Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 23
Ljósmynd/MatsWibe Lund
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013
Við hringborðið kemur fram að
margt hefur hjálpast að við að snúa
atvinnuástandinu til betri vegar.
Efling ferðaþjónustunnar hefur
ekki farið framjá Suðurnesjamönn-
um fremur en öðrum landsmönnum.
Ekki hefur skaðað að eini alþjóða-
flugvöllur landsins er í Keflavík. Á
Suðurnesjum er einnig einhver vin-
sælasti ferðamannastaður landsins,
Bláa lónið. Þetta hefur skapað ný
störf. Uppgangur hefur verið í sjáv-
arútvegi vegna mikillar eftir-
spurnar erlendis eftir ferskum fiski
og öðrum sjávarafurðum. Hefur ná-
lægðin við Keflavíkurflugvöll skap-
að sjávarútvegsfyrirtækjum á
svæðinu mjög sterka samkeppn-
isstöðu
Þá eru stór atvinnusköpunar-
verkefni, sem Þróunarfélag Kefla-
víkurflugvallar hefur haft forystu
um, smám saman að skila árangri.
Aðstaðan sem byggð var upp á
gamla flugvallarsvæðinu, Ásbrú,
hefur laðað til sín nokkurn fjölda
fyrirtækja.
„Þegar eitthvað smellur“
Við hringborðið varð mönnum
tíðrætt um þau fjölmörgu tækifæri
sem eru fyrir hendi á Suðuresjum.
„Styrkleiki svæðisins felst í orkunni,
fiskinum og nálægðinni við Keflavík-
urflugvöll og þar með útlönd,“ sagði
Ásgeir. „Og Helguvík,“ bætti hann
við, sannfærður um að mikil fjárfest-
ing í hafnarmannvirkjum þar muni á
endanum skila sér.
„En það vantar herslumuninn
til að leysa aflið sem er hérna úr læð-
ingi,“ var sagt við hringborðið. „Þeg-
ar eitthvað smellur verður mikil
keðjuverkun í atvinnulífinu á svæð-
inu,“ sagði Böðvar. Þetta „eitthvað“
er í huga margra álverið sem beðið
hefur verið eftir í Helguvík. Við
hringborðið eru allir sammála um að
það myndi gerbreyta atvinnu-
ástandinu á Suðurnesjum.
Efla þarf starfsmenntun
Menntunarstig á Suðurnesjum
er áhyggjuefni við hringborðið. Það
hefur lengi verið lægra en í öðrum
landshlutum. Það hefur verið skýrt
með því að lengst af voru næg störf á
svæðinu, hjá varnarliðinu og í fisk-
vinnslu, þar sem ekki voru gerðar
kröfur um formlega menntun. Stór
hluti þeirra sem verið hafa á at-
vinnuleysisskrá undanfarin ár er að-
eins með grunnskólapróf. Við hring-
borðið eru menn sammála um að
stórauka þurfi og efla tækifæri til
starfsmenntunar á Suðurnesjum.
Bryndís nefndi Fisktækniskólann í
Grindavík í því sambandi. Býður
skólinn upp á hagnýtt tveggja ára
nám í sjómennsku, fiskvinnslu og
fiskeldi, verklegt og bóklegt. Mik-
ilvægt sé að skólinn fái áfram fjár-
veitingar, en enn ríkir óvissa um
það. Sama gildir um Fjölbrautaskóla
Suðurnesja sem ekki hefur fengið
nægilegar fjárveitingar til að geta
tekið inn alla þá nemendur sem vilja
komast í verknám. „Reiknilíkanið
sem við er stuðst er rangt,“ fullyrti
Böðvar.
Stoltir af skólunum
Frammistaða grunnskólanem-
enda á Suðurnesjum í samræmdum
prófum hefur lengi verið lökust á
landsvísu. Það hefur ekki verið upp-
örvandi. En í haust urðu umskipti og
hefur farið gleðibylgja um byggð-
irnar á svæðinu við þær fréttir.
Nemendur í Reykjanesbæ, Garði og
Sandgerði stóðu sig afar vel á próf-
unum og er meðaltalsárangur þeirra
hinn besti frá upphafi. „Þessi árang-
ur er ekki tilviljun,“ sagði Böðvar.
„Hér hefur verið unnið markvisst að
því í nokkur ár að finna hvar veik-
leikarnir liggja með skimunarpróf-
um og öðrum aðferðum.“ Undir
þetta var tekið. „Hér eru allir mjög
stoltir af skólunum,“ sagði Sigrún.Morgunblaðið/RAX
rnesjum
Þátttakendur í hringborðsumræðum
Morgunblaðsins um málefni Suðurnesja.
Frá vinstri Ásgeir Eiríksson, Sigrún
Árnadóttir, Böðvar Jónsson, Magnús
Stefánsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir
og Kjartan Eiríksson.
Tónlistarlíf stendur í miklum blóma á Suðurnesjum og tónlistarskólar eru í
öllum sveitarfélögunum.
„Við erum sannfærð um að tónlistin muni eflast enn þegar Hljómahöllin,
nýja tónlistarhúsið í Stapa í Njarðvík, tekur til starfa eftir áramótin,“ sagði
Böðvar Jónsson. Framkvæmdir hafa kostað á þriðja milljarð króna. Þar verða
Poppminjasafnið og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar meðal annars til húsa. Full-
víst þykir að húsið mundi laða til sín margs konar viðburði sem eflt geta at-
vinnu, mannlíf og menningu á svæðinu.
Segja má að íslensk popptónlist eigi rætur Keflavík í Reykjanesbæ og þar
hefur lengi blómstrað tónlistarlíf af fjölbreyttu tagi. Ekki kemur því á óvart að
þar sé starfræktur einn öflugasti og fjölmennasti tónlistarskóli landsins með
um 800 nemendur. Frá honum hefur útskrifast margt af þekktasta og besta
tónlistarfólki landsins að sögn Böðvars.
Morgunblaðið/Eggert
Hljómahöllin Stapi, hið gamla samkomuhús Suðurnesjamanna, hefur verið end-
urbyggður. Þar verður tónleikahald og að auki tónlistarskóli og poppminjasafn.
Suðunesjamenn vænta
mikils af Hljómahöllinni
Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110
HarðskeljadekkTIRES
Mundueftir að finnaBESTAVERÐIÐáður en þú kaupirdekk!