu. Ég gæti fundið ýmis niðrandi orð um Gísla en kýs ekki að falla nið- ur á slíkt plan fyrst og fremst vegna minnar eigin virðingar og vegna þess að slíkir merkimiðar eru mark- lausir og skemma umræðuna. Andstætt Gísla greini ég á milli íslam og múslíma. Ég gagn- rýni íslam harðlega en ber blak af múslímum og tek það fram tvisvar í viðtalinu að yfirleitt séu múslímar ágæt- isfólk eins og flest fólk er. Þetta geta lesendur séð með því að finna Kastljósþáttinn frá 24. október. Ég er ekkert spennt- ur fyrir að fara í hanas- lag við Gísla fyrir dóm- stólum um meint hatursfull ummæli mín og meiðandi ummæli hans um mig. Ég myndi ekkert vera viss um hvor okkar félli fyrr á hné í slíkum slag miðað einnig við ýmis orð sem Gísli lætur falla um mig í ummælum á eftir statusinum, t.d. að kalla mig eða stuðningsmenn mína zíonista (þ.e. bæði zíonista og nasista sem er þó aðallega gróflega meiðandi fyrir gyðinga sem misstu 6 milljónir manna fyrir hendi nasista og er á ótrúlega lágu plani). Hins vegar væri ég alveg sáttur við að takast á við Gísla í viðræðum um trúfrelsið og stjórnarskrána og hvernig ég telji að eigi að túlka hana í sambandi við íslam en til þess verð- ur að sjálfsögðu einnig að ræða ísl- am af sæmilegu viti og þekkingu. Slíkar umræður gætu verið gagn- legar til að auka þekkingu um íslam og við hvað er að fást að minni hyggju. Margir háskólamenn voru meðal þeirra sem settu læk á status Gísla og tóku undir með ummælum hans um mig. Um slíkt verða þeir að eiga við sjálfa sig en varla eru þessar undirtektir til þess fallnar að auka á virðingu háskólans. Þar á meðal var forseti félagsvísindasviðs, Ólafur Þ. Harðarson, sem vakti furðu mína. Ætli hann telji svona læk styðja langtímamarkmið, sem Háskóli Ís- lands setti sér árið 2006, að koma skólanum í fremstu röð á heimsvísu! Ég hvet lesendur til þess að skoða þessar undirtektir. Kannski hafa einhverjir sett lækin sín í hugs- unarleysi og eyða þeim að betur hugsuðu máli. Þeir sem ekki gera það verðskulda þann stimpil sem þeir kalla yfir sig með því að láta þennan vitnisburð um andlega reisn sína standa. Rangfærslur professor emeritus Eftir Valdimar Her- gils Jóhannesson » Svona merkimiðar eru fyrst og fremst notaðir til að þagga nið- ur í þeim sem hafa and- stæðar skoðanir og eru vart sæmandi háskóla- samfélaginu. Valdimar H. Jóhannesson Höfundur er á eftirlaunaaldri. Hörkukeppni um Súgfirðingaskálina Önnur lota í keppni um Súg- firðingaskálina var spiluð á mánu- dagskvöldið 28. október. Ellefu pör mættu til leiks og skemmtu sér vel. Eðvarð Sturluson og Mortan Hólm náðu að vera stigi hærri en Guðbjörn Björnsson og Steinþór Benediktsson. Naumara gat það ekki orðið. Úrslit úr annarri lotu, meðalskor 88 stig. Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm 105 Guðbj. Björnss. - Steinþór Benediktss. 104 Ásgeir Sölvason - Sölvi Ásgeirss. 98 Flemming Jessen - Sigurður Þorvaldss. 93 Karl Bjarnason - Ólafur Ólafsson 93 Heildarstaðan: Þorsteinn Þorsteinss. - Rafn Haraldss. 248 Guðbjörn Björnss. - Steinþ. Benediktss. 248 Flemming Jessen - Sigurður Þorvaldss. 240 Eðvarð Sturluson - Mortan Hólm 236 Gróa Guðnad. - Alda Sigríður Guðnad. 234 Kristján Pálsson - Ólafur Karvel Pálss. 225 Alls verða spilaðar sjö lotur um Súgfirðingaskálina og gilda sex bestu skorin til verðlauna. Næsta lota verður spiluð 25. nóvember. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsdeild Breiðfirðinga Sunnudaginn 27/10 var spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað var á 11 borðum.. Hæsta skor kvöldsins í Norður/Suður Haraldur Sverriss. - Þorl. Þórarinss. 262 Karólína Sveinsd. - Sveinn Sveinsson 247 Unnar A. Guðmss. - Guðm. Sigursteins. 244 Austur/Vestur Oddur Hanness. - Árni Hannesson 285 Birna Lárusd. - Sturlaugur Eyjólfss. 252 Þórarinn Bech - Sveinn Sigurjónss. 238 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl.19 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við- komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.