Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013
X
E
IN
N
IX
13
11
00
2
Kíktu við að Fosshálsi 1 í Reykjavík
og skoðaðu fallega og skemmtilega
öðruvísi gjafavöru frá BoConcept.
Falleg gjafavara
frá BoConcept!
Púði „turn me around“ Púði „Sari“ Bollar „Collectors“ Vasi „Owl purple“
verð kr. 10.790,- stk. verð kr. 8.990,- stk. verð kr. 9.690,- 6 í pakka verð kr. 10.190,- stk.
Púði „Six assortments“ Teppi „Sari vintage“ Kertastjakar „Japanese Dolls“ Veggklukka „Mega numbers“
verð kr. 9.190,- stk. verð kr. 18.390,- stk. verð kr. 2.995,- stk. verð kr. 9.490,- stk.
Lækjargötu og Vesturgötu
Í nóvember 1963 fór
ég til Bandaríkjanna til
þess að ganga frá kaup-
um á tveimur tveggja
hreyfla Beech-
craft-flugvélum sem
gátu flutt tíu farþega.
Þessar vélar voru svo
notaðar næsta áratug-
inn hjá einkafyrirtæki
mínu á Akureyri, flug-
félaginu Norðurflugi, til
farþega- og vöruflutninga svo og til
sjúkraflugs og reyndust þær vel. Þær
komu til Akureyrar og lentu þar 4. júlí
árið eftir. Eftir að ég hafði gengið frá
kaupunum á vélunum í Tucson í Ari-
zona lá leiðin heim á leið. Ég átti pant-
að far með Loftleiðaflugvél frá Idle-
wild-flugvelli í New York 21.
nóvember. Ég var kominn snemma til
flugvallarins en flugið til Íslands var
ekki áætlað fyrr en seint um kvöldið.
Þá var það venjan að flogið var yfir
nóttina og komið snemma morguns
næsta dag til Íslands. Nú var ekkert
fyrir mig að gera nema að bíða. Fór ég
því og fékk mér kaffibolla. Var mér þá
sagt frá því að þeir sem vildu gætu far-
ið upp stiga upp á efstu hæð og setið
þar úti á svölum. Ég tók því boði og fór
ég upp með minn kaffibolla og settist
þar við borð, en veðrið var ljómandi
fallegt haustveður.
Þegar ég leit yfir svæðið blasti við
mér falleg fjögurra hreyfla Boeing
707-flugvél. Var málað á
hana með stórum stöfum
nafnið United States of
America. Ég kannaðist
þó ágætlega við þessa vél
af myndum sem ég hafði
séð svo það var auðvelt
að sjá að þarna var kom-
in „vél flughersins númer
eitt“ en það auðkenni er
á einkaflugvél forseta
Bandaríkjanna. Vélin var
ekki beint fyrir framan
svalirnar þar sem ég var,
heldur nokkuð til hægri
frá mér séð, kannski um tvö hundruð
metra eða svo. Vélin snéri eins og
byggingin með vinstri hlið að bygging-
unni og sá ég því á ská framan á vélina.
Dyr framan við vinstri vænginn voru
opnar og stigi var upp að hurðinni.
Ekki sá ég nokkurn mann á ferli og
virtist allt næsta rólegt. Leið nú og beið
en allt í einu birtist röð af svörtum
fólksbílum, sem komu brunandi fyrir
endann á byggingunni, allmikið lengra
í burtu frá mér séð. Komu þeir í átt að
vélinni og stöðvuðust skammt frá
vinstri væng vélarinnar. Menn stigu út
úr bílunum og ég sé þá hópast í kring-
um mann sem steig út úr fremsta bíln-
um. Sá fór greinilega að ræða við þá og
gekk þannig góða stund. Þá sé ég að
maðurinn kveður þá með handabandi,
einn af öðrum.
Ég hafði oft séð myndir að forset-
anum og sá á augabragði að þetta var
enginn annar en John F. Kennedy, for-
seti Bandaríkjanna, sem þarna var að
kveðja sína menn. Eftir að hann hafði
kvatt fór hann að stiganum og hljóp
léttilega upp tröppurnar. Á stigapall-
inum snerist hann á hæli, leit yfir hóp-
inn fyrir neðan sig og veifaði til þeirra í
kveðjuskyni. Þá snéri hann sér aftur
við og hvarf inn í flugvélina. Dyrnar
lokuðust, stiginn var dreginn frá og ég
heyrði að hreyflarnir voru að fara í
gang. Skömmu síðar lagði flugvélin af
stað áleiðis út að flugbrautunum.
Þá varð mér ljóst að öll áhöfn vél-
arinnar og allt fylgdarlið forsetans
hafði beðið um borð í vélinni því eng-
inn annar en Kennedy forseti fór um
borð meðan ég sá til.
Þetta var að sjálfsögðu algjör til-
viljun að ég var staddur þarna á þess-
um stað og stundu þar sem ég gat séð
forseta Bandaríkanna koma út á flug-
völl og ganga um borð í flugvél sína.
Svona með sjálfum mér var ég mjög
hreykinn, upp með mér og ánægður
með það, að hafa verið svona heppinn
að sjá Kennedy forseta með eigin aug-
un þarna á ferð, en ekki bara að sjá
hann á myndum eða í sjónvarpi.
Ameríkuferð í nóvember 1963
Eftir Tryggva
Helgason »Ég sá forsetann
hlaupa létt upp stig-
ann og veifa síðan til
sinna manna. En þetta
reyndist vera hans síð-
asta kveðja til þjóðar
sinnar í þessu lífi.
Tryggvi Helgason
Haustið kemur, allt
breytir um lit. Laufin
falla, dagsbirtan dvínar
og myrkrið sækir að.
Veturinn kemur og það
kólnar. Kuldi, myrkur
og trekkur taka völdin
um stund í lífi okkar,
tilveru og jafnvel sál
svo það næðir um. Þá
hrópa ég einlægu
hjarta, jafnvel svolítið
kvíðinn, af öllum mætti
en veikum rómi þó: Guð minn! Guð
minn! Viltu ekki yfirgefa mig.
Það mun aftur vora
En þótt á móti blási í lífinu um
stund munum þá að það mun aftur
taka að birta til. Fyrr en varir mun
aftur vora, fuglarnir
taka að syngja og sum-
arið bjóða okkur til
fylgdar við sig með feg-
urð sinni og tækifær-
um, birtu, blómum og
yl.
Þess vegna er gott að
mega halda inn í vet-
urinn og njóta hans
með vorið vistað í sál-
inni og sól og eilíft sum-
ar í hjarta.
Að skapa ljúfar
minningar
Í ljósi þess er svo dýrmætt, mik-
ilvægt og gefandi eftir allt saman að
fá að dvelja í núinu og njóta þess.
Njóta þess í ljósi þess sem koma
skal. Njóta dagsins í dag og vera
ekki sífellt að bíða eftir einhverju
sem verður kannski síðar á ævigöng-
unni, þegar „rétti“ tíminn rennur
upp. Núið er svo dýrmætt og það
kemur ekki aftur.
Það er því verðugt verkefni dag
hvern að leitast við gera núið að
góðri stund sem verður síðan að ljúf-
um minningum strax daginn eftir.
Aðeins forrétturinn
Ég er þess nefnilega fullviss að
ævinnar ljúfustu og bestu stundir
séu aðeins sem forrétturinn að þeirri
eftirsóknarverðu, ljúfu og friðsælu
veislu sem okkur er boðið til og
koma skal í fyllingu tímans.
Hugleiðum það, með þakklátu
hjarta.
Lifi lífið!
Dýrmætt að dvelja í núinu
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Þess vegna er svo
gott að mega
halda inn í veturinn
og njóta hans með
vorið vistað í sálinni
og sól og eilíft sumar í
hjarta.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöf-
undur.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.