Morgunblaðið - 30.10.2013, Page 4

Morgunblaðið - 30.10.2013, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 2013 Ný Polarolía Nýtt útlit-meiri virkni Selolía, einstök olía Meiri virkni fall Omega 3 fitusýrur nir mælir með lolíu, en þinn? Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: Þín verslun Seljabraut, úsum, Fjarðarkaupum, ni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt t hlut n læk Se pótekum, heilsuh Fiskbúðinni Trönuhrau Hát Min a Bókin Hemmi Gunn – Sonur þjóðar kemur út 18. nóvember. Orri Páll Orm- arsson, blaða- maður á Morg- unblaðinu, skráði ævisögu Her- manns Gunn- arssonar, fjöl- miðlamanns og fyrrum íþróttamanns. Ritun hennar var mjög langt komin þegar Her- mann andaðist 4. júní síðastliðinn. „Við höfum það mikla trú á bók- inni að við látum prenta 10.000 ein- tök í fyrstu prentun, sem ekki er venjulega gert með ævisögur,“ sagði Jón Þór Eyþórsson, deild- arstjóri bókadeildar Senu, sem gef- ur bókina út. „Ég hef lesið hand- ritið og lífshlaup Hemma var ótrúlegt. Í bókinni er margt áhuga- vert sem ekki hefur birst op- inberlega áður og mun koma fólki á óvart. Margir töldu sig þekkja Hemma en eftir lesturinn munu þeir sjá að þeir þekktu hann kannski ekki eins vel og þeir héldu. Þetta verður virkilega áhugaverð lesning.“ Jón Þór sagði að Hermann segði sögu sína í bókinni og léti allt flakka í mjög einlægri frásögn. Fjallað er um bernsku hans og ung- lingsár, íþróttirnar, fjölmiðlastörfin og einkalífið. Einnig er rætt við nokkra af samferðamönnum hans á lífsleiðinni. Bókin verður tæplega 400 blað- síður og í henni fjöldinn allur af ljósmyndum frá fjölbreyttu lífs- hlaupi Hermanns. Hún er alfarið unnin hér á landi og prentuð hjá Odda. gudni@mbl.is Hemmi Gunn – Sonur þjóðar  Ævisaga Hemma Gunn kemur út 18. nóvember  Einlæg frásögn og allt látið flakka  Prentuð í 10.000 eintökum Orri Páll Ormarsson Forsíða Ævisaga Hemma Gunn. Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 var lagt fram í borgarstjórn Reykja- víkur í gær. Samhliða því var lögð fram fjárfestingaáætlun borgarinnar fyrir næstu fimm árin. Í fjárhags- áætluninni er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B-hluta borgarsjóðs verði jákvæð um 8,4 milljarða króna en árið 2013 var hall- inn um 2,5 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að A-hluti borgarsjóðs, sem heldur utan um hinn eiginlega rekst- ur borgarinnar, skili afgangi upp á 495 milljónir árið 2014. Eiginfjárhlut- fall samstæðunnar styrkist um rúm 2% á milli ára og skuldsetningarhlut- fallið fari úr 179% í 161%. Skólabyggingum haldið við Stærstu viðbæturnar í fjárhags- áætluninni eru viðbætur á skóla- og frístundasviði, sem eru stærstu fag- svið borgarinnar. Í fjárfestingaáætl- un borgarinnar er meðal annars gert ráð fyrir framkvæmdum við nýja úti- sundlaug við Sundhöll Reykjavíkur auk framkvæmda við uppbyggingu á íþróttasvæði Fram í Úlfarársdal. Þá verður gengið í átak í viðhaldi á skólabyggingum í Reykjavík en 800 milljónum verður varið í það verkefni árið 2014. Ráðist verður í viðbygg- ingu og breytingar við Klettaskóla og 150 milljónum varið til þeirrar fram- kvæmdar á næsta ári, en alls er gert ráð fyrir að framkvæmdir við skól- ann muni kosta rúma 1,6 milljarða á fimm ára tímabili. Af öðrum fram- kvæmdum má nefna að gert er ráð fyrir 350 milljónum króna á ári í gerð nýrra hjólastíga auk viðhalds á eldri stígum. Gjaldskrárhækkanir á dagskrá Í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að gjaldskrár Reykjavíkurborg- ar hækki um á bilinu 3,4% til 5,7%. Frístundagjald og leikskólagjöld hækka um 5,7% á næsta ári en fæð- isgjald í leik- og grunnskólum um 9,5%. Hækkunin á fæðisgjaldinu er sögð tilkomin vegna þess að til stend- ur að auka gæði skólamáltíðanna. Áhersla á skuldaniðurgreiðslu Í fimm ára áætlun borgarinnar fyrir samstæðuna er gert ráð fyrir töluverðri niðurgreiðslu skulda. Áætlað er að afkoma A-hluta borg- arsjóðs muni styrkjast jafnt og þétt á næstu fimm árum, og batna um 4,2 milljarða króna á tímabilinu. Gert er ráð fyrir áframhaldandi niður- greiðslu á langtímaskuldum Orku- veitu Reykjavíkur. Vegna þeirrar niðurgreiðslu sé fyrirséð að fjár- magnsgjöld lækki á tímabilinu. Gert er ráð fyrir að afborganir langtíma- lána á tímabilinu nemi um 108 millj- örðum. Morgunblaðið/Kristinn Fjárhagsáætlun Jón Gnarr mælir hér fyrir fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014. Fyrsta umræða um áætlunina fór fram í gær. Ætla að greiða skuldir  Meirihlutinn segist leggja áherslu á greiðslu skulda í fjárhagsáætlun sinni  Gjaldskrárhækkanir verða meðal annars á leikskóla- og frístundagjöldum Morgunblaðið/Kristinn Ósammála Meiri- og minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur greinir meðal annars á um það hver árangur meirihlutans sé í fjármálum borgarinnar. „Það er ágætis- jafnvægi í rekstri borgarinnar eins og er. A-hluti borgarsjóðs er í mjög traustum rekstri. Sveifl- urnar í borg- arsjóði eru fyrst og fremst hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Við sjáum það til dæmis á Orkuveitunni að það getur munað milljörðum á milli ára, því við erum háð gengi, ál- verði og verðbólgu,“ segir Sigurður Björn Blöndal, aðstoðarmaður borg- arstjóra. Hann segir markmiðið við gerð fjárhagsáætlunarinnar fyrst og fremst hafa verið að halda uppi góðu þjónustustigi og það hafi gengið vel hingað til. „Við erum að bæta svolít- ið inn í skóla- og frístundamálin. Við bætum örlítið meira í velferðarmálin en aðra þætti. Við teljum þessa áætl- un raunsæislega eins og annað sem við höfum gert á meðan við höfum verið við stjórn hérna,“ segir Sig- urður. OR getur valdið sveiflum  Bæta í velferðar- mál borgarinnar Sigurður Björn Blöndal „Það er mikið áhyggjuefni að hreinar skuldir borgarsjóðs vegna A-hluta hafa aukist um 26 milljarða króna, eða um 115% á kjörtímabilinu,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, odd- viti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. „Á hverjum klukkutíma undir núverandi meiri- hluta hafa skuldir í borginni aukist um 750 þúsund krónur,“ bætir Júl- íus við. Hann gagnrýnir einnig fyr- irhugaðar gjaldskrárhækkanir og bendir á að þær hafi þegar verið miklar á kjörtímabilinu. „Ég hef síð- an efasemdir um að þessi fjárhags- áætlun gangi eftir. Þrátt að tekjur á kjörtímabilinu hafi verið 13 millj- örðum umfram áætlanir hefur meiri- hlutinn áfram hlaðið skuldum inn í borgarsjóð,“ segir Júlíus. Skuldaaukn- ing mikið áhyggjuefni Júlíus Vífill Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.