Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju Trúfrelsi Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar var opnað almenningi í gær. Um þrjátíu manns biðu við stólalyftuna Fjarkann þegar hleypt var í hana kl. 16. Fjórir fyrstu farþegarnir fóru með forláta borða upp, en Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður svæðisins hafði látið útbúa borð- ann með viðeigandi dagsetningu. Frá vinstri eru Emil Þór Arnarsson, Einar Gunnlaugsson, Sæv- ar Andri Jóhannsson og Sigurandri Gunnarsson. Með forláta borða í fyrstu ferðinni með Fjarkanum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Efnahagsleg áhrif háskólanna í Borgarbyggð, Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands, eru að minnsta kosti um 965 milljónir króna á ári eða um 14% af öllum at- vinnutekjum á svæðinu. Fram kemur í mati Vífils Karls- sonar, hagfræðings hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, að efna- hagsleg áhrif Háskólans á Bifröst, með margfeldisáhrifum, nemi 465 milljónum króna á ári og að áhrif Landbúnaðarháskólans nemi 509 milljónum króna. „Efnahagsleg áhrif skólanna á samfélagið eru því mjög umtalsverð og þá einkum á Borgar- byggð,“ segir Vífill í samtali við Morgunblaðið. Innan menntamálaráðuneytisins eru hugmyndir uppi um að sameina Landbúnaðarháskólann Háskóla Ís- lands en rætt hefur verið um að há- skólastarfið á Hvanneyri falli undir verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ. Háskólar hafa aðdráttarafl Vífill og Magnús Birgir Jónsson, fyrrverandi rektor Landbúnaðarhá- skólans, hafa unnið samantekt fyrir Borgarbyggð þar sem þeir benda á mikilvægi dreifðs háskólanáms. Víf- ill segir að háskólar hafi jákvæð áhrif á mannfjöldaþróun svæða og að staðsetning þeirra geti virkað sem hvati fyrir ungt fólk til að vera um kyrrt eða setjast að heima í héraði. „Þá hafa háskólar alltaf bein og óbein efnahagsleg áhrif með starf- semi sinni þar sem nemendur og starfsmenn leiða til ákveðinna margföldunar- áhrifa sem neyt- endur og skatt- greiðendur.“ Dæmi um þetta sé flutningur og stofnun rann- sóknastofnana og fræðasetra í nágrenni háskóla. Vífill bendir enn fremur á að gæta þurfi að stöðu kvenna. „Ég sá það óvenjulega mynstur í doktorsritgerð minni að konur eru miklu næmari fyrir öllum áhrifaþáttum, svo sem lækkun launa og atvinnuleysi. Sé ekkert í boði fyrir þær eða betra annars staðar flytja þær brott og karlarnir fylgja þeim á eftir. Þar sem konur eru mun fleiri en karlar í há- skólanámi virðast þær veðja á að menntunin skili þeim þeirri velferð sem þær sækjast eftir,“ nefnir hann. Því sé ljóst að störf við háskóla henti konum. „Að einhverju leyti getur maður því sagt að byggðamál séu í raun jafnréttismál.“ Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eru fjárveitingar til Landbúnað- arháskólans og Háskólans á Bifröst skornar niður. Að sögn sveitarstjóra Borgar- byggðar hefur sveitarstjórnin fundað með þingmönnum kjördæmisins og þá hafa fulltrúar úr sveitar- stjórninni átt fundi með menntamála- ráðherra. Áhrifa háskólanna gætir víða  Efnahagsleg áhrif háskólanna í Borgarbyggð nema tæpum einum milljarði króna á hverju ári  Heimamenn mótmæla skertum framlögum til skólanna Vífill Karlsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Brim hf. hefur keypt hlut í græn- lensku sjávarútvegsfyrirtæki. „Okk- ur finnst spennandi að fara að vinna með Grænlendingum. Það hefur ver- ið mikill vilji hjá stjórnvöldum á Grænlandi og Íslandi að vinna meira saman,“ segir Guðmundur Krist- jánsson, framkvæmdastjóri Brims. Grænlenska fyrirtækið, Arctic Prime Production A/S og dóttur- félagið Arctic Prime Fisheries ApS, er með höfuðstöðvar í Qagortog á Suður-Grænlandi. Það rekur þrjár fiskverkanir og gerir út tvo línubáta og frystitogara. Guðmundur tekur fram að þetta sé ekki stórt sjávarút- vegsfyrirtæki á íslenskan mæli- kvarða, velta þess svari til rúmlega eins milljarðs króna. Stjórnandi fyr- irtækisins er aðaleigandi þess, en Brim eignast með kaupunum minni- hluta í félaginu. „Við höfum rekið fiskverkun í ára- tugi og teljum að við getum lagt gott til fiskvinnslunnar á Suður-Græn- landi. Svo er aukin fiskigengd við Grænland og vonast til að þorsk- kvótinn verði aukinn,“ segir Guð- mundur og segir að Brim vilji í sam- starfi við Grænlendinga stækka fyrirtækið og gera það öflugra til að fylgja eftir auknum fiskveiðum. Hann bætir því við að Íslendingar búi yfir tækni og verkþekkingu í fiskverkun sem örugglega sé hægt að nýta við uppbygginguna. Fyrstu kynni góð Guðmundur segir of snemmt að segja til um hvort verkefni verði fyr- ir skip Brims eða starfsfólk á Græn- landi. „Það á eftir að koma í ljós. Okkur líst vel á samstarfið og fyrstu kynni af fólki þarna eru góð. Mér sýnist að Grænlendingar og Íslend- ingar eigi margt sameiginlegt,“ segir Guðmundur. Vinna með Grænlendingum  Brim kaupir hluti í fyrirtæki í Qagor- tog í Eystribyggð Morgunblaðið/Golli Skálaberg Guðmundur Krist- jánsson tekur á móti nýju skipi. Ísfisktogarinn Helga María AK er á heim- leið eftir um- fangsmiklar breytingar og endurbætur sem gerðar voru á skipinu í Alkor skipa- smíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Er reiknað með því að heimsigl- ingin taki rúma fimm sólarhringa og gæti skipið því komið til hafnar í Reykjavík um miðja næstu viku. Stjórn HB Granda tók þá ákvörðun fyrr á þessu ári að láta breyta Helgu Maríu úr frystitog- ara í ísfisktogara og var skipið komið til Póllands um mán- aðamótin júní og júlí. Fram kemur á heimasíðu fyrir- tækisins að breytingarnar hafi verið umfangsmiklar, en helsta breytingin fólst í því að frystilest- inni var breytt í ísfisklest og stækkuð verulega með því að fjar- lægja frystivélarými og tvo síðu- tanka. Breytingunum er ekki að fullu lokið og enn mun því líða nokkur tími áður en skipið fer á veiðar. Meðal annars er eftir að setja nið- ur nýtt vinnsludekk í skipið. Það verk munu starfsmenn 3X Stáls sjá um en að auki koma fleiri fyr- irtæki að lokafráganginum á Helgu Maríu. Helga María AK á heimleið eftir breyt- ingar í Póllandi „Þetta var mjög fjölmennur fundur þar sem heimamenn sögðu sínar skoðanir á mál- efnum háskólanna í héraðinu. Það kom skýrt fram hversu stórt hlutverk þessir skólar leika hér í samfélaginu,“ segir Páll S. Brynjarsson, sveit- arstjóri Borgarbyggðar, en um 200 manns mættu á íbúafund síðastliðið fimmtudagskvöld. Á fundinum var skertum fram- lögum til háskólanna harðlega mót- mælt. Leika stórt hlutverk FJÖLMENNUR ÍBÚAFUNDUR Páll S. Brynjarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.