Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 27
Elstu merki um búsetu í Kópavogi eru talin vera frá því á 9. öld. Framan af var byggð strjál þar, allt þar til eftir miðja 20 öldina, en þá fór íbúum að fjölga í Kópavogi og eru þeir nú tæplega 32.000 talsins. Helstu atvinnuvegirnir eru iðnaður, verslun og þjónusta, en í bænum er mikið um atvinnu- og verslunar- húsnæði, einkum í Smáranum og í Smiðjuhverfinu. Næst- fjölmennasti bær landsins Ljósmynd/MatsWibe Lund MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 að okkur hefur ekki tekist að stækka í takt við bæjarfélagið. Árið 1970 eru 100 börn í hljómsveitinni og 11 þúsund íbúar í bænum og núna, löngu seinna, erum við búin að fjölga í 150 en það eru fleiri en 30 þúsund íbúar í bænum,“ segir Öss- ur. Hann segir að síðustu ár hafi sveitinni borist fjórar til fimm um- sóknir um hvert pláss en í umsókn- arferlinu sé horft til ýmissa þátta á borð við jafna kynjaskiptingu og reynt að deila plássum jafnt á milli tíu grunnskóla Kópavogs. Æfingar í spennitreyju Össur segir einn ókost í starfi Skólahljómsveitarinnar en það sé óviðunandi æfingaaðstaða. „Þrátt fyrir mikið og gott starf í rúm 45 ár í bæjarfélaginu, þá erum við í al- gjörlega óviðunandi húsnæði og manni líður stundum eins og maður sé að æfa í spennitreyju,“ segir hann en sveitin æfir í íþróttahúsinu Digra- nesi. „Salurinn er svo lítill að krakk- arnir sitja í hnipri að spila og hávað- inn getur orðið mjög mikill því rýmið er svo lítið. Við erum búin að berjast fyrir því að komast úr bráðabirgða- húsnæði í 45 ár.“ Össur bendir á að í húsnæðinu kenni 17 kennarar í fimm kennslu- stofum og þar spili 60 manna lúðra- sveit í um 100 fermetrum. „Það dett- ur engum í hug að bjóða Gerplu að æfa í Hörpu, það finnst öllum fárán- legt. En það finnst öllum í lagi að tónlistarnám fari fram í íþróttahúsi,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Í takt Á seinni árum hefur aukin áhersla verið lögð á námið en áður var meira lagt upp úr að krakkarnir kynnu lög. Gömul Þessi mynd var tekin þegar sveitin kom fram í sjónvarpinu 1968. sem spilar hjólastólahandbolta. Því hafa engar keppnir verið háðar, en nokkrir æfingaleikir hafa verið spilaðir við ýmis lið. „Það væri óskandi að svona deildir yrðu stofnaðar í öðrum íþróttafélögum, okkur vantar lið til að keppa við,“ segir Gunnar. Hafið þið spilað á móti erlendum liðum? „Nei, það höfum við ekki gert. Við erum í reglulegu sambandi við lið í Svíþjóð og okkur hefur verið boðið þangað til keppni, en við höfum því miður ekki getað þegið það vegna kostnaðar. Við fáum heldur ekki leikheimild til að keppa, því við erum ekki í sérstökum hjólastólum, heldur erum við í okkar eigin stólum sem við notum dagsdaglega. Þessir sérstöku hjólastólar eru með meiri öryggisbúnað, dekkin hallast meira og það er auka- dekk aftan á til að halda betur jafnvægi.“ Hvað skiptir máli í þessari íþrótt? „Aðallega snerpa og þol, það tekur nefnilega heilmikið á að ýta stólnum,“ segir Gunnar. Spila handbolta í hjólastólum HK er eina íþróttafélagið á landinu sem er með deild hjólastólahandbolta. Hljómsveitarmeðlimur í 40 ár HVAÐ UNGUR NEMUR, GAMALL TEMUR Össur Geirsson stjórnandi. Össur hefur verið viðloðandi Skóla- hljómsveitina frá 1972 þegar hann hóf þar nám. „Ég segi oft að ég eigi Ís- landsmetið í þrautseigju, ég er búinn að vera í sömu barnalúðrasveitinni í 40 ár,“ segir hann og hlær. Eftir útskrift úr Skólahljómsveitinni gekk Össur í Hornaflokk Kópavogs sem var settur á laggirnar fyrir eldri nemendur og big band sem einnig starfaði við Skóla- hljómsveitina. Hann hóf síðan að kenna við sveitina í kringum 1986 og tók við stjórn hennar 1993.  Álfhólsvegur í Kópavogi er kenndur við Álfhól, jökulsorfinn klapparhól sem nýtur verndar sem bústaður álfa. Seint á 4. áratugnum hófust vegaframkvæmdir á þessum slóðum, vegurinn átti að liggja um Álfhólinn og fyrirhugað var að sprengja hann. Framkvæmdir gengu brösuglega og stöðvuðust á endanum. Nokkrum ár- um síðar átti að ljúka við lagningu vegarins, en þá biluðu vélar og verk- færi týndust. Margir töldu að þar hefðu álfar verið að sýna vanþóknun sína og fór svo að vegurinn var lagður framhjá hólnum. Á 9. áratugnum átti að hækka veginn og malbika hann. Fleyga átti stykki úr hólnum, en bor- inn sem nota átti til verksins brotn- aði. Sama máli gegndi um annan bor sem notaður var. Á endanum neituðu verkamennirnir að koma nálægt vinnu við hólinn og var áætlununum um vegarstæðið breytt. annalilja@mbl.is Í Kópavogi búa álfar og menn Álfhóll í Kópavogi Það er trú margra að þar eigi álfar sér bústað.  Þeir sem hafa átt leið um Smiðjuhverfi í Kópavogi hafa eflaust gefið því gaum að göturnar þar eru lit- skrúðugri en annars staðar á landinu. Til viðbótar við götunúmer eru göturnar þar nefnilega auð- kenndar með litum; gulum, rauðum, grænum, bleik- um, bláum og svörtum. Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs- bæjar, segir frá því að eftir að Smiðjuhverfið byggð- ist upp á árunum 1975 til 1985 hafi oft verið rugl- ingur þegar fólk leitaði að inngangi húsanna því aðkoma þeirra er oft bæði að ofanverðu og neð- anverðu. Þar sem eitt hús gat ekki verið með tvö húsnúmer var ákveðið að lita göturnar til þess að fólk yrði fljótara að finna rétt- an inngang. Hugmyndin spratt upp í samráði fyrirtækja á svæðinu og bæjarins. „Sagan segir að einhver hafi stungið upp á því að ljósaperurnar í ljósastaur- unum yrðu einnig litaðar í sama lit og göturnar en þegar spurt var hvað ætti þá að gera við svörtu götuna, datt málið dautt niður á stundinni,“ segir Birgir. kjartan@mbl.is Litríkt hverfi af góðri ástæðu Göturnar bera liti í Smiðjuhverfi. Í Safnahúsi Kópavogs er meðal annars að finna Náttúrufræðistofu Kópavogs en hlutverk hennar er að safna, varðveita og sýna náttúrugripi, standa að fræðslu og rannsóknum í náttúrufræðum og stuðla að náttúru- og umhverf- isvernd. Um 10 þúsund gestir heimsækja safnið árlega, þar af 3-4 þúsund skólabörn. „Skólarnir geta valið um að bóka heimsóknir og fá þá móttöku og leiðsögn eða bara koma við og skoða sjálf,“ segir Finnur Ingimarsson, líf- fræðingur og settur forstöðumaður. Hann segir að oftar en ekki sé eitthvað þema í gangi þegar krakkarnir koma í heimsókn, til dæmis farfuglar eða lífið í sjónum, og þá sé unnið með það. Finnur segir að rannsóknarhluti starfseminnar hafi ávallt snúið að fersk- vatnsvistfræði. „Nú erum við að vinna í stóru verkefni í samstarfi við Nátt- úrufræðistofnun Íslands sem lýtur að vistgerðarflokkun og við erum með vötn; erum að rannsaka gróðurfélög í vötnum og kortleggja hann á lands- vísu,“ segir Finnur. Náttúrufræðistofan sinnir einnig ýmsum vöktunarverk- efnum, til dæmis á lífríki og vatnsgæðum Þingvallavatns. holmfridur@mbl.is Rannsaka og kort- leggja gróðurfélög  Fá þúsundir skólabarna í heimsókn Morgunblaðið/Kristinn Söfn Náttúrufræðistofa Kópavogs er til húsa í Safnahúsinu á Borgarholti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.