Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Við sérhæfum okkur í vatnskössum og bensíntönkum. Gerum við og eigum nýja til á lager. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil uppbygging er á gistiaðstöðu í sveitarfélaginu Hornafirði. Reiknað er með að um 200 gistirúm bætist við á næsta ári og enn fleiri á næstu ár- um „Aukin eftirspurn kallar á aukna þjónustu,“ segir Árdís Erna Hall- dórsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls sem er ferðaþjónustu- klasi í Austur-Skaftafellssýslu. Í könnun sem Guðrún Sigurðar- dóttir gerði kemur fram að 46 gisti- staðir eru í sýslunni með samtals 1.564 gistirúm. Mikið hefur verið að gera hjá flestum eða öllum hótelum og gistiheimilinu á sumrin og mörg- um þurft að vísa frá og nú er unnið að stórfelldri uppbyggingu. Margir eru að bæta við herbergjum og bæta að- stöðuna eða koma upp nýjum gisti- stöðum. Fosshótel Vatnajökull á Lindar- bakka er að endurnýja hótelið frá grunni, bæta við 40 herbergjum og stækka aðra aðstöðu. Hótel Jökull er að stækka, einnig gistiheimilið í Árnanesi og nýtt gistihús er að rísa á Seljavöllum. Öll þessi gistihús eru í Nesjum í Hornafirði. Gistiheimilið Hali í Suðursveit er að stækka sem og sveitahótelið á Smyrlabjörgum. Þá undirbúa Fosshótel byggingu nýs 116 herbergja glæsihótels rétt austan við Hnappavelli í Öræfum. Það gæti komist í gagnið á árinu 2016. Bráðvantar fleiri herbergi „Það hefur verið stöðug aukning í mörg ár og frá árinu 2009 hefur bráð- vantað fleiri herbergi,“ segir Stefán Þór Arnarsson, hótelstjóri á Fosshót- eli Vatnajökli. „Við erum ekki aðeins að stækka heldur að taka alla aðstöð- una í gegn. Það var orðið tímabært svo við gætum verið samkeppnisfær- ir við það besta sem gerist í Evrópu.“ Stefán segir að Fosshótel sjái tækifæri í því að leggja meira í að- stöðuna og koma þannig með eitt- hvað nýtt inn á ferðaþjónustumark- aðinn í Hornafirði. „Við höfum náttúruna og margt annað upp á að bjóða en ef við getum ekki boðið upp á úrvals gistingu og þjónustu gæti farið að hægja á fjölguninni. Fram- vindan er undir okkur sjálfum komin. Við þurfum að standa undir vænting- um gestanna svo þeir fari ánægðir,“ segir Stefán. Meirihluti opinn allt árið Áætlað er að 90 herbergi bætist við fyrir næsta sumar og að gistirúm verði 1.770 sem er rúmlega 200 rúma fjölgun frá þessu ári. Í könnun Guðrúnar kemur fram að um tveir þriðju gistihúsanna eru opnir allt árið en einn þriðji er aðeins opinn yfir sumarið. Sömu sögu er að segja um afþreyingarfyrirtækin. Sumarvertíðin er alltaf að lengjast, að sögn Árdísar, og stendur frá byrj- un maí og fram í október. „Það eru samt sem áður miklar árstíðasveifl- ur. Við erum að vinna að því að fá meiri stöðugleika í greinina með því að byggja upp í vetrarferðaþjón- ustu,“ segir Árdís og tekur fram að það hafi gengið vel. Mikil umferð hafi til dæmis verið í vetur, ekki síst að Jökuls- árlóni. Það þýðir að fleiri geta treyst á ferðaþjón- ustuna sem heils árs vinnu. Samkvæmt könnun Guð- rúnar eru 700 störf við ferða- þjónustu í Austur-Skafta- fellssýslu, mest á sumrin en umreikað til heils árs eru stöðugildin 312. Hótelbygging Sex bursta viðbygging er byggð við Fosshótel Vatnajökul á Lindarbakka og eldri byggingar jafnframt teknar í gegn. 40 herbergi bætast við og öll aðstaða verður bætt. Áformað er að opna hótelið að nýju um miðjan maí. Tölvumyndin sýnir hvernig nýja húsið mun líta út. Bæta við 200 gistirúmum  Mikil uppbygging hótela og gistiheimila í Austur-Skaftafellssýslu  Stöðugri fjölgun ferðafólks fylgt eftir  700 starfsmenn í ferðaþjónustunni Í tilefni af væntanlegri ferð skák- félagsins Hróksins til Upernavik á Grænlandi í næstu viku verður haldinn Grænlands- dagur í Kringl- unni á sunnu- dag milli klukkan 14 og 16. Þar munu liðsmenn Hróksins kynna starf sitt á Grænlandi og taka við gjöfum til grænlenskra barna. Hróksmenn biðja almenning að mæta í Kringluna á sunnudag, bæði til að kynnast starfi félagsins á Grænlandi og eins að færa börn- unum þar gjafir í tilefni jólanna. Sérstaklega er óskað eftir gjöfum sem hvorki eru plássfrekar né þungar, til dæmis vettlingum, trefl- um, húfum, litabókum, litum og öðru skemmtilegu dóti. Grænlandsdagur Hróksins á sunnudag Grænlensk börn að tafli. Töluvert hefur verið kvartað undan ógætilegum akstri ökumanna í Ánanaustum í Vesturbæ Reykjavík- ur undanfarin misseri og ár. Lög- reglan hefur oft verið kölluð þarna til vegna þessa og haft afskipti af ökumönnum sem erfitt eiga með að virða lög og reglur. „Lögreglan mun áfram fylgjast vel með umferðinni á þessum stað auk þess sem eftirlitsmyndavél hef- ur nú verið komið upp til að fylgjast sérstaklega með ökumönnum sem fara þarna um. Aksturslag sumra þeirra hefur skapað bæði hættu og óþægindi fyrir aðra og hvetur lög- regla þá sem þannig haga sér til að láta af slíkri hegðun,“ segir í til- kynningu frá lögreglunni. Hert eftirlit með akstri í Ánanaustum Hlutfall nagladekkja í Reykjavík reyndist 28% á móti 72% naglalaus- um í talningu sem gerð var 14. nóv- ember sl. Í fyrra var hlutfallið svip- að eða 26% á móti 74%, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Borgin lætur reglulega kanna hlutfallið milli negldra og ónegldra hjólbarða. Undanfarna vetur hefur hlutfall negldra dekkja hæst farið í 34-36% í febrúar og mars en slík dekk eru aðeins leyfileg í borginni á tímabilinu 1. nóvember til 15. apr- íl. Í tilkynningu frá Reykjavík segir að ókostir við nagladekk í borgum séu að þau spæna malbik upp hundraðfalt meira en önnur dekk og það valdi svifryksmengun í lofti, margfaldi kostnað við viðhald gatna auk hávaðamengunar. Ný rannsókn Vegagerðarinnar á samsetningu svifryks í lofti sýnir að hlutfall malbiks í svifryki hefur lækkað úr 55% í 17% en aftur á móti hefur hlutfall sóts farið úr 7% í 30%. Skýringin er talin geta verið sú, að bílaflotinn á höfuðborgarsvæðinu hafi frá árunum 1999-2002 til upp- hafs árs 2013 stækkað um 27,8%. Þá hafi hlutfall dísilbíla einnig auk- ist en sótmengun frá dísilbílum er meiri en frá bensínbílum. Svifryk í Reykjavík hefur farið níu sinnum á þessu ári yfir sólarhrings- heilsuverndarmörk. Hljólbarðar Rúmur fjórðungur bíla á höf- uðborgarsvæðinu er á nagladekkjum. Rúmur fjórðungur bíla á nagladekkjum Hótelið sem Fosshótel hyggj- ast byggja á Hnappavöllum í Öræfasveit verður 116 her- bergja glæsihótel. Mikið verð- ur lagt í útlit og á húsið að hafa svipmót bæjartorfanna í sveitinni. Fosshótel leggja rúma tvo milljarða í nýbygg- inguna og endurnýjun hótels- ins í Hornafirði. „Við erum að nýta gott gengi að undanförnu og þann hagnað sem af því hefur hlotist til að fjárfesta til framtíðar í greininni. Þessar metnaðarfullu framkvæmdir í Austur- skaftafellssýslu eru liður í því,“ segir Stefán Þór Arnarsson. Glæsihótel í Öræfasveit FJÁRFEST TIL FRAMTÍÐAR Árdís Erna Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.