Morgunblaðið - 21.11.2013, Page 19

Morgunblaðið - 21.11.2013, Page 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Tuttugu og fjórar gullstangir, sem metnar eru á yfir 1,1 milljón dala, jafnvirði 134 milljóna króna, fund- ust í vikunni inni á salerni ind- verskrar farþegaflugvélar frá fé- laginu Jet Airways. Stangirnar voru í tveimur tösk- um. Þær fundust þegar verið var að hreinsa flugvélina á flugvellinum í Kalkútta á Indlandi en þangað kom hún frá Bangkok í Taílandi. Enginn hefur verið handtekinn vegna máls- ins. Mikil eftirspurn er eftir gulli á Indlandi og er mikill innflutningur á gulli ein helsta ástæða viðvarandi viðskiptahalla í landinu. Margir Indverjar safna gulli í þeirri trú að það muni tryggja þeim fjárhagslegt öryggi. Fram kemur á vef breska ríkis- útvarpsins, BBC, að indversk stjórnvöld hafi ítrekað hækkað tolla á gulli til að reyna að draga úr þessum innflutningi, síðast úr 10% í 15%. Gullstangir í flugvélar- salerni  Verðmætið yfir 130 milljónir króna AFP Gullstangir Mikil eftirspurn er eftir gulli á Indlandi Áætlað er, að 1,61 milljarður manna, eða einn af hverjum fimm jarðarbú- um, muni fara inn á samfélagsmiðla á netinu að minnsta kosti einu sinni í mánuði á þessu ári. Bandaríska netrannsóknarfyrir- tækið eMarketer birti þessar tölur í vikunni. Fyrirtækið segir, að not- endum samfélagsmiðla hafi fjölgað um 14,2% á þessu ári og muni halda áfram að fjölga á næstu árum. Þann- ig megi gera ráð fyrir að rúmlega 2,3 milljarðar manna noti samfélags- miðla á árinu 2017. Að sögn eMarkter eru Hollend- ingar mestu samfélagsmiðlanotend- ur heims en 63,5% þjóðarinnar skoða slíka miðla að minnsta kosti mánað- arlega. Næst koma Norðmenn, hlut- fallið er 65,3%, Svíar, 56,4%, Suður- Kóreumenn, 54,4% og Danir, 53,3%. Ísland er ekki að finna í töflu, sem fyrirtækið birtir á vef sínum en hún byggist á gögnum frá rannsóknar- stofnunum, opinberum stofnunum, fjölmiðlum og fyrirtækjum. Talan, 1,61 milljarður manna, samsvarar 22% af jarðarbúum. Hraðasti vöxtur samfélagsmiðla- notkunar á þessu ári er á Indlandi og mælist nú 37,4% en samt nota aðeins um 7,7% indversku þjóðarinnar sam- félagsmiðla reglulega. Samfélags- miðlanotkun vex einnig hratt í Indónesíu og Mexíkó. Langflestir nota Facebook eða um 1 milljarður manna um allan heim. Fjölmennasti hópur Facebook-- notenda er í Bandaríkjunum, 146,8 milljónir manna, en búist er við að Indverjar hreppi þann sess árið 2016. gummi@mbl.is 1,6 milljarðar nota samfélagsmiðla AFP Stærstur Merki Facebook í nýju gagnaveri fyrirtækisins í Lulå í Svíþjóð.  Facebook stærsti samfélagsmiðillinn á netinu  Notkun eykst hraðast á Indlandi Malala Yousafzai, 16 ára pakistönsk stúlka, tók í gær við Sakharov- mannréttindaverðlaununum sem við- urkenningu fyrir baráttu hennar fyr- ir rétti allra barna til að mennta sig. Martin Schulz, forseti Evrópu- þingsins, afhenti Malala verðlaunin í þinghúsinu í Strassborg. Schulz sagði að Malala væri einstök ung kona sem hefði veitt milljónum manna nýja von. Malala er 25. einstaklingurinn, sem hlýtur Sakharov-verðlaunin og var 21 fyrrverandi verðlaunahafi við- staddur athöfnina í gær. Meðal þeirra, sem hlotið hafa verðlaunin, eru Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, og Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna. Malala sagðist taka við verðlaun- unum í Guðs nafni en tala í nafni þeirra 57 milljóna barna í heiminum, sem njóta ekki menntunar. „Börn langar ekki í iPhone eða Xbox eða súkkulaði,“ sagði Malala. „Þau langar aðeins í bók og penna.“ Hún bætti við að ríkisstjórnir yrðu að draga úr útgjöldum til her- mála og fjárfesta þess í stað í menntun ungmenna. Talibanar í Pakistan reyndu á síðasta ári að ráða Malala af dögum fyrir að berjast fyrir menntun stúlkna í landinu. Hún fékk skot í höfuðið og var flutt á sjúkrahús í Bretlandi þar sem hún gekkst und- ir nokkrar aðgerðir. Samband einkaskóla í Pakistan bannaði fyrir skömmu bók sem Malala skrifaði og sagði að í henni væri deilt á Pakistan og íslamstrú. Malala tók við Sakharov-verðlaununum  Börn langar ekki í snjallsíma og leikjatölvur heldur bók og penna AFP Verðlaunahafi Martin Schulz af- hendir Malala Yousafzai verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.