Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Ný Polarolía Nýtt útlit-meiri virkni Selolía, einstök olía Meiri virkni fall Omega 3 fitusýrur nir mælir með lolíu, en þinn? Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: Þín verslun Seljabraut, úsum, Fjarðarkaupum, ni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt t hlut n læk Se pótekum, heilsuh Fiskbúðinni Trönuhrau Hát Min a Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Á undanförnum árum hafa konur valið í meira mæli að ljúka sveinsprófi í rafiðngreinum enda eru konur mjög eftirsóttar í rafiðnaði þar sem rafiðngreinar henta konum jafnt sem körl- um,“ segir í um- fjöllun Rafiðn- aðarsambandsins um niðurstöður nýrrar launa- könnunar Capacent fyrir RSÍ. Könnunin staðfestir enn á ný nið- urstöður fyrri kannana að konur í RSÍ sem hafa lokið sveinsprófi eða meiri menntun eru að jafnaði með hærri dagvinnulaun en karlarnir. Rafkonurnar eru með 453.550 kr. á mánuði að jafnaði en rafkarlarnir sem eru með sama nám að baki hafa að meðaltali 426.148 kr. Þetta gerir um 6,3% launamun kynjanna konum í hag en bilið á milli kynjanna hefur þó minnkað því í sambærilegri launa- könnun í fyrra var launamunur kynjanna 18% rafkonunum í hag. „Það hefur sýnt sig að konur sem ljúka sveinsprófi eru afar eftirsóttar á vinnumarkaðnum sem að hluta til getur skýrt hærri laun en þar geta einnig legið fleiri ástæður að baki þessum mun, svo sem starfsaldur og hvort konur séu almennt frekar í ábyrgðarstöðum,“ segir í umfjöllun RSÍ. „Þetta hefur komið fram á undan- förnum árum en munurinn er aðeins minni núna,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ, um þessar niðurstöður könnunarinnar. Konur eru fámennur hópur innan RSÍ en Kristján segir að þær séu svo sannarlega eftirsóttar í þeim störfum sem þær hafa sótt í. ,,Konur hafa í auknum mæli farið í rafvirkjun og rafeindavirkjun og standa sig gríðar- lega vel þar.“ Heildarlaun karlanna hærri Könnunin sýnir aftur á móti að karlarnir eru með umtalsvert hærri heildarlaun en konurnar þar sem þeir vinna meiri yfirvinnu en þær. Heild- arlaun karlanna voru 584.784 kr. á móti 556.956 kr. hjá konum. Meðal athyglisverðustu nið- urstaðna sem í ljós komu í launakönn- un Capacent er að dagvinnulaunin fé- lagsmanna hafa ekki hækkað mikið frá í fyrra eða um 3,9% á milli ára. Hefur kaupmáttur því haldist óbreyttur á milli ára að meðaltali. „Ef við horfum til þeirrar 3,25% samningsbundnu launahækkunar sem kom til í byrjun febrúar sl., þá er þetta ekki mikið umfram kjarasamn- ingsbundnar hækkanir. Á und- anförnum árum höfum við séð meiri mun þar sem menn hafa notið aðeins meira launaskriðs en kjarasamnings- bundnar hækkanir hafa sagt til um. Þetta er vísbending um að menn hækka núna bara í samræmi við kjarasamninga. Það er ekkert umframlaunaskrið hjá okkar fólki eins og virðist vera hjá mörgum hópum á vinnumarkaði í dag,“ segir Kristján.  „Konur sem ljúka sveinsprófi eru afar eftirsóttar á vinnumarkaðnum“  Ný launakönnun meðal fé- laga í RSÍ bendir til að lítið sem ekkert launaskrið hafi átt sér stað meðal rafiðnaðarmanna á þessu ári Rafkonurnar hærri en karlarnir Kristján Þórður Snæbjarnarson Dagvinnulaun rafiðnaðarmanna Heimild: launakönnun Capacent fyrir Rafiðnaðarsamband Íslands Ka rla r m eð ið n- ná m eð a m in na Ko nu r m eð ið n- ná m eð a m in na Ka rla r m eð sv ei ns - pr óf eð a m ei ra Ko nu r m eð sv ei ns - pr óf eð am ira 500 þ. 400 þ. 300 þ. 200 þ. 100 þ. 0 4 32 .6 36 kr . 34 6. 59 2 kr . 4 26 .1 4 8 kr . 4 53 .5 50 kr . Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jóladagatölin eru komin í hillur verslana enda stutt í að aðventan gangi í garð. Mörg börn fá jóladagatal og opna glugga á hverjum degi í desember til aðfangadags. Innan við gluggann er ýmist mynd, súkkulaðibiti eða leikfang. Lionshreyfingin hefur lengi selt jóladagatöl með súkku- laði til fjáröflunar og fylgir tannkremstúpa með. Eins eru flutt inn ódýrari sælgætisdagatöl frá ýmsum fram- leiðendum. Þekktir leikfangaframleiðendur hafa bæst í hópinn og selja jóladagatöl með leikföngum. Talsverður verðmunur er á jóladagatölum og eru leikfangajóladagatölin dýrust, geta kostað allt að 4.000 kr. Sælgætisdagatölin eru mun ódýrari. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hag- kaupa, sagði að svo virtist sem jóladagatöl með leik- föngum væru hrein viðbót á markaðnum. Þau fóru að ryðja sér til rúms fyrir nokkrum árum. „Salan á súkkulaðijóladagatölum er á svipuðu róli og hún hefur verið. Hin virðast hafa bæst við,“ sagði Gunn- ar Ingi um jóladagatöl með leikföngum. Hann sagði að Lego hefði riðið á vaðið með leikfangadagatölin fyrir nokkrum árum. Nú eru í boði einar átta tegundir jóla- dagatala með leikföngum. Þar af býður Lego upp á fjórar tegundir. Playmobil er með þrjár tegundir og einnig eru Littlest Pets-jóladagatöl í boði en þau eru gríðarlega vin- sæl, einkum fyrir yngstu börnin, að sögn Gunnars Inga. Varðandi verðmuninn á jóladagatölum með leik- föngum og sælgæti benti Gunnar Ingi á að í leik- fangadagatölunum séu 24 leikföng og hvert og eitt þeirra kosti töluvert meira en sælgætismoli. „Þetta er meiri pakki,“ sagði Gunnar Ingi. Leikfangadagatöl draga ekki úr sölu Lions Leikfangadagatölin hafa ekki dregið úr sölu á jóla- dagatölum Lions, að mati Bernhards Petersen. Hann er í Lionsklúbbnum Frey sem annast innflutning á jóladaga- tölum með súkkulaði sem Lionsmenn selja víða um land til fjáröflunar. Bernhard sagði að Lions-dagatölin kosti 450 krónur og séu seld án álagningar verslana og virðis- aukaskatts, enda hrein fjáröflun. „Fólk vill styrkja Lions með því að kaupa jóladaga- tölin okkar,“ sagði Bernhard. „Við vitum ekki hvernig salan gengur en við setjum 28.500 stykki á markað. Það eru sennilega um 4.500 börn í árgangi. Fyrstu sölutölur benda til að byrjunin hafi verið svipuð nú og í fyrra.“ Lions hóf að selja jóladagatöl með súkkulaði upp úr 1970. Þá mátti ekki flytja inn sælgæti og þóttu dagatölin mikið nýnæmi og urðu mjög vinsæl. Síðan kom sam- keppni um jóladagatöl með sælgæti frá öðrum innflytj- endum. „Fólk tekur okkur afskaplega vel og við höfum reynt að halda verðinu niðri. Fjáröflunin er ekki sú sama og hún var, það verður að segjast eins og er.“ Jóladagatöl með leik- föngum hrein viðbót  Fjölbreytt úrval af jóladagatölum með dóti eða nammi Morgunblaðið/Rósa Braga Jóladagatöl Mörg börn gægjast inn um glugga á jóladagatölum á aðventunni. Misjafnt er hvað leynist innifyrir. Sveitarstjórnarmenn í Rangárþingi eystra taka vel í hugmynd Ólafs Egg- ertssonar um byggingu nýs milli- landaflugvallar á Skógasandi. Kom það fram þegar Ólafur sagði frá hug- mynd sinni á íbúafundi á Hvolsvelli þar sem kynntar voru tillögur um endurskoðun aðalskipulags sveitarfé- lagsins til næstu tólf ára. Anton Kári Halldórsson, skipu- lags- og byggingafulltrúi, segir að vinna við endurskoðun aðalskipulags- ins sé langt komin og því ekki líklegt að á því verði gert ráð fyrir flugvelli á Skógasandi. Líklegra sé að þessara hugmynda verði getið í texta með að- alskipulaginu, sem hugmynda sem vert væri að skoða fyrir framtíðina. Fjórir millilandaflugvellir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll og aðra flugvelli fyrir ríkið, telur að uppbygg- ing millilandaflugvallar á Suðurlandi verði að grundvallast á viðskiptahug- myndinni, að einhver sjái sér hag í því að leggja fjármagn í slíka fram- kvæmd, og á því hvort svæðið geti tekið við þeim farþegafjölda sem nauðsynlegur er til að reka slíkan völl. Fjórir millilandaflugvellir eru skilgreindir í íslensku samgöngukerfi en það eru flugvellirnir á Egilsstöð- um, Akureyri, í Reykjavík og Kefla- vík. Erfiðlega hefur gengið að fá flug- félög til að bjóða upp á ferðir til og frá völlunum fyrir norðan og austan. Tel- ur Friðþór víst að fimmti völlurinn verði ekki byggður án aðkomu rík- isins. Friðþór rifjar upp að bandaríski flugherinn hafi ekki talið Keflavíkur- flugvöll duga í kalda stríðinu og und- irbúið byggingu annars vallar á Suð- urlandi á sjötta áratugnum. Helluvaðssandur við Hellu hafi orðið fyrir valinu og fjármögnun verið tryggð. Ætlunin hafi verið að hafa þar bækistöð fyrir langdrægar bandarískar sprengjuflugvélar sem færu til árása á skotmörk í Sovétríkj- unum, ef til styrjaldar kæmi, eða hafa þar viðkomu til eldsneytistöku á heimleiðinni. Þessi áform runnu út í sandinn, að því er Friðþór segir vegna þess að andstaða var hér á landi við aukin umsvif varnarliðsins og ríkisstjórnin samþykkti ekki framkvæmdina. Í kjölfarið missti flugherinn fjárveit- inguna. Í staðinn var starfsemi varn- arliðsins breytt sem og fyrirkomulag- inu á Keflavíkurflugvelli. helgi@mbl.is Taka vel í Skógaflugvöll  Flugherinn vildi flugvöll á Hellu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.