Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Vestmannaeyjabær sagði frá þvíí gær að í nýsamþykktri fjár- hagsáætlun næsta árs væri gert ráð fyrir að lækka útsvarshlutfallið úr hámarkinu, 14,48%, í 13,98%.    Þetta eru afar já-kvæð tíðindi fyrir íbúa Vest- mannaeyja og sýna að bænum ef stýrt af ábyrgð gagnvart skattgreiðendum.    Lögð hefur verið áhersla á það írekstri bæjarins að greiða niður skuldir og auka hagkvæmni og nú er gert ráð fyrir að bærinn geti orðið skuldlaus innan fjögurra ára.    Í tilkynningu frá bænum segir:„Það er skoðun stjórnenda Vestmannaeyjabæjar að nú þegar rekstur Vestmannaeyjabæjar þolir að lægra hlutfall sé tekið af laun- um bæjarbúa þá eigi þeir að njóta þess með auknum ráðstöf- unartekjum frekar en að rekstur sveitarfélagsins sé þaninn út. Fólk er enda sjálft best til þess fallið að meta hvernig það ver sínum eigin fjármunum.“    Þetta viðhorf til fjármála hinsopinbera og skattgreiðenda er því miður allt of sjaldséð. Oft er viðhorfið að hámarka skatttekjur með öllum tiltækum ráðum, en markmið þeirra sem fara með op- inber fjármál ætti einmitt að vera að taka sem allra minnst fé af al- menningi en skilja sem mest eftir til frjálsrar ráðstöfunar.    Sveitarstjórnarmenn víða umland mættu að ósekju kynna sér afstöðu Vestmannaeyjabæjar til skattgreiðenda. Það gæti orðið til þess að ráðstöfunartekjur al- mennings mundu hækka víðar en nú er útlit fyrir. Elliði Vignisson Jákvætt viðhorf til skattgreiðenda STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.11., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík -1 skýjað Akureyri 1 skýjað Nuuk -1 snjóél Þórshöfn 5 þoka Ósló -7 léttskýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Stokkhólmur 1 skýjað Helsinki 7 skýjað Lúxemborg 2 alskýjað Brussel 5 skýjað Dublin 3 léttskýjað Glasgow 2 heiðskírt London 7 léttskýjað París 3 skýjað Amsterdam 5 súld Hamborg 5 skýjað Berlín 5 súld Vín 7 alskýjað Moskva 2 alskýjað Algarve 13 alskýjað Madríd 10 léttskýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 12 léttskýjað Róm 8 skúrir Aþena 16 heiðskírt Winnipeg -13 skafrenningur Montreal 2 skúrir New York 10 alskýjað Chicago 2 alskýjað Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:23 16:06 ÍSAFJÖRÐUR 10:53 15:47 SIGLUFJÖRÐUR 10:37 15:29 DJÚPIVOGUR 9:59 15:30 Seefeld íTíról Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Vetrarfrí á gönguskíðum í skemmtilegum félagsskap og fallegu Tírólumhverfi er sannkallaður draumur útivistarfólks. Seefeld býður upp á allt það besta til að gera gönguskíðaferðina þína að ógleymanlegu ævintýri. Verð: 198.600 kr. á mann í tvíbýli. Örfá sæti laus Mjög mikið innifalið! Gönguskíði sp ör eh f. 18. - 25. janúar Fararstjórar: Íris Marelsdóttir & Árni Ingólfsson Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Áframhaldandi starfsemi hefur verið tryggð á meðferðarheimilinu á Háholti í Skagafirði en öllum starfsmönnum hafði verið sagt upp þar sem þjónustusamningur við Barnaverndarstofu átti að renna út um næstu áramót. Nú hefur Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra upplýst að unglingar, sem þurfa að afplána refsidóma, verði vistaðir þar. Um leið verður unnið að því að finna vistun á höfuðborgarsvæðinu fyrir bráðatilvik. Ari Jóhann Sigurðsson, annar forstöðumanna Háholts, segir það fagnaðarefni að starfsemi heimilis- ins verði tryggð og nú eigi bara eftir að ganga frá samningum við Barnaverndarstofu. Mikil óvissa hafi verið um framhaldið, alveg síð- an í mars á þessu ári. Þegar fyrir lá að þjónustusamningur yrði ekki endurnýjaður vegna fjárskorts varð að segja starfsmönnum upp í haust. „Við höfum verið að vista ung- linga, sem hafa þurft að afplána refsidóma, þannig að í eðli sínu er þetta ekki mikil breyting á starf- semi heimilisins, þó að við þurfum að gera einhverjar meiri örygg- isráðstafanir. Við eigum eftir að ræða við fagfólk hjá Fangels- ismálastofnun um hvernig þessu verður háttað, sú vinna er ekki far- in af stað,“ segir Ari Jóhann. Starfsmenn voru í óvissu Áður fyrr höfðu ungir refsi- fangar val um það hvort þeir af- plánuðu dóma á Litla-Hrauni eða færu í meðferð en slíkt er ekki í boði lengur. Samkvæmt Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna, sem Ís- land á aðild að, verður að aðskilja ólögráða ungmenni, sem afplána refsivist, frá eldri föngum. Á Háholti starfa nú tíu manns en voru 17 þegar mest lét í 11,5 stöðugildum. Í febrúar sl. var vist- unarrýmum fækkað úr fimm í þrjú. Ari Jóhann gerir ráð fyrir að fjölga þurfi starfsfólki samfara auknum verkefnum, og fara í 13 stöðugildi. „Óvissan hefur verið mikil hjá starfsfólkinu. Þrátt fyrir uppsagnir hefur þó enginn leitað annað eftir vinnu og frekar viljað bíða eftir niðurstöðu um framhaldið. Það segir líka ákveðna sögu um vinnu- markaðinn hér í Skagafirði, lítið um ný störf í boði,“ segir Ari Jó- hann en ásamt Hinriki Má Jóns- syni er hann forstöðumaður á Há- holti. Ánægja með þjónustuna Haft var eftir félagsmálaráð- herra í fréttum RÚV að velferð- arráðuneytið hefði gert könnun hjá barnaverndarnefndum hringinn í kringum landið, þar sem spurst var fyrir um þá þjónustu sem Háholt hefur verið að veita. Leiddi sú könnun í ljós mikla ánægju með þjónustuna. Starfsemi með- ferðarheimilisins Háholts tryggð  Unnið að samningi við yfirvöld um vistun ungra fanga á heimilinu Ljósmynd/Barnaverndarstofa Háholt Meðferðarheimilið hefur verið starfandi frá árinu 1999. Forystumenn nemendafélaga innan Menntaskólans í Reykjavík hafa sent opið bréf til fjárlaga- og mennta- málanefnda Alþingis vegna fram- lags til MR í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Auk þess fór fram undir- skriftasöfnun í skólanum í gær og fyrir hádegi á mánudag ætla MR- ingar að fylkja liði frá skólanum að menntamálaráðuneytinu og afhenda undirskriftirnar. Í opna bréfinu segir m.a.: ,,Eftir að hafa skoðað tillögur til fjárlaga 2014 erum við vægast sagt undr- andi. Þar kemur fram að Mennta- skólinn í Reykjavík fær, enn og aft- ur, minnsta fjárframlag allra framhaldsskóla á Íslandi.... Þegar við horfum til sambærilegra skóla, þ.e. skóla af svipaðri stærð og gerð, kemur í ljós að þeir þiggja allir hærri framlög en Menntaskólinn í Reykjavík. Þar munar tugum þús- unda á hvern ársnemanda. Ef við skoðum alla skóla á landinu kemur fram að framlög á hvern árs- nemanda til Menntaskólans í Reykjavík eru um 26% undir með- alframlagi. Það er því skýr krafa okkar að við, sem nemendur í MR, verðum metin til jafns við nemendur sambærilegra framhaldsskóla.“ MR-ingar vilja leiðréttingu á fjárframlögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.