Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 1
Guðmundur Magnússon. gudmundur@mbl.is Hratt hefur dregið úr atvinnuleysi á Suður- nesjum að undanförnu. Gróska er í sjávar- útvegi og ferðaþjónustu á svæðinu. Margs kon- ar frumkvöðla- og nýsköpunarstarf hefur skotið rótum. Góður árangur grunnskólanem- enda í samræmdu prófunum í haust hefur glatt fólk og skapað stolt í byggðunum. Suðurnesja- menn eru sannfærðir um að þeim sé að takast að vinna sig út úr erfiðleikunum sem verið hafa undanfarin ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í hring- borðsumræðum um málefni Suðurnesja sem Morgunblaðið efndi til í tengslum við 100 daga hringferð blaðsins um landið. Greint er frá um- ræðunum á tveimur opnum í blaðinu í dag. Fram kom að tölulegur samanburður sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét vinna sýndi að íbúar svæðisins byggju við skarðan hlut í fjárveitingum til ýmissa þátta opinberrar þjónustu. Þessi mismunur væri al- veg óútskýrður. „Það er krafturinn í fólkinu sem gerir Suð- urnesin svo áhugaverð,“ sagði einn þátttakenda í umræðunum. „Það er búið að byggja upp sterka innviði á svæðinu og hvergi eru meiri tækifæri til uppbyggingar og atvinnusköp- unar,“ sagði annar. »22-25 Landið loks að rísa á Suðurnesjum  Vinna sig út úr erfiðleikum  Kraftur í fólkinu Morgunblaðið/RAX Hringborðið Sterkir innviðir á svæðinu og tæki- færi til uppbyggingar og atvinnusköpunar. L A U G A R D A G U R 2 3. N Ó V E M B E R 2 0 1 3  273. tölublað  101. árgangur  JÓLABLAÐIÐ JÓLALEGAR BOLLAKÖKUR, JÓLABJÓR, ÍSLENSKAR ÚRVALSJÓLAPLÖTUR OG MARGT FLEIRA Í 128 SÍÐNA AUKABLAÐI ÁRA STOFNAÐ 1913 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt skoðanakönnun Félags- vísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið myndi L-listinn á Akureyri bíða afhroð ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga nú. List- inn fengi 13,5% atkvæða og einn bæjarfulltrúa kjörinn en fékk 45% í síðustu kosningum og sex manna hreinan meirihluta. Björt framtíð kæmi ný inn í bæj- arstjórn með 16% atkvæða og tvo menn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi mest fylgi, eða 20,7%, og þrjá menn kjörna. VG fengi 16% og tvo menn, Framsóknarflokkurinn 15,6% og tvo menn og Samfylkingin 11% og einn mann. Bæjarlistinn fengi aðeins 1,7% atkvæða, myndi missa sinn eina mann í dag. Hinir minnihlutaflokk- arnir í bæjarstjórn eru núna með einn mann hver. Um síma- og netkönnun var að ræða dagana 7. til 21. nóvember sl. Úrtakið var samanlagt 625 manns og svarhlutfallið 61%. ML-listinn myndi bíða afhroð »6 Meirihlutinn myndi kolfalla  L-listinn myndi missa 5 bæjarfulltrúa  Sjálfstæðisflokkur fengi tveimur fleiri Fylgi flokka í bæjarstjórn Akureyrar Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 7.-21. nóvember 2013 20,7% 16,0% 16,0% 15,6% 13,5% 11,0% 2,1%1,7% 3,4% Sjálfstæðisflokkurinn 20,7% Björt framtíð 16,0% Vinstri - græn 16,0% Framsóknarflokkurinn 15,6% Listi fólksins 13,5% Samfylkingin 11,0% Píratar 2,1% Bæjarlistinn 1,7% Annar flokkur eða listi 3,4%  Nokkur af öflugustu íþrótta- félögum landsins eru í Kópavogi og leggja þau mikla áherslu á barna- og unglingastarf. Fjölbreytt íþróttaaðstaða hefur verið byggð þar upp, enn er þó skortur á hús- næði og allt að 3-4 ára bið er eftir að komast að hjá Gerplu. HK hefur unnið markvisst að því að færa æf- ingar barna fram á daginn og býð- ur upp á ferðir á milli hverfa bæj- arins og æfingasvæða. Fjallað er um mannlíf og menningu í Kópa- vogi í dag og er umfjöllunin hluti 100 daga hringferðar Morg- unblaðsins. »26-35 Öflugt íþróttalíf barna í Kópavogi Elísabet II. Bretadrottning heimsótti á fimmtudaginn Southwark- dómkirkju í Lundúnum. Tilefni heimsóknarinnar var að skoða gler- listaverk sem Leifur Breiðfjörð gerði, en hann vann samkeppni sem efnt var til í tilefni af sextíu ára valdaafmæli drottningarinnar. Heimsóknin var einkaheimsókn drottningar í kirkjuna, en kirkjan var samt sem áður full af fólki, og var Leifur kallaður upp í athöfninni, en verkið var endurvígt í til- efni af heimsókninni. „Drottningin er indæl kona og við ræddum saman í einar 10 mínútur,“ segir Leifur. „Hún var mjög ánægð og sagði að þetta væri alveg „splen- did“. Það var mjög gaman að hitta hana.“ Hann segir drottninguna hafa haft mikinn áhuga á að hlusta á frásögn hans af tilurð verksins. „Glugginn var settur upp og vígður fyrir einu og hálfu ári, en hún hefur ekki haft tíma til að vitja hans fyrr en núna,“ sagði Leifur. AFP Listaverkið Drottningin snýr að Leifi, sem snýr baki í myndavélina. Leifur sagði drottninguna hafa lýst verkinu sem ágætu eða „splendid“ á ensku. Drottningin ánægð með glugga Leifs Norðmaðurinn Magnus Carlsen varðí gær heimsmeistari í skák. Carlsen tryggði sér titilinn með því að gera jafntefli við Indverjann Viswanathan Anand í 10. skák þeirra um titilinn. Þetta var í fyrsta skipti frá árinu 1921 sem Rússi eða Sovétmaður var ekki í úrslitum heimsmeistaramótsins í skák. Norskir fjölmiðlar fagna sigri Carl- sens og segja sigur hans aldrei hafa verið í hættu. Haft er eftir skák- sérfræðingum á vef Aftenposten að hann kunni hreinlega að verða ósigrandi takist honum að bæta opn- unarleiki sína, sem þykja hans eini veikleiki. »38 og Sunnudagsblað Segja meistarann geta orðið ósigrandi AFP Heimsmeistari Jafntefli dugði fyrir Magnus Carlsen í skák gærdagsins. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi eru bótasvik enn algeng í atvinnu- leysisbótakerfinu. Í fyrra rannsak- aði eftirlitsdeild Vinnumálastofn- unar (VMST) tæplega 700 mál þar sem grunur var um misnotkun. Lauk 527 málum með viðurlögum og skilaði eftirlitið 572 milljóna kr. sparnaði, þar sem tókst að uppræta bótasvik og endurheimta ofteknar bætur. Í dag er þó ein- ungis einn starfsmaður eftir sem sinnir eftirlitsverkefnum sem þrír sinntu áður. Ábendingum um bótasvik hefur fjölgað VMST fær fjölda ábendinga um bótasvik og hefur einstökum mál- um sem tekin eru til rannsóknar í kjölfar þess eða þar sem grunur vaknar um að einstaklingur í at- vinnuleit hafi haft rangt við fjölgað á þessu ári. Í fyrra voru þau 187 en það sem af er þessu ári eru slík mál orðin 250. Málum sem koma upp við samkeyrslu atvinnuleys- isskrár við aðrar skrár hefur á hinn bóginn fækkað. Þegar atvinnuleysið var sem mest eftir hrunið var talið að bóta- svikin næmu um milljarði á ári. Baldur I. Aðalsteinsson, deild- arstjóri eftirlitsdeildarinnar, er þeirrar skoðunar að ástandið sé enn mjög slæmt. Hugarfars- breytingar sé þörf meðal Íslend- inga. »40 Á sjötta hundrað svikamál  Ástandið enn mjög slæmt að mati VMST Eftirlitið » 75 voru beittir viður- lögum þegar í ljós kom að þeir óku leigu- bílum í afleys- ingum leyfis- hafa og þáðu líka bætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.