Morgunblaðið - 21.11.2013, Page 16

Morgunblaðið - 21.11.2013, Page 16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Í gamalli hlöðu bak við bæjarhús Minni-Voga leynist hlaða, sem gegnt hefur hlutverki óopinbers menning- arhúss í Vogum. Marta Guðrún Jó- hannesdóttir, bókmenntafræðingur og kennari, er eigandi og umsjón- armaður Hlöðunnar. Marta fæddist í Garðinum á Reykjanesi, en flutti ung þaðan til Reykjavíkur og þvæld- ist aðeins um heiminn. Síðan flutti hún í Voga ásamt manni sínum, Bjarna Þórissyni. „Þetta hófst með því að við fest- um kaup á húsinu Minni-Vogum árið 2007. Þetta var bara sveitabær – hér var heyjað og túnin í kring tilheyrðu bænum,“ segir Marta. „Okkur lang- aði að vera aðeins fyrir utan borgina. Ég hafði ekki oft dvalið hérna í Vog- unum og ég er ekki einu sinni viss um að Bjarni hafi komið hingað áður en hann lagði til að við skoðuðum að kaupa hús hérna. Við fundum þetta fyrir algjöra tilviljun.“ Þau áttuðu sig fljótlega á því að húsið hefði ákveðna merkingu í huga fólksins á svæðinu. Vildu opna húsið fyrir fólkinu „Þeir sem eru ættaðir héðan hafa verið í samskiptum við fólkið á bænum eða eiga jafnvel rætur að rekja hingað, til dæmis margir sem búa hérna í kring. Við fórum því að hugsa hvort við gætum ekki gert eitthvað til að opna húsið og leyfa fólkinu að njóta þess að vera hérna.“ Marta segir húsið skera sig nokkuð úr byggðinni, þó svo það sé núna komið inn í mitt íbúðarhverfi. „Hér var hlaða og fjós og fjós- haugur, sem minnir á fortíð stað- arins, en hlaðan þjónar núna allt öðrum tilgangi.“ Hugmynd þeirra var að leyfa listamönnum að njóta þess að nýta rýmið eins og þeim hentaði. „Hingað hafa komið hópar inn- lendra og erlendra listamanna með það fyrir augum að vera ekki bara í listsköpun heldur líka í samskiptum við fólkið í bænum.“ Meðal þeirra listamanna sem hafa notað aðstöð- una í Hlöðunni og Minni-Vogum til að taka upp tónlist má nefna ungu krúttsveitina Pascal Pinon. „Þær tóku upp fyrstu breiðskífu sína mestmegnis í íbúðarhúsinu. Í fram- haldi af því kom franskur vídeó- listamaður, Vincent Moon, með The Take Away Show og gerði hálfgert tónlistarmyndband með þeim.“ Myndbandið má sjá á mbl.is með því að skanna qr-kóða með fréttinni, en meðal þess sem þar sést er kirkjan við Kálfatjörn, þar sem Minjafélagið er í óðaönn að gera upp 110 ára gamalt skólahús, eins og kemur fram í umfjöllun hér að neð- an. Endurskapa rýmið hvert sinn Marta segir sveitarfélagið Voga hafa greitt götu Hlöðunnar eins og best verður á kosið. Menningarhús í bakgarði Minni-Voga  Sýningarsalur, tónlistarhús og stúdíó í Hlöðunni í Vogum Morgunblaðið/Kristinn Hlaðan Hlaðan er hluti af bænum Minni-Vogum. Hún hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga sem menningarhús. Minnsti píanósportbar landsins  „Allar treyjur, fánar og treflar hérna eru frá heimamönnum,“ segir Kristinn Björgvinsson, Æðstistrumpur Strumpsins, sem hann segir sjálfur að sé minnsti píanósportbar landsins. Hann bendir á að treyjan sem Peter Schmeic- hel lék í, og hangir á barnum, sé ekki merkilegasta treyjan í húsinu. „Nei, það er Þróttaratreyja sem er árituð af íslenska landsliðinu. Hún var keypt á uppboði á uppskeruhátíð meistaraflokks Þróttar í knattspyrnu.“ Strumpurinn er sannarlega lítill, með leyfi fyrir 25 manns. „Það eru dálitlar sveiflur á hverjir koma hingað. Í fyrra voru Manchester United-menn í miklum meirihluta, en nú eru stuðningsmenn Liverpool duglegri að mæta,“ segir Krist- inn. gunnardofri@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Landsliðstreyja Kristinn segir Þróttaratreyjuna dýrmætustu treyjuna á barnum. Íslenska landsliðið áritaði hana alla, en hún verður römmuð inn.  Tótuflatkökur hafa verið bakaðar í gamla vigtarskúrnum við höfnina í Vogum frá árinu 2011. Mæðgurnar Tóta og Brynja Kristmannsdóttir hafa á hinn bóginn bakað, eða steikt, flatkökur í aldarfjórðung. Þær baka aðallega fyrir fyrirtæki, þeirra á meðal N1 í Vogum, 10-11 á Keflavíkurflugvelli, Menu veitingar og Kjötborg í Vesturbænum í Reykjavík. Bökunarrýmið er ekki stórt, á að giska 10 fermetrar. Tóta, sem fullu nafni heitir Þóranna Þórarinsdóttir, segir að þau geti flatt út og steikt allt að 1.500 flatkökur á dag. Til stóð að rífa skúrinn sem þau nýta í dag, en þess í stað gekk hann í endurnýjun lífdaga. gunnardofri@mbl.is Flatkökur í vigtarskúrnum Morgunblaðið/Kristinn Flatkökur Brynja og Tóta í bakgrunni. Þær steikja 1.500 kökur í skúrnum á dag. Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Minjafélagið í Vogum eignaðist nýlega 110 ára gamalt hús. Það nefnist Norðurkot og er fyrsta skólahúsið sem reist var í sveitarfélaginu. Félagið hefur undanfarið unnið að því að gera húsið upp. Húsið stóð áður nokkuð frá þeim stað sem það er núna á, en Minjafélagið flutti húsið, sem var í mjög slæmu ástandi, í heilu lagi að gamalli steinhlöðu sem fé- lagið á við Kálfatjarnarkirkju. Húsið er lítið, aðeins 25 fermetrar að stærð, á tveimur hæðum auk kjallara. Endurgera 110 ára gam- alt skólahús  Minjafélagið í Vogum stendur í stórræðum Morgunblaðið/Kristinn Inn og út um gluggann Skólahúsið séð frá hlöðunni. Bæði húsið og hlaðan hafa fengið væna yfirhalningu. REYKJANES DAGA HRINGFERÐ VOGAR Með kveðju Sveitarfélagið Vogar vinalegur bær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.