Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 ✝ Ásta Svein-bjarnardóttir fæddist á Ysta- Skála undir Eyja- fjöllum 5. ágúst 1923. Hún lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli 11. nóvember 2013. Foreldrar Ástu voru Sigríður Anna Einarsdóttir frá Varmahlíð V- Eyjafjöllum, f. 29.6. 1885, d. 20.11. 1943, og Sveinbjörn Jóns- son frá Vestur Holtum V- Eyja- fjöllum, f. 14.1. 1882, d. 13.7. 1971, þau voru bændur á Ysta- Skála, V-Eyjafjöllum. Systkini Ástu voru Sigríður, f. 28.10. 1908, d. 6.5. 1986; Þórný, f. 2.9. 1909, gift Þórarni Guðjónssyni, f. 9.11. 1910, d. 25.3. 1972; Ey- þór, f. 8.10. 1911, d. 23.9. 1929; Guðbjörg, f. 26.4. 1913, d. 10.12. 1959, gift Jóni Guðmanni Bjarnasyni, f. 30.3. 1910, d. 26.2. 2005; Jón Þorberg, f. 21.9. 1915, d. 26.8. 1995, kvæntur Andreu Kristínu Tómasdóttur, f. 25.8. 1934, d. 23.6. 2013; Sveinbjörn, kvæntur Berglindi Hilm- arsdóttur, f. 28.8. 1956, börn þeirra eru Hilmar Haukur, f. 21.5. 1982, Una Björg, f. 5.1. 1988, Sverrir Guðmundur, f. 3.9. 1989; 3) Guðbjörg Birna, f. 5.5. 1963, gift Birni Eysteins- syni, f. 24.2. 1960, synir þeirra eru Alexander, f. 6.6. 1990, Daníel Örn, f. 25.4. 1996, Ásta ólst upp á Ysta-Skála, Vestur-Eyjafjöllum. Hún gekk í barnaskólann sem var stað- settur við hliðina á heimili hennar og lauk þar barnaskóla- prófi. Hún var í leikfélagi sveit- arinnar á meðan hún bjó á æskuheimili sínu, lærði einnig á orgel. Ásta fór ung að heiman til Reykjavíkur til að vinna. Var í vinnumennsku og fiskvinnslu. Þau Guðmundur eiginmaður hennar fóru að búa, en fóru síð- an út á land að vinna, hann við smíðar, en hún sá um elda- mennsku fyrir byggingaverka- mennina. Þau fóru til vinnu vestur í Dali að Staðarfelli og síðan að Hruna í Hrunamanna- hreppi. Árið 1953 keyptu þau jörðina á Núpi þar sem þau bjuggu allt til ársins 2010 er þau fluttu á dvalareimilið á Kirkjuhvoli. Útför Ástu fer fram frá Ásólfsskálakirkju í dag, 23. nóv- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 14. f. 9.12. 1916, d. 22.11. 1996, kvænt- ur Ölmu Ásbjarn- ardóttur, f. 10.3. 1926; Sigurjón, f. 24.11. 1918, d. 9.4. 1965; Þóra Torf- heiður, f. 29.6. 1921, d. 10.2. 1987; Garðar, f. 14.5. 1925, kvæntur Sig- ríði Kjart- ansdóttur, f. 14.10. 1930; Svava, f. 19.7. 1926, gift Sigurði Tómassyni, f. 16.9. 1915, d. 21.10. 2002; Einar, f. 11.11. 1928, d. 11.6. 2004, kvæntur Vigdísi Pálsdóttur, f. 15.12. 1934, d. 25.5. 1983. Ásta giftist Guðmundi Guð- mundssyni, f. 9.9. 1923, d. 7.3. 2012. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Anna Sigríður, f. 20.12. 1948, gift Sveini Ívarssyni, f. 13.2. 1954, sonur þeirra er Guð- mundur Hlír, f. 20.4. 1980, sam- býliskona Þórhildur Birg- isdóttir, barn þeirra er Sveinn Gauti, f. 18.11. 2007, einnig á Sveinn dótturina Kristínu Erlu; 2) Guðmundur, f. 1.10. 1957, Tengdamóðir mín Ásta Svein- bjarnardóttir er gengin á vit for- feðra sinna. Ég kynntist Ástu og manni hennar Guðmundi árið 1982 þeg- ar ég kom að Núpi með Guð- björgu dóttur þeirra, sem síðar varð eiginkona mín. Ásta var yndisleg manneskja og hvers manns hugljúfi. Eins og þeir sem þekktu Ástu vissu barðist hún við gigtarsjúkdóm stærstan hluta ævinnar með öllum þeim ráðum sem hún fann. Hún lét aldrei bugast og tókst að lifa með sjúkdómnum sem tók að sjálfsögðu stóran toll á lífsleið- inni, en felldi hana ekki. Ástu var sérstaklega umhug- að um dýrin í sveitinni sinni og fylgdist ætíð með hvernig þeim leið og var manna fyrst að gagn- rýna ef henni fannst hallað á vel- ferð þeirra. Ástu var ekki bara velferð dýra efst í huga heldur tók hún alltaf málstað þess fólks sem minnst mátti sín. Hún var einstaklega barngóð og ég held að allir þeir krakkar sem voru í sveit hjá þeim hjón- um votti það. Drengirnir okkar Guðbjargar áttu því láni að fagna að fá að kynnast sveitinni í gegnum ömmu sína og afa. Ég veit að sú reynsla að umgangast dýrin og taka til hendinni við bústörf hverskonar mun gagnast þeim á lífsleiðinni. Nú til dags eru það forréttindi að komast í sveit til sumardvalar. Þegar Ástu er minnst er ekki annað hægt en að minnast á ástríðu hennar fyrir garðrækt. Hún hafði stóran garð á Núpi sem var hennar ær og kýr. Ásta var mikill verkstjóri þegar hún var í garðinum og fékk alla til að taka til hendinni með sér við garðyrkjustörfin. Það var ekki hægt að neita þessari konu um neitt því hún átti það svo marg- falt inni. Ásta mun lifa í mínum huga sem dugleg og ósérhlífin kona sem vildi öllum gott, hvort sem um tví- eða fjórfætling var að ræða. Elsku Ásta mín, nú ertu aftur komin í faðm Guðmundar bónda þíns og ég er viss um að þú átt eftir að láta til þín taka á nýjum stað. Björn Eysteinsson. Elsku amma mín. Nú ertu farin og ég sakna þín. Ég hugsa til sársaukans sem þú gekkst í gegnum. Þrátt fyrir veikindi þín varstu alltaf svo hress. Ég er glaður að hafa átt þig sem ömmu. Þú sást svo vel um alla í kringum þig. Glaður að hafa verið með þér í garðverk- unum. Ég man svo vel eftir að hafa verið í heimsókn hjá þér, hamingjuríkar minningar, þú eldaðir grautinn og ég sótti mjólkina út í fjós. Leiðinlegt að hafa ekki séð þig oftar eftir að maður fór að fullorðnast. Takk fyrir myndaalbúmið, ég mun eiga það alltaf. Ég vona að þér líði vel. Alexander Björnsson. Nú er hún amma farin. Það var alltaf gott að koma upp í sveit til ömmu og afa til að vera hjá þeim. Amma passaði alltaf mjög vel upp á að gefa manni að borða og fékk ég þar ýmislegt að borða sem ég fékk ekki annar staðar og var það frábært. Hún hafði alltaf einhver verkefni fyr- ir mig þegar ég kom upp í sveit að heimsækja hana til dæmis það var að hjálpa henni með eitthvað í garðinum, þar var nóg af verkefnum. Þegar ég kom með vini úr Reykjavík þá var alltaf farið að safna greinum og fleiru í bálköst. Amma var viss um að krakkar úr borginni fengju aldrei að gera svoleiðis og held ég að hún hafi haft rétt fyrir sér í því. Garðurinn hennar var eins og ævintýrastaður og hún sá um hann eins og barnið sitt og þar var líka gaman að klifra í trjám og leika sér við hundana. Oft hringdi hún í mig á veturna og sagði mér að ég skyldi búa um rúmið mitt og taka til í eldhúsinu áður en mamma og pabbi kæmu heim svo þau yrðu glöð. Svona var amma, alltaf að hugsa um okkur öll. Daníel Örn Björnsson. Ég kveð þig nú, amma. Á tímamótum sem þessum rifjast upp margar minningar úr sveit- inni og er ég þakklátur fyrir þær sem og stundirnar þar með ykkur afa á Núpi. Þegar maður minnist þín er ekki hægt annað en að rifja upp hvað þú varst yndislega útsjón- arsöm með að fá okkur krakk- ana til að vinna í garðinum á Núpi. Ég viðurkenni það fúslega að mér fannst mörg önnur verk skemmtilegri, en, amma, þú hafðir lag. Það þurfti að slá garðinn, klippa tré, færa tré og færa fleiri tré. Þú úthlutaðir verkefnum af mikill kostgæfni og oftar en ekki endaði þetta á orðunum „svo baka ég vöfflur“ sem voru oft töfraorðin til að fá okkur krakkana til að snúast í garðinum. Í vikunni þegar fjölskyldan fór yfir myndir rifjaðist upp leið- angur sem þú stóðst fyrir sum- arið 2003 en þá hafðirðu ákveðið að það vantaði stóran stein í garðinn sem átti að vera sæti fyrir gesti. Að venju var verk- stjórn í þínum höndum og ekki dugði annað en stóri traktorinn og að sjálfsögðu nóg af mann- skap. Var stefnan sett út að Írá þar sem þú þræddir þig eftir varnargarðinum þangað til steinninn var fundinn. Ekki varstu í neinum vafa og hófst nú vinnan við að koma honum í traktorsskófluna og síðan alla leið inn í garð. Í dag þegar ég sé þennan stein verður minningin um það hvað þú varst dugleg og fylgin þér ljóslifandi. Enginn var ósnortinn sem heimsótti Núp, hvort sem það var blaðamaður frá New York Times að fjalla að eldgosið í Eyjafjallajökli eða hópur vin- kvenna að gæsa tilvonandi brúði í sveitinni. Allir máttu eiga von á því að þurfa að draga manna- korn og lesa upp úr biblíunni, og höfðu allir gaman af enda lauk hverri heimsókn með vöfflu- veislu. Amma, þú varst á allan hátt stórkostleg og ég er þakklátur fyrir að Sveinn Gauti sonur minn hafi fengið að kynnast þér. Þú skipar stóran sess í hjarta mínu og munu minningarnar hlýja mér um ókomna tíð. Ég kveð þig með söknuði. Guðmundur Hlír Sveinsson, Þórhildur Birgisdóttir og Sveinn Gauti Guðmundsson. Með söknuði kveð ég Ástu móðursystur mína. Margar góð- ar minningar koma upp í hug- ann allt frá bernsku, um heim- sóknir okkar fjölskyldunnar á Hverabakka til Ástu og Guð- mundar á Núpi. Það var líkt og í ævintýri að koma undir Eyja- fjöllin, stórbrotið landslag og ávallt skein sól sem lýsti upp fegurð sveitarinnar. Systurnar, móðir mín og Ásta, voru alla tíð mjög samrýndar og töluðu þær saman í síma nær daglega seinni árin. Ásta kunni þá list að taka vel á móti gestum og það var alltaf tilhlökkun að hitta hana. Fastur liður í heimsóknunum var að skoða fallega blómagarð- inn sem hún ræktaði af alúð. Leiðarljós Ástu í lífinu var kærleikur, gleði og umhyggja. Hún sýndi það í verki með bænaheftum sem hún setti sjálf saman, lét á prent og gaf vinum og vandamönnum. Þá ber einnig að þakka fyrir sérstakt framtak hennar en hún safnaði saman myndum, frásögnum og blaða- greinum um forfeður okkar sem við frændfólkið njótum góðs af. Gaman var að fagna með Ástu á 90 ára afmæli hennar í síðast- liðnum ágústmánuði. Þá óraði okkur ekki fyrir að svo stutt yrði í kveðjustundina. Ég bið Guð að blessa minn- ingu frænku minnar og gefa börnum hennar og fjölskyldu styrk. Þóra Sigurðardóttir. Hvernig getur ein manneskja verið manni svona dýrmæt? Ætli ástæðan sé ekki kærleik- urinn, væntumþykjan, og áhug- inn sem hún sýndi mér alla tíð. Hún var ekki bara góð frænka heldur líka vinkona. Við gátum talað saman og gleymt okkur í umræðu um allt sem okkur skipti máli í lífinu og tilverunni. Það veitti sérstaka vellíðan og gleði. Ég veit ekki hvort Ásta hafi gert sér grein fyrir hversu dásamleg mannvera hún er. Ég sagði við Ástu fyrir stuttu að öll- um þætti vænt um hana og þá var svarið, sagt milt og blíðlega „ég ber hlýjan hug til allra“. Hún hafði sama áhuga á fólki og garðinum sínum ef maður getur líkt því saman. Ásta vildi sjá allt dafna, vaxa og verða betra. Það var ástæða fyrir því að lagt var í stórframkvæmdir við húsið á Núpi. Þegar Ásta var að byrja að búa þráði hún að fara inn í Þórsmörk og upplifa þar unaðs- stundir eins og sumir sveitungar sínir sem fóru ríðandi inn úr. En búið kallaði á vinnu en ekki af- þreyingu. Frænka mín dó ekki ráðalaus. Hún hugsaði með sér: „Ég ætla að rækta upp mína eigin Þórsmörk hér á Núpi“ og þið sem þetta lesið vitið hvernig fór. Þegar hjálparhönd barst við garðvinnuna var sá hinn sami einlæglega lofaður og dásamað- ur. Einnig var Guði þakkað fyrir sendinguna. Trúin var förunaut- ur allt frá barnæsku er foreldr- arnir, Sveinbjörn og Anna fóru með bænirnar við rúmstokkinn. Ásta samdi bænabók. Henni var í mun að láta bænir styrkja og styðja hvern sem þyrfti og vildi. Ásta var bænheit kona og fékk ég að reyna það. Ásta brýndi fyrir mér að hafa yfir „Jesús Kristur ég þakka þér fyr- ir lífið, ég þakka fyrir þennan dag og þessa stund“ og svo átti ávallt að muna að gera kross- mark yfir útihurðina. Hún kom úr tólf systkina hópi og fann maður hlýjan systkinakærleik- ann þeirra á milli. Hann má ef- laust rekja til þeirra stunda sem þau ólust upp á Skála. Ásta átti margar góðar minningar þaðan, húslestrarnir voru t.d. ein minn- ingin sem vó þungt. Skáli var í þjóðbraut og ólst Ásta upp við miklar gestakomur sem glæddu heimilið enn meira lífi. Seinna þegar Ásta og Guðmundur hreiðruðu um sig á Núpi var gestrisnin líka í hávegum höfð. Manni var tekið fagnandi og fór maður aldrei svangur frá þeim bænum. Ásta tók saman fróðleik og upplýsingar um ættina og eigum við Ástu gífurlega mikið að þakka. Það var gert af mikilli ástríðu. Sannarlega kom hún á frekari tengingu við forfeðurna og fortíðina sem hefur glatt all- an frændgarðinn og sem mun örugglega skapa sömu tilfinn- ingar hjá ófæddum afkomend- um. Þrátt fyrir líkamlega kvilla var ekki látið bugast. Ásta leit- aði ávallt leiða til heilsubótar var aðdáunaravert að fylgjast með því. Sama hugsunin var gagnvart öðru fólki sem eitt- hvað bjátaði á hjá. Það er hollt og gott fyrir sálina manns að vera í nálægð við góða mann- veru. Þegar ég var í návist Ástu var eins og sólin hækkaði á lofti og það eru forréttindi að hafa átt þvílíka frænku. Ég átti með henni endurnærandi gleðistund- ir. Ásta var mér mikils virði og mun ég ávallt sakna hennar. Ég þakka fyrir samveruna og votta öllum ættingjum mína dýpstu samúð. Sigríður Anna Einarsdóttir. Elskulega frænka mín, mitt einlæga uppáhald, sem kenndir mér svo óendanlega margt. Ég er sorgmædd í hjartanu en jafnframt glöð, ég veit nefni- lega að þú ert glöð og ham- ingjusöm, með nýtt og spenn- andi verkefni, og alveg er ég viss um að bíll fylgi frítt með. Það merkilegasta sem þú kenndir mér, er að horfa á það góða og fallega allt um kring, þú sagðir það ekki með orðum, þú lifðir það og við hin fengum að anda því að okkur. Það var fátt dásamlegra á fal- legum degi undir Eyjafjöllum en að fá sér göngutúr út að núpi, oftast kom ég við á Skála og tók Önnu frænku með og við röltum í rólegheitum á vit æv- intýra, þegar við vorum komnar vildi Anna alltaf ganga inn sunnan megin, í gegnum trjá- göngin þín, sem minntu mann á sögusvið úr ævintýrabók. Ef þú varst ekki í garðinum að færa til tré eða runna, þá varstu í eld- húsinu að búa til eitthvað gott og þangað fórum við, föðmuðum þig og vissum að nú fengi malla- kútur eitthvert ljúfmeti, vöfflur með rjóma og ís með blönduðum ávöxtum úr dós var uppáhald. Eftir að hafa fyllt tóman maga með kræsingum fórum við upp á loft að leika með hinni uppáhaldsfrænku, litlu stelpunni þinni, Buggu Birnu, stundum í hita dúkkuleiks vildi maður stytta nafnið á frænku og notaði bara Bugga, þá heyrðist hrópað að neðan, hún heitir Bugga Birna, það voru einu skiptin sem þú hækkaðir röddina tals- vert. Þegar ég var orðin leið í dúkkó laumaði ég mér oftast niður til þín og þá var farið að færa til húsgögn, myndir og annað punt, þér fannst ekki leið- inlegt að breyta og mér ekki heldur, þar vorum við á heima- velli. Þú hafðir unun af að gefa fólki og skepnum mat, Frans- iskó hundurinn okkar elskaði þig meir en okkur, þú dekraðir hann svo, þegar við Bugga Birna vorum með Hótel Skóga hvarf hann iðulega og einu sinni náði hann alla leið til þín frá Skógum, þvílík ást. Já, elsku frænka, þannig minnist ég allra stunda með þér, fylltar af ást og umhyggjusemi. Elsku Bugga Birna, Gummi og Anna Sigga, Guð geymi ykk- ur. Fríða Jónsdóttir. Ásta Sveinbjarnardóttir virðing reynsla & þjónusta allan sólarhringinn www.kvedja.is 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖLDU ÓLAFSDÓTTUR, Leikskálum 4, Hellu. Sigurður Karlsson og fjölskylda. ✝ Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför EMILS HJARTARSONAR húsgagnasmíðameistara. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Sigríður Emilsdóttir, Ragnar Harðarson, Erla Emilsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Gunnar Bjarnason, Bryndís Emilsdóttir, Hjalti Ástbjartsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona, LINDA KONRÁÐSDÓTTIR, Seljabraut 82, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 13. nóvember, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 26. nóvember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Magnús Valdimarsson, Sara Barðdal Þórisdóttir, Hákon Víðir Haraldsson, Alexander Úlfur Hákonarson, Konráð Adolphsson, Edda Gunnarsdóttir, Hilmar Konráðsson, Sigrún Bjarnadóttir, Bergur Konráðsson, Inga Lóa Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.