Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.11.2013, Blaðsíða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 ✝ Gauti Gunn-arsson, bóndi á Læk í Flóa, fæddist 1. desember 1969. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands á Selfossi 15. nóvember 2013. Foreldrar hans voru Gunnar Hall- dórsson frá Skeggjastöðum, f. 16. janúar 1925, d. 15. maí 2002, og Sigríður Guð- jónsdóttir frá Bollastöðum í Flóa, f. 25. janúar 1933, bændur á Skeggjastöðum í Flóa. Systk- ini Gauta eru Kristín, Skeggi, Halldóra og Bolli. Eiginkona Gauta er Guðbjörg Jónsdóttir frá Reyni í Mýrdal, f. 18.2. 1968. Börn þeirra eru fjög- ur: Gísli, f. 28.6. 1993, Jón, f. 17.10. 1995, Eyrún, f. 16.4. 1999, og Gunnar Mar, f. 30.3. 2009. Gauti ólst upp hjá foreldrum sínum á Skeggjastöðum. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem þau Guðbjörg kynntust, og síðan lá leiðin að Hvann- eyri þaðan sem Gauti varð búfræð- ingur frá Landbún- aðarháskólanum. Hann sótti einnig ýmiskonar viðbót- arnám, s.s. jarð- rækt, söðlasmíði, söngnám og fleira. Gauti vann ýmis störf, m.a. í Húsdýragarðinum í Reykjavík en var frá 1996 bóndi á Læk í Flóa. Saman stofnuðu þau hjón bændaverslunina Bú- bót sem seldi vörur beint frá býli. Hann tók frá fyrstu tíð virkan þátt í félagsmálum sinn- ar sveitar og samfélags. Útför Gauta verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 23. nóv- ember 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. Í dag verður jarðsunginn mágur minn, Gauti Gunnarsson, bóndi á Læk í Hraungerðis- hreppi. Kynni okkar hófust þeg- ar við Stína systir hans vorum farin að draga okkur saman, hann þá nánast enn á barnsaldri, sprækur og skemmtilegur strák- ur. Nánari urðu þó okkar kynni þegar hann gerðist kaupamaður hjá okkur í tvö sumur fljótlega eftir að við hófum búskap. Þá var hann enn á táningsaldri en þegar orðinn hörkuduglegur og ósérhlífinn, svo maður varð að hafa sig allan við til að verða sér ekki til minnkunar við hlið hans. Óragur til allra verka og ekki þurfti að eyða tíma í að vekja hann á morgnana eða minna hann daglega á hvað gera þyrfti. Gat líka alveg sagt mér og öðr- um til syndanna ef á þurfti að halda. Jafnframt hinn ágætasti félagi, og gekkst í frítíma sínum fúslega undir ýmsar félagslegar skyldur, hvort heldur sem var að leggja ungmennafélaginu lið eða mæta í messu þar sem hann raunar var mun gagnlegri en ég því hann gat sungið. Kröfurnar ekki miklar, helst hann minnti okkur á að á smjör- eða sultu- lausum bæ vildi hann ekki vera. Eðlilega tók sá tími enda sem Gauti veitti okkur lið við búskap- inn. Hann þurfti að sinna sínu lífi, lauk sinni skólagöngu, kynntist sinni konu, og ekki löngu síðar hófu þau búskap á Læk. Þar einkenndi hann sami dugnaðurinn og ég hafði áður kynnst, athafnaþráin stundum meiri en svo að bærilega stórt kúabú dygði til að fullnægja henni. Var þá stundum gripið í vinnu utan bús, en síðustu árin þróuðu þau Guðbjörg nýbreytni í búskapnum, hófu heimavinnslu afurða jafnframt því að reka sveitaverslunina Búbót við góð- an orðstír. Ekki varð annað séð en lífið blasti við Gauta og fjöl- skyldu hans á Læk. En síðastlið- inn vetur geriðst það óvænta, Gauti veiktist og fékk fljótlega þann úrskurð að hann væri með illkynja krabbamein í höfði. Síð- an háði hann æðrulaus þá bar- áttu sem ekki gat endað nema á einn veg og er nú lokið. Um sanngirni er ekki alltaf að ræða í lífi manna, ekki hafði Gauti unnið til þessara örlaga. Það er sárt að kona þurfi að sjá á bak manni sínum á þessum aldri, að börn fái ekki notið föður síns í uppvextinum og að móðir þurfi að fylgja syni til grafar. Ég votta Guðbjörgu og börnum þeirra Gauta mína dýpstu sam- úð, svo og Sigríði móður hans og öðrum aðstandendum. Jón Gíslason. Það er með trega í hjarta sem ég rita þessi orð til að kveðja vin minn Gauta Gunnarsson, áratug- um fyrr en ég átti von á. Það var áfall þegar hann greindist með illvígt krabbamein og strax lá fyrir að baráttan yrði erfið. Nú er henni lokið, eftir ótrúlega skamman tíma, og fjölskylda hans og vinir verða að kveðja hann í dag. Við Gauti fæddumst báðir í Flóanum, hann austan við Sel- foss á Skeggjastöðum í Hraun- gerðishreppi og ég vestanmegin, í Kaldaðarnesi í Sandvíkur- hreppi. Við kynntumst fyrst í Fjölbrautaskóla Suðurlands sem þá var nefndur „Hlaupabrautin“ því kennslan var út um allan Sel- fossbæ. Á menntaskólaárunum urðum við bestu vinir, völdumst til forystu í nemendafélaginu og útskrifuðumst saman frá F.Su. fyrir tæpum 25 árum. Margir tala um menntaskólaárin sem einn besta tíma ævinnar og árin okkar Gauta geyma margar góð- ar minningar. Það liðu fáir dagar þessi árin sem við töluðum ekki saman. Þór Vigfússon heitinn var skólameistari og hann veitti okkur báðum sömu viðurkenn- ingu við útskrift, fyrir þátttöku í félagsstarfi. Þór var eftirminni- legur maður, mikill húmoristi og hvers manns hugljúfi, en hefur kannski talið okkur heldur fyr- irferðarmikla, því í viðurkenn- ingunni var ritað „Með þökk frá skólameistara fyrir óskeikul ráð við stjórn skólans“. Það var gaman að upplifa vígslu nýja skólahússins, þegar skólinn komst loksins „nokkurn veginn“ undir eitt þak, allar ferðirnar, böllin sem nemendafélagið hélt og heimsóknirnar sem skipu- lagðar voru – ekki síst þegar stærðar hópur frá Menntaskól- anum á Akureyri gisti á flat- sæng í hátíðarsal skólans. Þá verður að nefna útskriftarferð- ina til Ísraels og Egyptalands í ársbyrjun 1989. Það var ógleym- anleg upplifun í góðum hópi. Árin liðu. Gauti fór að búa með Guðbjörgu sinni sem hann hafði kynnst í F.Su. Þau eign- uðust sitt fyrsta barn sumarið 1993 og síðar komu þrjú í viðbót. Hann fór að læra búfræði á Hvanneyri en ég fór til Reykja- víkur að sinna öðrum verkefn- um. Um tíma bjuggum við báðir í Reykjavík en ég gladdist mjög þegar Gauti og Guðbjörg fengu tækifæri á að taka við búrekstri á Læk í Flóa, því þau voru aldrei malbiksbörn. Þau byggðu þar myndarlegt kúabú, hófu ísgerð og starfræktu m.a. skemmtilega sveitaverslun. Samskiptin urðu auðvitað minni en á menntaskólaárunum en slitnuðu aldrei. Það var gam- an fyrir okkur Siggu að koma að Læk, fylgjast með börnunum vaxa úr grasi – og njóta afurða búsins. En skyndilega er allt breytt. Guðbjörg, Gísli, Jón, Ey- rún og Gunnar Mar syrgja nú eiginmann og föður. Sigríður móðir Gauta syrgir son sinn. Þeirra er missirinn mestur og við Sigga sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til þeirra og annarra aðstandenda. Farðu vel vinur. Í friði hvíl þú, vinur. – Þig verndar móðir jörð, – hún vefur þig í dag í sitt grófa, kalda lín. en þegar vorið kemur og frelsar dal og fjörð, að fótum þinna óska hún leggur blómin sín. – Og þegar vorið kemur og sólin vermir svörð, skal sál vor faðma blómin eitt kvöld – og minnast þín. (Jóhannes úr Kötlum) Sigurður Eyþórsson. Í dag þegar ég kveð besta vin minn, hann Gauta á Læk, er mér efst í huga þakklæti fyrir allar samverustundirnar okkar. Við kynntumst fyrir um það bil 15 árum þegar konurnar okkar fóru að vera saman í saumaklúbb og síðan hefur vinskapurinn dafnað og verið ræktaður bæði í leik og starfi. Ýmis mál voru rædd og krufin til mergjar, tóku samtölin oft óvænta stefnu þar sem Gauti vildi stundum leysa málin á óhefðbundnari vegu. Eitt er víst að við urðum aldrei uppiskroppa með umræðuefni, hvort sem málin voru rædd af alvöru eða gamansemi. Gauti hafði mjög gaman af söng og brast gjarnan í söng við ólíklegustu aðstæður, hvort sem var í mjaltabásnum eða trak- tornum og naut ég þá góðs af. Hann var ráðagóður og réð mér heilt þegar bændadraumar mínir gengu ekki upp. En nú er komið að leiðarlokum og mig skortir orð. Í tæpt ár glímdi hann við erfið veikindi sem reyndu mjög á hann, þennan annars hrausta og sterka vin minn og fjölskyldu hans og alla þá sem nærri hon- um stóðu. Því miður tapaði hann þessari baráttu og lést hinn 15. nóv. sl. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Um leið og ég þakka Gauta fyrir einstaka vináttu viljum við, ég og fjölskylda mín, senda Guð- björgu og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðlaugur Eggertsson. Á sama tíma og daginn styttir og skammdegismyrkrið grúfir sig æ þéttar yfir kvaddi Gauti á Læk þessa jarðvist. Einungis er innan við ár síðan fregnir bárust af veikindum hans. Það var frek- ar snúið að meðtaka þá stað- reynd því Gauti var í okkar huga ímynd hreystinnar. Hann var bóndi af Guðs náð sem gekk til vinnu sinnar dag hvern og var hamhleypa til verka. En án fyr- irvara er mönnum kippt úr dag- legu amstri og nýr kapítuli á lífs- leiðinni hefst. Leiðir okkar Gauta lágu saman þegar við fluttum í sveitina fyrir nokkrum árum. Sameiginlegur áhugi okk- ar á að standa vörð um Þjórsá gerði það að verkum að við unn- um nokkuð saman. Gauti var fylginn sér í því sem hann tók sér fyrir hendur, hafði einarða afstöðu og var alls óhræddur að standa við sannfæringu sína. Hann var góður liðsmaður, skarpur og gott að leita til hans. Það er hér með þakkað. Á þess- um vetrardögum þegar líða fer að aðventu drúpir sveitin höfði, hún hefur misst öflugan liðs- mann sem Gauti á Læk var. Aðstandendum öllum sendum við samúðarkveðjur. Svanhvít og Almar, Lambastöðum. Í dag kveðjum við Gauta Gunnarsson, góðan félaga og vin. Á þessari stundu hvarflar hugurinn til baka og margar góðar minningar koma upp í hugann. Við kynntumst Gauta fyrst fyrir rúmum tuttugu árum þegar þau Guðbjörg rugluðu saman reytum. Hann hefur alla tíð síðan reynst traustur vinur okkar fjölskyldu og hans er sárt saknað. Við fyrstu kynni virkaði Gauti glettinn og lífsglaður, en við nánari kynni kom í ljós hvað hann var jarðbundinn, en kraft- mikill persónuleiki. Hann hafði yndi af ræktun og sveitastörfum en hæfileikar hans lágu víða, svo sem í smíðum, söng og fé- lagsstörfum. Gauti var ávallt virkur þátttakandi í samfélaginu og lá sjaldan á skoðunum sínum, en í því var nokkur mótsögn því að hann var í eðli sínu hæv- erskur og orðvar. Það sem ein- kenndi Gauta öðru fremur var að skoðanir hans tóku oftar en ekki mið af heildarhagsmunum samfélagsins og virðingu fyrir landinu. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með Gauta síðustu mánuði í baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hann vissi í hvað stefndi en hann tók veikindum sínum af miklu æðruleysi og brosið og hláturinn var aldrei langt undan. Hann hélt mann- legri reisn til síðustu stundar og eftir stendur glögg mynd af sterkum persónuleika sem auðg- aði mannlífið og gerði líf þeirra skemmtilegra sem hann um- gekkst. Elsku Guðbjörg, Gísli, Jón, Eyrún og Gunnar Mar. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiða tíma. Minningin um góðan mann mun fylgja okkur öllum um ókomna tíð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Einar og Ágústa. Kveðja frá Karlakór Selfoss Það er með sárum trega sem ég sest niður og skrifa nokkur kveðjuorð til Gauta félaga okkar í Karlakór Selfoss. Gauti söng með kórnum í níu ár fyrsta ten- ór. Hann hafði fallega tenórrödd og lagði mikinn metnað í söng- inn. Gauti var einn af yngri söngmönnum í kórnum, aðeins 44 ára, og því varð það okkur mikið áfall þegar hann greindist með höfuðæxli fyrir aðeins einu ári. En af ótrúlegri seiglu og ákveðni tókst honum fársjúkum að gera það sem honum fannst skemmtilegast; að syngja með okkur, seinnihluta síðastliðins vetrar. Við í Karlakór Selfoss þökkum Gauta samstarfið og sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gísli Á. Jónsson, form. Karlakórs Selfoss. Gauti Gunnarsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Við þökkum innilega auðsýnda samúð og kærleika við fráfall ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS GUNNARS HANNESSONAR, Laugarnesvegi 65, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við öllum þeim sem hjúkruðu honum og studdu í veikindum hans. Rósa Óskarsdóttir, Elsa Jónsdóttir, Fjalar Jóhannsson, Andrea Fanney Jónsdóttir, Kjartan Friðrik Ólafsson, Eva Rós og Brynja Fjalarsdætur. ✝ Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS BENJAMÍNSSONAR, Holtsgötu 12, Reykjavík. Hulda Guðmundsdóttir, Kristín Berglind Kristjánsdóttir, Páll Kristján Svansson, Broddi Kristjánsson, Helga Þóra Þórarinsdóttir og afastrákar. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýnt hafa okkur samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Austurvelli, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Ljósheima á Selfossi. Fyrir hönd aðstandenda, Þórhildur Gísladóttir, Einar Kjartansson, Kristján Gíslason, Ólöf Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Gísladóttir, Guðbjörn Ólafsson, Margrét Bragadóttir, Bjarni Jakobsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS BENEDIKTS GUÐMUNDSSONAR frá Þverdal í Aðalvík, Boðaþingi 24. Sérstaklega viljum við þakka félögum Karlakórs Reykjavíkur sem og öllu tónlistarfólkinu sem heiðraði minningu hans. Bergþóra Skarphéðinsdóttir, Sjöfn Sóley Sveinsdóttir, Rögnvaldur R. Andrésson, Gerður Sveinsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Smári Sveinsson, Guðmunda Óskarsdóttir, Kristín Linda Sveinsdóttir, Skjöldur Vatnar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, KRISTGEIRS KRISTINSSONAR frá Felli, Arnarstapa, Snæfellsnesi, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík. Björg Jónsdóttir, Jón Kristgeirsson, Guðjón Kristinn Kristgeirsson, Elín Þ. Egilsdóttir, Sigurgeir B. Kristgeirsson, Andrea E. Atladóttir, Jónína Kristgeirsdóttir, Sigurður J. Bergsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.