Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 23
Ljósmynd/MatsWibe Lund MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Við hringborðið kemur fram að margt hefur hjálpast að við að snúa atvinnuástandinu til betri vegar. Efling ferðaþjónustunnar hefur ekki farið framjá Suðurnesjamönn- um fremur en öðrum landsmönnum. Ekki hefur skaðað að eini alþjóða- flugvöllur landsins er í Keflavík. Á Suðurnesjum er einnig einhver vin- sælasti ferðamannastaður landsins, Bláa lónið. Þetta hefur skapað ný störf. Uppgangur hefur verið í sjáv- arútvegi vegna mikillar eftir- spurnar erlendis eftir ferskum fiski og öðrum sjávarafurðum. Hefur ná- lægðin við Keflavíkurflugvöll skap- að sjávarútvegsfyrirtækjum á svæðinu mjög sterka samkeppn- isstöðu Þá eru stór atvinnusköpunar- verkefni, sem Þróunarfélag Kefla- víkurflugvallar hefur haft forystu um, smám saman að skila árangri. Aðstaðan sem byggð var upp á gamla flugvallarsvæðinu, Ásbrú, hefur laðað til sín nokkurn fjölda fyrirtækja. „Þegar eitthvað smellur“ Við hringborðið varð mönnum tíðrætt um þau fjölmörgu tækifæri sem eru fyrir hendi á Suðuresjum. „Styrkleiki svæðisins felst í orkunni, fiskinum og nálægðinni við Keflavík- urflugvöll og þar með útlönd,“ sagði Ásgeir. „Og Helguvík,“ bætti hann við, sannfærður um að mikil fjárfest- ing í hafnarmannvirkjum þar muni á endanum skila sér. „En það vantar herslumuninn til að leysa aflið sem er hérna úr læð- ingi,“ var sagt við hringborðið. „Þeg- ar eitthvað smellur verður mikil keðjuverkun í atvinnulífinu á svæð- inu,“ sagði Böðvar. Þetta „eitthvað“ er í huga margra álverið sem beðið hefur verið eftir í Helguvík. Við hringborðið eru allir sammála um að það myndi gerbreyta atvinnu- ástandinu á Suðurnesjum. Efla þarf starfsmenntun Menntunarstig á Suðurnesjum er áhyggjuefni við hringborðið. Það hefur lengi verið lægra en í öðrum landshlutum. Það hefur verið skýrt með því að lengst af voru næg störf á svæðinu, hjá varnarliðinu og í fisk- vinnslu, þar sem ekki voru gerðar kröfur um formlega menntun. Stór hluti þeirra sem verið hafa á at- vinnuleysisskrá undanfarin ár er að- eins með grunnskólapróf. Við hring- borðið eru menn sammála um að stórauka þurfi og efla tækifæri til starfsmenntunar á Suðurnesjum. Bryndís nefndi Fisktækniskólann í Grindavík í því sambandi. Býður skólinn upp á hagnýtt tveggja ára nám í sjómennsku, fiskvinnslu og fiskeldi, verklegt og bóklegt. Mik- ilvægt sé að skólinn fái áfram fjár- veitingar, en enn ríkir óvissa um það. Sama gildir um Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem ekki hefur fengið nægilegar fjárveitingar til að geta tekið inn alla þá nemendur sem vilja komast í verknám. „Reiknilíkanið sem við er stuðst er rangt,“ fullyrti Böðvar. Stoltir af skólunum Frammistaða grunnskólanem- enda á Suðurnesjum í samræmdum prófum hefur lengi verið lökust á landsvísu. Það hefur ekki verið upp- örvandi. En í haust urðu umskipti og hefur farið gleðibylgja um byggð- irnar á svæðinu við þær fréttir. Nemendur í Reykjanesbæ, Garði og Sandgerði stóðu sig afar vel á próf- unum og er meðaltalsárangur þeirra hinn besti frá upphafi. „Þessi árang- ur er ekki tilviljun,“ sagði Böðvar. „Hér hefur verið unnið markvisst að því í nokkur ár að finna hvar veik- leikarnir liggja með skimunarpróf- um og öðrum aðferðum.“ Undir þetta var tekið. „Hér eru allir mjög stoltir af skólunum,“ sagði Sigrún.Morgunblaðið/RAX rnesjum Þátttakendur í hringborðsumræðum Morgunblaðsins um málefni Suðurnesja. Frá vinstri Ásgeir Eiríksson, Sigrún Árnadóttir, Böðvar Jónsson, Magnús Stefánsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Kjartan Eiríksson.  Tónlistarlíf stendur í miklum blóma á Suðurnesjum og tónlistarskólar eru í öllum sveitarfélögunum. „Við erum sannfærð um að tónlistin muni eflast enn þegar Hljómahöllin, nýja tónlistarhúsið í Stapa í Njarðvík, tekur til starfa eftir áramótin,“ sagði Böðvar Jónsson. Framkvæmdir hafa kostað á þriðja milljarð króna. Þar verða Poppminjasafnið og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar meðal annars til húsa. Full- víst þykir að húsið mundi laða til sín margs konar viðburði sem eflt geta at- vinnu, mannlíf og menningu á svæðinu. Segja má að íslensk popptónlist eigi rætur Keflavík í Reykjanesbæ og þar hefur lengi blómstrað tónlistarlíf af fjölbreyttu tagi. Ekki kemur því á óvart að þar sé starfræktur einn öflugasti og fjölmennasti tónlistarskóli landsins með um 800 nemendur. Frá honum hefur útskrifast margt af þekktasta og besta tónlistarfólki landsins að sögn Böðvars. Morgunblaðið/Eggert Hljómahöllin Stapi, hið gamla samkomuhús Suðurnesjamanna, hefur verið end- urbyggður. Þar verður tónleikahald og að auki tónlistarskóli og poppminjasafn. Suðunesjamenn vænta mikils af Hljómahöllinni Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 HarðskeljadekkTIRES Mundueftir að finnaBESTAVERÐIÐáður en þú kaupirdekk!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.